Morgunblaðið - 30.10.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992 Ljósmæður segja upp LJÓSMÆÐUR á Landspítala hafa ákveðið að fara að dæmi hjúkrun- arfræðinga á sama spítala og segja upp störfum 1. nóvember til að knýja á um bætt launakjör. Guðrún Guðbjörnsdóttir, talsmað- ur ijósmæðranna, sagði að ekki kæmi í ljós hversu margar ljós- mæður segðu upp fyrr en upp- sögnunum yrði skilað inn í dag. Guðrún sagði að í gegnum árin hefðu Ijósmæður dregist aftur úr sambærilegum stéttum hvað varðaði launakjör og samningar við þær hefðu nú verið lausir jafn lengi og samningar hjúkrunarfræðinga á spít- alanum, eða í rúmt ár. Hún sagði að í framhaldi af árangurslausum samn- ingaviðræðum um launakjör hefði verið ákveðið að segja upp á fjöl- mennum fundi á spítalanum í gær. Ljósmæðurnar kynna afstöðu sína fyrir Davíð Á. Gunnarssyni, fram- kvæmdastjóra ríkisspítalana, í dag. Sjá Innlendan vettvang bls 20. ♦ ♦ ♦------------ Fjárfesting’arfé- lagið Skandia Fyrirspurnir um kaup á skírteinum TALSVERT var um fyrirspurnir til Fjárfestingarfélagsins Skandia í gær vegna tilkynningar um þriðj- ungslækkun á gengi hlutdeildar- skírteina í þremur af fjórum verð- bréfasjóðum félagsins og að inn- lausn þeirra hæfist í næstu viku, en ekki var mikið um að fólk kæmi á afgreiðslu félagsins, að sögn Brynhildar Sverrisdóttur, umsjónarmanns sjóðanna. Brynhildur sagði að fólk virtist hafa tekið þessum tíðindum án upp- náms. Hún sagði ennfremur að nokk- uð væri um fyrirspumir og óskir um kaup á hlutdeildarskírteinum á þessu nýja gengi, en sala skírteina verður ekki heimiluð fyrr en jafnvægi hefur komist á. Lokað hefur verið fyrir innlausn úr sjóðum Fjárfestingarfé- lagsins Skandia um rúmlega þriggja vikna skeið. -----♦ ♦ ♦ Útafakstur og árekstur í Hvalfirði ÁREKSTUR fjögnrra bíla varð í brekkunni ofan við Olíustöðina í Hvalfirði um kvöldmatarleytið í gær, og á svipuðum tíma óku tveir bílar út af á sama stað. Engin slas- aðist í þessum umferðaróhöppum. Að sögn lögreglunnar í Borgamesi var gífurleg hálka á veginum í Hval- firði í gærkvöldi, og gátu ökumenn ekki stöðvað bfla sína þegar þeir komu á brekkubrúnina, en þeir sem í óhöppunum lentu voru allir á suður- leið. í dag Frá sér numinn_______________ Georgíumanninum Grigol Matsjav- ariani boðið til íslands 4 Kirkjuþingi slitiö___________ Hvatt til hækkunar skattleysis- marka 18 Kvennalistinn________________ Samkomulag um að vera ósam- mála um EES 20 Leiðari______________________ Vamarframkvæmdir og atvinnu- leysi 26 Morgunblaðið/Þorkell Hörkustemmning• í Hinu húsinu íslensk ungmenni létu ekki sitt eftir liggja á tónleikum í Hinu húsinu í tilefni af unglingadegi í gær eins og sjá má á þessari mynd. Meðal hljómsveita sem tróðu upp voru Kolrassa krókríðandi, Lipstick Lovers, Jet Black Joe, Bleeding Volcano, Cirkus babalu, Jöklasveitin, Synir Rasputins og nokkrar upprennandi ungar hljómsveitir. Atskákmót Reykjavíkur Engin óvænt úrslit urðu í fyrstu umferð ENGIN óvænt úrslit urðu í gær- kvöldi í 1. umferð úrslita á atskák- móti Reykjavíkur, Búnaðarbanka- mótinu. Undanúrslit verða á morgun og úrslitaeinvígið á laug- ardag, en á sunnudag teflir sigur- vegarinn við Timman, sem er óop- inber heimsmeistari í atskák. Í 1. umferð úrslitanna vann Karl Þorsteins Ingvar Ásmundsson með U/2 vinningi gegn V2, Helgi Áss Grét- arsson vann Sigurð Daða Sigfússon með U/2 gegn V2, Friðrik Ölafsson vann Ágúst Sindra Karlsson með IV2 gegn V2, Jóhann Hjartarson vann Hauk Angantýsson með 3 vinningum gegn 1, Margeir Pétursson vann Jón Garðar Viðarsson með 3 gegn 1, Tómas Bjömsson vann Svein Krist- insson með 2V2 gegn U/2, Róbert Harðarson vann Askel Öm Kárason með IV2 gegn V2 og Helgi Ólafsson vann Þröst Ámason með 2V2 gegn IV2. Annarri umferð úrslitanna var ólokið um miðnætti í nótt, en þá tefldu saman Jóhann Hjartarson og Karl Þorsteins, Helgi Áss Grétarsson og Margeir Pétursson, Tómas Bjömsson og Helgi Ólafsson og Rób- ert Harðarson og Friðrik Ólafsson. Stálverksmiðjan slegin Bún- aðarbankanum á 50 milljónir Innlendir aðilar sýna áhuga á að kaupa og hefja rekstur verksmiðjunnar EIGNIR þrotabús íslenska stálfélagsins voru slegnar Búnaðarbankan- um og Iðnþróunarsjóði fyrir 50 milljónir króna á uppboði sem fram fór á vegum sýslumanns Hafnarfjarðar í verksmiðju Stálfélagsins á Markhellu 4 í Hafnarfirði í gær. Aðeins kom fram eitt boð í eignirn- ar frá Brynjólfi Kjartanssyni hæstaréttarlögmanni sameiginlega fyr- ir hönd Búnaðarbankans og Iðnþróunarsjóðs. Sýslumaðurinn í Hafnar- firði mun taka sér allt að þriggja vikna frest til athugunar á fram- komnu boði. Brynjólfur sagði í samtaii við Morgunblaðið að Búnaðar- bankinn og Iðnþróunarsjóður hefðu ekki í hyggju að hefja starfsemi verksmiðjunnar en reynt yrði að finna kaupanda að henni sem fyrst. „Það eru ákveðnir aðilar sem hafa áhuga á verksmiðjunni með rekst- ur í huga,“ sagði hann. Snorri Pétursson hjá Iðnþróunar- sjóði staðfesti að innlendir aðilar hefðu sýnt áhuga á að kaupa verk- smiðjuna en tilboð hefði þó ekki borist og engar formlegar viðræður væru hafnar. Hann vildi ekki greina frá hvaða aðilar þetta væru eða hvert yrði söluverð eignanna en sagðist vonast til að salan tæki ekki meira en fjórar vikur. Höfuðstóll kröfu Búnaðarbank- ans í þrotabúið nam rúmlega 100 millj. kr. og krafa Iðnþróunarsjóðs 67 millj. en báðir aðilar áttu kröfu tryggða á 1. veðrétti. Heildarkröfur í þrotabúið námu rúmlega 1,8 millj- örðum króna og þar af námu veð- kröfur rúmlega einum milljarði kr. og áttu sænsku bankamir, SE- Banken og Nordbanken, ásamt hol- lenska bankanum Mess & Hope, stærstu kröfumar. Gestur Jónsson hæstaréttarlögumaður mætti við uppboðið í gær fyrir hönd erlendu bankanna. Bókfærðar eignir Stálfé- lagsins námu 1,7 milljörðum kr. þegar félagið var tekið til gjald- þrotaskipta fyrir um einu ári siðan en heildarskuldir námu þá rúmlega 2 milljörðum kr. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Stálfélagsins fylgdust með uppboð- inu í gær en alls störfuðu um 100 manns hjá fyrirtækinu. Sveinn Magnússon sagði starfsmenn vera ánægða yfir að að eignirnar yrðu ekki fluttar úr landi og vonandi tækist að skapa atvinnu á ný fyrir sem flesta fyrrum starfsmenn ís- lenska stálfélagsins. „Veðhafamir sem buðu í þetta hafa haldið mót- töku brotajáms opinni í tæplega eitt ár og því sé ég ekki skynsemi í öðm en að reynt verði að gang- setja verksmiðjuna sem fyrst,“ sagði hann. Fosteignir ► Fasteignir á Spáni - Bygg- ingastarfsemi á Suðumesjum- Rósótt, alls staðar - Verzlunin Bryrýa - Lagnafréttir - Innan veggja heimilisins Daglegt líf ► Konur í atvinnurekstri, Herra Skandinavía, Á húsbíl um Evrópu, Níkaragúa, jepp- ar frá Opel, atvinnubílstjórar í ökupróf Morgunblaðið/Árni Sæberg Uppboð á eignum þrotabús Islenska stálfélagsins fór fram í verk- smiðjuhúsnæði félagsins í Hafnarfirði. Auk lögmanna og fréttamanna voru nokknr fyrrverandi starfsmenn verksmiðjunnar viðstaddir upp- boðið. Verðlagsstjórí um fullyrðingar Eimskips Varhugavert að slá tölum þannig fram VERÐLAGSSTJÓRI, Georg Ólafsson, segir varhugavert að slá fram tölum með þeim hætti sem Eimskip gerir í tengslum við hækkun fé- lagsins a flutningsgjöldum. Forsvarsmenn félagsins hafa margend- urtekið fullyrðingar um að flutningsgjöldin hafi lækkað um 35% á undanfömum sjö ámm. Georg segist ekki véfengja þessa tölu en bend- ir á að á næstu sjö ámm þar á undan hafi raunhækkun gjaldskrár flutningsgjalda hjá félaginu verið á annað hundrað prósent. I frétt Morgunblaðsins í fyrradag lækkunar um allnn haim n kom fram hjá Herði Sigurgestssyni forstjóra Eimskips að flutningsgjöld félagsins hafi lækkað um 35% á síð- astliðnum sjö árum, sem samsvari um 5% raunlækkun á ári. Segir Hörður jafnframt að fyrir þann tíma hafi flutningsgjöldin einnig lækkað. í heilsíðuauglýsingum Eimskips um þetta segir að 35% lækkun flutnings- gjalda á sjö árum sé staðreynd. Verðlagsstofnun hefur verið að fara yfir forsendur hækkunar Eim- skips og Samskipa á flutningsgjöld- um og verður málið rætt á verðlags- ráðsfundi í dag. Aðspurður sagði Georg Ólafsson verðlagsstjóri að ekki þurfi að koma á óvart að 35% lækkun hafí orðið á flutningsgjöld- unum undanfarin sjö ár því á þeim tíma hafi orðið miklar breytingar í flutningatækni sem leitt hafí til verð- lækkunar um allan heim. Hann sagði hins vegar að svona samanburður væri erfíður og þyrftu menn að gæta vel að sér þegar þeir settu hann fram. Sagðist Georg telja varhugavert að slá tölum fram með þeim hætti sem Eimskip gerði í þessu máli og benti á að útreikningar Verðlags- stofnunar sýndu að flutningsgjalda- taxtar Eimskips hafí hækkað mikið umfram verðlag á árunum fram til 1985, eða fyrir þann tíma sem Eim- skip tekur í viðmiðun sinni. Hann nefndi sem dæmi að frá því undir lok áttunda áratugarins, þegar breytingar voru að hefjast á flutn- ingatækni hérlendis, og til ársins 1985, hafí gjaldskrá farmgjalda Eimskips hækkað um á annað hundrað prósent umfram almennt verðlag í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.