Morgunblaðið - 12.11.1992, Síða 31

Morgunblaðið - 12.11.1992, Síða 31
Dr. Bjarni Bessason Doktor í verkfræði BJARNI Bessason verkfræðing- ur varði 25. ágúst sl. doktorsrit- gerð í verkfræði við Norges Tekniske Högskole. (NTH) í Þrándheimi. Ritgerðin nefnist Assesment of earthquake load- ing and response of seismically isolated bridgesj sem lauslega mætti þýða Akvörðun jarð- skjálftaálags og begðun jarð- skjálftaeinangraðra brúa. Leiðbeinandur Bjama við þær rannsóknir sem fjallað er um í rit- gerðinni voru þeir Torgeir Moan, prófessor við háskólann í Þránd- heimi, og Ragnar Sigurbjömsson prófessorvið Háskóla Islands. And- mælendur við vöm ritgerðarinnar vora Athol J. Carr prófessor við University of Canterbury í Christ- church á Nýja Sjálandi, og Svein Remseth prófessor við háskólann í Þrándheimi. Meginviðfagnsefni ritgerðarinn- ar er áhrif jarðskjálfta á mannvirki og hvernig draga megi úr áhrifun- um með því að einangra þau frá beinni snertingu við yfírbor jarðar með þar til gerðum legum. Sérstak- lega er fjallað um áhrif jarðskjálfta á Suðurlandi og rannsóknir tengdar Þjórsárbrú. Bjami Bessason er fæddur í Reykjavík 24. júlí 1957, sonur Bessa Bjamasonar leikara og Erlu Sigþórsdóttur bókasafnsfræðings hjá Orkustofnun. Hann lauk stúd- entsprófí frá Menntaskólanum við Sund 1977, verkfræðipróf frá Há- skóla íslands 1981 og prófí sem civilingeniör frá Danmarks tekniske Höjskole (DtH) 1983. Að loknu námi starfaði Bjami við rannsóknir á Verkfræðistofnun Háskóla Is- lands jafnframt því sem hann kenndi við verkfræðideild Háskóla Islands. A næstunni mun Bjami starfa við Norges Geotekniske Inst- itutt í Osló að rannsóknum á sviði jarðtækni og jarðskjálftaverkfræði. Bjami er kvæntur Guðrúnu E. Baldvinsdóttur lækni, og eiga þau tvo syni, Sigþór Bessa og Magnús Snorra. Hljómsveitin Vinir vors & blóma. M HlTl' HÚSIÐ og hljómsveitim- ar Plast og Vinir vors & blóma halda tónleikar fímmtudaginn 12. nóvember kl. 22 í Hinu húsinu. Hljómsveitin Plast er hér að fylgja eftir myndbandi sínu með laginu Fuilorðnum sem þeir sendu frá sér ekki alls fyrir löngu. Hljómsveitin Vinir vors & blþma hefur nýlokið upptökum af nokkram lögum sem koma út á safnplötu næsta sumar. Hljómsveitarmeðlimir eru en á besta aldri og leika frjálslynt rokk. ___ _ seet flgaMavQH .s'i auoAauTMMn gia/aaKUOflOM ,____________■ __ _ Oií ... MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992 _ - ____________ 31 Frumvarp um Sementsverksmiðju ríkisins hf. Deilt um hvort einkavæða eigi einokunarfyrirtæki RÍKISSTJÓRNIN ætlar að breyta Sementsverksmiðju ríkisins í hlutafélag og endurflytur frum- varp þar um. Jón Baldvin Hannib- alsson, starfandi viðskipta- og iðn- aðarráðherra, hafði í gær fram- sögu fyrir frumvarpinu. Stjómar- andstæðingar em andvígir þess- ari formbreytiugu. Þeir vara mjög við þvi að „einkavæða einok- unarfyrirtæki“ en í sjálfu sér er þeim það ekki grundvallaratriði að vera andvígir einkavæðingu. Össuri Skarphéðinssyni (A-Rv) þykja þetta góðar fréttir. Svavari Gestsyni (Ab-Rv) þykir þetta eng- um tíðindum sæta. Menn vilji meta hlutina eftir aðstæðum. Vegna flarvera Jóns Sigurðsson- ar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, féll það í hlut starfandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar að hafa framsögu fyrir frumvarpi til laga um stofnun hlutafélags um Sementsverksmiðj u rikisins. Jón Baldvin greindi frá því að framvarp um þetta efni hefði þrívegis áður verið lagt fram á Al- þingi í þessari eða mjög svipaðri mynd. Þetta framvarp hefði verið flutt á síðasta þingi en ekki hlotið afgreiðslu í nefnd. Framsögumaður rifjaði upp fyrir þingheimi helstu efnisatriði fram- varpsins, m.a. að lagt er til að ríkis- stjóminni verði heimilt að leggja Sementsverksmiðju ríkisins og allt hennar fylgifé til sérstaks hlutafé- lags sem stofnað verði. Gert er ráð fyrir að hlutverk hins nýja félags verði víðtækara en hlutverk Sem- entsverksmiðjunnar væri nú og því heimilað að gerast eignaraðili í öðr- um hlutafélögum eða sameignarfé- lögum. Kveðið væri á Um að öll hlutabréfin væru við stofnun fyrir- tækisins eign ríkissjóða og að sam- þykki Alþingis þyrfti til að bjóða hlutabréfin til sölu. í framvarpinu væri einnig ákvæði um að við verk- smiðjuna starfaði sérstök samstarfs- nefnd starfsmanna og stjómar og lögbundið samráð verið haft við Akraneskaupstað um máiefni fé- lagsins. Jón Baldvin Hannibalsson vakti athygli á því að ef þetta framvarp yrði að lögum myndi stjóm hlutafé- lagsins kjörin á aðalfundi til eins árs í senn ög myndi iðnaðarráðherra fara með eignarhluta ríkisins í félag- inu. Um stjóm félagsins, fram- kvæmdastjóm, ársreikninga o.s.frv. yrði farið eftir ákvæðum hlutabréfa- laga. Gengið væri út fiá því að Se- mentsverksmiðjur ríkisins hf. greiddu skatta eins og hvert annað hiutafélag. Nú greiddi verksmiðjan landsútsvar í stað aðstöðugjalds og fengi Akraneskaupstaður fjórðung landsútsvarsins auk hlutdeildar í tekjum Jöfíiunarsjóðs sveitarfélaga. Það kom fram að við þá formbreyt- ingu að fyrirtækið yrði hlutafélag mætti reikna með að tekjur kaup- staðarins af aðstöðugjaldi yrðu nokkra meiri en hlutur kaupstaðar- ins f landsútsvari. Við þessa breyt- ingu yrðu aðstöðugjaldstekjur bæj- arfélagsins á hvem íbúa sambæri- legar og hjá velflestum öðram sveit- arfélögum. Ræðumaður benti á að þegar rík- isfyrirtæki væri breytt í hlutafélag þyrfti að huga að stöðu starfs- manna. í frumvarpinu væri núver- andi starfsmönnum Sementsverk- smiðjunnar tiyggður réttur til end- urráðningar hjá hinu nýja hlutafé- lagi. Um 20 af starfsmönnun verk- smiðjunnar væra nú í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og héldust rétt- indi þeirra óbreytt. Af hveiju? Jón Baldvin Hannibalsson taldi ekki undan því vikist að svara spum- ingunni: Af hverju er lagt til að Sementsverksmiðjan skuli rekin sem hlutafélag? Ræðumaður sagði svarið Sementsverksmiðja ríkisins á Akranesi. einfalt: „Með því að fyrirtækið væri rekið sem hlutafélag yrðu rekstrar- skilyrði þess samræmd því sem al- mennt gildir um stærri fyrirtæki í landinu. Með því móti yrði ábyrgð ríkissjóð á fyrirtækinu takmörkuð við hlutafjáreign ríkisins. Um alla starfsmenn giltu sömu reglur og á almennum vinnumarkaði og skatta- reglur fyrirtækisins yrðu þær sömu og almennt gilda.“ Framsögumaður vék að því að Sementsverksmiðjan hefði í raun haft einokunaraðstöðu á íslenskum markaði og hlyti því að vera undir smásjá varðandi verðlagningu. Á meðan ríkissjóður ætti öll hlutabréf í þessu fyritæki yrði ekki breyting á ábyrgð stjómvalda á verðlagningu sements. Ef hlutabréf í félaginu yrðu hugsanlega seld síðar myndu koma upp spumingar um yfírburðaaðstöðu félagsins á markaði, og þá auðvitað stóraukið eftirlit opinberra aðila. í lok ræðu sinnar lagði framsögu- maður til að þessu máli yrði vísað til iðnaðamefndar. Gott eínokunarfyrirtæki Ingibjörg Pálmadóttir (F-Vl) sagði það að breyta ríkisreknu fyrir- tæki í hlutafélag vera eitt, að selja hlutafé slíks fyrirtækis væri annað. Það væri ljóst að ekkert annað en sala vekti fyrir ríkisstjóminni með þessari breytingu. Það hefði komið fram í ræðu og riti og væri reyndar eitt af stefnumálum ríkisstjómarinn- ar. Ingibjöig greindi frá þeirri skoðun sinni að hún teldi hlutafélagsformið á margan hátt vera nútímalegra rekstrarform en beinan ríkisrekstur en þessi breyting væri augijóslega gerð til þess að auðvelda sölu fyrir- tækisins. „En allar hugmyndir um sölu þessa ágæta fyrirtækis tel ég vera algjöra tímaskekkju, þar sem Sementsverksmiðjan er í eðli sínu einokunarfyrirtæki," sagði Ingi- björg. Hún benti á að ekkert annað íslenskt fyrirtæki framleiddi sement og þrátt fyrir að innflutningur se- ments hefði verið frjáls síðan 1975 yrði því ekki á móti mælt að innlend framleiðsla nyti fjarlægðarvemdar. Ingibjörg lagði áherslu á að at- vinna og réttindi starfsfólks í verk- smiðjunni væra tryggð, sagði m.a: „Það má ekki hræra svo i vel reknu fyrirtæki eins og Sementsverksmiðju ríkisins aðeins vegna einhverra trú- arkreddna einkavæðingarinnar, að starfsmönnum sé á einhvem hátt sköpuð ótiygg vinna vegna yfírvof- andi rekstrarforms." Undir lok ræðu sinnar sagði Ingi- björg að hún teldi rétt að breyta fyrirtækjum sem væru í samkeppni við önnur fyrirtæki í hlutafélög og selja eigur ríkissjóðs en hún ítrekaði að hún teldi ekki rétt að selja eigur ríkissjóðs í einokunarfyrirtækjum. „Sementsverksmiðja ríkisins er eitt Jón Baldvin Hannibalsson Ingibjcrg Pálma- dótiir allra stærsta fyrirtæki sem ríkið á og er með fyrirmyndarrekstur. Því er það von mín að nú verði ekki gerðar ástæðulausar breytingar breytinganna einna vegna." Jóhann Ársælsson (Ab-Vl) sá ekki ástæðu til að breyta Sements- verksmiðju ríkisins í hlutafélag. Helsti meinbugurinn við þessa form- breytingu væra augljós söluáform ríkisstjómarinnar á hlutabréfunum og vitnaði hann til þess að verksmiðj- an væri nefnd í stefnu- og starfs- áætlun ríkisstjómarinnar meðal fyr- irtækja sem breyta skal í hlutafélög og undirbúa sölu hlutabréfa á. Jó- hann taldi augljóst að þeir aðilar sem ættu eftir að eignast hiutabréf í þessu fyrirtæki myndu gera kröfu um bestu ávöxtun peninga sinna. Og fjarlægðarvemdin gæfí mögu- leika á því að halda uppi verulega hærra verði en framleiðslukostaður gæfi tilefni til. Finnur Ingólfsson (F-Rv) vildi ítreka þá gagnrýni sem fram kom um 4. grein frumvarpsins: „Fast- ráðnir starsmenn Sementsverk- smiðju ríkisins skulu hafa rétt til að starfa hjá hinu nýja hlutafélagi og skal þeim boðið sambærilegt starf hjá félaginu og þeir gegndu áður hjá Sementsverksmiðju ríkisins. Ákvæði 14. gr. laga nr. 38/1954 um réttihdi og skyldur starsmanna ríkis- ins á því ekki við um þá starfs- menn.“ 14. greinin varðaði biðlaun ef staða væri lögð niður. Finnur sagði að opinberir starfsmenn hefðu orðið að búa við lægri laun en gerð- ist á almennum vinnumarkaði og það hefði verið réttlætt með skírskotun til betri lífeyrisréttinda og ákveðinna vildarkjara hjá ríkinu og væri þá vísað til biðlaunaréttarins. Það væri lágkúralegur málflutningur að halda því fram að verið væri að greiða tvöföld laun með því að greiða bið- laun. Með því að fella niður rétt til biðlauna væri verið að svipta starfs- menn réttindum. Þetta væra lög- mætar skaðabætur fyrir þá röskun á örj'ggi sem fælist í því að missa starf hjá ríkinu. Ræðumaður sagði að reyndar ætti þetta umdeilda ákvæði frumvarpsins við sárafáa, ef nokkra, starfsmenn í Sementsverk- smiðju ríkisins en þetta ákvæði væri hættulegt fordæmi. Og löglærðir menn hefðu varað við því að þetta stæðist ekki gagnvart 67. grein stjómarskrárinnar. Efni, aðstæður og rekstrarform Þingmenn ræddu nokkuð álmennt viðhorf til einkavæðingar og hvort framvarp viðskiptaráðherra til sam- keppnislaga setti nægjanlega traust- ar skorður gegn því að markaðsráð- andi fyrirtæki misnotuðu aðstöðu sína en Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne) taldi framvarpið til sam- keppnislaga haldlítið að þessu leyti og varaði við því að einkavæða ein- okunarfyrirtæki. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (SK-Vp nefndi einkavæðingu Bifreiðaeftirlits_ríkis- ins sem víti tíl vamaðar. Össur Skarphéðinsson (A-Rv) tók virkan þátt í þessum skoðanaskiptum. Hann taldi rétt að breyta Semtentsverk-"^ “ smiðjunni í hlutafélag og rétt væri að selja hlutabréf síðar en hann var vonlítíll um að sú sala yrði í alveg næstu framtíð því það lægi ekki svo mikið fjármagn á lausu nú um stund- ir. Össuri var sérstakt fagnaðarefni að enginn ræðumaður lýstí sig f grundvallaratriðum andvígan einka- væðingu. Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv) sagði að það væri alls ekki svo að kvennalistakonur væra al- mennt á móti einkavæðingu en það væri spuming hvað ætti að einka- væða og hvemig. Það væri ekki betra að einkaaðilar einokuðu en rík- ið. Ennfremur vildi hún sem þjóðfé- lagsþegn áskilja sér allan rétt til mótmæla ef ætti að selja eigur sínar á útsöluprís. Svavar Gestsson (Ab- Rv) taldi fúrðu gegna að Össuri Skarphéðinssyni þætti það fréttir að það væri stjómarandstæðingum ekki grandvallaratriði að vera á móti einkavæðingu. Nú væri ekki svo að Alþýðuflokksmenn væra á mótí öll- um félagslegum rekstri. Þeir víldu rétt eins og stjómarandstæðingar meta hlutina hveiju sinni eftir að- stæðum. Svavar gagnrýndi í nokkru máli meint réttindabrot gagnvart starfsmönnum sem kæmu fram í frumvarpstexta ýmissa þeirra frum- _ varpa sem Iögð hafa verið fram um einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Ríkis- stjómin hefði greinilega ekki unnið sína heimavinnu. Hún gæti ekki selt ríkisstarfsmenn á fætí út á hluta- bréfamarkaðinn. Laust eftir kl. 16. frestaði þingfor- setí, Gunnlaugur Stefánsson, þessari fyrstu umræðu um framvarpið og, _ sleit fundi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.