Morgunblaðið - 30.10.1992, Síða 35

Morgunblaðið - 30.10.1992, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992 35 EES-samningsins um frjáls atvinnu- og búseturéttindi verði ekki einkum til að tryggja rétt íslenskra kvenna í framtíðinni.*1 Ari nefndi ný lagafrumvörp í tengslum við EES sem bættu stöðu íslenskra launþega við hópuppsagnir og eigendaskipti fyrirtækja. Þarna hefðu konur átt meira undir högg að sækja en karlar. „Annað dæmi um mál þar sem við höfum fengið rök upp í hendurnar vegna EES- samningsins er spurningin um ríkis- ábyrgð á launum vegna gjaldþrota fyrirtækja...í baráttu okkar við ríkis- stjórnina hefur tilskipun EB um þessi mál verið okkar aðalvopn og niðurstaðan varð sú að áform stjórn- valda um að rýra þennan rétt mikið náðu ekki fram að ganga.“ íslensk jafnréttislög þarf að endurskoða frá grunni Birna Hreiðarsdóttir sagði því fljótsvarað hvar jafnréttismál kæmu inn í fjórfrelsið svokallaða, áhersla hefði verið lögð á það innan Evrópu- bandalagsins að tryggja jafnrétti kynjanna á vinnumarkaðnum. í starfi ýmissa alþjóðastofnana að jafnréttismálum liggi þrennt eins og rauður þráður: Jöfn laun kvenna og karla fyrir sambærilega vinnu, betri samræming atvinnu bæði karla og kvenna við fjölskyldulíf, til dæmis með sveigjanlegum vinnutíma, auknu fæðingarorlofl og fleiri dag- vistarheimilum, og tímabundnar áætlanir til að vinna gegn ákveðnum þáttum misréttis. Birna sagði íslensk jafnréttislög- um segja að stjórnvöld skuii tryggja konum og körlum jafna möguleika til atvinnu og menntunar og að þeim beri jöfn laun og sömu kjör fyrir sambærilega vinnu. Hún las upp 119. grein Rómarsáttmálans, nokk- urs konar stjórnarskrá EB, sem svip- ar mjög til jafnlaunaákvæðis ís- lensku jafnréttislaganna. Birna sagði 119. greinina hafa legið nokkurn veginn óhreyfða í fimmtán ár frá setningu sáttmálans 1957, hún hefði lítið verið kynnt í aðildarlöndum Evrópubandalagsins og dómstólar hefðu nær ekkert beitt henni. Þetta hefði síðan breyst, margir dómar byggðust á reglunni um jöfn laun til beggja kynja og hún væri talin ná yfir hvers konar greiðslur til starfsmanna, samnings- bundnar eða ekki, laun og eftirlaun, bíla- og fatapeninga. „Sýnir þetta svart á hvítu að lagasetning dugir ekki ein sér, umræða verður að eiga sér stað og vekja fólk til umhugsun- ar um rétt sinn. En þetta ákvæði nær ekki einung- is yfír beina mismunun, heldur einn- ig óbeina, dulda mismunun og er það sjónarmið flestra að það verði mál málanna á næstu árum,“ sagði Birna. Hún sagði það óbeina mis- munun þegar ókynbundið ákvæði, til dæmis í lögum eða kjarasamn- ingi, kæmi í reynd öðru kyninu frek- ar til góða en hinu. Þessu til skýringar rakti hún dóm Evrópudómstólsins frá 1981 þar sem fallist var á þá skoðun konu að nafni Weber að um óbeina mismunun kynja væri að ræða af hálfu vinnu- veitandans, vöruhússins Bilka Kauf- haus. Aðeins þeir sem höfðu unnið 15 ár af 20 í fullu starfi við vöruhús- ið áttu rétt á eftirlaunum, en frú Weber var í hlutastarfi og hafði engan rétt. Þetta vildi hún ekki sætta sig við og taldi brotið á 119. grein þar sem mun líklegra væri að karlmaður en kona uppfyllti skilyrð- ið um fullt starf vegna hefðbundinn- ar ábyrgðar kvenna á uppeldi barna og heimilishaldi. Birna sagði að 119. grein Rómar- sáttmálans væri tekin næstum orð- rétt í 69. grein samningsins um EES. En þar sem ákvæðin þijú hefðu sama megininntak mætti spyija hvort 4. grein íslensku laganna dygði ekki til að koma í veg fyrir launamis- munun hér. Því væri til að svara að dómsúrlausnir á grundvelli greinar Rómarsáttmálans væru mun strang- ari en hér hefði tíðkast og tilskipan- ir EB meira afgerandi en ákvæði j afnréttislaganna. Birna nefndi kæru kvenna í Álver- inu í Straumsvík til Jafnréttisráðs árið 1988. Þær kvörtuðu yfír að karlar í sambærilegum störfum fengju hærri laun en þær og klofn- aði ráðið í afstöðu sinni. Meirihlutinn taldi 4. grein jafnréttislaga of óljósa og reglugerð þyrfti en minnihlutinn sagði ekki sýnt að kjarasamningar hefðu verið brotnir. Birna sagði vafalaust að ef mál sem þetta kæmi upp eftir að samningurinn um EES gengi í gildi yrði ákvæði íslensku laganna túlkað I samræmi við hvem- ig reglu Rómarsáttmálans, sem tek- in er upp í samninginn, hefði verið beitt. Þannig yrði ekki hægt að skjóta sér bak við að ekki bæri að hrófla við kjarasamningi. Birna kvaðst telja óhjákvæmilegt að endurskoða jafnréttislögin frá grunni ef gengið yrði í hið evrópska efnahagssvæði. Þá sagði hún að ýmis ákvæði laga um félagsleg rétt- indi virtust frekar sniðin að þörfum karla en kvenna. Til dæmis væri 14. grein laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna að hennar mati skýrt dæmi um óbeina mismun- un kynja. Greinin segði til um rétt á biðlaunum ef staða er lögð niður, í hálft ár hafi ríkisstarfsmaður unn- ið skemur en fímmtán ár en heilt ár annars. Með sömu rökum og í máli Weber sem fýrr er rakið sagði hún líklegra að karlmaður hefði unnið sér rétt til árs biðlauna. Þótt stærstu vankantamir hafi verið sniðnir af landslögum áður en samningurinn um EES var lagður fyrir Alþingi væri mikið starf til úrbóta óunnið. Áfengis varnaráð Lýsir vanþoknun á „hátíð til heiðurs hóf- lausri bjórdrykkju“ MORGUNBLAÐINU hefur borist aráði sem samþykkt var á fundi 21 „Áfengisvarnaráð lýsir vanþóknun sinni á svokallaðri hátíð til heiðurs hóflausri bjórdrykkju og telur kald- hæðnislegt að á sama tíma og hún er haldin dynja yfir alls kyns hörm- ungar af völdum áfengisdrykkju. Með því að heimila slíka starfsemi er verið að ganga erinda þeirra gróðaafla er hag hafa af sem mestri vímuefnaneyslu um leið og brugðið er fölskum dýrðarljóma á einn mesta bölvald okkar tíma. Þarna er um að ræða ekki einasta beinar áfengisaug- lýsingar af ósvífnasta tagi heldur auglýsingaherferð og þarf varla að minna á að samkvæmt landslögum er bannað að auglýsa áfengi. Vítavert er að lögregluyfirvöld skuli hafa látið undan tillitsleysi, ágengni og frekju bjórbruggara. i alyktun fra Afengisvam október sl.: Áfengisvamaráð minnir á þá stað- reynd að 99% þeirra sem neyta ólög- legra vímuefna hafa byijað á neyslu bjóra eða annars áfengis. Bjór„hátíð- ir“ sem þessi eru því bein ávísun á hvort tveggja: Aukna áfengisdrykkju og enn meiri og almennari neyslu ólöglegra vímuefna en nú er. Hörmulegur eru sá tvískinnungur og það ábyrgðarleysi sem birtist í því að ýmsir fjölmiðlar og einstakl- ingar hafa hampað þessari sölu- og auglýsingastarfsemi án þess að setja hana í eðlilegt samhengi við hörm- ungaratburði líðandi stundar. Væntir Áfengisvarnaráð þess að framvegis verði að því gætt að fram- fylgt sé Islenskum lögum í þessum efnum sem öðrum.“ (Fréttatilkynning) Boddíhlutir og lugtir Mikið úrval í eftírtaldar bilreiðir ð mjög hagstæðu verði: BMW 300—500. DAIHATSU DATSUN FORD HONDA LADA MAZDA MERCEDES BENZ MITSUBISHI NISSAN OPEL PEUGEOT SUBARU SUZUKI TOYOTA VOLKSWAGEN VOLVO W BílavörubúÓin lintemationall Skeifunni 2, sími 81 29 44 Villibmðarhlaðborð í hminu á Loftleiðum Helgarnar 30. október til 1. nóvember, 6.-8., 13.-15. og 20.-22. nóvember mun hlaðborðið í Lóninu svigna undan villtum réttum frá kl. 19:00. Heppnir gestir geta tekið flugið til London, Kaupmannahafnar eða Luxemborgar með Flugleiðum, því eftir hverja helgi verður dregið um glæsilega ferðavinninga á Aðalstöðinni. Villibráðarhlaðborðið nýtur geysilegra vinsælda og því er öruggara að panta borð strax í síma 22321. Lifand^ggft . Verið velkomin. HÓTEL LOFTLEIÐIR Fylgist með útdrætti vinninga f Sterum og stærilæti á Aðalstöðinni kl. 13-15 á sunnudögum. Forréttir: Villibráðarseyði Hreindýrapaté Sjdvarréttapaté Grafinn silungur Aðalréttir: Heilsteiktur hreindýravöðvi Ofnsteikt villigces Pönnusteikt lundabringa Smjörsteikt rjúpubringa Ofnsteikt önd Hreindýrapottréttur Eftirréttir: Heit eplakaka Ferskir ávextir Ostar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.