Morgunblaðið - 12.11.1992, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992
19
umhverfis- og þróunarmálum en í
niðurstöðum ráðstefnunnar er Iögð
rík áhersla á svæðisbundna sam-
vinnu í umhverfísmálum.
Ekki er að efa að hin nána sam-
vinna Norðurlandanna á ýmsum
sviðum muni skapa færi á að ná
góðum árangri í umhverfísmálum.
Islendingum er það fagnaðarefni
að utanríkisráðherra Noregs, Thor-
vald Stoltenberg, hefur boðið til
ráðstefnu með Norðurlöndunum og
Rússlandi í byrjun næsta árs um
málefni Barentshafsins sem varða
augljóslega allar þjóðir á norður-
slóðum, sem byggja afkomu sína á
lífríki sjávar.
Endurskoðun Norðurlanda-
samstarfsins
Skýrsla starfshóps forsætisráð-
herranna um endurmat á norrænni
samvinnu er á margan hátt athygl-
isverð. Hugmyndir um að forsætis-
ráðherramir verði virkari í norrænu
samstarfi eru jákvæðar, enda geta
þær leitt til þess að samstarfið fái
aukið pólitískt vægi. En virk for-
ysta má ekki Ieiða til þess að lýð-
ræðisleg áhrif séu fyrir borð borin.
Það eru t.d. allar forsendur fyrir
því að á fundum Norðurlandaráðs
taki þingmenn ákvarðanir í ríkari
mæli, m.a. um flárhagsmálefni
samstarfsins.
Ekki má líta framhjá hagsmun-
um sjálfstjórnarsvæðanna á Norð-
urlöndum við þá endurskipulagn-
ingu sem fyrirsjáanleg er á norrænu
samstarfi. Þótt ný verkefni bíði á
alþjóðavettvangi er brýnt að móta
framtíð norrænnar samvinnu á
þann hátt að Álendingar, Færeying-
ar og Grænlendingar muni áfram
sjá sér akk í að taka þátt í því.
Norræn samvinna hefur frá upp-
hafi verið ein af meginstoðum utan-
ríkissteftiu Norðurlandaþjóðanna.
Því er þó ekki að leyna að á síð-
ustu áram hefur gætt stöðnunar
og ákveðinna takmarkana á vissum
sviðum í þessu samstarfi. Á öllum
Norðurlöndunum era tímar efna-
hagslegs samdráttar. Þeim fylgja
erfiður niðurskurður og endurmat
á íjármálum hins opinbera og hlut-
verki og skipan velferðarkerfisins.
Til þess að komast út ur þessum
erfíðleikum er mikilvægt að Norð-
urlöndin beiti sér sameiginlega á
vettvangi OECD, Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins og Evrópusamstarfsins
fyrir samræmdri efnahagsstefnu til
að endurvekja hagvöxt og efla at-
vinnu í heiminum. Það er mikilvæg-
asta leiðin til að varðveita velferð
og lífskjör.
Nýir tímar — nýjar lausnir
Fastir þættir í heimsmynd okkar
hafa horfið og ný vandamál skotið
upp kollinum. Nýir tímar kalla á
nýjar lausnir. Nú verður að þróa
norrænt samstarf og samvinnu í
takt við nýja tíma.
Höfundur er iðnaðar- og
viðskiptaráðherra.
Lauk doktorsprófi
í eðlisefnafræði
AUÐUNN Lúðvíksson lauk 13.
febrúar sl. doktorsprófi í eðlis-
efnafræði við University of
California í Santa Barbara
(UCSB) í Bandaríkjunum. Rit-
gerðin nefnist „Surface Oxidati-
on and Chlorination of GaAs
hálfleiðara.
GaAs er mjög að ryðja sér til
rúms í fljótvirkum rafeindarásum
og oxun á yfírborði þess gegnir
þar mjög mikilvægu hlutverki þar
sem sambönd súrefnis og GaAs
mynd einangrandi lög milli leið-
andi yfirborða. Notkun þessara
sambanda er þó erfiðleikum bund-
ið, mestmegnis vegna þess að
GaAs er blanda tveggja frumefna
(Ga og As) sem mynda súrefnis-
sambönd með mismunandi eigin-
leika. Rannsóknir Auðuns beind-
ust að notkun efnasambanda sem
innihalda nitur og súrefni (No,
N20, N02) við oxunarferlið og
leiddu í Ijós að þessi sambönd era
á ýmsan hátt hagkvæmari í notk-
un en hreint súrefni (02) sem er
venjulega notað.
Við framleiðslu örsmárra GaAs
eininga eru klórinnihaldandi efni
einna mest notuð en þau mynda
afar margvísleg myndefni þegar
þau hvarfast við GaAs. Rannsókn-
ir Auðuns á þessu sviði vora eink-
um varðandi greiningu þessara
myndeftia og áhrif ýmissa hvarf-
þátta á myndun þeirra,
Dr. Auðunn Lúðvíksson.
Auðunn lauk stúdentsprófi frá
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
1980 og BS-prófi frá efnafræði-
skor Háskóla íslands 1985. Ári
síðar lauk hann framhaldsverkefni
þaðan og hóf nám við UCSB 1986.
Foreldrar hans era Lúðvík Leós-
son, byggingafræðingur og Guð-
rún Auðunsdóttir, myndlistar-
kona. Auðunn starfar nú við rann-
sóknir við University og Washing-
ton í Seattle.
...alltaftilað
•O tryggja atvinnu
SÆTRE FYRIR SÆLKERANN
Kaptein kexið gerir lífið léttara
þegar allt annað bregst.
Hæfir öllu áleggi.