Morgunblaðið - 12.11.1992, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992
33
YFIRTAKA LANDSBANKANS A SAMBANDSFYRIRTÆKJUM
Erfitt að selja hlutabréfin á
almennum hlutabréfamarkaði
Meðeigendur í Samvinnuferðum og íslenskum sjávarafurðum munu nýta forkaupsrétt
VEGNA ástandsins á hlutabréfamarkaðnum nú um stundir telja
verðbréfasalar að erfitt geti verið fyrir Landsbankann að selja hluta-
bréf sín í Sambandsfyrirtækjunum á aimennum markaði á næstu
mánuðum. Ýmsar eignir eru þó taldar ágæt söluvara til lengri tíma
litið. Þá er talið að einstakir fjárfestar, bæði erlendir og innlendir,
gætu haft áhuga á sumum fyrirtækjanna af ýmsum ástæðum, til
dæmis til þess að halda uppi eða draga úr samkeppni. Meðeigendur
Sambandsins í sumum fyrirtækjunum eiga forkaupsrétt og hyggjast
í einhveijum tilvikum nýta sér hann. Að sögn Helga Jóhannssonar,
forstjóra Samvinnuferða-Landsýnar hf., munu aðrir hluthafar ferða-
skrifstofunnar örugglega nýta sér forkaupsrétt sinn og Hermann
Hansson, stjórnarformaður Islenskra sjávarafurða hf., segist gera
ráð fyrir að framleiðendur sem eiga meirihluta hlutafjár í fyrirtæk-
inu og eiga forkaupsrétt að þeim hlut sem Landsbankinn keypti af
Sambandinu hefðu hug á að kaupa í það minnsta eitthvað af þeim
hlut. Kaup Eimskips á hiutabréfum í Samskipum hafa ekki verið
rædd í stjórn Eimskips en stjórnarformaður Eimskips segir að félag-
ið vilji fylgjast með hvernig þessi mál gangi fram.
Guðmundur Hauksson, fram-
kvæmdastjóri Kaupþings, sagði að
hlutabréfamarkaðurinn væri í nið-
ursveiflu, annars vegar vegna efna-
hagsástandsins í landinu og hins
vegar vegna þess að nú byðust
mjög góðir vextir á verðbréfamark-
aðnum, ekki síst af verðbréfum rík-
isins. Taldi hann að fólk vildi fara
varlega í kaup á hlutabréfum og
legði peninga frekar í öruggari
verðbréf. Þetta sagði Guðmundur
að ætti eftir að breytast og betri
sölumöguleikar myndu skapast
þegar frá liði.
Aðrir stjórnendur verðbréfafyrir-
tækja sem rætt var við í gær sögðu
það sama. Söluhorfur væru ekki
góðar á almennum markaði í bili
en útlit fyrir að Landsbankinn gæti
selt hlutabréf sín á lengri tíma.
Einn verðbréfasalinn benti á að þó
að litlir sölumöguleikar væru nú á
almennum markaði gæti verið að
annarskonar fjárfestar vildu kaupa
þessi fyrirtæki. Nefndi hann sem
dæmi að fýrirtæki gæti haft áhuga
á að kaupa keppinaut eða önnur
fyrirtæki vildu kaupa sig inn í fyrir-
tæki í annarri starfsemi til að víkka
út starfsemi sína. Þá nefndi hann
að þó að deyfð væri á almennum
hlutabréfamarkaði væri huganlegt
að ýmsir sjóðir vildu fjárfesta í þess-
um hlutabréfum.
Guðmundur Hauksson sagði að
vaxandi möguleikar væru á sölu
hlutabréfa til útlendinga eftir því
sem fleiri hömlum á fjármagns-
flutningum væri aflétt og ísland
öðlaðist meiri viðurkenningu á fjár-
festingarmörkuðum erlendis. Við-
mælendur nefndu Samskip hf. og
íslenskar sjávarafurðir hf. sem álit-
lega söluvöru erlendis.
Forkaupsréttur í
Samvinnuferðum nýttur
Hlutabréfin í Samskipum hf. eru
einu hlutabréf Hamla hf. sem eru
skráð á almennum hlutabréfamark-
aði. Olíufélagið er einnig skráð á
markaðnum en þó að verðmæti
hlutabréfa þess séú í pakkanum
sem Hömlur hf. yfirtóku af Sam-
bandinu hefur Olíufélagið sjálft
keypt bréfin með samþykki bank-
ans. Hin félögin eru flest lokuð og
hafa aðrir eigendur forkaupsrétt.
Vitað er að forkaupsréttur verður
nýttur í einhverjum tilvikum. Þann-
ig segir Helgi Jóhannsson, fram-
kvæmdastjófi Samvinnuferða-
Landsýnar hf., öruggt að aðrir
eignaraðilar muni nýta forkaupsrétt
sinn.
Eignarhlutur Sambandsins í
ferðaskrifstofunni nam 33% og tel-
ur Helgi að eigendaskiptin muni
engin áhrif hafa á starfsemi fyrir-
tækisins. Hlutafé Samvinnuferða
dreifist mjög jafnt á milli annarra
eignaraðila en þeirra helstir eru
Olíufélag íslands hf., Vátrygginga-
félag íslaiids hf., Alþýðusamband
íslands, Bandalag starfsmanna rík-
is og bæja^ Bandalag háskóla-
manna, Farmanna- og fískimanna-
sambandið, Samband bankamanna
og Stéttarsamband bænda.
„Þeir ijölmörgu eigendur sem
þarna eru munu örugglega nýta sér
sinn forkaupsrétt,“ segir Helgi Jó-
hannsson.
Bæði jákvæðar og neikvæðar
hliðar fyrir Samskip
Eftir að Samskip hf. voru gerð
að almenningshlutafélagi var
ákveðið að hlutafé félagsins yrði
aukið með almennu hlutafjárútboði.
í fyrsta áfanga var boðið út hlutafé
að nafnverði 100 milljónir kr. á
genginu 1,12, eða 12% yfír nafn-
verði. Tókst að selja þessi bréf og
ákveðið var að ráðast í annan
áfanga útboðsins. Vátryggingafé-
lag íslands keypti hluta þess útboðs
á sama gengi í ágústmánuði. Bréfin
hafa ekki hreyfst á markaðnum sið-
an og hafa nú verið tekin af mark-
aðnum. Landsbankinn yfírtók
hlutabréf Sambandsins í fyrirtæk-
inu á genginu 0,9, eða 10% undir
nafnverði. Hæsta tilboð í bréf fyrir-
tækisins á hlutabréfamarkaðnum
nú er á genginu 0,T%. Ástæðan
fyrir þessu verðfalli frá því bréfín
voru metin við hlutafjárútboðið er
sú staðreynd að rekstraráætlanir
hafa ekki staðist. Gert var ráð fyr-
ir 122 milljóna kr. hagnaði af fyrir-
tækinu á árinu 1992 en 129 millj-
óna kr. tap varð fyrstu sex mánuði
ársins og ekki útlit fyrir hagnað á
árinu. Starfsmaður verðbréfafyrir-
tækis sem rætt var við í gær taldi
að lækkun gengisins í 0,9 endur-
speglaði ágætlega þá breytingu sem
orðið hefði á rekstri fyrirtækisins.
Ómar Jóhannsson, forstjóri Sam-
skipa, vildi ekkert tjá sig um kaup
Landsbankans á fyrirtækinu fyrr
en hann hefði fengið formlegar
upplýsingar um eigendaskiptin.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins er það skoðun forsvars-
manna fyrirtækisins að frá við-
skiptalegu sjónarmiði sé meiri
styrkur í því fyrir fyrirtækið að
hafa Landsbankann að baki sér
heldur en veikt Samband. Á þessu
máli séu þó bæði jákvæðar og nei-
kvæðar hliðar.
Eimskip fylgist með
„Ég geng út frá því að bæði ís-
lenskir innflytjendur og útflytjend-
ur óski eftir því að hafa valkosti í
flutningum hér eftir sem hingað til
og að samkeppni verði tryggð. Allir
vilja hafa eitthvert val fremur en
einn aðila með einokunaraðstöðu,"
sagði einn af forystumönnum Sam-
skipa.
Sem hugsanlegir kaupendur
hlutabréfanna í Samskipum hafa
samtökin íslensk verslun verið
nefnd, en það eru samtök kaup-
manna og heildsala. Einnig skipafé-
lög, svo sem Eimskip og erlend flutn-
ingafyrirtæki. Ekkert fékkst stað-
fest um áhuga þessara aðila í gær.
Indriði Pálsson, stjórnarformaður
Eimskips, sagði í gærkvöldi þegar
leitað var eftir viðbrögcíum hans:
„Eimskipafélagið hefur áhuga á því
sem er að gerast í viðskiptaum-
hverfinu sem það starfar í. Af þeirri
ástæðu hljótum við að hafa áhuga
á því hvemig þessi mál ganga fram.
En málið hefur ekki verið rætt í
stjórn Eimskipafélagsins og engin
afstaða verið tekin í því efni. Þess
vegna get ég ekki talað meira um
málið efnislega.“ Er Indriði var
spurður að því hvort hann teldi
koma til greina að Eimskip byði í
hlutaréfin í Samskipum sagðist
hann ekki getað svarað því. Sagði
hann að ekki væri hægt að taka
afstöðu til málsins fyrr en vitað
væri hvað væri í gakkanum.
Hlutabréf í Islenskum
sjávarafurðum á markað
Hlutur Sambandsins í íslenskum
sjávarafurðum hf. nam 45%. Aðrir
hlutir skiptast á milli framleiðenda
sem eiga fímm menn af sjö í stjórn
þess. Hermann Hansson, kaupfé-
lagsstjóri á Höfn og stjómarfor-
maður félagsins, segist ekki sjá að
breyting verði á starfsemi sölusam-
takanna þrátt fyrir að breyting
verði á eignarhaldi. Sagði hann að
frekar myndi leita á einhvetja hvort
þessi breyting yrði hvati til þess að
breytingar yrðu gerðar á uppbygg-
ingu sölusamtakanna. „Ég er ekki
að segja að það sé ósk okkar en
vafalaust myndu einhveijir hugsa
um það,“ sagði Hermann. Ekki
tókst að ná í helstu forsvarsmenn
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna
til að spyija þá hvort áhugi væri
hjá SH á sameiningu fyrirtækjanna.
„Það er ljóst að núverandi hlut-
hafar, sem eru fyrst og fremst
frystihús, eiga forkaupsrétt á þeim
hlutum sem þama skipta um eig-
endur, og ég geri frekar ráð fyrir
að menn hafí hug á að kaupa í það
minnsta eitthvað af þessum hlut,“
sagði hann. Kvaðst Hermann ekki
hafa leitt hugann að því hvort er-
lendir aðilar keyptu hlut í félaginu
og sagðist telja það afar ólíklegt.
Hermann sagðist hins vegar telja
líklegt að félagið yrði opnað og ein-
hver hlutabréf í íslenskum sjávaraf-
urðum færu út á almennan hluta-
fjármarkað á næsta ári. „Við höfum
haft þá stefnu að þetta hlutafélag
yrði opnað. Mönnum fannst rétt að
leyfa því að stíga fyrstu sporin sem
lokað félag áður en það yrði opnað
en mér kæmi það á ðvart ef ekki
yrði tekin ákvörðun um að opna
félagið á næsta aðalfundi og þá
færu sjálfsagt einhver hlutabréf á
opinn markað," sagði Hermann. í
máli hans kom ennfremur fram að
ekki hafi verið boðað til stjómar-
fundar vegna sölu Sambandsins til
Landsbankans en það mál yrði
væntanlega til umræðu á næsta
reglulega fundi stjómar.
Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga á
Akureyri lýsti á dögunum yfir
áhuga á að kaupa hlut Sambands-
ins í Efnagerðinni Sjöfn hf. og
Kaffibrennslu Akureyrar sem kaup-
félagið á til helminga á móti Sam-
bandinu.
*
Islandsmeist-
arakeppni
í karaoke
Á VEGUM karaokekeppninnar
Olvers í Glæsibæ er nú hafin ís-
landsmeistarakeppnin í karaoke-
söng. Þetta er í þriðja skipti sem
keppni þessi er haldin og að þessu
sinni í samstarfi við Bylgjuna FM
98.9.
Keppnin fer þannig fram að á
hveijum fimmtudegi og sunnudegi
fram að úrslitakeppni keppa sex
þátttakendur hvert kvöld. Tveir
þeirra vinna sér rétt til þátttöku í
undanúrslitum, sem verða í Ölveri í
desember nk., en þar verða valdir tíu
keppendur til þátttöku í úrslita-
keppninni og jafnframt valin Reykja-
víkurmeistari í karaokesöng. Sú ný-
breytni hefur verið tekin upp frá
fyrri keppnum að nú gefst færi á
að keppa í dúettsöng.
(Úr fréttatilkynningu)
Heiðrún Anna Björnsdóttir, miss
University, tók þátt í karaoke-
keppni Olvers í fyrra og var
myndin tekin við það tækifæri.
Sænskir Biblíukeimarar
hjá Hjálpræðishernum
HÉR Á LANDI eru stödd í boði
Hjálpræðishersins hjónin Inge-
mar og Marie-Helene (Majsan)
Myrin frá Örebro í Svíþjóð.
Síðastliðna helgi voru haldnar
samkomur í hersalnum á Akureyri
og einnig voru margir Biblíutímar.
Samkomurnar í Herkastalanum í
Reykjavík byija fimmtudaginn 12.
nóvember og verða á hveiju kvöldi
til og með sunnudagskvöldsins 15.
nóvember. Einnig verða Biblíu-
tímar á laugardag og sunnudag.
(Fréttatilkynning)
Leiðrétting á línuriti
VEGNA mistaka við vinnslu
línurits, sem birtist með grein
Kristjáns Þórarinssonar, stofn-
vistfræðings Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, á bls. 10
C í blaðinu í gær, er línuritið
birt hér leiðrétt. Þá féllu niður
nokkrar línur í greininni og eru
þær feitletraðar hér: „Vera kann
að léleg nýliðun undanfarinna
ára stafí að hluta til af smæð
hrygningarstofnsins, sem er aft;
ur afleiðing mikillar sóknar. í
öðru lagi ber að nefna að von-
ir um stóra Grænlandsgöngu
árið 1991 brugðust. í þriðja
lagi var of stíft sótt í smáfisk,
einkum á árunum 1987-1989.“
Síðar í greininni á að standa:
„Hækkunar hlutfallsins á seinni
árum verður þó vart hjá báðum
kynjum, en munstrið er ekki
nákvæmlega eins hjá kynjunum.
í framhaldi af þessu hefur
verið ákveðið að bæta við
næstu úttekt útreikningi á
hrygningarstofni byggðum á
hrygnum eingöngu.“
Blaðið biðst velvirðingar á
þessum mistökum.
Myndl:
Kynþroskahlutfall þorsks, eftir aldri, janúar til maí
1,0
0,9
0,8
0,7
0,6
0,5
0,4
0,3
0,2
0,1
0,0
1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991
Atriði úr myndinni.
„Blade Runn-
er“ í Saga-Bíói
SAGA-BÍÓ hefur hafið sýningar á
myndinni „Blade Runner". Myndin
er framleidd af Michael Deeley
og Ieikstýrð af Ridley Scott. Með
aðalhlutverk fara Harrison Ford
og Sean Young.
Leikstjórinn Ridley Scott hefur nú
gert nýja útgáfu af framtíðarþrillern-
um „Blade Runner" sem hann gerði
árið 1982. Hann hefur bætt inn nýj-
um áður óséðum atriðum. Myndin
gerist árið 2019 og segir frá einka-
spæjara þess tíma sem á í höggi við
glæpamenn í Los Angeles. Eru þar
á ferðinni vélmenni sem eru svo full-
komin að nánast ógerlegt er að
þekkja þau frá mannfólkinu.