Morgunblaðið - 30.10.1992, Síða 33

Morgunblaðið - 30.10.1992, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992 33 Vikulegt flug til Grænlands FLUGLEIÐIR og Grænlandsflug ætla að hafa samvinnu um viku- legt flug milli Kulusuk og Reykjavíkur í vetur. Liggur umsókn um flugleiðina til af- greiðslu í danska samgöngu- ráðuneytinu. Þórhallur Jósefs- son deildarsljóri i samgöngu- ráðuneytinu segir að hjá því liggi umsókn um fargjöld á þessari leið en hún bíði þar til ákvörðun Dana liggur fyrir. Eftir gjaldþrot Odin Air losnaði flugleiðin milli íslands og Græn- lands og sóttu bæði Flugleiðir og Grænlandsflug um hana. Að sögn Einars Sigurðssonar blaðafulltrúa Flugleiða ákváðu fyrirtækin síðar að sækjast sameiginlega eftir Grænlandsfluginu og nýta Fokker 50 vélar og áhafnir frá Flugleiðum. Yfírmaður grænlensku ferða- málaskrifstofunnar, Jens K. Lib- erth, segist vonast til að flugið hefjist 1. nóvember næstkomandi. Angmassalik er vinsæll áfanga- staður erlendra ferðamanna sem fljúga margir til Kulusuk frá ís- landi og að sögn grænlenska út- varpsins myndu Grænlendingar missa milljónatekjur ef reglulegt flug yrði stijálla. Þórhallur Jósefsson segir að samgönguráðuneytið hafi sent já- kvæða umsögn um Flugleiðir til Danmerkur og bíði nú eftir svari þaðan. „Um leið og staðfesting berst frá Dönum munum við af- greiða beiðni Flugleiða um fargjöld á þessari leið,“ segir hann. Varað við breytingum á Námsgagna- stofnun AÐALFUNDUR Félags ís- lenskra sérkennara haldinn í Álftamýrarskóla 10. okt. 1992 ályktaði eftirfarandi: „Á síðustu árum hefur Náms- gagnastofnun staðið fyrir lang- þráðu og mikilvægu átaki í útgáfu og dreifingu námsefnis fyrir þá nemendur sem þurfa á sérhæfðu námsefni að halda. Skólavörubúð hefur jafnframt haft á boðstólum námsgögn fyrir sérkennslunem- endur þótt markaður sé afar tak- markaður hér á landi. Aðalfundur FÍS lýsir yfir áhyggjum vegna ummæla mennta- málaráðherra í ijölmiðlum undan- farna daga og vikur um fyrirhugað- ar breytingar á starfsemi Náms- gagnastofnunar. Fundurinn bendir á að það hafi tekið mörg ár að koma á útgáfu námsefnis og verði þeirri jákvæðu þróun sem átt hefur sér stað stefnt í óvissu m.a. vegna lítillar markaðs- hlutdeidlar námsefnis fyrir sér- kennslunemendur. Fundurinn varar við því að þjón- usta Námsgagnastofnunar verði á nokkurn hátt skert eða hún aflögð án þess að tryggt verði að skóla- nemendum verði séð fyrir námsefni og námsgögnum við hæfi. (Fréttatilkynning) Frá opnun leikskólans. Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson Leikskólinn Hólabær tekinn til starfa á Reykhólum Miðhúsum. LEIKSKÓLINN Hólabær var tekinn í notkun við hátíðlega athöfn laugardaginn 17. október sl. Leikskólinn er um 130 fm að grunnfleti og er í gamla skólahús- inu. Húsnæðið er allt nýuppgert og hið vistlegasta. Skólinn er vel búinn tækjum og er heilsdags- skóli þar sem börnin fá mat í hádeginu úr mötuneyti Reykhóla- skóla. í byrjun verða 13 börn í leik- skólanum en fæst eru allan dag- inn. - Sveinn. Morgunblaðið/Kristinn Tveir af eigendur Brúðuhússins í versluninni, Ragnheiður Sigur- jónsdóttir og Halldóra Gunnarsdóttir. Verslun með smækkuð hósgögn NÝLEGA var opnuð verslun Brúðuhúsið að Laugavegi 92 (við hliðina á Sljörnubíói). í Brúðuhúsinu gefur að líta smækkaða mynd af raunverulegu heimili. Þar fást hús, húsgögn, húsbúnað- ur og brúður - allt í smækkaðri mynd. Verslunin selur einnig muni Jóhannsdóttir og Ragnheiður Sig- eftir íslenska handverks- og lista- uijónsdóttir. Verslunin er opin frá kl. 10-18 virka daga og kl. 10-14 á laugardögum. (Úr fréttetilkynningu) menn. Eigendur verslunarinnar eru: Halldóra Gunnarsdóttir, Heiðrún Kristjánsdóttir, Linda Samningar undirritaðir Við opnun íþróttamiðstöðvar í Grafarvogi fyrir nokkru voru undirritað ir samningar milli borgaryfirvalda og Ungmenna- og íþróttafélagsins Fjölnis um rekstur íþróttamiðstöðvarinnar og stuðning Reykjavíkur- borgar að upphæð 40 milljóna króna vegna framkvæmda á svæði fé- lagsins. Samningana undirrituðu borgarstjóri Markús Örn Antonsson, Guðmundur Kristinsson, formaður Pjölnis, Júlíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, Árni Sigfússon, formaður Skólamálaráðs, og Jón Eiríksson frá Fjölni. Heimdallur Fundur um samkeppni á flutningamarkaði HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, heldur op- inn fund um hækkun farmgjalda íslensku skipafélaganna i Valhöll, Háaleitisbraut 1, í kvöld kl. 20.30. Framsögumenn verða dr. Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, og dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dósent i félagsvísindadeild Háskóla íslands. í fréttatilkynningu frá Heimdalli segir að tilefni fundarins sé ný- afstaðin hækkun á farmgjöldum skipafélaganna og ummæli ýmissa stjómmálamanna vegna hennar. Meðal annars hafi skipafélögin ver- ið sökuð um óeðlilegt verðsamráð og einokunartilburði í þessu sam- bandi. Á fundinum í kvöld verður meðal annars reynt að bregða ljósi á þá þróun, sem hefur orðið á hinum íslenska flutningamarkaði á undan- fömum árum og greina á milli hug- takanna „fákeppni" og „einokun". Á eftir framsöguerindum verða almennar umræður og þá gefst Dr. Össur Dr. Hannes fundarmönnum kostur á að bera fram fyrirspumir eða koma með athugasemdir. Fundurinn er öllum opinn. MÍR sýnir Sunnudag íVíti KVIKMYNDASÝNING verður að venju í bíósal MÍR, Vatnsstig 10, nk. sunnudag 1. nóvember kl. 16. Sýnd verður kvikmyndin Sunnu- dagur í Víti sem gerð var í kvik- myndaverinu í Vilníus áður en Lit- háar sögðu skilið við Sovétríkin. í myndinni er m.a. lýst vítisvist í fangabúðum Þjóðverja á styijaldar- áninum. Skýringartal á ensku. Að- gangur öllum heimill. (Fréttatilkynning) Njálsborg stækkuð BORGARRÁÐ hefur samþykkt breytingar á húsunum við Njáls- götu 9 og Njálsgötu 11 ásamt nýrri tengibyggingu. Verða húsin og tengibyggingin nýtt sem leikskóli og mun hann rúma eftir breytingu 50 börn sam- tímis, eða 100 börn í fjórar til sex klukkustundir á dag. Áætlaður kostnaður við tengibyggingu og endurbætur á Njálsgötu 11 er 16 milljónir, búnaður er talinn kosta 3,5 milljónir og gerð lóðar 4 milljón- ir. Basar á Hrafn- istu í Reykjavík Á HRAFNISTU í Reylqavík er nú unnið af krafti við undirbún- ing á sölu handavinnu. Hér er um að ræða árlega fjáröflun vistfólks. Hver vistmaður fær andvirði þeirra muna sem hann hefur unnið og seldir verða fyr- ir efniskostnaði. Þama er um að ræða hvers kyns handavinnu t.d. ofna borð- dregla, stóra og smáa heklaða og pijónaða dúka, trévömr, handmál- aðar silkislæður, tauþrykkta dúka, tilta skinnskó að ógleymdu úrvali af pijónavörum. Basarinn verður opinn frá kl. 13.30 til 17 laugardaginn 31. okt. og kl. 10 til 15 mánudaginn 2. nóv. á Hrafnistu Reykjavík. (Fréttetilkynning) Herstöðvarandstæðmgar Atvinnuuppbygging komi í stað samdráttar hjá hernum SAMTOK herstöðvarandstæðinga hafa sent frá sér ályktun, þar sem segir m.a. að vegna samdráttar í framkvæmdum á vegum hersins á Keflavíkurflugvelli, hafi komið til stórfellds atvinnuleysis á Suður- nesjum. I því sambandi krefst landsfund- ur Samtaka herstöðvarandstæðinga þess að stjórnvöld geri nú þegar áætlun um atvinnuuppbyggingu á Suðumesjum i kjölfar samdráttar- ins hjá herliðinu. Meðal þátta, sem taka verður afstöðu til er að tryggja þarf þeim vinnu, sem unnið hafa þjá hernum eða laun til frambúðar. Þá vilja herstöðvarandstæðingar að eignir íslenskra aðalverktaka verði gerðar upptækar og andvirði þeirra nýtt til uppbyggingar nýrra atvinn- ugareina á Suðumesjum og loks að gerð verði heildaráætlun um hreinsun svæðisins. hagstœð kjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margir gjaldmiðlar IÐNÞROUNARSJOÐUR Kalkofnsveqi 1 150 Revkjavík sími: (91) 69 99 90 fax: 62 99 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.