Morgunblaðið - 30.10.1992, Síða 50

Morgunblaðið - 30.10.1992, Síða 50
^50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992 ■ TOMISLA V Ivic stóð ekki und- ir væntingum Benfica í Portúgal og var látinn taka poka sinn í fyrra- dag. Króatinn var fyrst ráðinn þjálfari liðsins 1984 en hætti þá eftir mánuð vegna ósamkomulags um launamál. Hann gerði aftur samning við Benfica s.l. vor og tók við liðinu í ágúst, en hann'var áður hjá Marseille í Frakklandi. ■ IVIC er annar þjálfarinn, sem _ hefur verið látinn fara í portúgölsku deildinni í vikunni. Búlgarinn Ra- doslav Zdravkov var sagt upp hjá Chaves, neðsta liðinu, í fyrradag. ■ NORSKI landsliðsmarkvörður- inn Erik Thorstvedt stóð aftur í markinu hjá Tottenham í vikunni í sigrinum á Manchester City í ensku deildarbikarkeppninni og varði mjög vel. ■ THORSTVEDT er þó ekki ör- uggur með sæti í liðinu á morgun er Tottenham mætir Liverpool í deildinni. Hann lék á miðvikudag vegna meiðsla Ians Walker, en allt bendir til að hann verði orðinn heill á ný og standi jafnvel milli stanganna. " ■ NORÐMAÐURINN hafði ekki leikið í aðalliðinu síðan Tottenham tapaði 0:5 í Leeds í ágúst, þar til á miðvikudag. ■ RAY Clemence þjálfari hjá Tottenham segir félagið heppið að vera með tvo góða markmenn. „En fyrr á keppnistímabilinu ákváðum við að Ian yrði aðalmaður og höld- um okkur við það.“ ■ ZVONIMIR Boban, Króatinn hjá AC Milan, verður hugsanlega með í fyrsta deildarlejk sínum í vetur á sunnudag er efsta liðið fær Tórinó, sem er í öðru sæti, í heim- sókn. ■ RUUD Gullit og Frank Rijka- ard, Hollendingarnir frábæru hjá ítalska félaginu, eru báðir meiddir og er líklegt að Roban leiki í stað þess síðamefnda. Þá verða væntan- lega Frakkinn Jean-Pierre Papin og þriðji Hollendingurinn í herbúð- um félagsins, Marco van Basten, í fremstu víglínu. ■ EMILIO Mondonico, þjálfari Tórinó, hvíldi þijá af lykilmönnum liðsins í bikarleik vikunnar — úrugv- æska framheijann Carlos Aguil- era og miðjumennia Enzo Scifo, . hinn belgíska og Gianluca Sordo, fyrir átökin á sunnudag. ■ FRÖNSKU meistaramir í Marseille leika í Sochaux í kvöld í frönsku 1. deildinni án þriggja af sterkustu mönnum liðsins. Vamar- maðurinn Basile Boli er í þriggja leikja banni, félagi hans í frönsku landsliðsvöminni Bernard Casoni er í eins leiks banni og sömuleiðis þýski framheijinn Rudi Völler. ■ BOLI var upphaflega úrskurð- aður í fjögurra leikja bann fyrir að slá Jiirgen Klinsmann hjá Mónakó í leik nýlega, en bannið var stytt niður í þijá leiki nú í vikunni. ■ SPÆNSKA knattspyrnusam- bandið hyggst rannsaka ólöglegar greiðslur til leikmanna liðs Tene- rife á lokadegi síðasta keppnistíma- bils. Liðið var undir 0:2 gegn Real Madrid en sigraði 3:2 sem gerði það að verkum að Barcelona varð meistari. ■ FYRIRLIÐI liðs Tenerife, Antonio Hernandez „Tono“ og samheiji hans Manolo Hierro hafa viðurkennt að hafa tekið við pening- um. „Tono“ sagðist hafa tekið við peningum í plastpoka af manni sem hann ekki þekkir og dreift þeim til leikmanna. ■ FYRST kom fram í fréttum að andvirði þess sem greitt var hefði verið á bilinu 8 til 13 milljóna ÍSK. En argentínski framheijinn Juan Pizzi hjá Tenerife segir upphæðina hafa verið undir 10 milljónum pe- seta — um fimm milljónir ÍSK. ■ ANGEL María Villar, forseti .spænska knattspymusambandsins, segir málið mjög alvarlegt. KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND Eyjólfur settur Lothar Mattháus til höfuðs? Bayem Munchen sækir Stuttgart heim á Neckar-leikvanginn Lothar Matthaus. EYJÓLFUR Sverrisson verður í sviðsljósinu á Neckar-leik- vanginum í Stuttgart á morgun þegar Bayern Miinchen kemur þangað í heimsókn. Christoph Daum, þjálfari Stuttgart, lét í það skína í viðtali við Kickeri gær að Eyjólfur fengi það hlut- verk að hafa gætur á Lothar Mattháus, fyrirliða þýska landsliðsins. Eg get ekki sagt með vissu hvaða hlutverk ég fæ gegn Bayern. Það kemur í ljós á fundi annað kvöld [í kvöld) þegar við verðum komnir saman á hótel,“ sagði Eyj- ólfur í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Uppselt er á leikinn fyr- ir löngu. „Það verður gaman að eiga við Bæjarana, en jafnframt erfitt. Þeir eru mjög sterkir um þessar mundir," sagði Eyjólfur, sem hefur skorað mörk í tveimur síðustu leikjum Stuttgart. „Ég mun að sjálfsögðu reyna að bæta mörkum við og það yrði gaman að skora gegn Bayem." Allra augu munu beinast að Mattháus, sem er að verða fullkom- laga góður eftir meiðsli á hné sem hann hlaut í leik með Inter Milan sl. vetur. „Ég finn ekki til og er að ná fyrri styrk,“ sagði Mattháus í viðtali í gær. Bayem Miinchen og Frankfurt, sem gerðu jafntefli, 1:1, í vikunni, em efst í Þýskalandi með Eyjólfur Sverrlsson. sextán stig, en Stuttgart er í sjö- unda sæti með þrettán stig. Stuttg- art hefur ieikið fimm leiki á Neckar- leikvanginum á keppnistímabilinu og unnið þá alla. Stuttgart, sem vann Bayern 3:2 heima sl. keppnis- tímabil, tapaði aðeins tveimur leikj- um á heimavelli þá - gegn Mönc- hengladback og Frankfurt. Leverk- usen og Dortmund eru með fimmt- án stig. Leverkusen getur skotist upp á toppinn í kvöld, en þá leikur félagið gegn Dynamo Dresden heima. KNATTSPYRNA / NOREGUR OG SVIÞJOÐ Rosenborg vann tvöfaK ROSENBORG frá Þrándheimi sigraði Lilleström 3:2 í úrslita- leik norsku bikarkeppninnar á Ullevál-leikvanginum í Oslo um helgina. Uppselt var á leik- inn fyrir fjórum vikum og um 30 þúsund áhorfendur sáu leikinn, þar af voru um 15 þúsund sem komu alla leið frá Þrándheimi. Leikurinn var mjög skemmtileg- ur og spennandi á að horfa og Erlingur Jóhannsson skrifar frá Noregi var sigurmark Rosenborgar skorað á 93. mínútu leiks- ins. Sigurinn var fyllilega verðskuld- aður því liðið var betra í leiknum. Nýlega tryggði Rosenborg sér sig- ur í norsku úrvalsdeildinni og vann því tvöfalt í ár. Árangur Rosen- borgar í norsku knattspymunni á undanförnum fimm árum er glæsi- legur. Liðið hefur þrívegis unnið tvöfalt, 1988, 1990 og 1992, en Goran Sorloth, einn besti leikmað- ur Rosenborg og norska landsliðsins. 1989 og 1991 varð liðið í 2. sæti í deildinni. Félaglð rekið með hagnaðl Eftir að hálf atvinnumennska var leyfð í norsku knattspyrnunni fyrir nokkrum árum varð Rosen- borg gert að hlutafélagi og félagið hefur síðan verið rekið sem fyrir- tæki. Reksturinn hefur gengið mjög vel og til marks um það er Rosenborg eina félagið í úrvals- deildinni sem rekið er með hagn- aði. Þessi velgengni hefur gert fé- laginu kleift að kaupa marga af bestu knattspymumönnum Noregs og í dag era 7 af leikmönnum liðs- ins í norska landsliðinu, sem hefur náð mjög góðum árangri að undan- förnu. Stærsti styrktaraðili félags- ins er stórfyrirtækið Elkem sem hefur styrkt félagið um 10 milljón- ir norskar á ári hveiju. Þetta fyrir- tæki á meðal annars stóran hluta í jámblendiverksmiðjunni á Grund- artanga. Lukkudísimar með AIK Stokkhólmsfélagið AIK tryggði sér Svíþjóðarmeistaratitilinn í fyrsta skipti í 55 ár, eða síðan árið 1937, þegar félagið vann Malmö FF, 3:2, á útivelli um sl. helgi. Félagið er vel að meistaratitlinum komið, þar sem leikmenn AIK hafa leikið skemmtilega sóknarknatt- Sveinn Agnarsson skrifar frá Svíþjóð spymu. Það er þó ekki hægt að loka augunum fyrir því að heppnin var á bandi AIK og lukkudísimar vöktu vel yfir leikjum liðsins í lokabarátt- unni. AIK skoraði fyrsta markið í leiknum gegn Malmö FF, en síðan tóku heimamenn leikinn í sínar hendur, en þrátt fyrir látlausa sókn vildi knötturinn ekki í netið hjá AIK. Tvisvar strauk knötturinn stöngina, einu sinni hafnaði hann á slánni á marki AIK, eitt sinn skaut leikmaður Malmö-liðsins yfir mark af markteigslínu og eitt sinn bjarg- aði varnarmaður AIK á marklínu. AIK skoraði, 0:2, í seinni hálf- leik, en leikmenn Malmö FF náðu að jafna, 2:2. Þó svo að leikmönnum AIK nægði jafntefli drógu þeir sig ekki í vöm, heldur sóttu. Áður en þeir skoruðu sigurmarkið, 2:3, skall hurðin nær hælum á marki þeirra. Leikmaður Malmö átti skot sem hafnaði á stönginni innanverðu - þaðan fór knötturinn í markvörð AIK og af honum aftur í stöngina og þaðan svo i fang hans. Nörrköping hafnaði í öðru sæti og Öster í því þriðja. Þessi lið ásamt Trelleborg, Malmö FF, IFK Gauta- borg, Örebro, Halmstad, Hácken og Brage eru örugg með sæti í úrvalsdeildinni næsta ár en þau lið sem leika um fjögur laus sæti eru Djurgárden - Degerfors, GAIS - Örgryte, Helsingborg - IFK Sund- svall og Luleá - Frölunda. ENGLAND Tottenham Þorvaldur Örlygsson og fé- lagar hans hjá Nottingham Forest mæta Tottenham í 16- liða úrslitum ensku deildarbikar- keppninnar. Forest fær heima- leik. Annars var drátturinn þannig: Sheff. Utd. eða Liverpool - C. Paiace Plymouth eða Scarborough - Derby eða Arsenal Cambridge - Oldham Everton eða Wimbledon - Chelsea Sheffield Wed. QPR Nottingham Forest - Tottenham Aston Villa - Ipswich Blackburn - Watford eða Leeds FELAGSLIF Afmælishóf Keilis í tilefni 25 ára afmælis Golf- klúbbsins Keilis býður stjórn klúbbsins öllum félögum í afmælis- hóf á morgun, laugardag, í golfskál- anum að Steinholti 1 milli kl. 17 og 19. Haustfagnaður Stjörnunnar Haustfangaður Stjörnunnar verður hald- inn í Stjömuheimilinu á morgun, laugar- dag, kl. 19. Miðar eru seldir í Stjömuheimil- inu í síma 651940. Uppskeruhátíð Fram Árleg uppskeruhátið knattspyrnudeildar Fram verður haldin í Framheimilinu mánu- daginn 2. nóvember kl. 18:00. Uppskeruhátíð Víklngs Uppskeruhátlð á vegum unglingaráðs knattspymudeildar Vikings verður haldin á morgun, laugardag, i hátíðarsal Víkings í Víkinni milli kl. 14:00 og 16:00. Sambandsþing fatlaðra Sambandsþing íþróttasambands fatlaðra fer fram á Hótel Ork dagana 30. október til 1. nóvember. Þingið verður sett kl. 9.30 á laugardag. Aðalfundur Vikings Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Vík- ings verður haldinn í Víkinni miðvikudaginn 4. nóvember kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.