Morgunblaðið - 13.11.1992, Side 1

Morgunblaðið - 13.11.1992, Side 1
88 SIÐUR B/C 260 tbl. 80. árg. FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Breska stjórnin kynnir nýja hagvaxtarstefnu Vaxtalækkun og auknar opinber- ar framkvæmdir London. Reuter. BRESKA stjórnin kynnti í gær aðgerðir til að hleypa lífi í breskan efnahag. Forvextir voru lækkaðir úr 8% í 7%, framlög til opin- berra framkvæmda verða aukin og hömlur settar á launahækkan- ir opinberra starfsmanna. Norman Lamont fjármálaráð- herra kynnti efnahagsaðgerðirnar í gær í hinni árlegu ræðu um rík- isútgjöld. Vaxtalækkunin tekur gildi í dag, föstudag. Vextir hafa ekki verið lægri í Bretlandi í fímmt- án ár. Efnahagsstefnan að öðru leyti tekur til fjárlagaársins sem hefst 5. apríl næstkomandi. Lamont sagði að laun opinberra starfsmanna myndu ekki hækka um meira en 1,5% á næsta ári. Þau munu því ekki halda í við verð- bólgu sem er um 3,6%. Lamont tilkynnti enga nýja skatta og ellilífeyrir og félagslegar bætur verða áfram verðtryggðar. Flugskeyta- árás á her- menn Israels Marjayoun í Líbanon. Reuter. SKÆRULIÐAR Hizbollah í Líb- Sagði hann að þessi hófsama stefna sýndi að ríkisstjórnin hefði skýra stefnu og hefði ekki misst sjónar á takmarki sínu sem væri hagvöxtur án aukinnar verðbólgu. „Ég hef ekki trú á því að ríkið geti komist úr kreppu með eyðslu," sagði ráðherrann. „Það eru ein- staklingar og einkafyrirtæki sem eru aflvél hagvaxtarins." Þrátt fyrir þessi orð sögðu hagfræðingar og stjómmálaskýrendur í gær að breska stjórnin hefði greinilega leitað í smiðju breska hagfræðings- ins Johns Keynes sem mælti með auknum ríkisútgjöldum á kreppu- tímum. Aðgerðir, sem Lamont kynnti, til að styrkja bílaiðnað, byggingariðnað og framlög til vegagerðar og járnbrautafram- kvæmda eru taldar í þessum anda. Vextir voru einnig lækkaðir á Ítalíu og í Frakklandi í gær. For- vextir fara úr 15% í 14% á Ítalíu og lækkuðu um fjórðung úr pró- sentustig í Frakklandi, úr 9,35 í 9,1%. S&kborningar heilsast Einhver sögulegustu réttarhöld Þýskalands hófust í gær. Ákærðu eru sex af valdamestu mönnum Austur- Þýskalands fram til hruns kommúnismans árið 1989. Var þinghaldi frestað í gær eftir skamma stund vegna veikinda eins þeirra, Willy Stophs, fyrrverandi forsætisráðherra. Hér sjást þeir Erich Honecker flokksleiðtogi (t.v.) og Erich Mielke, yfirmaður öryggislögreglunnar Stasi, heilsast í réttarsalnum í gær. Sjá „Dómarinn frestaði...“ á bls. 24. Clinton heldur sinn fyrsta fréttamannafund eftir forsetakosningarnar Vandiim er langviimur, bú- ist ekki við kraftaverkum Stefnir að meiri hagvexti í Bandaríkjunum áður en tekið verði á fjárlagahallanum Littlc Rock, Arkansas. Rcuter. anon gerðu í gær harðar árásir á her Israels syðst í landinu og skutu m.a. einu flugskeyti. Féll einn ísraelskur hermaður og tveir særðust. Einnig féll starfs- maður friðargæsluliðs Samein- uðu þjóðanna. Flugskeyti af Katyusha-gerð lenti á öryggissvæði þvi sem Isra- elar hafa komið upp syðst í Líban- on. ísraelar svöruðu með því að beita skriðdrekabyssum og stór- skotaliði. Voru skotmörkin þorp skæruliða í norðurátt. Skipst var á skotum í tvo tíma fyrripart dags í gær. Ekki er vitað um mannfall meðal liðsmanna Hizbollah. ísraelar hafa ekki haft meira lið við landamæri Líbanons í sjö ár. Ástæðuna segja þeir flugskeyta- árásir skæruliða á mánudag og þriðjudag. BILL Clinton, verðandi forseti Bandaríkjanna, hét í gær bæði langtíma- og skammtímaaðgerð- um til að rétta bandarískan efna- hag við. Efnahagsvandinn hefði forgang en hann væri langvinnur. Bandaríkjamenn sem hefðu kosið hann gætu ekki búist við krafta- verkum. Hann itrekaði kosninga- loforð um að lækka skatta mið- stéttarfólks og lagði áherslu á jafnvægi milli aðgerða nú til að fjölga störfum hratt og síðari leiða til að draga úr fjárlagahall- anum. Sagðist hann hafa komist að þeirri niðurstöðu eftir að hafa ráðfært sig við marga hagfræð- inga að ekki væri hægt að draga úr fjárlagahallanum nema auka hagvöxt fyrst. Kom þetta fram á fyrsta fréttamannafundi Clintons eftir kosningarnar 3. nóvember síðastliðinn. Clinton hét því í gær að hann myndi velja fjölbreytt ráðherralið í ríkisstjórn sína sem endurspeglaði litaauðgi bandarísks samfélags. Clinton sagðist ekki einungis vera að leita að ráðherraefnum af mis- munandi kynþáttum og með ólíkan hörundslit heldur hefði hann einnig einsett sér að velja fólk með ólíkan pólitískan bakgrunn. Hann sagði að settar yrðu siðareglur fyrir embætt- ismenn sem m.a. myndu útiloka að menn gætu horfið fyrirvaralaust úr stjómsýslunni og rakað saman fé með því að selja hæstbjóðanda þekk- ingu sína á innviðum kerfisins. Clinton sagðist óska þess að sér tækist að ijúfa múrinn milli forseta- embættisins og almennings. Við hlið hans stóð A1 Gore verðandi varafor- seti en Clinton sagði að samband þeirra væri svo gott að það væri e.t.v. einsdæmi í sögu Bandaríkj- anna. „Ég skemmti mér konung- lega,“ sagði Clinton þegar hann var spurður hvort það væri ekki þjak- andi að eiga eftir að taka við valda- mesta embætti heims. Clinton sagðist ætla að leggja róttæka efnahagsáætlun fyrir Bandaríkjaþing. Áður ætlaði að hann að safna saman heimsúrvali hagfræðinga til ráðgjafar og hrinda því í framkvæmd sem hægt væri án atbeina löggjafarvaldsins. „Banda- ríkjamenn skilja að þessi vandamál eru til lengri tíma og að umskiptin- verða ekki á einni nóttu. En ég tel að þeir búist við róttækum og snögg- um aðgerðum og það ætla ég að standa við,“ sagði Clinton. I gær var tilkynnt um nokkra menn sem taka sæti í nefnd þeirri sem stjómar valdatöku demókrata í Hvíta húsinu fram til 20. janúar. Robert Reich hagfræðingur við Har- vard-háskóla mun hafa umsjón með efnahagsmálunum og Samuel Ber- ger, fyrrverandi háttsettur starfs- maður utanrikisráðuneytisins i for- setatíð Jimmys Carters, sér um utan- ríkismál. Clinton hampað í fréttum Norwalk. Reuter. Fréttaflutningur í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum á dögun- um var oft mjög vilhallur og dró gjarna hlut Bills Clintons á kostn- að George Bush forseta. Er þetta meginniðurstaða óháðrar könnun- ar, sem fram hefur farið á fréttum og fyrirsögnum í dagblöðum og frá fréttastofum. Fréttir, sem skrifaðar voru fyrir og eftir sjónvarpsumræðurnar þijár, voru í 48,4% tilfella hliðholl- ar Clinton, 29,7% Ross Perot og 21,9% Bush. í 71,9% tilfella var umfjöllunin hins vegar neikvæð um Bush, 15,3% um Clinton og 12,8% um Perot. Könnunina annaðist Nexis, deild í Meade Data Central, sem safnar saman fréttum og greinum úr dag- blöðum og tímaritum, og PR Data Systems en það fylgist með því hvaða áhrif auglýsingar eða önnur kynning hafa. Við athugunina unnu fimm menn og gáfu þeir fréttum og fyrirsögnum einkunn- imar „hliðhoil, hlutlaus og nei- kvæð“. „Það kom okkur mjög á óvart hve mikið var um beina hlut- drægni og dylgjur í venjulegum fréttum," sagði Jack Schoonover, talsmaður PR Data. „Tökum sem dæmi fyrirsögnina „Bush fellst á sjónvarpsumræður með Clinton", sem segir allt, sem segja þarf, og hallar.á engan en sé orðinu „loks- ins“ bætt við, „Bush fellst loksins á sjónvarpsumræður með Clinton", er þar með verið að gefa eitthvað í skyn.“ Við könnunina voru skoðaðar fréttir í ýmsum kunnustu og víð- lesnustu blöðum og tímaritum í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.