Morgunblaðið - 09.10.1992, Page 31

Morgunblaðið - 09.10.1992, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992 31 fclk í fréttum Morgunblaðið/Arinbjörn Hljómar og Shady Owens í lok sýningar á Hótel íslandi, f.v. Erlingur, Rúnar, Shady, Engilbert og Gunnar. HU ÓM ASÝNIN GIN Gömlu goðin rísa upp Skemmtanir Helgi Bjarnason Sýning Hljóma á Hótel íslandi hefst með því að gömlu goðin stíga upp úr „gröfum“ sínum, sprengja lokin af „líkkistunum“ og stökkva fram á sviðið með miklu neistaflugi og hávaða. Þetta er táknrænt upphaf á sýningu hljómsveitar sem ekki hefur leikið saman í áratugi. Ljómi hefur allt- af verið í hugum margra íslend- inga yfir minningu Hljóma sem var vinsælasta hljómsveit landsins í nokkur ár. Hætta er á að goð- sögnin spillist þegar goðin eru dregin upp úr kistunum og kom- ast í birtu ljóskastaranna á nýjan leik. í ljósi þeirrar fortíðarfíknar sem tröllriðið hefur skemmtana- bransanum um skeið má aftur á móti segja að röðin hafi fyrir löngu verið komin að Hljómum vegna sterkrar stöðu þeirra í poppsögunni. Sýningin á Hótel íslandi felst eins og oft áður í mat og skemmt- un. Húsið er opnað klukkan 19 og boðað var að málsverðurinn hæfist stundvíslega klukkan 20. Undirritaður fór á aðra sýninguna sem var síðastliðið laugardags- kvöld. Nokkur bið varð á að mat- urinn væri borinn fram enda var fólkið að tínast í salinn fram eftir öllu og þurftu þeir sem komu tímanlega að bíða hátt í klukku- stund eftir forréttinum. Málsverð- urinn vár þríréttaður. í forrétt var rækjukóngasúpa, grillsteiktur lambahryggvöðvi í aðalrétt og frönsk súkkulaðimús í eftirrétt. Maturinn reyndist góður, sérstak- lega þegar litið er til þeirrar fjöldaframleiðslu sem hlýtur að þurfa að vera í matargerð fyrir svona kvöld. Kjötið var afbragðs- gott, það nánast bráðnaði á tung- unni, súpan bragðaðist ágætlega en eftirrétturinn var ekkert sér- stakur. Miðinn á sýninguna með mat kostar 4.950 krónur fyrir mann- inn en 2.000 krónur án matar. Með sæmilegu rauðvíni með matnum og kaffi og koníaki á eftir sem tilheyrir hjá mörgum er kostnaðurinn nálægt sjö þúsund krónum fyrir manninn. Klukkan rúmlega 22 hófst sýn- ing Hljóma með því að „líkkistur" með stórum myndum af hljóm- sveitarmeðlimum lyftust upp úr „gröfinni" og eins og áður sagði stukku þeir síðan út úr þeim um leið og ærandi sprenging glumdi við. Við tók tæplega hálfs annars klukkutíma tónlistardagskrá. Byrjað var á Fyrsta kossinum og endað á sama hátt. Hinir „einu og sönnu“ Hljómar, Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíus- son, Engilbert Jensen og Erlingur Björnsson, léku og sungu fyrri hluta skemmtunarinnar og söng- konan Shady Owens söng með þeim í seinni hlutanum. Mér fannst hljómsveitin vera stirð í upphafi en sækja í sig veðrið. I upphafinu virtust Gunnar og Rún- ar njóta sín, enda atvinnumenn sem hafa verið á fullu í hljómsveit- um seinni hluta aldarinnar en Erlingur og Engilbert, sem lítið eða ekkert hafa skemmt seinni árin, voru lengur í gang. Þeir síð- arnefndu áttu einnig sína góðu spretti. Hljómsveitin flutti mörg af sínum þekktustu lögum, bæði eigin lög, Bítlalög og fleiri. Á bak við Hljóma, oftast falið í myrkr- inu, var úrvalslið söngvara og hljóðfæraleikara, meðal annars söngvararnir Jóhann Helgason og Eyjólfur Kristjánsson, og lögðu greinilega mikið af mörkum til söngs og hljóðfæraleiks í sýning- unni. Mikill kraftur kom í sýninguna þegar Shady Owens bættist í hóp- inn. Hún náði vel til áhorfenda enda eftirminnileg söngkona. Gestir voru ekki margir á mæli- kvarða Hótels íslands. Hálftómt hús var í snæðingnum og þó tölu- vert bættist við fyrir sýninguna var tómlegt í skotunum. Margir gestanna voru á óræðum aldri, meirihlutinn líklega af Hljóma- kynslóðinni en margir voru einnig eldri og yngri. Undir lok sýningarinnar náðu Rúnar og Shady upp ágætri stemmningu þó að hún hafi ekki verið eins geggjuð og frásagnir herma af frumsýningunni viku áður. Rúnar þeyttist um salinn og spilaði uppi á borðum gestanna við góðar undirtektir. Ekki sýndi hann þó viðlíka tilþrif og þegar hann prílaði upp um allt og sveifl- aði sér eins og apabróðir í bitum yfir sviðinu í Húsafelli um verslun- armannahelgi einhvem tímann fyrr á öldinni. En lengi lifir í göml- um glæðum og li'fleg sviðsfram- koma Rúnars fellur enn vel í kramið. Sýningin stóð í tæpan hálfan annan klukkutíma og voru engir dauðir punktar á þeim tíma. Hermann Gunnarsson var kynnir og var ekki með neitt óþarfa málæði, lét sýninguna ganga. Heildaráhrifin af Hljómasýn- ingunni eru þau að þetta er hin ágætasta skemmtun sem hægt er að mæla með. Þeir sem halda vilja upp á Hljómagoðsögnina ættu þó að hafa það í huga að á þessari sýningu munu þeir ekki sjá Hljóma afturgengna í sinni gömlu mynd heldur sýningu þar sem meðlimir þessarar fornfrægu hljómsveitar koma fram í aðal- hlutverkunum. FÉLAGSMÁL Umdæmisstjóra- skipti hjá Kiwanis Færeyjar laugardaginn 26. septem- ber. I íslenska umdæminu eru 1.300 STYKKISHÓLMUR Arlegt umdæmisþing íslenska Kiwanisumdæmisins ísland- Færeyjar var haldið á Hótel Sögu 26.-18. ágúst sl. Að venju fór fram fræðsla verðandi embættismanna á föstudegi og umræðuhópar störfúðu sama dag. Þingið sjálft var síðan á laugardag og lauk því með lokahófi um kvöldið í Súlnasal Hótels Sögu. Alls sóttu þingið og fræðslu 180 fé- lagar. Þá fóru fram umdæmisstjóraskipti í íslenska Kiwanisumdæminu ísland- félagar, karlar og konur í 46 klúbb- um sem skiptast í 6 svæði. Meðfylgj- andi mynd var tekin við þetta tæki- færi. Frá vinsti er fráfarandi um- dæmisstjóri 1991-1992, Steindór Hjörleifsson, og Unnur Hjartardóttir frá Kiwanisklúbbnum Elliða í Reykjavík og umdæmisstjóri 1992- 1993 frá Kiwanisklúbbnum Vífli í Reykjavík, Finnbogi G. Kristjánsson og Gunnhild Ólafsdóttir. Bóksalinn í IStykkishólmi starfrækja hjónin Ingveldur Sigurðardóttir og Kristinn B. Gestsson bókaverslunina Stellubúð. Þar selja þau allrahanda varning, skrifföng, skólavörur og skrifstofugögn auk smávamings. Ingveldur og Kristinn tóku við rekstrinum eftir fráfall föður Ing- veldar, sem hafði rekið verslunina um langt skeið. Kristinn hefur feng- ist við margt um dagana. Hann var lengi bifvélavirki og hefur einnig stundað sjóinn en hann á bát, sem hefur komið að góðu haldi. Ingveldur er kennari að mennt og hefur auk þess lagt stund á sérkennslu. Hún hefur verið kennari við grunnskólann í Hólminum í fjölmörg ár. Kristinn er mikill dugnaðarforkur Morgunblaðið/Árni Helgason Kristinn í bókaversluninni Stellu- búð í Hólminum. Hólminum í því sem hann tekur sér fyrir hend- ur. Hann var t.d. einna atkvæða- mestur þeirra sjálfboðaliða sem unnu að byggingu Lionshússins í Stykkis- hólmi og starfaði í klúbbnum í 25 ár. Árni NY SENDING AF KARATEGÖLLDM L4 r* r útiuf: GLÆSIBÆ, S(MI 812922 Bílamarkaóurinn Smiðjuvegi 46E TTTl v/Reykjanesbraut, j f Kopavogi, sími 671800 HðP Opið sunnudaga kl. 2-6 Daihatsu Feroza EL-II '89, grásans, 5 g., ek. 65 þ., mikið af aukahl. Mjög gott ástand. V. 930 þús. Isuzu Tropper LS '88, 5 g., ek. 109 þ. km., 7 manna, rafm. í öllu o.fl. V. 1150 þús., skipti. Nissan King Cap m/húsi '87, 6 cyl., sjálfsk., ek. 74 þ. Fallegur bíll. V. 1080 þús. stgr. Nissan 200 SX turbo Interc. '89, rauður, 5 g., ek. 48 þ., sóllúga.-rafm. í öllu o.fl. Vinsæll sportbfll. V. 1490 þús., sk. á ód. MMC Pajero V-6 (USA týpa) '90, grá- sans, sjálfsk., ek. 25 þ., sportfelgur, rafm. i öllu o.f I. Sem nýr. V. 2.150 þús., sk. á ód. MIKIÐ ÚRVAL JEPPA OG FÓLKSBÍLAÁSTAÐNUM. VERÐ 0G KJÖR VIÐ ALLRA HÆFI. M. Benz 190 '87, rauður, 5 g., ek. 53 þ. V. 1550 þús. Nissan Micra QL '84, 3 dyra, ek. 55 þ. V. 190 þús. stgr. Suzuki Samurai 413 Hi Roof '88. Fallegur jeppi, ek. 60 þ. V. 750 þús. Toyota 4Runner SR5 '84, rauður, ek. 91 þ. Talsvert breyttur. Góður jeppi. V. 1100 þús. Mazda 121 '93 (nýr) 5 dyra, óekinn. V. 870 þús. stgr. Daihatsu Applause 16v 4x4 '91, 5 g., ek. 12 þ. V. 1080 þús., sk. á Subaru Legacy '92. Willys Cj-5 '64, endurbyggður V-8 (350) Hurst, 4 g., 5:38 drif, læstur, ásamt fleiru. V. 490 þús. stgr., sk. á ód. Mazda 323 1.5 GLX '88, 5 d., ek. 76 þ. Góður bíll. V. 580 þús. BMW 520i '89, sjálfsk., ek. 71 þús. Toppeintak. V. 1710 þús. stgr. Gódcm dagirm! )

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.