Morgunblaðið - 12.11.1992, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992
Stöðvun flugrekstrar Atlantsflugs
Rætt við á þriðja tug að-
ila um hlutafj áraukningu
25-30 AÐILAR, þar af eitt erlent fyrirtæki í flugrekstri, hafa til athug-
unar að leggja fram hlutafé í Atlantsflug hf. sem sl. þriðjudag stöðv-
aði flugrekstur sinn. Að sögn Halldórs Sigurðssonar, stjórnarform-
anns Atlantsflugs, vantar um 125-200 miiyónir kr. inn í félagið svo
það standi undir ákvæðum reglugerðar samgönguráðuneytisins um
eiginíjárstöðu flugrekstraraðila sem nægir til þriggja mánaða rekstr-
ar án tillits til tekna. Að sögn Haildórs er töluvert tap á rekstri félags-
ins í ár, sem einkum er tilkomið vegna Iokunar Flugferða-Sólarflugs.
„Við erum að tala við 25-30 að-
ila. Þar af er eitt erlent fyrirtæki
tilbúið að koma héma inn,“ sagði
Halldór. Hann sagði að vegna reglna
um eiginíjárstöðu hefði féiagið orðið
af samningum, og neyðst til að
leggja annarri af tveimur Bœing-
vélum sem félagið hefur á leigu.
„Það má segja að það sé krafta-
verk hér á íslandi ef fyrirtæki er
með eiginfjárstöðu sem nemur
þriggja mánaða útgjöldum, án þess
að nokkuð komi inn á mótL Á með-
an féiagið er í svona stöðu gerir
enginn við það samninga, hvort held-
ur eru ferðaskrifstofur, íslenskar eða
eriendar, eða flugrekendur erlendis.
Samkvæmt íslenskum reglum fáum
við ekki flugrekstrarieyfí nema tU
okkar komi einhveijir aðilar með
125-200 miUjónir kr. Þetta er eina
starfsgreinin á Islandi sem þarf að
sæta þessum afarkostum. Ég er
ekki bjartsýnn á að við náum þeirri
upphaeð," sagði Halldór.
Auk ákvæðis um eiginfjárstöðu
þurfa aðilar sem sækja um flug-
rekstrarleyfí að leggja fram áætlun
um rekstur til tveggja ára. Sam-
kvæmt uppiýsingum frá samgöngu-
ráðuneytinu gekk reglugerðin í gildi
í febrúar á þessu ári. Atlantsflug
átti um svipað leyti að sækja um
endumýjun flugrekstrarleyfis, en
hafði á þeim tíma ekki nægilegt'eig-
ið fé til að uppfylla þessi skilyrði.
Veitti samgönguráðherra félaginu
þá frest til næstu áramóta, til þess
að koma eiginfjárstöðunni í rétt horf.
Kröfur um nægt eigið fé flugrekstra-
raðila koma frá Alþjóða flugmála-
stofnuninni, og gilda þessar reglur
í meginatriðum um allan heim, sam-
kvæmt upplýsingum frá samgöngu-
ráðuneytinu. Þær miða einkum að
því að tryggja öryggi í flugi, að flug-
rekandi hafi á hveijum tíma nægi-
legt Qármagn til þess að sinna við-
haldi véla sinna.
Forsvarsmenn Atlantsflugs hafa
óskað eftir því við samgönguráðu-
neytið að ekkert verði aðhafst í
málum félagsins út þessa viku, á
meðan reynt verður til þrautar að
ná niðurstöðu um hlutafjáraukningu
í félaginu. Samgönguráðuneytið ætl-
ar að verða við þeim óskum.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 12. NOVEMBER
YFIRLIT: Skammt austur af Langanesi er 975 mb tægð sem þokast aust-norðaust-
ur en hæðarhryggur við A-Grænland hreyfist hægt austur. Við vesturströnd Græn-
lands er 985 mb lægð á leið austur.
SPÁ: Minnkandi norðvestan étt og léttír til á noröaustur- og austurlandi og nokkurt
frost. Léttskýjað ó sa-landi en vestanlands fer að snjóa nálægt hádegi vestanlands
með sunnan golu eða kalda og hlýnandi veðri.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR A FÖSTUDAG: Hæg suðlæg átt og fremur svalt. Purrt um noröanvert
landið en skúrir eöa slydduél syðra.
HORFUR Á LAUGARDAG: A og SA strekkingur og hiti é bilinu 0-5 stig. Rigning eða
slydda um s- og a-vert landið, en annars þurrt að mestu.
HORFUR Á 8UNNUDAG: Austan strekkingur og slydda eða rigning um norðanvert
landið en fremur hæg sunnan og suðvestan átt og skúrir eða slydduél um sunnan-
vert landið.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30,4.30, 7.30,10.46,12.46,16.30,19.30, 22.30. Svarsfmi
Veðurstofu ísiands — Veðurfregnir: 990600.
o
Heiðskírt
■A
Léttskýjað
r r r * r *
r r * r
r r r r * r
Rigning Slydda
*
Hálfskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
ö
Skýjað Alskýjað
V ^ V
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
y Súld
= Þoka
stig..
FÆRÐA VEGUM:
(Kl. 17.30 í gær)
Skafrenningur og hálka er víðast hvar ó þjóðvegum landsins, en þeir eru flestir
færir, en mun meiri skafrenningur á norðanverðum Vestfjörðum, Norður-, Norðaust-
uriandi og Austurtandi. ófært er um Klettsháls. Dynjandisheiði og Hrafnseyrar-
heiði, þá er ófært um Lágheiði, Möðrudalsöræfi, Axarfjarðarheiði, Vopnafjarðarheiði
og Mjóafjaröarheiði.
Upptýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftiriiti í síma 91-631500 og í grænni línu
99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hití veður
Akureyri 0 úrkomaígrennd
Reykjavík i-2 skýjað
Bergen 6 skýjað
Helsinki 3 þokumóða
Kaupmannahöfn 7 þokumóða
Narssarssuaq +8 snjókoma
Nuuk +6 skafrenntngur
Ósló 4 skýjað
Stokkhólmur 6 skýjað
Þórshöfn 5 skúr
Algarve 19 léttskýjað
Amsterdam 12 rigning/súld
Barceiona 17 mistur
Berlín 10 alskýjað
Chicago 4 alskýjað
Feneyjar 10 þokumóða
Frankfurt 10 rígning
Glasgow 6 skúr
Hamborg 6 rigning
London 8 skýjað
LosAngeles 10 heiðskírt
Lúxemborg 11 rigning
Madrid 13 þokumóða
Malaga vantar
Mallorca 20 skýjað
Montreal 4 rigning
NewYork 9 skýjað
Oriando 26 skýjað
Paris vantar
Madeira vantar
Róm 20 léttskýjað
Vín 8 skýjað
Washington 8 mistur
Winnipeg 4-3 skýjað
/ DAG kl. 1
Heimild: Veðurstofa íslands
(Byggt á veðurepá kL 16.15 í gær)
Indriði G. Þorsteinsson
Hermann Jónasson
Ævisaga Hermanns
Jónassonar eftir Ind-
riða G. Þorsteinsson
SÍÐARA bindi ævisögu Hermanns Jónassonar, forsætisráðherra,
Ættjörð mín kæra eftir Indriða G. Þorsteinsson er komin út og nær
frá árinu 1939—1976 eða frá upphafi þjóðstjórnar til dánardægurs
Hermanns. Fyrir tveimur árum kom út fyrra bindi ævisögunnar
undir nafninu Fram fyrir skjöldu.
í kynningu útgefanda segir: „Á
meðan þjóðstjóm sat að völdum
undir forsæti Hermanns Jónassonar
gengu í garð miklir örlagatímar í
lífi þjóðarinnar svo og alls heims-
ins. Miklu skipti fyrir íslendinga
' að þá sæti sá maður við stjómvölinn
sem fólkið treysti og var traustsins
verður.
Áður og um það leyti sem til
heimsátaka kom höfðu nasistar
beitt smærri ríki margvíslegu of-
beldi. Enginn virtist treystast til að
ganga gegn vilja Hitlers og sendi-
sveina hans. Þá gerðist það að stór-
blaðið New York Times birti for-
síðufrétt þar sem tilkynnt var að
loksins hefði maður fyrirfundist
sem þorði að neita. Hemtann Jónas-
son, forsætisráðherra íslands, varð
þannig fyrsti leiðtoginn í heiminum
sem þorði að segja nei við Hitler.
Hermann Jónasson hafði á hendi
forystu fyrir slitum sambandsins
við Dani 1940 þegar undirbúningi
að stofnun lýðveldis hófst. Þannig
er hinn pólitíski æviferill Hermanns
Jónassonar varðaður merkisatburð-
inn þar sem traust og geiglaus
framkoma og fumlaus stefna
tryggði æskiiegar niðurstöður.
Indriði G. Þorsteinsson sem
þekkti Hermann vel hefur skrifað
ævisögu hans og engum sem hana
les dylst að Hermann var ein af
hetjum íslendinga.“
Útgefandi er Reykholt. Bókin er
240 blaðsíður og kostar 3.480
krónur.
Islenska óperan
Uppselt á allar
12 sýningamar
SYNING íslensku óperunnar á
óperunni Lucia di Lammermoor
hefur fengið mjög góðar viðtök-
ur, að sögn Olafar Kolbrúnar
Harðardóttur óperustjóra. Upp-
Hópferð í Metro-
politanóperuna
Miðar seld-
ust upp á
sex tímum
EITT hundrað farmiðar í hópferð
á sýningu í Metropolitanóperunni
í New York 25. mars, þar sem
Kristján Jóhannsson óperusöngv-
ari og Placido Domingo munu
koma fram, seldust upp hjá Úr-
vali-Útsýn á sex klukkustundum.
Hópferðin var auglýst í Morgun-
blaðinu sl. sunnudag og seldust allir
miðamir á mánudag. Hörður Gunn-
arsson, forstjóri Úrvals-Útsýnar, var
í New York í gær að reyna að út-
vega fleiri aðgöngumiða á sýninguna
og meira gistiiými. Að sögn Drafnar
Bjömsdóttur skrifstofustjóra var
ekki ljóst í gærkvöldi hvort það tæk-
ist.
selt hefur verið á allar 12 sýning-
ar til þessa en óvist er hvað sýn-
ingamar verða margar. í febrúar
er ráðgert að setja upp Sardas-
furstynjuna eftir ungverska tón-
skáldið Kálmán. Ópercttan var
flutt í Þjóðleikhúsinu árið 1964.
„Það hefur verið fullt hús á tólf
sýningum," sagði Ólöf. „Og viðtökur
sterkar í lokin. Þetta er tónlist sem
heillar ef til em söngvarar til að
syngja hana. Titilhlutverkið er Lucia
og Diddú er heillandi í því hlut-
verki. Hún bæði syngur og fylgir
vel eftir með leik sem heillar áhorf-
endur. Þeir sitja dolfallnir, að ég
held. Þetta er svo mikill flúrsöngur
alveg frá bytjun í hennar hlutverki
og er strax svo mikill línudans að
manni finnst í raddbeitingu. Þetta
er í fyrsta sinn sem við höfum átt
söngkonu til að takast á við hlut-
verkið á íslandi. Ég held að áhorf-
endur séu mjög stoltir og glaðir yfír
því að hún skuli vera þeirra."
Ólöf sagði að stjórnendur óper-
unnar væm á verði og fylgdust með
aðsókninni og um leið og færi að
draga úr henni yrði dregið í land
og hætt „Um leið og einhver bilbug-
ur verður á, sem við höfum reyndar
ekki fundið enn, gætum við þess að
sýningum fari fækkandi. Ef við fmn-
um að fólk vill enn koma munum
við jafnvel stinga inn jólasýningum.
Það væri ekki nema fólk hreinlega
gefi óperumiða í jólagjöf."
I
I
>
I
>
i
I
i