Morgunblaðið - 12.11.1992, Síða 23

Morgunblaðið - 12.11.1992, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992 23 Sophia Hansén fyrir utan dóms- húsið þar sem réttað verður í forræðismálinu í dag. Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir Halim A1 með dætrum sínum á blaðamannafundi í íbúð sinni í Istan- búl í gærkvöldi. Réttað í forræðismálinu í Tyrklandi í dag Ekkert erlent foreldri hef- ur unnið hér forræðismál - segir fulltrúi lögfræðingafélagsins í Istanbúl Istanbúl. Frá Önnu G. Ólafsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. Réttað verður í forræðismáli Sophiu Hansen í Istanbúl i Tyrklandi kl. 9.30 að islenskum tíma í dag. Þegar rætt var við Sophiu seint í gærkvöld sagðist hún hafa tækifæri til að hvílast um eftirmiðdaginn og biði róleg eftir morgundeginum. Hún sagði að greinilega hefði kom- ið fram á blaðamannafundum Halims Al, fyrrverandi eiginmanns síns, að hann væri búinn að innræta stelpunum ákveðna hegðun og alltaf yrði erfiðara og erfiðara að ná til þeirra. Hasíp Kaplan, lögmaður henn- ar, var bjartsýnn þegar talað var við hann. Hann tók þó fram að at- riði, eins og að faðir telpananna segist ekki geta nýtt sér umgengnisrétt á Islandi, að systurnar gleymi smám saman tungumálinu og að þær séu farnar að ganga í skóla í Tyrklandi, væru ekki til þess að styrkja kröfu Sophiu um forræði. Þegar Morgunblaðið spurði Halim A1 hvort hann væri bjartsýnn á að fá forræði yfir telpunum í dag sagðist hann alltaf vera bjartsýnn og guð bjargaði sér því hann hefði alltaf farið rétt að. í samtali við Morgunblaðið sagðist Perihan Senses, fulltrúi lögfræðinga- félagsins í Istanbúl, ekki vita til þess að erlent foreldri hafi nokkru sinni unnið forræðismál gegn tyrknesku foreldri. Astæðuna taldi hún þá, að mútur viðgangist í tyrkneska dómskerfinu. Á blaðamannafundi sem Halim A1 boðaði til á heimili sínu í Istanbúl í gærkvöldi kom meðal annars fram að hann hefði ráðið fimm lífverði til að gæta dætra sinna. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að þar sem Istanbúl væri hættuleg þyrftu þeir að vera vopnaðir. Á blaðamannafundinum var Halim spurður að því hvort hann myndi leyfa Sophiu að vera með dætur sínar t.d. einn mánuð að sumri til ef hann fengi forræði þeirra. Hann sagðist ekki myndu hleypa dætrum sínum úr augnsýn eina sekúndu. Hann tók fyr- ir annað augað og sagði: „ég treysti ekki öðru auganu á meðan ég held fyrir hitt.“ ísland eins og hvert annað land Fulltrúar fjölmiðla spurðu systurn- ar nokkurra spuminga í gærkvöldi. Voru spurningar lagðar fyrir föður þeirra á íslensku og hann spurði þær á tyrknesku og kom svörunum til skila á íslensku. Hann hafði m. a. eftir stúlkunum að þær vildu helst búa hjá föður sínum í Tyrklandi og ekki móður á Islandi. Þegar sú eldri var spurð hvort hún bæri taugar til íslands sagði hún aðeins að það væri eins og hvert annað land, með jörð, sjó og himni. Þær virtust ekki geta talið upp neina íslenska vini en þuldu upp nöfn þegar átti að nefna tyrk- neska vini og kunningja. Þegar eldri stúlkan var spurð að því hvort hún myndi eftir einhverju skemmtilegu frá íslandi svaraði hún að einu sinni hefði móðir þeirra falið þær fyrir föð- ur þeirra en þegar þær hefðu hitt hann aftur hafi þær orðið afar glaðar. Blaðamaður Morgunblaðsins var einn með stúlkunum nokkra stund og sýndi þeim þá meðal annars mynd af íslenskum frænkum þeirra. Þær skoðuðu myndina gaumgæfilega og sögðu ekkert þegar þær voru spurðar hvort þær þekktu fólkið á myndinni. Hins vegar kom í ljós að sú eldri skildi þónokkra íslensku og getur myndað einfaldar setningar. Hún sagði til dæmis að þær kynnu ekki að synda þegar blaðamaður benti á bláan sundbolta í herbergi stúlkn- anna. Stúlkunar sögðust ganga í sama skóla og læra til dæmis stærðfræði, ensku, líffræði og fleira. Sú eldri getur tjáð sig lítillega á ensku en erfiðara er að tala við systur hennar. Stúlkurnar frægar í Tyrklandi Halim A1 hafði eftir dætrum sínum að þeim liði vel, að afí þeirra og amma og pabbi væru góð og þær væru afar ánægðar með að búa hjá honum í Istanbúl og vera tyrkneskar stelpur. í samtali við Morgunblaðið sagði Halim, að stúlkurnar væru orðnar frægar á Tyrklandi og fólk heilsaði þeim þegar þær gengju um götur. Hann var mjög þungorður í garð Sophiu Hansen og sagðist hafa gert það upp við sjálfan sig, þegar telpurn- ar voru tveggja og þriggja ára, að þær yrðu að alast upp í Tyrklandi. Hann hefði boðið Sophiu að koma með sér þangað en hún hefði ekki viljað það. Aðspurður sagðist hann ekki þekkja dómarann í málinu í dag. Hann væri harður og vildi ekki tala við neinn. Halim sagðist hafa fengið 41 lögmann til liðs við sig en aðeins átta munu komast inn í réttarsalinn í dag. Hann sagði að margir hefðu komið til sín og vildu sýna stuðning í verki með því að hjálpa honum að komast með stelpurnar út úr borg- inni ef hann fengi ekki umráðarétt- inn. Hann sagði að um væri að ræða möguleika en ekkert um hvort hann ætlaði að hagnýta sér hann. Þegar Halim var spurður hvort hefði hlaupið frá skuldum á íslandi sagði hann það alrangt. Hann hefði að vísu skuldað Eurocard en þá skuld hefði hann greitt með leðurseðla- veskjum. Söluverð húsnæðis á Vest- urgötu, um þrjár og hálf milljón króna, sagði hann að hlyti að duga til að greiða 700.000 kr. skuld við Búnaðarbankann. Ef til vill sagðist hann skulda eitthvað fyrir rafmagn og hita en ekki umtalsverðar upphæð- ir. Halim saknar íslands Halim sagðist sakna íslands og myndu koma þangað með dætur sín- ar eftir að þær hefðu fengið menntun í Tyrklandi, 18 ára. Eftir þá heim- sókn gætu þær valið í hvoru landinu þær vildu vera. Hann sagði að stelp- urnar ættu allt verslunarhúsið, alls átta hæðir, með honum og spurði blaðamann hvort einhver annar en góður faðir myndi gefa slíkt. „Ég er búinn að tryggja framtíð okkar allra. Mér og börnunum á eftir að líða vel í framtíðinni." Að lokum var Halim spurður út í myndbandsupptöku þar sem Dag- björt segir frá misþyrmingum af hálfu föður síns. Hann sagði að á blaðamannafundi sínum hefði Dag- björt viðurkennt að hún hefði verið neydd til að spinna upp söguna til þess að hægt yrði að nota hana í bók eða kvikmynd um forræðismálið. Áfrýjun gæti tekið tvö ár I samtali við Morgunblaðið sagði Perihan Senses, fulltrúi lögfræðinga- félagsins í Istanbúl, að móðir fengi oftar forræði yfir börnum í Tyrklandi en faðir en mið væri einnig tekið af aðstæðum foreldra. Þá sagði hún að reglur þjóðfélagsins vægju þungt. Ef tii dæmis sannaðist að tyrknesk móð- ir færi á bari fengi hún ekki forræði en slíkt hefði ekki áhrif á afstöðu dómarans til föður. Hún sagði að ekki væri ólöglegt samkvæmt tyrkneskum lögum að vera með ríkisfang í tveimur löndum og brot Halims A1 gagnvart um- gengnisrétti Sophiu skipti ekki máli þegar tekið yrði á forræðismálinu. Hún kvað ólíklegt að Halim sætti 6 mánaða fangelsisvist fyrir hvert brot- anna ellefu við umgengnisréttinum, 2-3 mánuðir væru líklegri refsing. Perihin sagði að ef stöðugt ofbeldi af hendi annars foreldris þætti sann- að myndi sá hinn sami aldrei fá for- ræði barna sinna. Hún sagði að for- eldri sem ekki fengi forræði bama sinna við skilnað fengi að vera með börnunum um helgar, mánuð á sumr- in og á hátíðsdögum. Hún kvaðst ekki vita hvernig samveru væri hagað ef um erlent foreldri væri að ræða en ólíklegt væri að tíminn með börn- um yrði skemmri. Þá sagði hún að ef dómarinn yrði hliðhollur Sophiu í dag, þótt hann dæmdi ekki í málinu, gæti hún sótt um að börnin fengju að dvelja með henni til reynslu. Ef forræðismálinu verður áfrýjað til hæstaréttar í Ankara, eftir að dómur hefur verið kveðinn upp í Ist- anbúl í dag, og hæstaréttardómarar komast að annarri niðurstöðu en und- irréttur, þarf málið að fara aftur fyr- ir rétt í Istanbúl og síðan til Ankara áður en áfrýja má málinu til mann- réttindadómstólsins í Strassburg, að sögn Perihan Senses. Málsmeðferð á hverjum stað tekur um eitt ár. ^ahamborgar steir hollenskt BLÓMKÁLI.Þ hnífasett 10 STK. familie haffi 400 g iHÚSRÓELUR TILBOÐ VIKUNNAR HAGKAUP - aílt í einni ferd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.