Morgunblaðið - 12.11.1992, Síða 47
MORGUNBUAÐTÐ FIMMTUDAGUK 12. NÓ'VEMBER 1992
47
Að bíta í skottið á sér
Frá Jóni Sæmundi Sigurjónssyni:
í LÍTILLI grein í Morgunblaðinu
3. nóvember sl. sér Guðjón Axels-
son, prófessor í gervigómagerð,
ástæðu til þess að uppfræða ab
menning um vanþekkingu mína.
Eftir langa veru í háskólanum er-
.lendis við nám og störf kannast
ég vel við þann eiginleika sumra
prófessora að lýsa umsvifalaust
yfir vanþekkingu annarra manna
ef þeir eru annarrar skoðunar en
þeir sjálfir. Það er auðvitað ekki
öllum gefið að hafa höndlað sann-
leikann.
Annar er sá eiginleiki prófessora
sem ég kannast jafn vel við, en
það er nákvæmni í vinnubrögðum.
Ég hélt satt að segja að það gilti
eins fyrir þá sem stunda fræði
gervigóma sem önnur vísindi.
Prófessor Guðjón leggur áherslu
á í grein sinni að kynna mönnum
brot úr lögum um tannlækningar
nr. 38 frá 12. júní 1985. Fer hann
yfir þær greinar laganna sem fjalla
um verksvið tannlækna og aðstoð-
arfólks þeirra. Tilgangur þessarar
yfirferðar er að því er virðist að
sýna fram á eitthvað varðandi
tannsmiði. Um þá gilda þó önnur
lög eins og prófessorinn rétt ýjar
að, er hann tekur réttilega fram
að tannsmiðir séu iðnaðarmenn en
ekki tæknimenntuð heilbrigðis-
stétt. Hin langa tilvitnun í tann-
læknalögin í þessu sambandi var
því rétt hæpin. Það gat þess vegna
engan veginn verið rökrétt niður-
staða er prófessorinn heldur áfram
í grein sinni og telur þá tannsmiði
engu að síður vera „sérhæft að-
stoðarfólk tannlækna".
Tannsmíð er sjálfstæð iðngrein
og tannsmiðir reka oftar en ekki
sjálfstæð fyrirtæki alls óháð rekstri
tannlækna. Tannsmiðir eru ekki
frekar sérhæft aðstoðarfólk tann-
lækna en svæfingarlæknar eru
sérhæfðir aðstoðarmenn skurð-
lækna. Um nána samvinnu er þó
vissulega að ræða í báðum tilvik-
um. Niðurstöður prófessorsins eru
því rökleysa.
Þá kemur að kostulegri staðhæf-
ingu í áðurnefndri grein, sem er
um leið tilefni þessara skrifa. Pró-
fessor Guðjón segir orðrétt í grein
sinni: „... lýsir formaður Trygg-
ingaráðs opinberlega yfir þeirri
skoðun sinni að lögleiða beri
skottulækningar." Mér er ljóst, að
skv. lögum um tannlækna og sbr.
nýuppkveðið lögbann á einn þátt
starfsemi Bryndísar Kristinsdótt-
ur, tannsmíðameistara, hafa tann-
læknar einkarétt á að stunda tann-
lækningar í munnholi sjúklings.
Þessar staðreyndir veita þó pró-
fessor Guðjóni engan veginn þann
rétt að leggja mönnum orð í munn,
sem aldrei hafa verið sögð. Sú
gervismíði getur ekki einu sinni
fallið undir fræðin.
Sá þáttur í starfi tannsmiðs sem
hugsanlega brýtur í bága við lög
um tannlækna er mótataka fýrir
smíði heilgóms. Þetta er sá þáttur
þar sem prófessorinn telur að ver-
ið sé að stunda tannlækningar og
þá væntanlega skottulækningar,
ef það er tannsmiður sem kemur
plastmassanum fýrir í munnholi
viðskiptavinarins til að taka af
honum mót.
Nú bendir prófessor Guðjón á
„að sá er skottulæknir sem stund-
ar lækningar án nauðsynlegs leyfis
yfirvalda“. Ef lögum er breytt
þannig að enginn vafi leiki á að
þessi mótataka er heimil fyrir
tannsmiði, þá er varla um skottu-
lækningar að ræða. Sá sem heldur
því engu að síður fram virðist mér
hafa bitið rökfræðilega í skottið á
sér.
Það er eftirtektarvert að pró-
fessor G'uðjón hirðir ekkert um
möguleika elli- og örorkulífeyris-
þega til að fá heilgóma 35% ódýr-
ara en verið hefur. Hann er einfald-
lega ekki sammála því að það gefí
tilefni til að eftir einhveiju sé að
slægjast. Mér dettur ekki í hug
að gera lítið úr hæfni og dugnaði
íslenskra tannlækna. Þvert á móti.
Þeir veita þjónustu, sem er stund-
um með því besta sem völ er á.
En talsmenn þeirra hafa heldur
aldrei ljáð máls á því að sú þjón-
usta ætti að vera ódýr. Ekki held-
ur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega
— í kreppunni.
JÓN SÆMUNDUR
SIGURJÓNSSON
formaður Tryggingaráðs
Tryggingastofnun ríkisins
Laugavegi 144, Reykjavík
Tollar á fiski til EB
landa og bókun 6
Frá Aðalsteini Sigurðssyni:
Fimmtudaginn 5. þessa mánað-
ar birtist í Morgunblaðinu grein
eftir einn af þingmönnum okkar
Reyknesinga, Áma R. Árnason,
þar sem hann ræðir m.a. um meint
ágæti EES-samningsins. Það er,
frá mínum bæjardyrum séð, ýmis-
legt rangsnúið í málflutningi hans,
en ég ætla aðeins að gera athuga-
semdir við fullyrðingar hans um
tolla á fiski, sem við seljum til
EB-landa.
Hann segir: „Samningurinn
mun gjörbreyta færum okkar til
að flytja unnar sjávarafurðir til
EB-landa vegna mikilla tollaniður-
fellinga þegar í byijun næsta árs.
Af saltfiski falla þá strax niður
allir tollar, þeir samsvara 20% af
framlegð sjávarútvegs á íslandi í
ár og nema milljörðum króna. Svo
mikil breyting verður á tollum á
fullunnum afurðum, neytenda-
pakkningum og sjávarréttum, að
útflutningur þeirra getur loksins
hafist."
Rétt er það, að tollar myndu
falla niður af saltfiski, ef við gengj-
um í EES, það er að segja 12%
af saltfiski og 20% af saltfiskflök-
um, en að það samsvari ^,20% af
framlegð sjávarútvegs á Islandi í
ár“ getur ekki staðist.
Tollar geta hins vegar varla fall-
ið niður af öðrum „fullunnum af-
urðum, neytendapakkningum og
sjávarréttum", þar sem engir tollar
hafa verið á þeim til EB-landa síð-
an 1976, samkvæmt hinni títt
nefndu bókun 6.
Þegar þingmenn okkar vita ekki
meira en þetta um viðskipti okkar
við EB-löndin, hvernig eigum við
þá að treysta þeim til að afgreiða
samninginn um aðild okkar að
EES? Frammámenn okkar hafa
að undanförnu brigslað almenningi
um að vera of heimskur til að taka
afstöðu til samningsins, en það
hvarflar að mér hvort við séum
nokkuð verr gefin en blessaðir
þingmennirnir okkar. Ættum við
því alveg eins að geta dæmt um
samninginn og þeir.
AÐALSTEINN SIGURÐSSON
fískifræðingur,
Vallarbraut 8, Seltjarnarnesi.
Pennavinir
Þrettán ára sænsk stúlka með
áhuga á hundum, tónlist, sundi o.fl:
Asa Samuelsson,
Vitsippevagen 13,
S-43833 Landvetter,
Sweden.
VELVAKANDI
ATVINNU-
SKAPANDI
ÚRRÆÐI
Konráð Friðfinnsson, Þórhóls-
götu la, Neskaupstað:
Það er mikið atvinnuleysi í
dag. Mörg fyrirtæki beijast í
bökkum og atvinnuleysið mun
aukast enn verði þau gjald-
þrota: Ég er að velta því fyrir
mér hvort lífeyrissjóðirnir gætu
ekki komið þarna inn í og veitt
fé úr sínum sjóðum til að
styrkja fyrirtækin. Ég sé ekki
ástæðu til þess að þeir einblíni
á húsnæðiskerfið, eins og þeir
hafa gert, við þessar aðstæður.
Þeir hljóta að þurfa að líta á
aðstæðurnar eins og þær eru
núna — því fyrst skulum við
útvega fólkinu vinnu en síðan
getum við reynt að selja því
hús.
GLERAUGU
Gyllt og kringlótt gleraugu
í svörtu hulstri töpuðust við
Laugarnesskóla fyrir nokkru.
Finnandi er vinsamlegast beð-
inn að skila þeim í Laugarnes-
skóla.
VETTLINGAR
Bláir útpijónaðir fingravettl-
ingar töpuðust sl. mánudag á
Freyjugötu eða í Þingholtunum.
Finnandi er vinsamlegast beð-
inn að hringja í síma 27515.
Fundarlaun.
GLERAUGU
Barnagleraugu með gylltri
umgjörð töpuðust við Selja-
skóla. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma 78029
eða skila þeim í Seljaskóla.
Sautján ára japönsk stúlka með
margvísleg áhugamál:
Fumiyo Meguro,
68-6 Kitano Aza Shitakari
Kanaashi,
Akita-shi Akita-ken,
010-01 Japan.
LEIÐRÉTTIN G AR
Rithöfundur lýsir
myndlistarmanni
í grein Erlends Jónssonar, Rit-
höfundur lýsir myndlistarmanni (4.
nóv. sl.), féllu niður nokkrar línur
með þeim afleiðingum að fyrri hlut-
inn brenglaðist. Hér kemur hið
rétta:
Gömlu meistararnir voru enn
starfandi og í hávegum hafðir. Öðru
máli gegndi um abstraktmálarana
sem svo voru kallaðir, unga menn
sem flestir voru nýkomnir frá námi
og höfðu furðulegar hugmyndir um
myndlist, að ýmsum þótti.
Norskur gír
Meinleg villa var í frétt í blaðinu
s.l. þriðjudag um gjöf Heklu hf til
Vélskólans. Gírinn sem Hekla gaf
er norskur af gerðinni Hytek en
ekki notaður.
Ökeypis lögfræðiaðstoð
ó hverju fimmtudugskvöldi milli
kl. 19.30 og 22.00 í símu 11012.
ORATOR, élag laganema. I
Royal
-fjolbrcyttuir
skyndibúðingur
Vántar þig
nýtt sjónvarp??
Eigum ennþá eftir örfá litsjónvarps-
tæki á alveg frábæru verði!!
20" litsjónvarpstæki
m/fjarstýringu.
Verð frá
kr. 25.900,- stgr.
Hágæða myndband m/fjarst. + 2 stk. 3ja
tíma spólur. Verð aðeins kr. 25.900,- stgr.
Þú fínnur varla betra verð!!!
□ Vasaútvarp m/heyrnatólum kr. 800
LJ Vasadiskó kr. 1.440
□ Vasadiskó m/útvarpi kr. 1.990,-
Ll Útvarpsklukkur frá kr. 1.400
□ Útvarpsklukkur m/segulbandi frá kr. 3.400
□ Heyrnartól frá kr. 200
□ Bíltæki m/segulbandi frá kr. 3.900
□ Bíltæki með geislaspilara kr. 26.900
Ll Bílahátalarar frá kr. 1.600 parið
_l Bilamagnarar frá kr. 3.500
U Hljómtæki án geislaspilara frá kr. 13.900
□ Hljómtæki með geislaspilara frá kr. 19.900
□ 14" sjónvörp m/fjarstýringu kr. 24.600
□ 20" sjónvörp m/fjarstýringu kr. 29.900
U 21" sjónvörp m/fjarstýringu og textavarpi kr. 49.900
U Ferðatæki (útvarp - segulband) frá kr. 3.900
U Ferðaútvörp frá kr. 1.300
Þýskt
gæðamerki
Hefur þú efni á að sleppa þessu?
TÓNVER
_Garðastræti 2, sími 627799._
Sendum hvert á land sem er.
Munalán Ábyrgð