Morgunblaðið - 12.11.1992, Síða 25
Nýr utanrík-
isráðherra
í Lettlandi
Þing Lettlands skipaði á
þriðjudag Georgs Andrejevs í
embætti utanríkisráðherra í
stað Janis Jurkans, sem var
vísað úr stjórninni fyrir tveimur
vikum síðan. Andrejevs, sem
er sextugur, er skurðlæknir að
mennt og hefur undanfarið ver-
ið áheyrnarfulltrúi Lettlands
hjá Evrópuráðinu í Strassborg.
Fjölmiðlamenn í Lettlandi
höfðu eftir Andrejevs að hann
hygðist ekki gera neinar stór-
vægilegar breytingar á utanrík-
isstefnu landsins og fara eftir
þeim-fyrirmælum sem kæmu
frá þinginu. Forvera hans Jurk-
ans var vikið úr embætti eftir
að hann lenti í deilum við lett-
neska þingið vegna laga um
ríkisborgararétt. Rússar hafa
gagnrýnt lögin, sem þeir segja
bijóta gegn rétti rússneska
minnihlutans í landinu. Þing-
menn urðu Jurkans mjög reiðir
er hann varaði þá við því að
samþykkt laganna kynni að
erfiða samskiptin við Rússa.
Aðgerðir
gegn PKK
ganga vel
Suleyman Demirel, forsætis-
ráðherra Tyrklands, sagði í
tyrkneska þinginu á þriðjudag
að hernaðargerðir Tyrkja gegn
skæruliðum Kúrda í norður-
hluta íraks gengju „mjög vel“.
Háttsettur embættismaður
hersins sagði að verið væri að
fínkemba ijallahéröðin í leit að
bækistöðvum Verkamanna-
flokks Kúrdistans (PKK). Um
20 þúsund hermenn hafa tekið
þátt í aðgerðunum, sem hófust
þann 16. október, og hafa þeir
notið aðstoðar þyrlna, orrustu-
flugvéla og skriðdreka. Hafa
Tyrkir náð á sitt vald tveimur
æfingabúðum á vegum PKK.
íraskir Kúrdar hafa einnig haf-
ið herferð til að reka liðsmenn
PKK á brott frá írak og sagði
Demirel að ekki væri um sam-
hæfðar aðgerðir að ræða..
■ ■■ 1
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992
25
Loka fyrri heimsstyrjaldarinnar minnst
71 árs Ástrali, sem barðist í síðari heimsstyijöldinni, minnist hér fallinna félaga sinna við styttu af áströlskum
hermanni í Sydney. í gær var þess minnst að heimsstyijöldinni fyrri lauk á elleftu stundu á ellefta degi ellefta
mánaðar 1918.
Bönkun-
um fækk-
ar í Sviss
Ziirich. Reuter.
TALIÐ er, að allt að 100 af
577 bönkum í Sviss geti horf-
ið á næstu árum vegna auk-
innar samkeppni og nýrrar
tækni. Kemur þetta fram í
skýrslu, sem birt var í gær.
I skýrslunni, sem ráðgjafar-
fyrirtækið Arthur Andersen
vann, segir, að í bankakerfinu
sé búist við verulegri fækkun
starfsmanna á næstunni og
einnig, að bönkunum sjálfum
muni fækka mikið eða um 100
að minnsta kosti. Þá eru sér-
fræðingarnir aliir á því, að
Svisslendingar muni samþykkja
aðild að Evrópska efnahags-
svæðinu í desember en við það
mun samkeppni í bankastarf-
seminni stóraukast. Á síðustu
þremur árum hefur svissnesku
bönkunum raunar fækkað um
9% en þeir voru 631 við árslok
1989.
Bretland
Hart sótt að Major
í vopnasölumáJinu
London. Reuter.
HART er lagt að John Major, forsætisráðherra Bretlands, að
skýra nákvæmlega frá þætti sínum í því, sem breskir fjölmiðlar
kalla „Iraqgate“ og snýst um vopnasölu til íraks rétt fyrir innrás-
ina í Kúveit. Þá var bannað að selja Irökum vopn en breska stjórn-
in vissi þó um og virðist hafa samþykkt söluna.
Major hefur skipað fyrir um
rannsókn á þessu máli en það kom
upp þegar máli gegn þremur kaup-
sýslumönnum, sem voru sakaðir
um að hafa selt írökum vopn, var
vísað frá. Var það gert þegar Alan
Clark, fyrrverandi ráðherra í
bresku stjórninni, skýrði frá því,
að hann hefði vitað af vopnasöl-
unni.
John Smith, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, telur, að fyrir-
huguð rannsókn Majors sé alls
ónóg til að upplýsa málið en sam-
kvæmt leynilegum gögnum, sem
birt voru við réttarhöldin yfir
kaupsýslumönnunum, virðist sem
breska stjórnin hafi með leynd
breytt stefnu sinni varðandi
vopnasölu til íraks aðeins tveimur
vikum fyrir innrásina í Kúveit í
ágúst 1990 og í trássi við gildandi
vopnasölubann. Gefur Smith í
skyn, að Major
sé riðinn við
málið og David
Clark, talsmað-
ur Verka-
mannaflokks-
ins í varnarmál-
um, fullyrðir,
að svo sé. Tals-
maður Majors
segir hins veg-
ar, að hann hafi
ekki verið á ríkisstjórnarfundi 19.
júlí 1990 þegar rætt um reglur
um vopnasölu til íraks en þá var
hann fjármálaráðherra í stjórn
Margaret Thatcher.
Þetta mál kemur á slæmum
tíma fyrir Major, sem hefur átt
við ærinn vanda að stríða í efna-
hags- og Maastricht-málum og
vaxandi atvinnuleysi í Bretlandi.
John Major
JÓLAPAKKI
BAÐIÐ í LAG FYRIR JÓL!
1. Gæðaflísar, stærð: 20x20, á vegg 15 m2 og
31,6x31,6 á gólf 4 m2 ásamt IFÖ salerni
m/þunnri setu og handlaug.
Fullt verð = 56.167.
Jólapakki 1 = 47.900 stgr.
2. Gæðaflísar, stærð: 20x25,15 m2 á vegg og
31,6x31,6 4 m2 á gólf ásamt IFÖ salerni
m/harðri setu og handlaug.
Fullt verð = 69.152.
Jólapakki 2 = 57.900 sfgr.
Ps. Það fá allir jólapakkatilboð við hæfi í Flísabúðinni
Gæðaflísar á góðu verði
iu mm.
Stórhöfða 17, við GuIIinbrú
sími 67 48 44
M tr meiro spunniö í símonn þinn en bú heldur
Vakning/áminning*
ef hann er tengdur stafrœna símaherfinu
*Þessi þjónusta ertil staðar hjá öllum notendum stafræna símakerfisins.
Að sjálfsögðu getur þú einnig hringt í 02 eins og áður og látið vekja þig.
Notaðu símann þinn; hann gerir meira gagn en þig grunar. Til að fá nánari upplýsingar
um sérþjónustu stafræna símakerfisins getur þú hringt í Grænt númer 99-6363 á skrifstofu-
tíma (sama gjald fyrir alla landsmenn), á söludeild Pósts og síma eða á næstu póst- og símstöð.
Vakning/áminning kostar 5 skref eða kr. 16.60.
Þú getur látið sírriann þinn vekja þig eða minna þig á áríðandi stefnumót
hvenær sólarhringsins sem er. Ef þú þarft að vakna snemma, til
dæmis klukkan 4.00 vegna ferðalags tii útianda, er gott að geta
treyst á að síminn veki þig. Þegar þú pantar vakninguna tekur
þú upp símatólið og eftir að sónninn kemur ýtir þú á
E355Q vakningartímann 0400 03
Ef þú hættir við að láta símann vekja þig, ýtir þú á
Q355Q vakningartímann 0400 CD
SÉRÞJÓNUSTA
SÍMANS
I