Morgunblaðið - 30.10.1992, Page 34

Morgunblaðið - 30.10.1992, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992 Fundur KRFÍ um konur í breyttri Evrópu Samningiirinn um EES kemur konum til góða SAMNINGURINN um evrópskt efnahagssvæði, EES, snýst um viðskipti fyrst og síðast og verður íslensku atvinnulífi lyftistöng hljóti hann samþykki hér. Þar með njóta konur, karlar og krakk- ar góðs af honum. Um þetta voru ræðumenn á fundi Kvenréttinda- félags íslands nýlega um konur í nýrri Evrópu sammála. Valgerður Bjamadóttir hagfræð- ingur í Brussel leiddi rök að hvemig fjórfrelsið svokallaða gæti nýst ís- lenskum fyrirtækjum, ýtt undir hag- vöxt og bættan efnahag sem nauð- synlegur væri til að sinna betur mannlegum verðmætum og bægja frá atvinnuleysi og landflótta. Hún sagði stöðu konunnar margslungið vandamál og taldi lög að takmörk- uðu leiti geta tryggt jafnrétti kynj- anna. En Bima Hreiðarsdóttir fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs rakti hvemig reglur EES samningsins og framkvæmd þeirra gætu greitt fyrir jafnrétti á vinnustöðum. Ara Skúlasyni hagfræðingi ASÍ þótti miður hvemig EES hefði orðið pólitískt bitbein stjómmálaflokka á kostnað umijöllunar um efni samn- ingsins og afleiðingar. Hann nefndi hópuppsagnir og rétt lau'nþega við eigendaskipti fyrirtækja til dæmis um hvar samningurinn myndi knýja fram brejtingar til betra horfs. Lilja Olafsdóttir sendiráðunautur í Genf sagði að konur hefðu mest áhrif á þróun Evrópumála með þátt- töku í pólitík, þær yrðu að byija heima en varast að festa sig í mjúku málunum svokölluðu. Hvers vegna eru konur með ofnæmi fyrir efnahagsmálum? „Konur í aðildarríkjum EFTA hafa verið of uppteknar af mjúku málunum," sagði Lilja Ólafsdóttir í erindi sínu. „Störf í stofnunum EFTA snúast fyrst og fremst um viðskiptapólitík þótt félagsmál komi einnig við sögu. Það eru einfaldlega of fáar konur sem komnar eru með næga reynslu eða hafa réttan bak- grunn fyrir stöður eftirlitsfulltrúa eða dómara þar. Lilja sagði mikla þátttöku íslenskra kvenna í samn- ingaviðræðum um EES hafa vakið athygli. Þær ættu því góða mögu- leika á embættum í þessum stofn- unum. mmm {***'>*Wjt** mm Áhugaleysi ungra kvenna á sér- stökum kvennamálum er að sögn Lilju helsta vandamál þeirra sem fást við kvenréttindamál innan Evr- ópubandalagsins (EB). Hún sagði þetta kunna að vera rétt, en ekki hitt, að ungar konur hafí engan áhuga á kvenréttindamálum. „Staða þeirra er hins vegar allt önnur en þeirra kvenna sem létu helst að sér kveða þegar kvennapólitík var mest í tísku," bætti hún við. „Nú hafa ungar konur tækifæri og þær sem velja að nota þau eru uppteknar upp fyrir haus í að sanna gildi sitt á sviðum sem áður voru einokuð af körlum. í ofanálag bætast skyldur við fjölskylduna. Þessar konur vinna hörðum höndum að þvi að koma markmiðum kvenréttindabaráttunn- ar í framkvæmd bæði á vinnustað og á heimilinu. Að mínu mati snýst vandamál kvenna aðallega um gam- aldags viðhorf til stöðu konunnar á heimilinu og úti í þjóðfélaginu. Ekki aðeins viðhorf karla til kvenna, held- ur ekki síður kvenna til þeirra sjálfra." Lilja sagði skoðanakannanir sýna að konur frekar en karlar væru á móti EES-samningnum. Þær teldu sig lítið vita um efni hans, væru tregar til að ræða það og segðust hræddar við afleiðingar hans og nánari samruna Evrópuþjóða. Rit- stjóri dagblaðs í Genf kvartaði að hennar sögn nýlega yfír því í leiðara að blaðakonur vildu helst ekki skrifa um evrópska efnahagssvæðið. Við- brögð þeirra væru oftast að þær þyldu ekki að gæla við almenna hugmyndafræði efnahagssamvinnu en vildu fá skýr, afmörkuð verkefni. Lilja sagði einungis þriðjung spyrj- enda í sérstökum upplýsingasíma í Sviss um EES vera kojiur og þær vildu einungis vita um almanna- tryggingar. „Ritstjórinn spyr ör- væntingarfullur og ég tek undir,“ sagði hún, „hvers vegna eru konur með ofnæmí fyrir efnahagsmálum?" Opnar íslenskum samgöngufyrirtækj um möguleika sem aldrei fyrr „Sú árátta að skipta málefnum í kvennamálefni og karlamálefni vinn- ur gegn hagsmunum kvenna,“ sagði Valgerður Bjamadóttir. Hún kvaðst ganga út frá að þeir fælust í að eiga sömu möguleika og karlar, aðra en líkamleg einkenni beinlínis ákvæðu, en ekki neita því að sum mál snertu konur meira. „En valdhöfum og lög- gjafanum verður ekki kennt um það, heldur miklu frekar uppeldinu og venjum þjóðfélagsins sem ekki verð- ur breytt með lögum," sagði hún. „Sannast segja held ég að við kven- frelsiskynslóðin höfum staðið okkur verr en hið opinbera í að tryggja jafnrétti, ekki síst með uppeldi sona okkar sem mér virðast upp til hópa síst minni karlrembur en feður þeirra voru.“ Valgerður sagði EES-samninginn geyma ákvæði um jafnrétti kvenna og karla til vinnu, launa og mögu- leika á starfsframa en að öðru leyti kæmi hann konum ekki frekar við en fólki almennt. Einhvem tímann hefði hún heyrt að þetta Evrópusam- starf snerist allt um hagvöxt og efnahag og viðkomandi hefði bætt því við að sér væri nokk sama um slíkan hégóma og vildi huga að mannlegum verðmætum. En aug- ljóst væri að þetta færi saman, ef íslensk framkvæmdaskáld notfærðu sér þau tækifæri sem EES-samning- urinn byði upp á yrði hann gífurleg lyftistöng fyrir íslenskt efnahagslíf og þar með allt íslenskt fólk. Valgerður sagði EFTA-þjóðirnar einfaldlega vilja hlutdeild í þeim efnahagsbata sem innri markaður EB hefði í för með sér. Afnám alls konar tæknilegra hindrana á við- skiptum milli Evrópulanda væri meginmarkmið innri markaðarins. Það næðist með sameiginlegum lág- marksreglum um framleiðslu, flest- um vegna öryggis- og hollustusjón- armiða. Að auki væri samið um einn markað með þjónustu, fjármagn og atvinnu. Einn þjónustumarkaður opnar að sögn Valgerðar íslenskum sam- göngufyrirtækjum möguleika sem aldrei fyrr. „Þau hafa tækin og kunnáttuna en þurfa á evrópskan mælikvarða einungis lítinn sérþarfa- markað til að geta blómstrað ein og sér eða á stærri mörkuðum í sam- vinnu við aðra.“ Réttindamál launþega í betra | horf vegna EES Alvarlegt er að áliti Ara Skúlason- . ar hvað EES-málið hefur blandast ' mikið inn í almennt dægurþras stjómmálamanna á kostnað efnis- legrar umfjöllunar. Hann sagði mál- I ið ekki snúast um stjómarskrár- spuminguna þótt hún væri mikil- væg. Það einfaldaði ekki myndina að meirihluti flokka á Alþingi hefði skipt um skoðun á EES við ríkis- stjórnarskiptin í fyrra þó að næstum ekkert hefði breyst efnislega í mál- inu. Ari kvað fólk ekki vita mikið um efni samningsins þrátt fyrir að tals- vert hefði verið gert til að kynna það. EES tæki yfír mun afmarkaðra svið en margir héldu. Samkomulagið snerti til dæmis ekki sjávarútvegí landbúnað, skatta, menntun, trygg- ingar eða heilbrigðismál. Þáttur EFTA-ríkjanna í fjórfrelsi EB-landa j í viðskiptum væri aðalefni samnings- ins og stefnt væri að auki að sam- ræmingu ýmissa hliðarmála á evr- i ópska efnahagssvæðinu. Þetta væm ' félags- og neytendamál, öryggis- og aðbúnaðarmál á vinnustöðum. , Ari sagðist ekki mótmæla því að ' möguleikinn á vinnu utan heima- lands gæti nýst körlum betur en konum, meðal annars vegna þess að atvinna karla ákvarði frekar bú- setu þar sem þeir hafí hærri laun. „Það liggur nokkuð Ijóst fyrir að þeir sem einkum geta nýtt sér þessa möguleika em þeir betur menntuðu, einkum háskólafólk og kannski kon- ur í minna mæli. En nú er staðan hér innanlands orðin sú að mun fleiri konur en karlar stunda háskóla- nám... Má því spytja hvort ákvæði SIGUNGASKÓLINN 30 RÚMLESTA RÉTTINDANÁMSKEIÐ hefst mánudaginn 2. nóv. Kennt er eftir námsskrá menntamálaráðuneytisins. Kennt er á mánudags- og miðvikudagskvöldum frá kl. 7-11. Námskeiðsgjald er kr. 20.500.- Ef tveir eða fleiri eru úr sömu fjölskyldu, sem og ef 3 eða fleiri innritast saman, er gefinn 10% afsláttur. Öll námsgögn fást í skólanum. Upplýsingar og innritun í síma 91 - 68 98 85 og 3 10 92. alla daga og öll kvöld. Lýsing á öllum námskeiðum sem skólinn býður er send þeim sem þess óska. SIGUNGASKÓUNN , - meðlimur i Alþjóðasambandi siglingaskóla, ISSA Verkamannafélagið Hlíf Núverandi fiskveiðistjómun ' ógnar tilvem byggðarlaga ' FUNDUR haldinn í stjórn Verkamannafélagsins Hlífar fimmtudag- inn 15. október 1992 ályktar að núverandi fiskveiðistjórnun og útflutningur á óunnum ferskum fiski frá landinu ógni tilveru margra byggðarlaga vítt og breitt um landið og ýti undir atvinnu- leysi. Helstu fískistofnar okkar ís- lendinga eru fullnýttir og tak- marka verður veiðar úr þeim. Það er því mjög mikilvægt að fullvinna sem mest af aflanum hér heima í stað þess að senda hann í tugþús- undum tonna óunninn úr landi. Þá hefur frystitogurum fjölgað verulega og hluti fískvinnslunnar færst út á sjó. Brýna nauðsýn ber til að endur- skoða þessi mál sem fyrst með tilliti til hagsmuna allrar þjóðar- innar. Við þá endurskoðun verða m.a. eftirfarandi breytingar að koma fram: Að útflutningur á óunnum ferskum fiski sé bundinn því skilyrði að hérlendis sé á sama tíma nægilegt hráefni til vinnslu; að krókveiðar verði frjálsar ef afl- inn fer til vinnslu hérlendis og að frystitogurum verði kerfisbundið beint á djúpslóð, úr veiðum á þorski og ýsu, til betri nýtingar á vannýttum fískistofnum. Fundurinn leggur áherslu á að fiskistofnarnir við landið eru sam- eign allrar þjóðarinnar og setja verður strangar reglur til að nýt- ing þeirra verði okkur öllum til hagsbóta. Fiskikvótar eiga ekki að ganga kaupum og sölum um landið þvert og endilangt þannig að íbúar heilu byggðarlaganna séu sviptir lífsviðurværi sínu. Koma verður í veg fyrir brask nokkurra sægreifa með þessa mestu auðlind okkar. Fiskistofnunum á ekki að ráðstafa af gróðasjónarmiðum fárra, heldur eiga hagsmunir og velferð þjóðarinnar að sitja þar í fyrirrúmi. (Fréttatilkynning) -------é-4—*------- ■ HUÓMSVEITIRNAR T- World, Reptilicus og Inferno-5 bjóða í kvöld, föstudaginn 31. októ- ber, til hljóðveislu á veitingastaðn- um Hressó. Reptilicus, sem er skip- ( uð þeim Guðmundi Inga Markús- syni og Jóhanni Eiríkssyni er að gefa út sína aðra plötu um þessar | mundir hjá World Sperpent. T- World, dansdúettinn góðkunni frá Eldborgarhátíðinni, verður einnig ( með nýtt efni. Inferno-5 lýkur svo dagskránni að sínum hætti með hljóð-, sjón-, trans- og danstónlist sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.