Morgunblaðið - 13.11.1992, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992
3
Upphaf fiskveiðaárs
Þorskafl-
inn meiri
en í fyrra
ÞORSKAFLINN fyrstu tvo mán-
uði þessa fiskveiðiárs er 27.372
tonn samkvæmt _ bráðabirgða-
tölum Fiskifélags Islands. Sömu
mánuði í fyrra varð þorskaflinn
26.579 tonn og 31.518 haustið
1990. Botnfiskaflinn alls varð nú
tæplega 81.000 tonn, nærri 5.000
tonnum minni en á sama tima í
fyrra og rúmum 3.000 tonnum
minni en 1990. Munurinn nú liggur
í miklum samdrætti í ufsaafla. Sé
þorskaflinn allt almanaksárið tek-
inn saman, var hann að loknum
októbermánuði 226.863 tonn nú,
en 262.056 síðasta ár.
Ýsuafli í haust er 4.800 tonn, sem
er tæpum 2.000 tonnum minna en í
fyrra og enn minna en 1990. Ufsa-
afli nú er um 15.500 tonn, 7.000
tonnum minni en í fyrra. Karfaafli
hefur hins vegar aukizt milli þessara
tímabila. Hann varð í haust 23.600,
en þar af voru 1.120 tonn úthafs-
karfi. Sama tímabil í fyrra og hittið-
fyrra var karfaafli minni, enda veidd-
ist þá enginn úthafskarfi utan 28
tonn í fyrra. Grálúðuveiði í haust er
mun meiri en í fyrra og hittiðfyrra,
en kolaveiði minni.
Síldin hefur gefið sig mun betur
í haust en tvö hin síðari. Fyrstu tvo
mánuði fiskveiðiársins veiddust
56.200 tonn af síld, 17.900 í fyrra
og 19.500 í hittiðfyrra. Loðnuafli
varð nú nærri 100.000 tonn, en síð-
asta haust veiddist engin loðna og
27.000 haustið 1990. Rækjuafli hef-
ur einnig aukizt mikið milli tímabila.
í haust öfluðust 8.300 tonn, 5.300 í
fyrra og 3.300 1990.
Heildarafli umrætt tímabil er því
247.311 tonn nú, var 113.013 í fyrra
og 137.819 í hittiðfyrra.
Einar Benediktsson
Einar Bene-
diktsson
ráðinn for-
stjóri OLÍS
STJÓRN OLÍS hf. hefur ákveðið
að ráða Einar Benediktsson for-
stjóra félagsins og tekur hann við
stöðunni frá og með 1. febrúar á
næsta ári. Þessi ákvörðun var tek-
in á fundi stjórnarinnar í gærdag.
Einar er 41 árs gamall viðskipta-
fræðingur og gegnir nú stöðu fram-
kvæmdastjóra Síldarútvegsnefndar.
Einar er stúdent frá Verslunarskóla
íslands og hann lauk námi í við-
skiptafræði frá Háskóla íslands vorið
1976. Frá þeim tíma hefur hann
starfað við Síldarútvegsnefnd, fyrst
sem aðstoðarframkvæmdastjóri og
síðar framkvæmdastjóri.
Einar er fæddur á Bolungarvík,
sonur hjónanna Hildar Einarsdóttur
og Benedikts Bjarnasonar. Hann er
kvæntur Maríu Guðmundsdóttur og
eiga þau fjögur böm.
Seltjarnarnes
Skoðanakönnun meðal
íbúanna eftir áramót
Á OPNUM borgarafundi sem hald-
inn var i félagsheimili Seltjarnar-
ness um skipulag vestursvæðis yst
á nesinu var samþykkt ályktun um
að fram færi skoðanakönnun með-
al íbúa um skipulag svæðisins. Að
Vesturhluti Selljarnarness
sem deilt er um, en þar gerir
skipulagstillaga sem lengst
gengur í nýtingu landsins ráð
fyrir íbúðabyggð og vegteng-
ingu yfir nesið.
sögn Sigurgeirs Sigurðssonar bæj-
arstjóra fer skoðanakönnunin
væntanlega fram eftir áramót.
Þá var samþykkt ályktun um að
umrætt svæði yrði gert að fólkvangi.
„Það sem gerist næst er að við mun-
um fara okkur hægt til að byrja með
samkvæmt fyrri ályktuninni en sam-
kvæmt þeirri síðari gerum við vænt-
anlega eftir áramót skoðanakönnum
meðal bæjarbúa," sagði Sigurgeir.
„Þar verða settir upp þeir valkostir
sem fyrir hendi eru en þeir eru nokkr-
ir.“
Harðjaxlinn frá
Ameríku
Nú er nýr Ford Ranger kominn til landsins, pallbíllinn sem hefur ótrúlega möguleika
í útfærslu og þú getur valið um margskonar aukabúnað.
Rangerinn er mjög sterkbyggður og ótrúlega sparneytinn prátt fyrir öfluga vél.
Með nýrri hönnun, að utan sem innan, hafa náðst enn betri aksturseiginleikar og hann er
þýður sem fólksbíll. Rað er ekki að furða að Ford Ranger skuli vera mest seldi
pallbíllinn í Bandaríkjunum í áratug.
Rangerinn er fyrir þá sem vilja öðruvisi bíl; glæsilegan og öflugan.
Sýnum Ford Ranger
laugardag og sunnudag
frá kl. 13-1 7.
Komdu og reynsluaktu.
Verðdæmi:
Ford Ranger STX SUPERCAB
31 tommu dekk, sérstaklega öflug 6 cyl, V6 4,0L EFI f
vél, 160 hestöfl, vökva- og veltistýri, hraðafesting,
AM/FM útvarp og segulband, snúningshraðamælir,
sport hábaksstólar og sportfelgur 1.748.000 kr.
Innífalið I verði er ryðvarnar- og skráningarkostnaður.
Hefur þú ekiö Ford.....nýlega?
G/obusP
-heimur gœða!
Lágmúla S, slmi 91- 68 15 55