Morgunblaðið - 12.11.1992, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992
21
Vöruskiptajöfnuður
V öruinnflutningur
minnkar um 12%
VERÐMÆTI vöruinnflutníngs til landsins fyrstu níu mánuði þessa
árs var um 12% minni en sama tímabil á síðasta ári. Þar af minnk-
aði almennur innflutningur um 8%. Verðmæti vöruútflutnings
var á þessum tíma 5% minni en í fyrra.
í septembermánuði voru fluttar
út vörur fyrir 7,6 milljarða kr.-og
inn fyrir 7,4 milljarða. Við þessar
innflutningstölur bætir Hagstofan
síðan verðmæti þriggja skipa, alls
2,2 milljarða kr., sem flutt voru
inn í sumar en ekki gengið frá
tollafgreiðslu fyrr en nú.' Með skip-
unum er því óhagstæður vöru-
skiptajöfnuður í september sem
nemur 2 milljörðum samanborið
við 800 milljóna kr. hagstæðan
jöfnuð í fyrra.
Fyrstu níu mánuði þessa árs
voru fluttar út vörur fyrir 65,7
milljarða kr. en inn fyrir 63 millj-
arðar kr. fob. Vöruskiptajöfnuður-
Aukin þjón-
usta bókabíla
ÁÆTLUN bókabíla breytist all-
verulega frá 16. nóvember. Þá
bætast við nýir viðkomustaðir í
Grafarvogi og Suðurhlíðum og
einnig við Hús aldraðra í Mjódd,
við Sléttuveg, Skúlagötu Og Vest-
urgötu, segir í frétt frá Borgar-
bókasafninu.
Viðkomustaðir bókabíla fjölgar
úr 32 í 40. Með fjölgun þeirra breyt-
ist áætlun bókabíla og verður stans-
að eina klukkustund á hverjum stað.
inn var því hagstæður um 2,8
milljarða kr. en á sama tíma á
síðasta ári var hann óhagstæður
um 2,1 milljarð kr.
Úr fiskeldisstöð.
Ný skýrsla um framtíð fiskeldis
Lagt til að 200 milljónir fari í
þróunar- og rannsólmaverkefni
Læra ber af mistökum fortíðarinnar
RANNSÓKNARRÁÐ ríkisins hefur gefið út nýja skýrslu um fiskeldi
og sjávarbúskap á íslandi. Þar kemur fram að lagt er til að varið skuli
tæplega 200 milljónum króna í þróunar-og ransóknarverkefni á þessii
sviði á næstu fjórum árum. Höfundar skýrslunnar segja að íslendingum
beri að læra af mistökum fortíðarinnar í fiskeldismálum en jafnframt
að þessi atvinnugrein eigi mikla möguleika I framtíðinni ef vel er hald-
ið á málunum.
Á blaðamannafundi sem haldinn
var til að kynna efni skýrslunnar kom
m.a. fram hjá Guðmundi Stefánssyni
framkvæmdastjóra, eins af höfund-
um hennar, að helstu orsakir þess
að svo illa fór í fiskeldismálum hér-
lendis á síðasta áratug og raun ber
vitni hafi verið að menn fóru alltof
geyst af stað og skorti líffræðilega,
tæknilega og rekstrarlega þekkingu
á laxeldi. Ennfremur hafi eldisstofn-
inn verið óhentugur og þótt miklum
fjármunum hafi verið varið til grein-
arinnar var fjárskortur samt þáttur
þess að illa fór.
Guðmundur Stefánsson segir að
þrátt fyrir þessa ógæfulegu byrjun
séu miklir möguleikar til staðar fyrir
fiskeldi í framtíðinni. Hann nefnir
sem dæmi að áætlað er að neysla
sjávarfangs í heiminum muni aukast
um 30 milljónir tonna á næstu 10
árum og þar af muni um 20 milljón-
ir tonna koma úr fiskeldi. „Það skipt-
ir okkur því miklu máli að þeir mögu-
leikar sem til staðar eru hérlendis
séu nýttir á sem bestan hátt,“ segir
Guðmundur. í máli hans kemur fram
að þær tillögur sem höfundar skýrsl-
unnar eru sammála um að þurfí að
komast til framkvæmda eru m.a. að
tæplega 200 milljónum króna verði
varið til rannsókna og þróunar á
næstu íjórum árum, bæði í laxeldi
og lúðueldi auk annarra tegunda.
Hinu opinbera beri að marka heildar-
stefnu í þessum málum a.m.k. til
næstu aldamóta og að nauðsynlegt
sé að vista þennan málaflokk undir
einu ráðuneyti.
Rætt hefur verið um að um 10
milljörðum króna hafí verið eytt í
fískeldi á undanfömum árum og
höfundar skýrslunnar segja að ljóst
sé að mikið af þeim fjármunum sé
glatað fé. Þeir vilja hinsvegar ekki
benda á neina sökudólga í þessum
efnum en leggja áherslu á að við
höfum þessa fortíð til að læra af
henni svo mistökin verði ekki endur-
tekin.
Snjókoma í Þing-
eyjarsýslu
Rafmagnið
af austan
Húsavíkur
Húsavík.
FYRSTA snjókoma vetrarins
hqfst í fyrrakvöld og hefur ver-
ið svo tií stanslaus síðan. í gær-
kvöldi var kominn dálítill snjór
í bænum. Ófærð hefur verið á
vegum í nágrenni Húsavíkur.
Þá fór rafmagn af á þéttbýlis-
stöðunum fyrir austan Húsavík.
Það sem einkennir þetta hret
er að á vegi milli Húsavíkur og
Akureyrar má heita greiðfært og
lítið hefur orðið að hreinsa snjó
af þeim vegi. Er það helst á Víkur-
skarði og Laxamýrarleiti og í ná-
grenni Húsavíkur. Tjörnesvegur
er alveg ófær og hætt var við að
hreinsa hann í gær. Mesta úrkom-
an á landinu í fyrrinótt var á
Mánárbakka. Aðal snóbeltið virð-
ist ná frá Laxamýrarleiti og norð-
ur í Öxarfjörð. Þegar austar dreg-
ur hefur frekar rignt en snjóað.
Rafmagn fór af byggðinni fyrir
austan Reykjaheiði og þéttbýli-
staðirnir Kópasker, Raufarhöfn
og Þórshöfn misstu rafmagn frá
Laxárvirkjun klukkan 16 í gær.
Var álitið að bilunin væri á
Reykjaheiði. Viðgerðarflokkur
Rafmagnsveitna ríkisins var
staddur við eftirlit í Kelduhverfí
og hóf þegar leit og viðgerð. Þétt-
býlisbæimir hafa rafmagn frá dís-
elrafstöðvum.
(Fréttaritari)
MAIMOLEUM
G Ó L F E F N I
Ú R
R í K I
NÁTTÚRUNNAR
ó MARMOLEUM gólfefnum
í verslun okkar að Síðumúla 14
frá mánudegi til laugardags
í tilefni nýrrar litalínu.
MARMOLEUM er unnið úr náttúrulegum
efnum og er (dví fullkomlega vistvænt.
MARMOLEUM fæst í 68 litum.
MARMOLEUM býður heildarlausn í
gólfefnum með óteljandi samsetningar-
möguleikum.
Olöf Flygenring arkitekt og Júlía P. Andersen
innanhússarkitekt verða í versluninni frá
klukkan 16-18 alla sýningardagana og
veita viðskiptavinum ókeypis ráðleggingar
um val á MARMOLEUM
KJARAN
Gólf bú na& u r
SÍÐUMÚLA 14 • SÍMI (91) 813022