Morgunblaðið - 30.10.1992, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992
Minning
Jakobína Jónsdóttír
Walderhaug frá Lónkoti
Fædd 19. október 1912
Dáin 21. október 1992
í dag kveð ég elsku ömmu mína
hinstu kveðju. Amma varð áttatíu
ára aðeins tveimur dögum áður en
hún lést.
Það er margs að minnast þegar
litið er til baka. Amma var yndisleg
kona sem vildi öllum vel. Það var
gott að tala við ömmu, það var
hægt að segja henni allt. Amma
giftist afa ung og eignuðust þau
tíu böm. Fyrsta bamið dó aðeins
nokkurra vikna gamalt, þá var
amma aðeins átján ára og svo fædd-
ist yngsta bamið andvana. Hin átta
bömin komust öll upp. Það hefur
örugglega oft verið mikið að gera
á heimilinu með öll bömin og ekki
voru þá öll þau tæki sem fólki finnst
ómissandi í dag til að létta undir
heimilisstörfunum. Hún missti afa
fyrir tuttugu árum ásamt dóttur
þeirra sem dó af slysförum og voru
þau jarðsett saman. Svo dó önnur
dóttir þeirra fyrir átta árum. Já,
lífíð hjá ömmu var ekki alltaf dans
á rósum og mátti hún reyna sitt
af hverju, en alltaf stóð hún upp
þannig að manni fannst að hún
gæti sigrað allar raunir lífsins. Ég
hitti ömmu tvisvar í sumar. í fyrra
skiptið er við vorum í sumarbústað
í Varmahlíð í Skagafirði. Þá kom
hún og var hjá okkur í nokkra daga.
Það var mjög gaman að hafa hana,
hún var svo hress andlega þó svo
að líkamlega hafí hún verið illa far-
in. Seinna skiptið var þegar haldið
var upp á afmælið hennar síðustu
helgina í ágúst. Það var haldið að
Lónkoti í Skagafírði þar sem amma
var fædd og uppalin. Þar vorum
við komin saman næstum öll fjöl-
skyldan og áttum saman mjög
skemmtilega helgi. Amma fékk að
sofa í gamla herberginu sínu frá
því hún var stelpa og ég veit að
henni fannst yndislegt að koma og
gista í Lónkoti. Þetta var í síðasta
skiptið sem ég sá ömmu.
En núna hefur hún fengið hvfld-
ina miklu og er í faðmi drottins síns.
Ég þakka elsku ömmu minni fyr-
ir allt sem hún gaf mér í lífinu og
minningin um hana mun lifa að
eilífu.
Guðríður Walderhaug.
Elskuleg móðursystir mín og vin-
ur, Jakobína Jónsdóttir frá Lónkoti,
lést í sjúkrahúsinu á Siglufirði 21.
október síðastliðinn. Hún fæddist í
Lónkoti í Sléttuhlíð í Skagafirði.
Foreldrar hennar voru Jón Sveins-
son, bóndi þar og Ólöf Baldvina
Sölvadóttir. I Lónkoti lifði Jakobína
sín æsku- og unglingsár, ásamt tví-
burasystrum sínum, Sölvínu og
Sveinsínu. Þær systur voru alla tíð
mjög samrýndar og gaman var að
heyra þær á góðri stundu rifja upp
æskuminningarnar úr Skagafírði.
Æskuslóðimar drógu þær til sín og
ánægjulegt var þegar flestir nán-
ustu afkomendur og tengdaböm
Jakobínu hittust á haustdögum í
Lónkoti og fögnuðu henni í tilefni
af væntanlegu áttræðisafmæli
hennar. Þar var Jakobína mætt
þrátt fyrir veikindi sín. Hún gat
stolt litið jrfír þennan stóra og mynd-
arlega hóp, glaðst með þeim í síð-
asta sinn og riijað upp langa ævi
þar sem skin og skúrir hafa skipst á.
Eiginmanni sínum, Andrési Wald-
erhaug, kynntist Jakobína í föður-
húsum, þar sem hann hafði ráðist
í ráðsmennsku hjá Jóni bónda.
Andrés var Norðmaður, fæddur í
Álasundi. Hann var lserður bakari
og starfaði lengst af sem slíkur.
Þeim varð tíu bama auðið: stúlku-
bam sem lést skömmu eftir fæð-
ingu; Jónína Ólöf, var gift Hirti
Gunnarssyni sem nú er látinn, býr
í Hveragerði, þau eignuðust fjögur
böm; Jóhann Severín, maki hans
er Hulda Guðnadóttir, þau eiga
fimm böm og em búsett í Reykja-
vík; Halldóra Maiý, var gift Lárusi
Helgasyni og eignaðist með honum
sjö böm, síðar giftist hún Þóri Þóris-
syni og eignaðist með honum eina
dóttur, sambýlismaður Marýar er
Halldór Æ. Þiðrandason, búsett í
Ólafsfírði; Lillý Henný, nú látin, var
gift Sigurði Guðnasyni og bjuggu í
Keflavík, þau áttu fjögur böm; Alf
Kasten, ókvæntur og búsettur á
Ólafsfírði; Edda Minný, látin, lætur
eftir sig fjögur böm; Ómar Bragi,
ókvæntur og búsettur í Reykjavík;
Elsa María, gift Eyjólfi Haukssyni,
búsett í Lúxemborg, þau eiga fímm
böm; yngsta bam þeirra Andrésar
og Jakobínu fæddist andvana. Af-
komendur Andrésar og Jakobínu
t
Móðir okkar,
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Nóatúni 30,
lést á Sólvangi í Hafnarfirði 28. október.
Torfhildur Ingvarsdóttir,
Svanhildur Ingvarsdóttir,
Steinþór Ingvarsson,
Jóna Ingvarsdóttir,
Guðmundur V. Ingvarsson.
t
Hjartkær eiginmaður minn,
ÞORSTEINN SIGURÐSSON,
Birkivöllum 18,
Selfossi,
er andaðist á heimili sínu 19. október, verður jarðsunginn frá
Selfosskirkju laugardaginn 31. október kl. 13.30.
Guðrún Valdimarsdóttir.
t
Útför föður okkar,
RAFNS SIGURÐSSONAR,
Bröttugötu 6,
Borgarnesi,
verður gerð frá Borgarkirkju laugardaginn 31. október kl. 14.00.
Sigrún Rafnsdóttir,
Signý Birna Rafnsdóttir,
Ævar Andri Rafnsson.
munu nú vera 73. Andrés lést 17.
maí 1972. Nóttína eftir lát hans
átti sér stað sá hörmulegi atburður
að dóttir þeirra hjóna, Edda Minný,
fórst í bflslysi. Það má nærri geta
hvað slíkir atburðir hafa reynt á
Jakobínu, en hún stóð jafnan sem
klettur, hvað sem á gekk. Þar var
trúin hennar styrkur.
Líf þeirra Andrésar og Jakobínu
var ekki alltaf dans á rósum. Heim-
ili þeirra var íjölmennt og það hefur
ekki verið létt verk á þeim tíma að
taka sig upp og flytja frá einum
stað til annars vegna atvinnu Andr-
ésar. Lengst bjuggu þau á Ólafs-
fírði, einnig í Keflavík og síðast í
Reykjavík. Um skemmri tíma var
heimili þeirra einnig á Siglufírði,
Dalvík og Akureyri.
Jakobína var vel af guði gerð og
glæsileg kona á sínum yngri ámm.
Velferð bama, tengdabama og ann-
arra ættingja var henni efst í huga
og hún gladdist innilega þegar vel
gekk og tók þátt í erfiðleikum ann-
arra. En hún hafði fengið sinn
skammt af erfíðleikum lífsins, en
hún lét aldrei bugast. Hún missti
tvö bama sinna, það elsta og yngsta,
stuttu eftir fæðingu, og missti tvær
elskulegar dætur sínar í blóma lífs-
ins, Eddu eftir hörmulegt bifreiða-
slys eins og áður sagði, og Lillý af
ólæknandi sjúkdómi.
Ég á Jakobínu margt og mikið
að þakka. Á þeim tíma sem ég dvaldi
í Reykjavík og bjó á Eiríksgötunni
hjá þejm Andrési, kynntist ég henni
mjög vel og reyndist hún mér sem
hin besta móðir. Það var gaman og
gagnlegt fyrir mig unglinginn, að
ræða við hana og kynnast viðhorfum
Minning
Magnús Magnússon
Fæddur 25. apríl 1909
Dáinn 21. október 1992
Það er oft fagurt á haustdögum
er grösin eru að sölna og haustlit-
imir rauðir og gylltir koma fram,
þá er og gaman fyrir bóndann að
fylgjast með kindum sínum koma
frískar af íjalli og oft eru það fagn-
aðarfundir því þarna mætast vinir
eftir aðskilnað yfir sumartímann.
Það var alltaf gaman að fylgjast
með Magga er fór að líða að smöl-
un að hausti, mikil eftirvænting í
svip hans og fasi og stundum var
hann dapur eftir fyrstu réttir því
hún Móra eða Golsa höfðu ekki
skilað sér. Oftast rættist nú úr bú-
raunum og þá var stutt í bros og
ýmsar sögur sagðar um blessaðar
kindurnar. Hann eyddi nánast öllum
frístundum í félagsskap kindanna
sinna. Eftir vinnu var hann farinn
í fjárhúsið og fóru þá einhverjir
vinir hans með honum að gegna í
Fjárborginni.
Nú er Maggi vinur minn horfínn
yfír móðuna miklu yfír í löndin þar
sem grösin aldrei sölna. Ég er viss
um að hann hefur alheimt sitt fé
og það hefur allt fagnað honum við
komuna.
Maggi byrjaði að vinna fyrir
Skógræktarfélag Reykjavíkur vorið
1958, þá starfaði hann sem sendi-
bílstjóri og hefur síðan starfað hjá
félaginu allt til þessa árs, seinast
aðeins hálfan daginn og slitrótt
seinustu ár vegna veikinda. Harkan
og vinnuáhuginn voru svo mikil að
á milli þess sem hann var á spítala
kom hann til okkar og spurði mig
hvort hann mætti ekki vera nokkra
daga í viðbót, sem var auðvitað
veitt. Maggi átti einstaklega gott
með að umgangast ungt fólk, sem
oft er mikið af hjá félaginu, og var
ómetanlegt að hafa þvílíkan starfs-
mann, sem alltaf var tilbúinn að
rétta hinum ungu óþroskuðu og
vankunnandi unglingum leiðsögn
og aðstoð. Ég veit að það eru marg-
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ÓLAFUR H. JÓHANNESSON,
Vogatungu 109,
Kópavogi,
lést í Borgarspítalanum 27. október.
Dætur, tengdasynir og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR ÓLAFSSON
járnsmiður,
Miðvangi 65,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, föstudaginn
30. október, kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minn-
ast hins látna, er bent á minningar- og styrktarsjóð Guðjóns
Magnússonar og Guörúnar Einarsdóttur til styrktar Fríkirkjunni í
Hafnarfirði.
Dagbjört Guðjónsdóttir,
Hrefna Ólafsdóttir, Bjarni Þráinsson,
Gísli Ólafsson,
Lilja Ólafsdóttir,
Guðjón Ólafsson,
María Gréta Ólafsdóttir,
Katrín Sigurðardóttir,
Ólafur Guðmundsson,
Sigurlaug Hauksdóttir,
Viðar Sverrisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
hennar til manna og málefna. Það
var eitthvað sem dró mig að þess-
ari frænku minni. Hlýja hennar og
kærleikur til annarra, ekki síst
þeirra sem minna máttu sín, var
ríkur þáttur í hennar fari. Gestrisni
þeirra hjóna og hlýja var við brugð-
ið þrátt fyrir þröngan kost á stund-
um. Bros hennar og glaðværð
gleymist seint. Við ræddum um til-
gang lífsins, örlög manna og van-
mátt mannsins gagnvart skapara
sínum. Jakobína var trúuð kona en
spurði jafnframt margra spurninga
sem við fáum ekki alltaf svör við.
Jakobína var greind kona og hlaðin
mikilli lífsreynslu. Hún bjó greini-
lega alla tíð að áhrifum úr foreldra-
húsum, enda voru þau Jón og Ólöf
sterkir uppalendur í bestu merkingu
þess orðs. Guðstrú, skyldurækni og
heiðarleiki var þeirra boðskapur,
enda lifðu þau í samræmi við það.
Síðustu ævikvöldin naut Jakobína
kærleika og hlýju dótturdóttur
sinnar, Helenu Svölu, sem búsett
er á Siglufírði. Hún reyndist ömmu
sinni sem besta dóttir.
Ég votta eftirlifandi börnum,
tengdabömum og öðmm ættingjum
innilega samúð mína og bið guð að
geyma minningu Jakobínu Jónsdótt-
ur.
Jón Þorvaldsson.
ir, sem eiga honum gott upp að
unna, og þakka honum fyrir leið-
sögn og handleiðslu á sínum fyrstu
vinnudögum.
Maggi var sérstaklega stundvís
og var ævinlega mættur fyrstur
manna og kominn að vinnu. Seinni
árin vann hann mest við að potta
plöntur, flokka og klippa græðlinga
og urðu allir hlutir að geta gengið
hnökralaust. Maggi var hamingju-
samur maður í einkalífí. Kona hans,
Guðlaug Norðdal, var honum kær
svo og fósturdóttir og ekki síst fóst-
urdótturbörnin, sem hann hugsaði
um eins og hans væm. Þetta allt
lýsir hans innra manni, sem var
heiðarleiki, trúmennska og mann-
gæska heil og sönn.
Ég þakka fyrir allt sem hann var
okkar félagi og vinnufélögum sín-
um. Það er fyrsti vetrardagur og
geislar sólar farnir að styttast en
við vitum að daginn lengir og bjart-
ir dagar em framundan, líka í hans
nýju heimkynnum.
Villyádmur Sigtryggsson.
ERFIDRYKKJUR
Verð frá kr. 850-
p E R L a n sími 620200
Sérfræðingar
i l)lóiiiiiski‘(‘y(iiii>uni
i ið <»lI (ipkifipri
Skólavörðustig' 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090