Morgunblaðið - 12.11.1992, Síða 30
Mývatnssveit
Kiwanisklúbburinn
Herðubreið fagn-
ar 20 ára starfsemi
Björk. Mývatnssveit.
KIWANISKLÚBBURINN Herðubreið í Mývatnssveit rainntist 20 ára
starfs með veglegu afmælishófi í Hótel Reynihlíð síðastliðinn laugar-
dag. Fjölmenni var, eða 115 manns. Frá Grímsey komu 15 með flugi.
Áttu viðstaddir þarna mjög ánægjulega kvöldstund. Margar ræður
voru fluttar og fékk Herðubreið gjafir og skeyti frá öllum klúbbum
Óðinsssvæðis svo og frá Skildi, Siglufirði.
var að öflun félaga í klúbbinn og
starfið kynnt. Ákveðið var að stofna
klúbbinn þann 27. ágúst árið 1972
og var honum gefið nafnið Herðu-
breið. Vígluhátíð var haldin í Hótel
Reynihlíð 9. september árið 1972.
Stofnfélagar voru 25 og eru 6 þeirra
enn starfandi innan klúbbsins. Alls
hafa 70 gerst félagar f klúbbnum
og eru félagar í dag 23. Fyrsti for-
seti var Snæbjöm Ingi Jónsson, nú-
verandi forseti er Amþór Bjömsson.
Þó skipst hafi á skin og skúrir í
starfsemi Herðubreiðar á síðustu 20
ámm hefur klúbburinn unnið að fjöl-
mörgum framfaramálum. Hann hef-
ur m.a. aflað fjár til styrktar margs
konar menningar- og félagsmála.
Kristján
Kiwanisklúbburinn Herðubreið
var stofnaður árið 1972. Síðla vetrar
árið 1971 komu nokkir menn saman
í Mývatnssveit og ræddu um stofnun
Kiwanisklúbbs. Til að kynna heima-
mönnum Kiwanisstarfíð komu félag-
ar úr Kiwanisklúbbunum Kaldbak á
Akureyri á fundinn og síðan voru
fleiri fundir haldnir þar sem unnið
----» 4.«--
Hvítasunnukirkjan
Biblíukennsla
og vakninga-
samkomur
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Vel heppnað bílabíó
Fjöldi manns kom í bílabíó sem Greifínn efndi til við Togara-
bryggjuna á þriðjudagskvöldið, en þar var sýnd Stuðmanna-
myndin Með allt á hreinu. Það má segja að aðstæðurnar
voru nokkuð ólíkar því sem menn hafa séð í bandarískum
bíómyndum, í stað leggjalangra sælgætissölustúlkna voru á
ferli með poppkomið þeir Andri Gylfason og Reynir Karls-
son, kappklæddir í snjókomunni. Af fjölda bíógesta að dæma
virðist þessi nýbreytni í skemmtanalífinu falla vel í kramið
og því má vænta þess að framhald verði á.
HELGA Zidermanis, kennari og
predikari, verður með Biblíu-
kennslu hjá Hvítasunnukirkjunni
í kvöld, fimmtudagskvöld, og
föstudagskvöld kl. 20 og á laugar-
dag kl. 10.30. Vakningasamkom-
ur verða á laugardagskvöld kl.
20 og á sunnudag kl. 15.30.
Helga Zidermanis fæddist í Lett-
landi þar sem hún ólst upp, en hún
býr nú í Dallas í Bandaríkjunum.
Hún flúði til Bandaríkjanna ásamt
börnum sínum í lok síðari heims-
styijaldarinnar þar sem hún komst
í tengsl við lifandi kirkju, sem hún
hefur verið virk í síðan. Hún ferðast
mikið um Bandaríkin sem og til
Evrópulanda, og hingað til lands
hefur hún oft komið, en þetta er í
fyrsta sinn sem hún kemur til Akur-
eyrar. (Úr fréttatilkynningu.)
-----»-♦......
Starfsemi
Kristnesspít-
ala ekki skert
FUNDUR haldinn í kvenfélagi
Fpjóskdæla mótmælir harðlega
öllum hugmyndum um skerðingu
starfsemi Kristnesspítala og skor-
ar á heilbrigðisráðherra að efla
heldur endurhæfingardeildina
þannig að sjúkrarýmið nýtist til
fulls.
Þjónustusvæði spítalans er mjög
stórt og ómældur kostnaður og erfiði
fyrir Norðlendinga að sækja end-
urhæfingu til Reykjavíkur og biðlist-
ar langir eins og segir í ályktun sem
samþykkt var á fundi félagsins fyrir
nokkru.
Nýr gistivalkostur
áAkureyri
Auk hagstæðs gisti verðs, njóta
gestir okkar afsláttar á veitingahús-
unum Bautanum og Smiðjunni.
Fastagestum, fyrirtækjum og hóp-
um er veittur sérafsláttur.
Hótel Harpa
Góð gisting á hóflegu verði
íhjarta bæjarins.
Sími 96-11400
Ath. að Hótel Harpa er ekki í símaskránni.
Bæjarstjóramálið rætt á fundi bæjarstjórnar Olafsfjarðar
Meirihlutinn hefur hleypt öUu
í bál og brand og sundrað fólki
- segir Björn Valur Gíslason oddviti minnihlutans í bæjarstjórn Olafsfjarðar
MINNIHLUTINN í bæjarstjórn Ólafsfjarðar bókað á fundi bæjarstjórn-
ar á þriðjudagskvöld mótmæli við þeim málatilbúnaði sem meirihlut-
inn hefði upp varðandi uppsögn Bjarna Kr. Grímssonar úr starfi
bæjarstjóra en þar hefði verið um skipulegar ærumeiðingar að ræða.
Harmaði minnihlutinn hvernig starfslokin hefði borið að. Hörð gagn-
rýni kom fram í máli oddvita minnihlutans á fulltrúa Sjálfstæðis-
flokks sem eru í meirihluta. Forseti bæjarstjórar sagðist harma að
svona hefði farið, hann hefði kosið mildari leiðir, en brostinn hefði
verið trúnaður milli bæjarsljóra og meirihlutans og við það ástand
hefði ekki verið lengur unað.
Björn Valur Gíslason oddviti
minnihlutans í bæjarstjórn Ólafs-
fjarðar sagði við umræður um starfs-
lok bæjarstjóra á bæjarstjórnarfund-
inum að meirihlutinn hefði. hleypt
öllu í bál og brand og sundrað fólki
í bænum, skipt því upp í fylkingar
og sár yrðu Iengi að gróa. Ágreining-
ur væri innan flokksins um hvort
segja ætti bæjarstjóranum upp störf-
um, en menn hugsuðu alltaf fyrst
um hagsmuni flokksins, ekki bæjar-
félagsins. Hafði hann efasemdir um
að Sjálfstæðisflokkurinn stæði heill
á bak við þessa ákvörðun.
Óskar Þór Sigurbjömsson forseti
bæjarstjórar sagði deilumálin í bæj-
arstjórn mikla ógæfu, ekki væri deilt
um málefni. Rekja mætti upphafíð
til persónulegra væringa milli
manna, röð misklíðarefna hefði
magnast upp í hatramma deilu.
Uppúr hafi soðið í júní á síðasta
ári, er bæjarstjóri hafí verið borin
ávirðingum er hann hafi ekki getað
skrifað undir. í kjölfarið tóku þrír
áf aðalfulltrúum flokksins sér leyfi
frá störfum í bæjarstjórn til síðustu
áramóta og ljóst hafi verið fljótlega
eftir að þeir komu aftur til starfa í
bæjarstjórn að sættir hefðu ekki
tekist. Á haustdögum hafi bæði
Bjarni Kr. Grímsson bæjarstjóri og
Sigurður Björnsson formaður bæjar-
ráðs gefið sterkt til kynna að þeir
gætu ekki unnið saman. Sífelldar
sáttaumleitanir hefðu engan árang-
ur borið, en ástandið hefði verið
óþolandi og því hefði uppsögn Bjarna
verið aðgerð til að breyta því ástandi.
Kvaðst Óskar harma mjög að svo
hefði farið, en brostinn hefði verið
trúnaður milli bæjarstjóra og meiri-
hlutans og því nauðsynlegt að gera
eitthvað í málinu.
Guðbjörn Arngrímsson í minni-
hluta bæjarstjórnar bar fram tillögu
þess efnis að bæjarstjórn hafi for-
göngu um að rannsókn fari fram á
viðskiptum Ólafsfjarðarbæjar og
Fiskmars hf. er Sigurður Björnsson
var framkvæmdastjóri fyrir, en fram
kom í bókun Bjarna Kr. Grímssonar
sem lögð var fram á lokuðum fundi
bæjarstjórnar sl. laugardag harðar
ásakanir á Sigurð vegna þess máls.
Vildi hann koma Fiskmarsmálinu
út af borði bæjarstjórnar enda biðu
mörg stór mál úrlausnar í bæjar-
stjórn.
Tillögu minnihlutans var vísað til
frekari umfjöllunar í bæjarráðj, en
Sigurður hefur óskað eftir því við
ríkissaksóknara að rannsókn fari
fram á viðskiptum forráðamanna
Fiskmars og bæjarsjóðs Ólafsfjarð-
ar. Myndi hann óska eftir því að
niðurstaða rannsóknarinnar verði
send bæjarráði Ólafsfjarðar.
Eyjafjarðarsveit
Unnið við þreskingn á korni
Ytri-Tjörnum.
UNNIÐ var við þreskingu á komi síðastliðinn mánudag á Hrafnagili
í Eyjafjarðarsveit. Verður það að teljast til tiðinda svo seint á hausti.
Uppskeran var allgóð en var þó farin að láta á sjá. Akurinn er í
nokkrum halla og því erfitt að fara um hann fyrr en jörð var orðin
frosin.
í Kaupmannahöfn
Á undanförnum árum hafa nokkr-
ir bændur í Eyjafjarðarsveit verið
að þreifa fyrir sér með kornrækt.
Óskar Kristjánsson í Grænuhlíð er
kominn einna lengst. Hann hefur
ásamt tveimur öðrum bændum rækt-
að bygg á jörðinni Miðgerði, en þar
er ekki annar búskapur stundaður
og meirihluti af ræktuðu landi jarð-
arinnar fer undir byggræktina, alls
14 hektarar. Uppskeran var um
flmm tonn af blautu korni á hektara.
Þremenningarnir þurrkuðu komið
þannig að komið var fyrir vöruflek-
um á gólfi og strigi strekktur yfir.
Þar ofan á var kornið í 30 sentí-
metra lagi og síðan blásið undir með
heitum blæstri. Þá er kornið sett í
plasttunnur og súrsað í þeim. Kýr
og kálfar éta byggið mjög vel beint
úr tunnunum, en það hefur einnig
verið notað til íblöndunar í hey-
köggla.
Öskar sagði að þeir stefndu að
því að nota eigið fræ næsta vor, en
kornið er meðhöndlað á annan hátt
ef nota á það sem fræ og má hiti
við þurrkun þá ekki fara yfir 30
gráður. Stofnarnir sem Óskar notaði
heita „Lilly", „Nord“, og „Bamse“
og eru þeir mjög dýrir í innkaupum,
en kílóið kostaði 124 krónur síðstlið-
ið vor. Á hvern hektara þarf 180 til
200 kíló af fræi. Besta uppskeran
Morgunblaðið/Beajamín
Benedikt Hjaltason á Hrafnagili
virðir fyrir sér nýþreskt kornið.
fékkst af „Bamse“-stofninum.
Benjamín