Morgunblaðið - 30.10.1992, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992
BANDARISKU FORSETAKOSNINGARNAR
Búist við metkjörsókn 1
landi dræmrar þátttöku
í síðustu forsetakosningum sat helmingur bandarískra kjósenda heima
Leíkkonan Susan Sarandon
(fyrir miðju) gekk ásamt
hundruðum kvenna eftir
Manhattan í New York í gær
til stuðnings Bill Clinton en
göngunni lauk með fjöl-
mennum útifundi í Washing-
ton Square Park. Skoðana-
kannanir benda til, að mikið
hafi dregið saman með þeim
Clinton og Bush og hefur það
orðið til að færa aukna hörku
í kosningabaráttuna.
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÁHUGI Bandaríkjamanna á pólitík hefur hingað til ekki talist
óhóflegur, en á þessu kosningaári virðist sem almenningur fylg-
ist með af áhuga. Rúmlega níutíu milljónir manna horfðu á sjón-
varpskappræður forsetaframbjóðendanna. Alls staðar að berast
fregnir af metskráningu til að komast á kjörskrá. Bandaríkja-
menn fara margir í varnarstöðu þegar minnst er á að kjörsókn
sé hvergi minni í hinum vestræna heimi en í Bandaríkjunum. Nú
er því spáð að í ár muni kosningaþátttaka aukast verulega.
Rétt rúmlega helmingur Banda-
ríkjamanna með aldur til (50,2%)
gekk að kjörborðinu í forsetakosn-
ingunum árið 1988 og var það
minnsta kjörsókn frá árinu 1924.
George Bush naut því aðeins full-
tingis rúmlega fjórðungs þjóðar-
innar þegar hann var kjörinn for-
seti.
Að komast á kjörskrá
Oft er sagt að litla kosninga-
þátttöku Bandaríkjamanna megi
rekja til vandkvæða á að skrá sig.
Yfirleitt þurfa Bandaríkjamenn að
skrá sig í hvert skipti sem þeir
flytja, og víðast hvar er síðasti
dagur til kjörskráningar mánuði
fyrir kosningar. Þegar Bush beitti
neitunarvaldi í sumar til að koma
í veg fyrir að lög, sem kváðu á
um að menn færu sjálfkrafa á
kjörskrá um leið og þeir skráðu
bíla sína, tækju gildi sakaði dag-
blaðið The New York Times hann
í leiðara um að standa í vegi fyrir
lýðræðinu.
Fyrr í þessari viku voru birtar
niðurstöður rannsóknar sem renn-
ir stoðum undir þá tilgátu að
skráningarreglur skipti sköpum
um kjörsókn auk takmarka á áhrif
sérhagsmuna. Fyrir fjórum árum
var kosningaþátttaka yfír 60% í
sjö ríkjum. Þar á meðal voru Norð-
ur-Dakóta, eina ríkið þar sem kjós-
endur þurfa ekki að skrá sig, og
Maine og Wisconsin, einu ríkin þar
sem hægt er að skrá sig fram á
kjördag. Átta ríki í Bandaríkjunum
krefjast þess að einstaklingar láti
lýsingu á íjárhagslegum hags-
munum sínum fylgja ijárframlög-
um og banna bein pólitísk framlög
fyrirtækja. Fimm þeirra voru í sjö
ríkja hópnum.
Höfundur könnunarinnar, Bill
Hall, sagði í viðtali við bandaríska
fréttastofu að í þeim fímm ríkjum
þar sem meðalkjörsókn hefði verið
minnst á síðasta áratug, Georgiu,
Suður-Karólínu, Texas, Virginíu
og Tennessee, væri hefð fyrir því
að svipta minnihlutahópa og fá-
tæka hvíta menn atkvæði sínu og
aðhafast ekkert til að draga úr
áhrifum peningamanna.
Stjómmálafræðingurinn Walter
Dean Bumham er þeirrar hyggju
að ástæðuna fyrir lítilli kosninga-
þátttöku sé að fínna í stjómkerfínu
sjálfu. Flokkamir hafí glatað ítök-
um sínum og hver frambjóðandi
bjóði í raun fram fyrir sig. Einu
gildi hvaða flokki hann tilheyri og
„sjónvarp, kosningastjórar og
ímynd frambjóðandans og umbúð-
ir“ ráði úrslitum. Þannig geti for-
seti unnið stórsigur án þess að það
hjálpi flokkssystkinum hans í
þingframboði vitund. Niðurstaða
Bumhams er sú að kjósandinn
hafí einungis milli einstakra fram-
bjóðenda að velja en ekki flokka
með málstað sem hann getur stutt
eða hafnað.
Mest kjörsókn 1960
Kjörsókn í Bandaríkjunum fór
yfír 50% í fyrsta skipti þegar
Franklin D. Roosevelt var kjörinn
forseti árið 1932 og kreppan mikla
var í algleymingi. Þá jókst kosn-
ingaþátttaka einkum meðal verka-
manna. Mest var þátttaka þegar
John F. Kennedy var kjörinn for-
seti árið 1960 og náði þá 62,8%.
Burnham segir að síðan hafí
dæmið snúist við og þeir sem snú-
ið hafí baki við bandarískum
stjórnmálum komi flestir úr röðum
verkamanna og fólks í þjónustu-
störfum.
Árið 1964 greiddu rúm 66%
verkamanna og fólks í þjónustu-
störfum atkvæði, en aðeins 48%
árið 1980. Á sama tíma minnkaði
kjörsókn atvinnulausra einnig um
18%. Kjörsókn skrifstofu- og
menntamanna minnkaði hins veg-
ar aðeins um 10%, fór úr 83% nið-
ur í 73% frá 1962 til 1980.
Fræðimaðurinn Austin Ranney
hefur litlar áhyggjur af lítilli kosn-
ingaþátttöku. Hann er þeirrar
hyggju að svo lengi sem kjósendur
sitji heima af fúsum og fijálsum
vilja beri hvorki stjórnmál né ríki
skaða af og Bandaríkjamenn verði
ekki sviptir „réttinum til að kalla
okkur lýðræðisríki".
Ein af meginrökum Ranneys
eru þau að kannanir sýni að kjós-
endur og þeir sem heima sitja séu
nokkurn veginn sama sinnis um
menn og málefni. Niðurstaða
kosninga yrði því hin sama, hversu
margir sem gengju að kjörborðinu.
Þessi niðurstaða verður að telj-
ast hæpin. Kjörsókn minnkar eftir
því sem tekjur lækka. í síðustu
þremur forsetakosningum greiddu
aðeins 42% af þeim 16% Banda-
ríkjamanna sem hafa lægstar tekj-
ur atkvæði. 77% hinna tekjuhæstu
5% Bandaríkjamanna kusu að
meðaltali á sama tíma. Hagsmunir
þessara tveggja hópa eru tæplega
hinir sömu.
Dræm kjörsókn orðum aukin?
Raymond E. Wolfínger, prófess-
or í stjómmálafræði við Kalifor-
níuháskóla í Berkeley, segir að
yfirleitt komist menn að rangri
niðurstöðu um orsakir lítillar kjör-
sóknar. Hann hafnar því að
Bandaríkjamenn kjósi ekki af því
að þeim „leiðist stjómmál, þeir
hafí orðið fírringunni að bráð,
treysti ekki stjórnmálamönnum
og/eða séu fullir efasemda um hið
pólitíska kerfí“ og vísar á bug
samanburði við ofurmannlega
kjörsókn í Evrópu. Wolfinger
bendir á að 85% Bandaríkjamanna
séu stolt af stjómarskrá sinni og
stjórnkerfí, en aðeins 3% ítala
þótt þeir kjósi nánast allir með
tölu.
Wolfinger heldur því fram að
kjörsókn sé alla jafna miðuð við
síðasta manntal, þar sem íbúar
Bandaríkjanna em taldir burtséð
frá því hvort þeir hafa ríkisborg-
ararétt (og það af leiðindi kosn-
ingarétt) eða ekki. Þar sem inn-
flytjendum fjölgi stöðugt sé þessi
kvarði ónothæfur því að inni í
heildartölu kjósenda sé fólk, sem
ekki megi kjósa. Næst spyr Wolf-
inger hvort hægt sé að notast ein-
göngu við skráða kjósendur og
svarar því til að sú tala yrði held-
ur ekki marktæk vegna þess fjölda
sem flust hefur búferlum án þess
að tilkynna það og sitji því eftir á
skrám um allt land. Þá vitnar
hann í kosningakönnun Michigan-
háskóla þar sem ógildar skráning-
ar voru vinsaðar úr með þeim af-
leiðingum að í síðustu þremur for-
setakosningum hefðu um 85%
skráðra kjósenda neytt atkvæðis-
réttar síns. Með þessum talnak-
únstum hefur Wolfinger tekist að
lyfta Bandaríkjamönnum upp í ell-
efta sæti úr því neðsta með aðeins
8% minni kjörsókn en ríkið í efsta
sæti.
Það vakir ekki fyrir Wolfinger
að gera lítið úr þessu vandamáli.
Hann bendir einnig á að þótt kjör-
sókn sé mismunandi eftir þjóðfé-
lagshópum í Bandaríkjunum
minnki bilið talsvert þegar borin
er saman kosningaþátttaka verka-
manna á kjörskrá og mennta-
manna á kjörskrá annars vegar
og þessir hópar í heild sinni hins
vegar. Niðurstaða hans er því í
samræmi við könnunina sem getið
var í upphafi: „... mikilvæg skýr-
ing á lítilli kjörsókn í Bandaríkjun-
um er vandkvæði á skráningu
(miðað við önnur þjóðríki).“ Skrán-
ing á kjörskrá í Evrópu er víðast
hvar sjálfkrafa og fer fram um
leið og menn skrá nýtt lögheimili.
í Belgíu varðar það meira að segja
ijársektum að kjósa ekki. „Þeir
sem telja að leiðin til að auka kjör-
sókn sé að skrá fleira fólk, eru á
réttri leið,“ segir Wolfínger.
Dagblaðið The New York Times
lýsti yfír því á dögunum að tutt-
ugu ára hnignun hefði nú verið
snúið við og Bandaríkjamenn
hefðu fyllt skráningarskrifstofur
um allt land. Þessi aukning á ekki
rætur að rekja til þess að skráning
hafi verið auðvelduð. Hins vegar
hafa ýmis samtök skorað á fólk
að skrá sig, allt frá popp-sjón-
varpsstöðinni MTV til hagsmuna-
hópa svartra í Chicago, sennilega
demókrötum til góðs, og í fjölmiði-
um var meiri áhersla lögð á að
frestur til að skrá sig væri að
renna út en áður.
Sennilega er þó helsta ástæðan
fyrir þessum aukna áhuga óháð
framboð auðkýfíngsins Ross Pe-
rots frá Texas. Perot verður e.t.v.
aðeins neðanmálsgrein við þessar
kosningar þegar atkvæðin verða
talin, en „lýðfylkingin gegn Wash-
ington er sýnu áhrifameiri og rétt-
mætari en frambjóðandi hennar“,
svo vitnað sé í Robert L. Tumer,
einn dálkahöfunda dagblaðsins
The Boston Globe. Það myndi auka
kjörsókn að auðvelda skráningu,
en helsti hvatinn til að kjósa er
sá að kjósandinn sjái hagsmunum
sínum annaðhvort borgið eða ógn-
að. Kreppuástandið í Bandaríkjun-
um hefur ógnað hagsmunum
margra og nú er að sjá hvort þeir
skila sér að kjörborðinu 3. nóvem-
ber.
GULLREGN
Rauðarárstíg 33,
sími 627033.
Öðruvísi blómabúð
Sérstakar gjafavörur
Opið frá kl. 10-21. - Sunnud. frá kl. 12-21.