Morgunblaðið - 12.11.1992, Side 17

Morgunblaðið - 12.11.1992, Side 17
haldið við jafnt sem .nytjagripum sem af menningarsögulegum ástæðum. Eins og gjáma vill verða þegar ' dugmiklir menn eiga í hlut, sinntu þjóðminjaverðir lengi vel hinni eig- inlegu þjóðminjavörslu, þ.e. því starfí sem þeim var ætlað að gegna, af meira kappi en fjáröflunarstarfi. Húsasafnið hefur þannig vaxið iangt umfram það sem fjárveitingar leyfa. Enn fer það víðs Qarri að hægt sé að halda við öllum húsum safnsins, hvað þá ráðast í allar þær endurbyggingar og endurbætur sem nauðsynlegar eru til að húsin varðveitist sem skyldi. Alit hefur sinn tíma. Til skamms tíma var þessum þætti þjóðminjavörslunnar sinnt af kappi þrátt fyrir lítinn skilning almenn- ings og stjómmálamanna. Nú er hins vegar orðið augljóst að hann hefur jafnframt verið rekinn af for- sjálni og menn hafa nú áttað sig á því að í húsasafni Þjóðminjasafnsins era ómetanleg verðmæti. Tímamir era breyttir og ekki heyrast iengur úrtöluraddir um að heimskulegt og fánýtt sé að varð- veita þessi gömlu hús. Öll vitum við að ferðamannaþjón- usta er vaxandi atvinnuvegur og er auk þess meðal fárra atvinnu- greina í landi okkar, þar sem búast má við auknum umsvifum. Ferða- mannaþjónusta er einn fárra vaxt- arbrodda atvinnulífs okkar. Ferðamenn sem hingað koma hringsóia að jafnaði ekki um landið í tilgangsleysi eins og allir vita. Flestir era þeir menntaðir menn sem sækja hingað til þess að kynn- ast af eigin raun sem flestu um land og menningu okkar. Þeir vilja sjá og skoða það sem einkennir landið og menninguna. Þeir vilja sjá ósnortna náttúra og þeir vilja sjá menningarminjar og ummerki um líf og starf þjóðarinn- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992 17 ar í landinu fyrr á tímum. Óhætt er að fullyrða að fáir komi hingað til þess að kynnast því hvemig við leggjum vegi eða brýr, hvemig við byggjum bæi okkar nú á tímum eða hvemig bflum við ök- um. Það sem meðal annars einkenn- ir þá tíma sem við nú lifum í hinum vestræna heimi er nefnilega einmitt að menningareinkenni hafa verið svo rækilega afínáð að fátt eitt er eftir. Vegir okkar, bílar okkar, hús- in okkar - allt er þetta núorðið svo keimlíkt því sem sjá má víða og því ekki nógu áhugavert til að ferða- menn sæki okkur heim af þeim sökum. Fram yfír aldamótin seinustu og reyndar nokkuð fram á öldina var menning okkar íslendinga hins veg- ar mjög sérstök. Híbýlamenning okkar var engu lík sem þekktist í hinum vestræna heimi. Þróun torf- húsanna okkar hafði staðið óslitið frá landnámi og var í raun og vera sameiginlegur menningararfur allra Norðurlandaþjóðanna. Að mörgu leyti vora aðstæður okkar ótrúlega framstæðar, nánast á jám- aldarstigi. Allar minjar sem við enn eigum frá þessu tíma, einkum þó í húsum og híbýlamenningu era stór- kostlega merkilegir hlutir - auðvitað fyrst og fremst fyrir okkar eigin þjóð, en jafnframt einnig fyrir alla hugsandi menn. Heilræði mitt til fjárlaganefndar er að nefndin veiti nú umtalsverðu fé til þess að unnt verði að halda vel við húsasafni Þjóðminjasafnsins og auka það og bæta. Einhveijum kann að þykja það bíræfið á þessum krepputímum að ætlast til þess að auknu fé verði varið til einhverra verkefna. Þegar betur er að gáð þá er það alls ekki svo. í þessu til- viki er það skynsamlegt og ber vott um framsýni. Rökin era þessi: 1. Hér er um ákaflega mikilvægan þátt í menningarsögu okkar að ræða, og áþreifanlegar minjar um hann verða ekki endurskap- aðar ef þær glatast. Komandi kynslóðir íslendinga munu kunna að meta þá framsýni sem fólgin er í varðveislu þeirra. 2. Menningarminjar era það sem erlendir ferðamenn koma að sjá. Við eigum mikið af „ónýttum" menningarminjum sem gætu orðið að mikilvægum viðkomu- stöðum ferðamanna ef þeim verður sómi sýndur. Viðhald menningarminja um allt land er forsenda fyrir því að hægt sé að byggja upp þá ferðamanna- þjónustu sem við þurfum á að halda m.a. til þess að viðhalda byggð í landinu. 3. Viðhald og aðhlynning menning- arminja er kreflandi og mánn- frek iðja. Að langmestu leyti er hún fólgin í vinnu en lítið fé fer til efniskaupa. Fjármunir sem til hennar renna skapa því mikla atvinnu. Flestir þeir sem unnið hafa að viðhaldi og endurbótum á húsasafninu búa úti á landi. Þar er bæði um faglært fólk að ræða og ófaglært. Margir era smiðir, aðrir era hleðslumenn á torf og gijót, sumir era bændur og aðrir era þetta allt í senn. Á fjárlögum ársins 1992 vora aðeins 10 milljónir króna til ráðstöf- unar til viðhalds alls húsasafns Þjóðminjasafnsins, alltof lág upp- hæð til þess að hægt sé að halda í horfinu, hvað þá stefna fram á við. Húsafriðunarsjóður ríkisins, sem að verulegu leyti fær fé sitt úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga, hljóp undir bagga og veitti 20 milljóna króna styrk til húsasafnsins nú í ár til að bjarga því frá algerri neyð og þess vegna hefur verið hægt að gera nokkurt átak tii bóta. Ekki er hægt að ætlast til þess að slíkur rausnar- skapur verði endurtekinn á næsta ári, enda ber Þjóðminjasafninu, þ.e. ríkissjóði að kosta rekstur húsa- safnsins. Því stefnir í voða verði ekki stóraukin fjárveiting til hús- anna. Tuttugu til þrjátíu milljónir myndu skipta sköpum og þær myndu skila sér sem ein örlítii víta- mínsprauta í atvinnulífi dreifbýlis- ins. Mér er það auðvitað fullljóst að viðhald menningarminja verður seint talinn atvinnuvegur á íslandi og ekki verður rúm fyrir marga þeirra sem flosna upp frá bústörfum eða fískveiðum. Auknar íjárveiting- ar til þessa málaflokks skila sér þó eins og best verður á kosið - veita tiltölulega mörgum vinnu þar sem þörfin er brýn og jafnframt treysta þær grandvöll að atvinnulífi fram- tíðarinnar. í varúðarskyni vil ég aðeins nefna það í lokin, að búast má við því, að úrtöluraddir muni hefja upp raust sína í eyra ykkar fjárlaga- nefndarmanna og segja að ekki sé til mikils að auka ijárveitingar til varðveislu menningarminja þar sem yfirstjóm þjóðminjavörslunnar í landinu sé allsendis óhæf til að gegna hlutverki sínu. Þegar best láti sé hún áhugalítil um varðveislu menningarminja og fákunnandi. Svo illa sé fyrir henni komið að jafnvel megi búast við því að hún leggist gegn auknum ijárveitingum til minjavörslunnar. Við slíkum röddum skylduð þið skella skollaeyrum og hugsa til þess að víst séu þetta slæm vand- ræði, en hafa hugfast að þau era aðeins til skamms tíma því fyrr eða síðar hljóta landsfeðumir að leysa þann vanda. Höfundur er arkitekt og befur unnið að varðreislu friðaðr,a búsa i vegum Þjóðmiiýasafnsins. Það er leikur að borða Cheeríos! Safnaðu flipum og fáðubol! A v S 0m^ I tilefni þess að Cheerios hefur verið 50 ár á borðum íslendinga hefur General Mills ákveðið að bregða á leik með nýju íslensku pakkana. Cheerios leikurinn gengur þannig fyrir sig að þú klippir flipa af 6 Cheerios, Honey Nut eða Cocoa Puffs pökkum, fyllir út / þátttökuseðilinn og sendir til / okkar, ásamt flipunum, fyrir 28. febrúar 1993. Þú getur einnig komið með flipana í Vatnagarða 20 (Nathan & Olsen) og náð þér í bol. Þátttökuseðla í Cheerios leikinn er einnig að finna í verslunum víða um land. é V' í i i • i i l l l i. Ceneral MlllS x <D m c 3 Q. O © E o 'S c © M OJ o ö © « c © c c © XL 4-» '3 O = (0 O) C I- CD <D H— (- co c 11 •— V) P ® 'O £ X Q_ CO co cr> o> © >3 © *_ ‘c c ■■2 OT w oo CM © 3 o> © T3 O | ■° 2 c 'Cö ‘(n izr h- u TJ O C T- 0) _© C 01 w *; = J= co > ■« to o) fy 2 •LU W C © o 'öl w OT E 3 '© £ v. CO “CD C <ö T3 C \(8 «“ > n x > o oc * £ œ E I I : « Jz s OJ é o M O U) W •=* O w ‘O a Njóttu vel og góða skemmtun!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.