Morgunblaðið - 30.10.1992, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992
Þjóðfélag'svaldið er
frá fólkinu
komið
eftir Ingibjörgii
Sólrúnu Gísladóttur
Á næstunni ræðst hvort íslending-
ar gerast aðilar að evrópsku efna-
hagssvæði eða ekki. Ákvörðunin
varðar framtíðarþróun íslensks sam-
félags og mun snerta daglegt líf
okkar allra með einum eða öðrum
hætti. Við Islendingar stöndum tví-
mælalaust á tímamótum og bæði
meðal þings og þjóðar eru skoðanir
mjög skiptar um það hvert skuli
halda.
Skoðanakannanir sýna að í öllum
stjómmálaflokkum á aðild að evr-
ópsku efnahagssvæði sér bæði for-
mælendurog andmælendur, þó að
hópur hinna óákveðnu sé hlutfalls-
lega stærstur. Stuðningur og and-
staða við samninginn vega vissulega
misþungt eftir flokkum en flokkslín-
ur hafa greinilega ekki afgerandi
áhrif á afstöðu manna. Þá liggur
fyrir að það verður ekkert ráðið af
síðustu Álþingiskosningum um af-
stöðu þjóðarinnar til aðildarinnar að
EES. Það er ekki með nokkrum rétti
hægt að halda því fram að kosið
hafí verið um þau mál sérstaklega
enda lá endanleg afstaða stjómmála-
flokkanna til samningsins ekki fyrir
á þeim tíma, né heldur samningurinn
sjálfur.
Ríkisstjómarflokkamir vita því
ekki hvort þeir hafa stuðning þjóð-
arinnar fyrir inngöngunni inn á hið
evrópska efnahagssvæði eða hvort
þeir eru að teyma hana þangað nauð-
uga.
Alyktanir almannasamtaka
Með samningnum um EES eru
íslendingar að tengjast með afger-
andi hætti samrunaþróuninni í Evr-
ópu. Það er bæði óeðlilegt og ólýð-
ræðislegt að taka slíka ákvörðun með
einföldum meirihluta á Alþingi —
jafnvel mjög tæpum — án þess að
nokkuð sé vitað um vilja þjóðarinn-
ar. Það hlýtur að vera pólitískur og
siðferðilegur styrkur fyrir þingmenn
að vita hver -afstaða umbjóðenda
þeirra er í þessu máli og það styrkir
íslenskt stjórnarfar ef ákvarðanir eru
teknar í samræmi við þjóðarvilja.
Einmitt þess vegna ákváðu stjórn-
arandstöðuflokkamir á Alþingi að
flytja tillögu um að bera EES-samn-
inginn undir kjósendur í almennri
atkvæðagreiðslu. Þessi tillaga endur-
speglar mjög ákveðnar kröfur sem
uppi eru í samfélaginu því ef marka
má skoðanakannanir vilja um 70%
þjóðarinnar fá þjóðaratkvæða-
greiðslu um málið.
Fjölmennustu heildarsamtök
launafólks í landinu hafa ályktað í
þessa veru. ASÍ samþykkti á sam-
bandsstjómarfundi í nóvember á síð-
asta ári að beina þeim eindregnu til-
mælum til Alþingis að afgreiða ekki
samninginn án undangenginnar
þjóðaratkvæðagreiðslu og það sama
gerði síðasta bandalagsþing BSRB.
Þessi afstaða hefur líka komið fram
hjá samtökum bænda, Neytendasam-
tökunum, BHMR, Kennarafélagi ís-
lands og öðrum fjölmennum al-
mannasamtökum í landinu. Það er
með öðrum orðum vilji alls þorra
fólks að þjóðin fái að láta í ljós vilja
sinn í þessu máli.
Aukin pólitísk umræða
Andstæðingar þjóðaratkvæða-
greiðslu hafa gjaman fært fram þau
rök að samningurinn sé of flókinn
til að þjóðin geti tekið afstöðu til
hans. Þá sýni skoðanakannanir að
þjóðin viti alltof lítið um málið. Slík
rök endurspegla mikið vanmat á
kjósendum. í þjóðaratkvæðagreiðslu
myndi fólk öðru fremur taka afstöðu
til grundvallarþátta samingsins en
ekki einstakra atriða sem í honum
eru. Þjóðin væri í raun að velja sér
framtíðarþróun og hún verður ein-
faldlega að vera fær um það og taka
ábyrgð á því vali.
Það vefst ekki fyrir Svisslending-
um að greiða atkvæði um EES-samn-
inginn hinn 6. desember nk. og er
varla með nokkram rökum hægt að
halda því fram að þeir séu upplýst-
ari þjóð en Islendingar. Þá má benda
á að EES-samningurinn er síst flókn-
ari en Maastricht-samningurinn sem
þegar hefur verið borinn undir Dani,
Ira og Frakka.
í öllum þessum löndum ýtti þjóð-
aratkvæðagreiðslan mjög undir póli-
tíska umræðu sem kom m.a. fram í
því að ýmsar útgáfur af Maastricht-
samningnum vora á metsölulista í
Frakklandi — þrátt fyrir að stjórn-
völd hafí dreift honum ókeypis í millj-
ónaupplagi — og fundarsalir fylltust
á hverju kvöldi af fólki sem var kom-
ið í þeim tlgangi einum að ræða fram-
tíðarþróun Frakklands og Evrópu.
íslenskt þjóðfélag og íslenskir stjórn-
málamenn þyrftu sannarlega á slíkri
vakningu að halda.
Árangur óháður niðurstöðu
Ég er sannfærð um að sú umræða
sem yrði undanfari þjóðaratkvæða-
greiðslu myndi ein og sér skila alveg
gífurlegum árangri — óháð niður-
stöðu atkvæðagreiðslunnar. Hún
myndi skila upplýstari þjóð sem gerði
sér betur grein fyrir og væri tilbún-
ari til að takast á við margvíslegan
vanda sem við er að etja í íslensku
samfélagi. Ef niðurstaða atkvæða-
greiðslunnar yrði sú að þjóðin kysi
aðild að EES væri hún mun betur í
stakk búin til að glíma við hættumar
sem era samfara aðildinni og nýta
sér kostina. Ef atkvæðagreiðslan
færi á hinn veginn þýddi það einfald-
lega að þjóðin væri tilbúin til að
skapa sér stöðu í alþjóðaviðskiptum
upp á eigin spýtur.
Eins og málum er háttað í dag
má vissulega efast um að stjómvöld,
fólk og fyrirtæki séu tilbúin til að
fara að vinna eftir þeim reglum sem
gilda innan Evrópubandalagsins. Það
getur bæði orðið til þess að menn
vari sig ekki á hættunum sem vissu-
lega fylgja samningnum né heldur
nái þeir að nýta sér möguleikana sem
í honum felast. Góð ögran hvetur
flesta menn til dáða og þjóðarat-
kvæðagreiðsla er þess háttar ögran.
Ekki tjaldað til einnar nætur
Þau rök hafa heyrst að óþarfí sé
að bera samninginn undir þjóðina
þar sem hann sé uppsegjanlegur með
12 mánaða fyrirvara. Hér sé því
hvorki um varanlegar né óafturkræf-
ar skuldbindingar að ræða fyrir ís-
lendinga. í sjálfu sér era þetta ekki
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
„Ég er sannfærð um að
sú umræða sem yrði
undanfari þjóðarat-
kvæðagreiðslu myndi
ein og sér skila alveg
gífurlegum árangri —
óháð niðurstöðu at-
kvæðagreiðslunnar.
Hún myndi skila upp-
lýstari þjóð sem gerði
sér betur grein fyrir og
væri tilbúnari til að tak-
ast á við margvíslegan
vanda sem við er að
etja í íslensku samfé-
lagi.“
rök í málinu þar sem íslensk stjórn-
völd mega aldrei ganga svo frá milli-
ríkjasamningum að Islendingar eigi
ekki útleið ef þeim fínnst samstarfið
vera að stefna þeim í ógöngur.
Það er engu að síður full ástæða
til að vara við léttúðarfullum rökum
af þessu tagi af þeirri einföldu
ástæðu að það er nóg komið af koll-
steypum í íslensku þjóðfélagi. Með
aðildinni að EES er ekki verið að
tjalda til einnar nætur heldur er ver-
ið að aðlaga fjölmörg svið samfélags-
ins að því sem gerist í Evrópubanda-
laginu. Þess vegna er Alþingi nú að
fjalla um a.m.k. 70 frumvörp til
breytinga á enn fleiri lögum og þarf
að afgreiða þau fyrir áramót. Þessar
breytingar yrðu ekki teknar aftur
eins og hendi væri veifað þó svo að
við kæmumst að því að aðildin að
EES hentaði okkur ekki. Einstakl-
ingar og fyrirtæki munu miða áætl-
anir sínar og starfsemi við þessi lög
og eiga að sjálfsögðu heimtingu á
því að vera ekki notuð sem hver
önnur tilraunadýr. Það er vissulega
hægt að segja upp þeim skuldbind-
ingum sem samningurinn hefur í för
með sér fyrir íslenska ríkið en aðlög-
unin að reglum EB stendur eftir sem
og þær skuldbindingar sem einstakl-
ingar og fyrirtæki hafa gengist und-
ir á grandvelli samningsins.
Ótti við fólkið og lýðræðið
Bæði á Alþingi og í dagblöðum
hafa menn fundið þjóðaratkvæða-
greiðslu það til foráttu að það sé
engin hefð fyrir notkun hins beina
lýðræðis á íslandi enda hafí þjóðin
kjörið sér fulltrúa til að ráða málum
sínum. Er helst á þessum mönnum
að heyra að með því að leita eftir
vilja þjóðarinnar í almennri atkvæða-
greiðslu væri vegið að íslenskri
stjórnskipan og þingræði.
Þeim sem þetta segja flökrar þó
sjálfsagt ekkert við þvf á hátíðar-
stundum að tala um forna lýðræðis-
hefð íslendinga. Sú hefð á rætur sín-
ar á þjóðveldisöld þegar menn
ástunduðu hið beina lýðræði og réðu
málum sínum á opnum fundum
heima í héraði. Þeirri hefð hefur
ekki verið mikill sómi sýndur frá því
íslendingar fóra að ráða málum sín-
um sjálfir. Þá fór að bera á ótta við
lýðræðið og skoðanir fólksins. Á fyrri
hluta þessarar aldar fór þjóðarat-
kvæðagreiðsla fram sex sinnum hér
á landi, en það hefur aldrei verið
leitað til þjóðarinnar með einstakt
mál eftir lýðveldisstofnun. Það er
löngu tímabært að hin foma lýðræð-
ishefð verði endurvakin.
Það á við í þessu máli eins og svo
mörgum öðrum að vilji er allt sem
þarf. I næstu viku ræðst væntanlega
hvort þingmenn hafa vilja til að leita
til umbjóðenda sinna minnugir þeirr-
ar tvö hundruð ára gömlu kenningar
frönsku mannréttindayfírlýsingar-
innar, sem er grundvöllur vestræns
lýðræðis, að allt þjóðfélagsvald sé
komið frá fólkinu. Fólkið á rétt á
því að velja um þá kosti sem nú liggja
fyrir um skipan og þróun íslensks
þjóðfélags.
Höfundur er þingmaður
Kvennalistans.
Barnasáttmáli Sam-
einuðu þjóðanna
Mannréttindagjöf til barna heimsins
eftir Arthur
Morthens
Bamasáttmáli Sameinuðu þjóð-
anna er merkasta yfírlýsing um
mannréttindi barna sem gerð hefur
verið. Nú þegar hafa yfír 123 þjóðir
fullgilt sáttmálann og skilað hinni
dýrmætu gjöf til bama í sínu landi.
Þær hafa tekið á sig þá ábyrgð sem
því fylgir að fullgilda sáttmálann
með kynningu jafnt til barna sem
fullorðinna. íslendingar hafa einir
fárra vestrænna þjóða ekki fullgilt
sáttmálann og því ekki enn þegið
þá miklu gjöf sem sáttmálinn er ís-
lenskum bömum sem og öðrum böm-
um heimsins. Væntanlega munu ís-
lensk stjómvöld fullgilda sáttmálann
innan fárra daga.
Á meðan nágrannaþjóðir okkar
hafa fyrir allnokkru fullgilt sáttmál-
ann og hafíð mikla kynningarherferð
á sáttmálanum, bæði fyrir börn og
fullorðna samkvæmt 42. grein sátt-
málans, hafa íslensk stjómvöld
hvorki fullgilt hann né haft neina
burði uppi um kynningaráætlun,
hvað þá að í gangi sé kynning á
sáttmálanum. íslendingum til máls-
bóta má þó benda á að íslendingar
voru meðflutningsmenn þessa sátt-
mála hjá Sameinuðu þjóðunum þegar
hann kom fram 1989. En því miður
hafa íslensk stjómvöld ekki haft dug
í sér til að fullgilda sáttmálann. Þessi
gjöf til bama heims hefur því enn
ekki náð til íslenskra bama. Hér
skal þó tekið fram að Alþingi heimil-
aði fyrir sitt leyti sl. vor að samning-
urinn yrði fullgiltur af íslands hálfu.
Gildi barnasáttmálans
Hafa alþjóðlegir sáttmálar gildi,
áhrif á framkvæmd mála hjá einstök-
um þjóðum innan Sameinuðu þjóð-
anna? Eða era þeir einungis ábend-
ingar sem hafa það að markmiði að
styrkja þær stofnanir sem láta þær
frá sér fara?
Það er óumdeilanlegt í dag að
mannréttindasáttmálinn frá 1948
hefur í tímans rás fengið mikla út-
breiðsiu meðal ríkja heims og haft
jákvæð áhrif á réttindi manna víða
um heim. Mannréttindasáttmálinn
hefur augljóslega haft víðtæk áhrif
og orðið hluti af lagaumbótum í fjöl-
mörgum ríkjum.
Barnasáttmálinn er í raun eðlileg-
ur hluti mannréttindasáttmálans og
hefur í dag öðlast alþjóðlegt laga-
gildi undirritaður af á annað hundrað
þjóðum. Hann tryggir börnum mann-
réttindi óháð þjóðemi, kyni, mállýsku
eða félagslegum uppruna. Hinum 54
greinum er ætlað að tryggja íslensk-
um bömum jafnt sem öðram bömum
þau réttindi til uppeldis, þroska og
velferðar sem gerir bamæskuna að
sterkum grunni fullorðinsáranna.
Sú spurning hefur ítrekað komið
fram í umræðum um bamasáttmál-
ann hvort hann komi nokkuð íslensk-
um börnum við, hvort hann sé ekki
fyrst og fremst fyrir börn þriðja
heimsins? Hvort að mannréttindi
bama á íslandi séu ekki gulltryggð
með lögum? Því er til að svara að
hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa orð
á sér fyrir að hafa unnið markvisst
og vel að málefnum bama, þannig
að eftir hefur verið tekið í heimi þjóð-
anna. Þessar þjóðir hafa lagt metnað
sinn í að framkvæma bamasáttmál-
ann á sem markvissastan og bestan
hátt. Þær telja það ekki eftir sér að
vinna að þessu máli með sem bestum
hætti og era þess fullvissar að barna-
sáttmálinn sé tæki til að styrkja enn
frekar mannréttindi bama sinna.
Það má væntanlega minna þá sem
telja allt svo gott hjá okkur á eftirfar-
andi:
— Upplausn fjölskyldunnar og fé-
lagslega erfiðleika fjölmargra
bama því samfara.
— Fjárhagslega erfiðleika margra
fjölskyldna.
Arthur Morthens
„Islensk stjórnvöld
ættu að leggja metnað
sinn í að framfylgja
barnasáttmálanum, öll-
um börnum til góðs.
Eftir slíku verður tekið
meðal hinna Sameinuðu
þjóða.“
— Vanrækslu af ýmsu tagi gagnvart
bömum.
— Vaxandi vímuefnaneyslu.
— Vaxandi sjálfsmorðstíðni ungl-
inga.
— Vegalaus börn.
— Pokabörn.
— Lyklaböm.
— Skilnaðarbörn.
— Innflytjendabörn.
— Einelti.
— Líkamlegar og andlegar mis-
þyrmingar.
Og svo mætti lengi telja.
Það má öllum vera ljóst að íslensk
börn þurfa mjög á bamasáttmálan-
um að halda. íslendingar eru hvorki
betur né verr af guði gerðir en aðrir
þeir er þessa jörð byggja. Bamasátt-
málinn byggist á þeirri grandvallar-
viðurkenningu að börn eru viðkvæm-
ur hópur í samfélaginu sem þarfnast
sérstakrar verndar. Barnasáttmálinn
er fyrsti sáttmáli SÞ sem veitir rétt-
indi sérstaklega til barna og leggur
jafnframt lögfræðilegar skyldur á
herðar þeim þjóðum er fullgilda sátt-
málann.
Brýnt er að þeir sem vinna að
málefnum barna hafi góða þekkingu
á barnasáttmálanum í heild og ein-
stökum greinum hans. Hér er átt við
starfsfólk í mennta-, félags- og
dóms- og heilbrigðiskerfi. Síðast en
ekki síst ber stjórnvöldum skylda til
að kynna hann börnum jafnt sem
fullorðnum.
Barnaheill hefur boðist til þess að
taka þátt í kynningu á barnasátt-
málanum, m.a. með ráðstefnuhaldi,
útgáfu, myndbandagerð og fleiru.
Það er von Barnaheilla að stjórnvöld
taki nú á sig rögg og fullgildi sátt-
málann nú þegar og opni þar með
þá gjöf sem hinar Sameinuðu þjóðirn-
ar hafa gefið íslenskum börnum, sem
og öðrum börnum heimsins.
Islensk stjórnvöld ættu að leggja
metnað sinn í að framfylgja barna-
sáttmálanum, öllum börnum til góðs.
Eftir slíku verður tekið meðal hinna
Sameinuðu þjóða.
Höfundur er formaður
Bnrnaheilla.