Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 26
2.6 „ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992 . ' ... ... ................ --í.. i 1 • r- Síðasti harðjaxlinn Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Hinir vægðarlausu („Unforgiv- en“). Sýnd í Bíóborginni. Leik- stjóri og framleiðandi: Clint Eastwood. Handrit: David Webb Peoples. Kvikmyndataka: Jack N. Green. Aðalhlutverk: Clint Eastwood, Gene Hackman, Morgan Freeman, Jaimz Woolv- ett, Richard Harris. Það eru fáir sem leggja út í að gera vestra þessa dagana nema Clint Eastwood og sannast sagna ættu fáir aðrir að reyna það á meðan haps nýtur við. Hinir vægð- arlausu („Unforgiven") sýnir ekki aðeins yfirburði hans sem vestra- leikstjóra og vestraleikara hún get- ur allt eins verið summan af hans starfi í kvikmyndum og sérstaklega vestrum. Hún er goðsagnakennd frásögn af gömlum byssubófa og manndrápara sem sest eina ferðina enn í hnakkinn til að elta uppi mis- yndismenn. Stærsta goðsögnin er þó Eastwood sjálfur sem sest eina ferðina enn í leikstjórastólinn, orð- inn 62 ára gamall, og filmar vestra sem er með því besta sem hann hefur gert, móralskan og banvænan um lokakippinn í síðasta harðjaxlin- um. Myndin er afbragðsvel tekin í haustlitunum sem á ekki aðeins vel við efniviðinn sjálfann heldur líka þá staðreynd að það er tekið að hausta í lífi vestrans, Eastwoods og reyndar flestra þeirra ágætis- leikara sem hann hefur safnað sam- an í myndina. Þeir eru Gene Hack- man, sem leikur vafasaman lög- reglustjóra í smábæ, Richard Harr- is, sem leikur dráparann Enska-Bob og Morgan Freeman, sem leikur gamlann byssubófa og vin East- woods. En það þýðir ekki að vestr- inn sé daufari fyrir bragðið. Síður en svo. Hann er þroskaður og vís en líka hráslagalegur og grimmur og miskunnarlaus rétt eins og gamli dráparinn William Munny, sem Eastwood leikur. Það er líka tekið að hausta í lífi Munnys. Hann er svínabóndi og ekkjumaður með tvö börn og situr á friðarstóli. Mörg ár eru síðan hann snerti á byssu eða hellti í sig brennivíni þegar hann fær tilboð um að elta ofbeldismenn, sem skor- ið hafa í andlit hóru nokkurrar. Hórurnar hafa safnað saman fé til höfuðs þeim og ungur byssumaður (Jaimz Woolvett) vill fá Munny með sér í eltingarleikinn. Munny er treg- ur til en vantar sárlega peninginn svo hann heldur af stað ásamt vini sínum (Freeman) og saman ríða þessir þrír á vit æfintýranna. Nema hér er ekkert æfintýri á ferðinni heldur iðrun Munnys og eftirsjá og uppgjör við fortíð, sem er langt í frá glæsileg. Og fleiri dráp. A leiðinni fáum við að kynn- ast fortíð hans í hálfkveðnum vísum og hún er svört eins og opin gröf. Munny var fullkomlega siðlaus of- beldismaður og drápari, konu- og bamamorðingi, frægur um sýslum- ar fyrir ódæðisverk sín, og nú þeg- ar hann er aftur kominn af stað sækja að honum ekki svo Ijúfar minningar. Vestrinn á það sameig- inlegt með íslendingasögunum að lifa ekki síst á stómm goðsögnum og góðum sögum og Hinir vægðar- lausu, sem David Webb Peoples skrifar handritið að, býr yfir hvora tveggja. Hún er ekki aðeins um þjóðsagnakenndar persónur og hefndarskyldu og vináttubönd og menn í veröld sem gerir ekki ráð fyrir þeim lengur. Hún er um sam- viskubitið líf dráparans og hún er um drápið sjálft, þetta að drepa mann, sem í einu eftirminnilegasta atriði myndarinnar verður átakan- legt sjónarspil. Það atriði eins og reyndar myndin öll sýnir fjarska öragg tök Eastwoods sem leik- stjóra. Hann skapar hijúfa en heill- andi veröld fulla af siðleysi og tví- skinnungi þar sem heyra má sterk- an enduróm frá gömlu vestranum hans. Það má vera að Munny sé eitthvert mesta hörkutólið sem Eastwood hefur leikið. Það er eins og hann sé morðingi í eðli sínu og þetta eðli hans vekur í honum við- bjóð um leið og það heldur honum á lífi. Kannski er það kjaminn í vestraleik Eastwoods. Allir standa þeir sig vel í hlutverkunum sínum Freeman, Hackman, Harris og ekki síst sá ungi Jaimz Woolvett, sem leikur unga manninn áfjáðan í að fremja fyrsta drápið. En fyrst og fremst er þetta Eastwood-mynd þar sem hrakkótt og veðrað andlit Clint Eastwoods segir eins og oft áður mestu söguna og minnir sífellt á að hann er síðasti harðjaxlinn. RAiWÞAUGL YSINGAR A Frá Bæjarskipulagi Kópavogs Digraneskirkja við Digranesveg 1) Tillaga að breytingu á staðfestu Aðal- skipulagi Kópavogs 1988-2008 á svæði sem afmarkast af Reynihvammi, Hlíðar- vegi, Digranesvegi (Stútulautarvegi) og Kópavogslæk, auglýsist hér með sam- kvæmt 17. og 18. grein skipulagslaga frá 1964. í tillögunni er gert ráð fyrir að um miðbik ofangreinds svæðis verði landnotkun blönduð, stofnanasvæði (kirkjulóð) og opið svæði til sérstakra nota í stað opins svæðis og opins svæðis til sérstakra nota. Ennfremur er opið svæði til sérstakra nota stækkað til austurs að Digranesvegi (Stútulautarvegi). Göngutengsl breytast lítillega. 2) Tillaga að deiliskipulagi á ofangreindu svæði, þ.e. milli Reynihvamms, Hlíðarveg- ar, Digranesvegar og Kópavogslækjar, auglýsist hér með samkvæmt grein 4.4 í skipulagsreglugerð nr. 318/1985. Uppdrættir, Skipulagsskilmálar og Ijós- myndir verða til sýnis á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 2, 4. hæð, frá kl. 9.00-15.00 aila virka daga frá 9. október til 20. nóvember 1992. Athugasemdum eða ábendingum skal skila skriflega til Bæjarskipulags eigi síðar en kl. 15.00 4. desember 1992. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillög- unni. Skipulagsstjóri Kópavogs. m Frá Bæjarskipulagi Kópavogs Félagssvæði Gusts Breytt deiliskipulag Tillaga að breyttu deiliskipulagi félagssvæðis hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi aug- lýsist hér með samkvæmt gr. 4.4. í skipulags- reglugerð nr. 318/1985. f tillögunni felst m.a. stækkun félagssvæðis- ins og staðsetning reiðskemmu með tilheyr- andi aðstöðu. Deiliskipulagsuppdráttur í mkv. 1:1000 verður til sýnis á Bæjarskipuiagi Kópavogs, Fannborg 2, 4. hæð, frá kl. 9.00-15.00 alla virka daga frá 9. október til 6. nóvember 1992. Athugasemdum eða ábendingum, ef ein- hverjar eru, skal skila skriflega til Bæjarskipu- lags innan auglýsts kynningartíma. Skipulagsstjóri Kópavogs. RANNSÓKNARÁÐ RlKISINS statens FORSKNINCSRÁD THE NATIONAL RESEARCH COUNCIL LAUGAVEGl 13 BRÉFSlMI 91 29814 101 REYKjAVlK SlMI 91 21320 auglýsir styrki til forverkef na 1992 Rannsóknaráð ríkisins hefur ákveðið að veita styrki til forverkefna er miði að því að kanna forsendur nýrra áhugaverðra rannsókna- og þróunarverkefna. Um slíka styrki geta sótt fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar. Við mat á umsóknum verður sérstaklega litið til rök- semdafærslu um tæknilegt og hagrænt mikil- vægi verkefnisins og hugmynda um leiðir til að koma niðurstöðum verkefnisins í fram- kvæmd, ef það skilar jákvæðum árangri. Markmiðið með stuðningi við forverkefni er að kanna nýjar hugmyndir og skilgreina bet- ur tæknileg og þróunarleg vandamál og markaðsþörf, svo og forsendur samstarfs, áður en lagt er í umfangsmikil rannsókna- og þróunarverkefni, sem hugsanlega verða styrkt úr Rannsóknasjóði. Gert er ráð fyrir að upphæð stuðnings við forverkefni geti numið allt að 500.000 kr. Umsóknarfrestur er til 15. október nk. Engin sérstök eyðublöð gilda, og nægir stutt bréfleg lýsing á hugmynd ásamt kostnaðar- áætlun. Rannsókrtaráð ríkisins, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími 91-621320. \ Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum, sem hér segir á eftirfarandi eignum: 1. Áshamar 72, 2. hæð D, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Ernu Fannbergsdóttur, eftir kröfu Ríkisútvarps, innheimtudeildar, fimmtudaginn 15. október 1992, kl. 10.00. 2. Áshamar 75, 3. hæð B, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Vest- mannaeyjabæjar, eftir kröfu veðdeildar Landsbanka Islands, fimmtudaginn 15. október 1992, kl. 10.00. 3. Áshamar 75, 3. hæð C, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Stjórn- ar verkamannabústaða Vestmannaeyja, eftir kröfu veðdeildar Landsbanka (slands, f immtudaginn 15. október 1992, kl. 10.00. 4. Búhamar 21, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Jósúa Steinars Óskarssonar, eftir kröfu Utvegsbanka (slands (Islandsbanka hf.), fimmtudaginn 15. október 1992, kl. 10.00. 5. Foldahraun 42, 3. hæö B, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Petr- ínu Sigurðardóttur, eftir kröfum veðdeildar Landsbanka Tslands, versluninni Kósý og Ríkisútvarps, innheimtudeildar, fimmtudag- inn 15. október 1992, kl. 10.00. 6. Kirkjuvegur 14, e.h. ris og kjallari, þinglýst eign Harðar Rögn- valdssonar, eftir kröfum Búnaðarbanka Islands og Islándsbanka hf., fimmtudaginn 15. október 1992, kl. 10.00. 7. Kirkjuvegur 39A, Vestmannaeyjum, þinglýst éign Kristófers H. Helgasonar, eftir kröfu veðdeildar Landsbanka íslands, fimmtu- daginn 15. október 1992, kl. 10.00. 8. Vestmannabraut 32, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Jóns Inga Guðjónssonar, eftir kröfu (slandsbanka hf., fimmtudaginn 15. október 1992, kl. 10.00. 9. Vesturvegur 25B, kjallari, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Sig- urðar G. Jónssonar, eftir kröfu Lífeyrissjóðs Vestmannaeyinga, fimmtudaginn 15. október 1992, kl. 10.00. 9. október 1992. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum. Framhald uppboðs Framhald uppboðs á eftirtöldum fasteignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: 1. Foldahraun 42, 2. hæð F, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Þuríðar Sigurðardóttur og Steinars Vilhjálmssonar, eftir kröfum Unnar Mariasdóttur, Ríkisútvarps, innheimtudeildar, A-Eyjafjallahrepps og Fannbergs sf., miðvikudaginn 14. október 1992, kl. 16:00. 2. Skólavegur 47, hæðin % hl., Vestmannaeyjum, þinglýst eign Eðvalds Eyjólfssonar, eftir kröfum Lífeyrissjóðs starfsmanna Vest- mannaeyjabæjar og veðdeildar Landsbanka Islands, miðvikudag- inn 14. október 1992, kl. 16.30 Sýslumaðurinn i Vestmannaeyjum, 9. október 1992. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, tollstjórans í Reykjavík, skiptaréttar Reykjavíkur, Vöku hf., Bifreiðageymslunnar hf. og ýmissa lögmanna, banka og stofanann, verður haldiö opinbert uppboð á bifreiðum og vinnuvélum á Smiðshöfða 1 (Vöku hf.), laugardaginn 10. október 1992 og hefst það kl. 13.30. Fyrirhugaö er að selja eftir- taldar bifreiðar: EI-145; EK-196, FZ-601, FÖ-387, G-11235, G-11839, G-2084, FD- 224, G-919, GE-709, GG-087, GK-932, GM-680, GN-192, GS-116, GZ-722, GZ-908, GÖ-451, HA-178, HA-626, HG-352, HM-456, NN- 204, H0-321, IA-319, IC-962, 10-400, 1-1793, KC-904, KV-085, KV- 903, P-289, HE-139, P-536, P-858, P-956, GD-988, GF-441, R- 13639, R-18966, R-21293, R-28875, R-41677, R-44917, R-55928, R-61466, R-73291, GH-046, IG-201, FY-472, HJ-103, GH-562, R- 9424, GE-132, Y-18126, Ö-10935, Ö-769, IO-479, G-25212, HX- 032, Þ-4710, JM-226, R-61369. Væntanlega verða seldar fleiri bifreiöar. Ávisanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Reykjavik. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu emb- ættisins á Hörðuvöllum 1, Selfossi, miðvikudaginn 14. október 1992 kl. 10.00, á eftirfarandi eignum: Reykjamörk 2b, íb. 202, Hveragerði, þingl. eig. Hveragerðisbær, talin eig. Þórdís Skúladóttir, gerðarbeiðendur Byggingasjóður verka- manna, Hveragerðisbær og Húsfélag Reykjamörk 2b. Sýslumaðurinn á Selfossi, 7. október 1992. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Eyrarbraut 20 (Óseyri), Stokkseyri, þingl. eig. Gunnar Einarsson, geröarbeiðandi Lífeyrissj. sjómanna, 13. október 1992 kl. 14.00. Stekkholti 34, Selfossi, þingl. eig. Selma Katrín Albertsdóttir, gerðar- beiðendur Bæjarsjóður Selfoss, Höfðaleigan hf., Inga Berg Jóhann- esd., innheimtum. ríkissj., Innheimtustofnun sveitarfél. og Samb. alm. lífeyrissj., 12. október 1992 kl. 11.00. Álfafelli 1, Hverageröi, þingl. eig. Sveinn Gíslason og Magnea Á. Árnadóttir, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Islands, Landsbanki Isl., • Self. og Verðbréfam. Fjárfestf., 13. október 1992 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á Selfossi, 7. október 1992. IIFIMIJAI.UJK Stefnuskrár- ráðstefna Heimdallar F U S Stefnuskrárráðstefna Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, verður haldin í Valhöll, Háaleitisbraut 1, laugardaginn 10. október kl. 15.00. Hlutverk ráðstefnunnar er að samþykkja nýja stefnuskrá fyrir Heimdall og liggja stefnuskrárdrög frammi á skrif- stofu félagsins. Félagar i Heimdalli eru eindregið hvattir til þess að sækja ráðstefn- una og taka þannig virkan þátt í stefnumótun félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.