Morgunblaðið - 12.11.1992, Síða 14

Morgunblaðið - 12.11.1992, Síða 14
14 Dr. Sveinn Aðalsteinsson Verðlaun- fyrir dokt- orsritgerð NÝLEGA hlaut dr. Sveinn Aðal- steinsson verðlaun fyrir bestu doktorsritgerð í grasafræði- greinum síðustu 5 ára við Háskól- ann í Lundi. Verðlaunin, sem Kungliga Fysiografiska Sall- skapet í Lundi veitir eru kennd við Prof. Bengt Jönsson og nema um 250 þús. ísl. kr. Þau voru fyrst veitt árið 1940 og eru það ailir prófessorar í grasa- fræðigreinum við Lundarháskóla sem meta ritgerðirnar. Enginn út- lendingur hefur fyrr hlotið þessi eftirsóttu verðlaun. Ritgerð Sveins er á sviði plöntulífeðlisfræði og ber heitið „Root geometry modifiers: Effects on P nutrition in winter wheat (Triticum aestivum L.)“. Hún fjallar um samspil ýmissa þátta í rótarkerfi platna og fosfótupptöku. Ritgerðin var varin árið 1990 og er byggð á eigin greinum höfundar í ýmis alþjóðleg vísindatímarit. Sveinn Aðalsteinsson lauk B.Sc.- prófi í líffræði við Háskóla íslands 1983. Hann er nú í tímabundinni rannsóknastöðu við sænska land- búnaðarháskólann og vinnur að rannsóknum sem snerta umhverfis- væna ræktun plantna í vatnslausn- um í gróðurhúsum. Verðlaununum verður úthlutað við hátíðlega athöfn í Lundi 2. desember nk. -----»•■♦ ♦ .— Ráðstefna um glasafrjóvgnn BANDALAG kvenna í Reykjavík gengst fyrir ráðstefnu 12. nóvem- ber kl. 18 í Borgartúni 6 um glasa- frjóvgun í nútíð og framtíð. Ráðstefnan verður sett af Sjöfn Sigurbjömsdóttur, formanni BKR, og ávarp flytur Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra. Fram- söguerindi flytja Ólafur W. Stefáns- son, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Dögg Páls- dóttir, deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Vil- hjálmur Ámason, dósent í HÍ, og Þórður Óskarsson læknir. Að lokum verða fyrirspurnir. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992 íslandsmeistarakeppni í fijálsri aðferð 1992 Vel heppnuð dans- keppni um 170 para Hinrik Valsson og Kristin Vilhjálmsdóttir keppa í flokki atvinnu- manna í standard-dönsum. __________Pans_____________ Dröfn Guðmundsdóttir Undanfarin ár hefur mikill vöxtur verið í dansíþróttinni á Islandi. Nú er svo komið að þús- undir íslendinga á öllum aldri leggja stund á dans sér til ánægju og yndisauka. Gott dæmi um auknar vinsældir dansins er að um 600 pör tóku þátt í íslands- meistarakeppni í samkvæmisd- önsum — grunnspor — vorið 1992 en í sömu keppni árið 1986 tóku um 100 pör þátt. Aukinn áhugi fjölmiðla á dansi og danskeppnum endurspeglar þessa þróun vel. Dans er göfug og erfið íþrótt sem byggir upp ungt fólk fyrir fram- tíðina. Góður árangur næst að- eins með þrotlausum æfmgurn, úthaldi og aga. Að koma fram og taka þátt í erfiðri keppni bygg- ir upp sjálfsöryggi, sem við þurf- um öll á að halda í daglega lífinu. Á þessu ári hafa íslenskir kepp- endur staðið sig einstaklega vel í erfiðum keppnum erlendis. Þetta eru atvinnumennirnir Haukur Ragnarsson og Esther Inga Níels- dóttir frá Nýja dansskólanum og þau Jón Pétur Úlfljótsson og Kara Arngrímsdóttir frá Dans- skóla Jóns Péturs og Köru. Úr hópi 19 ára og eldri þau Ingvar Geirsson og Anna Sigurðardóttir frá Dansskóla Jóns Pétur og Köru og úr hópi 35 ára og eldri þau Jón Stefnir Hilmarsson og Berg- lind Freymóðsdóttir úr Nýja dans- skólanum. Ekki má gleyma yngri keppendunum sem eru bæði margir og efnilegir. Þar má nefna þau Brynjar Öm Þorleifsson og Sesselju Sigurðardóttur, svo og Benedikt Einarsson og Berglindi Ingvarsdóttur, öll úr Nýja dans- skólanum. Ennig þau Sigurstein Stefánsson og Elísabetu Haralds- dóttur ásamt Davíð Einarssyni og Jóhönnu Ellu Jónsdóttur frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Danskeppnir á íslandi eru ekki margar á hverju ári en reynt hef- ur verið að fjölga þeim. Dansráð íslands hyggst halda fjórar dans- keppnir á þessu starfsári. Auk Hulda Stefánsdóttir og Ólafur Már Sigurðsson keppa í flokki 14-15 ára í latin-dönsum. þeirrar keppni sem hér er fjallað um verður keppni í gömlu dönsun- um í janúar, 10 dansa fijáls keppni í febrúar og íslandsmeist- arakeppni í grunnsporum í apríl eða maí. Þetta er mjög jákvæð þróun því aukin keppnisreynsla á að gera íslenskum dönsurum kleift að ná enn betri árangri erlendis. Fyrsta danskeppni þessa starfsárs, íslandsmeistarakeppni í fijálsri aðferð 1992,_ var haldin í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ laugardaginn 7. nóvem- ber. I keppninni tóku þátt um 170 pör frá mörgum dansskólum. Þátttakendur á aldrinum 12-13 ára og 14-15 ára kepptu um Is- landsmeistaratitil í fjórum latín- dönsum og fjórum standard-döns- um en 16 ára og eldri svo og atvinnumenn kepptu um íslands- meistaratitil í fimm latín-dönsum og fimm standard-dönsum. Einn- ig var boðið upp á keppni í einum dansi með grunnsporum. í þessari danskeppni sást vel hve dansíþróttin er falleg og list- ræn. Það eru mörg atriði sem mynda eina heild. Fallegar hreyf- ingar og tignarleg framkoma, glæsileg dansföt og einbeiting sem skín úr hveiju andliti. Ekki má gleyma þætti stuðningsmann- anna, foreldra og annarra að- standenda. Það þarf að sauma og laga dansföt, greiða hár og farða andlit. Hver keppandi á sitt fólk sem hvetur hann til dáða. Það er óhætt að óska dansráði íslands til hamingju með vel heppnaða keppni. Skipulagning og framkvæmd var með ágætum. Tímatafla var ströng enda margir þátttakendur en hún stóðst mjög vel. ítarleg dagskrá hafði verið gerð, lofsvert nýmæli, með upp- lýsingum um riðla og nöfn kepp- enda ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum. íþróttahúsið var þétt setið frá því að keppnin hófst þar til henni lauk. Það voru þreyttir en ánægðir keppendur og stuðningsmenn sem héldu út í myrkrið, rokið og rigninguna þegar keppninni var lokið á laugardagskvöld. Eflaust hafa þó margir átt erfitt með að sofna og dreymt dans alla nóttina. Bóhín „EVRÚPSKA EFNAHAGSSVÆDIÐ-Meginatpiði og skýringap" eltip Gunnar G. Schram er sú eina sinnar tegundar ætluð iiinum almenna em útskýrir EES-samningin á aðgengilegan og hlutlausan hátt. Hvort sem þú ert andvíg(ur) eða fylgjandi honum þá er þessi bók fyrir þig. nú í öllum helstu bákaverslunum og eínníg má panta bókína hja Fnamtiöai'syn bt. í síma 91-678263

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.