Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBIAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992 :-«■■■! i:«'■/:■ ' ■. i ■: ~ u f ’ 11■ r =i ■ ! 15 -4— Er aðeins til ein náttúruvemd? eftir Jakob Björnsson 1.Inngangur Tilefni þessara skrifa er grein með fyrirsögninni „Náttúruvernd er aðeins ein“ eftir Friðrik Dag Arnarson og Sigurborgu Rögn- valdsdóttur landverði, sem birtist í Morgunblaðinu 14. júlí sl., en hún var andsvar við grein eftir Hörð Sigurbjörnsson í sama blaði 20. mars 1992. Svo er að sjá að Frið- rik Dag og Sigurborgu greini á við Hörð um það, hvað náttúruvernd feli í sér. í grein þeirra er m.a. vitnað til orða minna í háskólafyr- irlestri haustið 1991. Þó er hvergi getið inngangsorðanna að þeim fyrirlestri, sem hefði verið til bóta að gera vegna þess að þau skýra deiluna við Hörð - og líklega fleiri - um inntak náttúruvemdar. Erindi mitt fjallaði um umhverf- isvernd og orkumál. Umhverfis- vernd felur náttúruvernd í sér, en er víðtækara hugtak sem nær einn- ig yfir manngert umhverfi. 2. Skilgreining á umhverfisvernd Inngangurinn að erindinu var á þessa leið: „Hvað er umhverfisvernd? I umfjöllun minni um orkumál og umhverfisvernd mun ég nota eftirfarandi skilgreiningu á hug- takinu umhverfisvernd: Að viðhalda og skapa æskilegt umhverfi. Hún felur í sér tvær aðrar, en þrengri, skilgreiningar sem oft má sjá notaðar, nfl. (1) að halda umhverfinu óbreyttu, að því marki sem slíkt er í mannlegu valdi, og (2) að láta náttúruöflin hafa sinn gang, ótrufluð af mönnum. Sem dæmi um hið fyrra má nefna viðleitni manna víða um heim til að halda frægum og til- komumiklum fossum óbreyttum í þeirri mynd sem þeir urðu frægir fyrir og flestir þekkja þá í, svo sem Niagara-fossunum á landamærum Bandaríkjanna og Kanada og Vor- ingfossinum í Noregi, en á báðum stöðum þykir hafa tekist vel að samræma nýtingu fossins til orku- vinnslu og varðveislu hans í upp- runalegri mynd. Þau dæmi gætu að mínu mati orðið okkur fyrir- mynd varðandi ýmsa fossa hér á landi, t.d. Gullfoss. Sem gott dæmi um síðara viðhorfið má nefna Surtsey. Þar hafa menn orðið sam- mála um að æskilegt sé að náttúru- öflin fái að hafa sinn gang við að móta umhverfið algerlega ótrufluð af manninum. Orðið æskilegur er lykilorð í skilgreiningunni. Einn getur haft aðra skoðún á því en annar hvað í því orði felist. Slíkur skoðana- munur skýrir einmitt ýmsar deilur sem uppi eru um umhverfisvernd. Sumum finnst æskilegt að draga úr auðn Þingvalla með því að planta þar barrtrjám, en öðrum finnst slíkt hin verstu náttúru- spjöll; vilja upprunalegt umhverfi óbreytt. Sumir - öllu heldur margir - myndu kjósa að Geysir gysi oftar en hann gerir, og gætu vel hugsað sér aðgerðir í þá átt. Stundum hefur raunar verið gripið til þeirra. Hitt sjónarmiðið, að láta náttúru- öflin hafa sinn gang ótrufluð í Geysi, hefur samt orðið ofan á, en þó ekki alveg. Sjálfsagt þykir t.d. að örva hverinn með sápu. [Eftir að erindið var flutt hefur Náttúru- verndarráð breytt stefnu sinni varðandi Geysi og leyfir nú ekki lengur að setja sápu í hann. Áður var það leyft; meira að segja stóð ráðið sjálft stundum fyrir því.] Það er mismunandi eftir stað og tíma hvaða innihald orðsins æskilegur verður ráðandi. Sá mis- munur leiðir stundum til þess að ein og sama aðgerðin felur ýmist í sér umhverfisvernd eða umhverf- isspjöll. í Vestmannaeyjum varð það sjónarmið ofan á, að því er virðist án mikilla deilna, að það væri æskilegt að nágrenni bæjar- ins fengi aftur það græna yfir- bragð sem það hafði fyrir gosið. Gjóskan var því fjarlægð þar sem því varð við komið, einnig utan í kollinum á Heimakletti, með mik- illi fyrirhöfn sums staðar. Slíkar hreinsunaraðgerðir þóttu þar til umhverfisbóta. Sama aðgerð í Surtsey hefði verið hin verstu umhverfisspjöll. Víðast hvar þykir til umhverfisbóta að græða upp auðnir vegna þess að flestum þyk- ir gróið land æskilegra umhverfi en ber auðnin. Þó eru til undan- tekningar frá því. Fleiri dæmi mætti taka. Sjálf skilgreiningin felur þannig í sér deiluefni. Við því verður ekki gert. Öll umhverfisvernd er af mönnum gerð og fyrir manninn. Viðhorf hans mótar allar slíkar aðgerðir og sjálfa skilgreininguna. Og mönnum sýnist pft sitt hverj- um.“ 3. Náttúruvernd er ekki aðeins ein Eins og skilgreiningin ber með sér fer því víðs fjarri að umhverfis- vernd, og þar með einnig náttúru- vernd, sem er hluti hennar, sé að- eins ein; feli ávallt eitt og hið sama í sér. Þvert á móti er deila Friðriks Dags og Sigurbörgar við Hörð ein- mitt eitt dæmið enn um það að svo er ekki, auk þeirra sem nefnd eru hér að framan. Sama er að segja um gagnrýni þeirra á Skógrækt ríkisins fyrir að ræsa fram mýri að Mosfelli í Grímsnesi til að rækta þar skóg og skiptar skoðanir um lúpínu í Skaftafellsþjóðgarðinum. Hörður telur lúpínubreiður á Hólasandi æskilegra umhverfi en þá eyðimörk sem þar er nú, og stækkar ár frá ári. Friðrik Dagur og Sigurborg virðast hafa horn í síðu lúpínunnar vegna þess að hún er útlend að uppruna. Ekki kemur þó skýrt fram í grein þeirra hvort ■ þau telja auðnina á Hólasandi bein- línis æskilegri en lúpínubreiður þar, en helst vildu þau líklega hafa þar íslenskan gróður. Ólíklegt er að Hörður hafi neitt á móti honum, en sennilega nefnir hann lúpínuna vegna þess að hann telur að áuð- veldara sé að græða sandinn upp með henni en alinnlendum gróðri. Þetta leiðir hugann að þeirri stað- reynd að orðið „æskilegur" er stig- breytanlegt. Einn kostur kann að vera æskilegri en annar og báðir æskilegri en hinn þriðji. En vald mannsins og möguleikar til að breyta náttúrunni eru býsna tak- markaðir borið saman við náttúru- öflin sjálf og umhverfisvemd kost- ar peninga; stundum mikla pen- inga. Því verður stundum að velja kost sem telst æskiiegri en engin aðgerð þótt annar dýrari kunni að vera enn æskilegri. Getur verið að það sé ódýrara og öruggara til árangurs að græða upp Hólasand með lúpínu en alíslenskum gróðri? Þá getur komið upp sú staða að velja þurfi á milli stækkandi eyði- merkur þar annarsvegar og lúpínu- breiðu hinsvegar, þótt hún sé ef til vill ekki æskilegasti kosturinn. Friðrik Dagur og Sigurborg segja: „íslensk náttúruvemd hlýtur að vera að vernda íslenska nátt- úru“, og einnig „íslensk náttúru- vernd felst heldur ekki í gróður- setningu erlendra trjáa". Sam- kvæmt þessu virðast þau telja alísl- enska eyðimörk æskilegra um- hverfi en það sem skapast við að græða hana upp með erlendum tijám. Þessu munu margir vera ósammála. Svo virðist sem mat þeirra á umhverfisvernd falli býsna nálægt hugmyndinni um að leyfa náttúruöflunum að hafa sinn gang ótrufluð af mönnum, án þess þó að það komi beinlínis fram. Slíkt sjónarmið felur í sér að láta allan uppblástur lands afskiptalausan annan en þann sem beinlínis má rekja til afhafna mannsins. Þá eru náttúruöflin látin hafa sinn gang afskiptalaust. Engum dettur í hug að sá grasfræi í Surtsey. Þótt margir séu ósammála slíkum við- horfum eru þau þó sjónarmið fyrir sig og eru sláandi dæmi um það sem ég sagði í inngangi erindis míns sem vitnað er til hér að ofan, að öll umhverfisvernd er af mönn- um gerð og fyrir manninn. Viðhorf hans mótar allar slíkar aðgerðir og sjálfa skilgreininguna. Og mönnum sýnist oft sitt hveijum. 4. Samskipti manns og náttúru Friðrik Dagur og Sigurborg ræða nokkuð í grein sinni um sam- skipti mannsj)g náttúru og mis- munandi viðhorf manna til þeirra. Telja þau að greina megi milli þrennskonar viðhorfa: 1. Maðurinn er yfir náttúrunni; herra hennar. Hann er henni æðri og hún er hans til hagnýt- ingar. Náttúran er eitthvað til að sigra og bijóta undir sig. 2. Maðurinn á ekki beint heima í náttúrunni; hann og náttúran eru tvö samhliða ferli sem standa og falla hvort með öðru. 3. Maðurinn er hluti af náttúrunni og engu rétthærri en önnur fyrirbrigði hennar. Réttur hans til að hagnýta sér náttúruna er hinn sami og annarra stofna lífríkisins. Við skulum líta aðeins nánar á þetta. Fyrrtöldu tvö viðhorfin afneita því að maðurinn sé hluti náttúr- unnar. Það er að sjálfsögðu hrein fjarstæða. Enginn minnsti vafi er á því að maðurinn er hluti af nátt- úrunni. Engum heilvita manni kemur til hugar að neita því. Það er því hárrétt sem segir í upphafi lýsingarinnar á þriðja við- horfinu. En síðan fer í verra. Þar er mannlegt hugtak, réttur, yfir- fært á náttúruna, þar sem það á ekki heima; er merkingarlaust. Hvað er „réttlæti" í náttúrunni? Hver er „réttur" antilópunnar gagnvart ljóninu sem étur hana? Eða músarinnar gagnvart kettin- um? Eða blómabreiðunnar gagn- vart hraunflóðinu sem svíður hana um leið og það rennur yfir hana? BÍLALEIGA Úrval 4x4 fólksbfla og station bila. Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bílar með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og 12 sæta Van bilar. Farslmar, kerrur f. búslóðir og farangur og hestakerrur. Reykjavík 686915 interRent Europcar BÍLALEIGA AKUREYRAR Fáðu gott tilboð! Jakob Björnsson „Um samskipti manns og náttúru gildir ein- föld, gullvæg og óum- deilanleg regla sem segir allt sem segja þarf um það efni. Hún hljóð- ar svo: Maðurinn verð- ur að hlýða lögum nátt- úrunnar.“ Eða öfugt: Hver er „réttur“ ljóns- ins til antílópunnar, kattarins til músarinnar og hraunflóðsins til blómabreiðunnar? Allar þessar spurningar eru hrein endaleysa vegna þess að þarna er verið að nota hugtak á sviði sem það er alls ekki gert til að fjalla um. Fimm fyrstu orðin af lýsingunni á viðhorfi 3 eru rétt. Hinn hluti hennar er merkingarleysa. Allar dýrategundir, ekki maður- inn einn, sækjast eftir æskilegu umhverfi; leita þess, en forðast óæskilegt; flýja það. Og flestar tegundir reyna, þótt í litlum mæli sé, að skapa sér æskilegt um- hverfi. Hreiður fugla er tilraun þeirra til að skapa ungum sínum æskilegra nærumhverfi en nátt- úruumhverfið óbreytt, í von um að auka lífslíkur þeirra. Þetta er hluti af eðlislægri sjálfsbjargarvið- leitni tegundarinnar. Maðurinn hefur mikla sérstöðu að því leyti að möguleikar hans í þessu efni eru margfalt meiri en nokkurrar annarrar tegundar. En þar með er líka sérstaða hans upp.talin. Og þótt máttur mannsins sé mikill borið saman við mátt annarra dýrategunda er hann samt mjög lítill borið saman við náttúruöflin sjálf. Maðurinn gat vikið hraun- straumnum í Vestmannaeyjum lít- illega til; nægjanlega til að það skipti sköpum fyrir búsetu í eyjun- um, en aðeins vegna þess a'ð lands- lagið var honum hagstætt. Honum var gjörsamlega um megn að stemma eldána að ósi. Um samskipti manns og náttúru gildir einföld, gullvæg og óumdeil- anleg regla sem segir allt sem segja þarf um það efni. Hún hljóð- ar svo: Maðurinn verður að hlýða lögum náttúrunnar. Þessi regla er ekki ný. Enski heimspekingurinn Francis Bacon orðaði hana í riti sem út kom 1620. („Á náttúrunni sigrast menn ein- göngu með því að hlýða henni...“) Hvers vegna verður maðurinn að hlýða lögum náttúrunnar? Vegna þess að óhlýðni við þau bitn- ar á honum sjálfum fyrr eða síðar. Hugsanlega jafnvel með svo harkalegum hætti að tegundin homo sapiens, hinn viti borni mað- ur, líði undir lok. Svo einfalt er það. En - vel að merkja - með hlýðn- inni við lögmál náttúrunnar trygg- ir maðurinn ekki eilíft líf tegundar- innar hér á jörðu. Hún kann að líða einhvemtíma undir lok samt. Margar tegundir hafa liðið undir lok í rás jarðsögunnar án þess að hafa átt nokkurn þátt í því sjálfar, löngu áður en maðurinn kom til sögunnar. Náttúran er blind. Hún þekkir ekkert „réttlæti". Með því að hlýða lögum náttúr- unnar getur maðurinn náð því valdi sem hann á annað borð getur öðl- ast yfir henni, án þess að fara sjálf- um sér að voða. Þetta vald nýtir maðurinn til að skapa sér æskilegt umhverfi, en forðast óæskilegt, og til að virkja náttúruöflin í sína þágu. En til að hlýða lögum náttúr- unnar er fyrsta skilyrðið að þekkja þau. Á það skortir stundum enn. Og á þetta reynir einmitt sérstak- lega hjá okkur íslendingum um þessar mundir. Höfum við næga þekkingu til að stýra nýtingu á þorskstofninum á Íslandsmiðum farsællega? Engin umhverfisvernd er brýnni fyrir okkur nú sem stend- ur en að vemda þann stofn frá tortímingu. Vegur mannsins til valds, sem er honum til farsældar, liggur sem sagt um hlýðnina, auðmýktina. Höfundur er orkumálasijóri. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Verð nú 1.995,- Verð áður 4.99S,- Loðfóðraðir herrakuldaskór með vatnsvörðu skinni. Litur: Svartur Stærðir: 42-45 Póstsendum samdægurs. V Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 Toppskórinn, Veltusundi,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.