Morgunblaðið - 13.11.1992, Side 4

Morgunblaðið - 13.11.1992, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992 Kristján Loftsson formaður stjórnar Olíufélagsins Hlutafé verði lækkað um 209 milljónir og hækkað aftur Hluthafar hafi forkaupsrétt að því hlutafé sem boðið verður út KRISTJÁN Loftsson varð formaður Olíufélagsins hf. á stjórnar- fundi félagsins í fyrradag, þegar Sigurður Markússon, stjórnarfor- maður Sambandsins, sagði af sér stjórnarformennsku í félaginu, en Kristján hefur verið varaformaður. Varamaður í stjórn, Ólafur Björnsson, formaður stjórnar Oliusamlags Keflavíkur, mun taka sæti í stjórn félagsins næst þegar stjórnin kemur saman til fundar. ur á hvaða gengi bréfin yrðu boð- in, en eins og kunnugt er var kaup- verð bréfanna á fimmföldu nafn- verði, en gangverð bréfanna á markaði er 4,5-falt nafnverð. Morgunbiaðið/Sigurður Jónsson Prestbústaðurinn á Arnarbæli í Ölfusi brenndur Gamli prestbústaðurinn á Amarbæli í Ölfusi var brenndur til grunna fyrir skömmu. Það voru slökkviliðsmenn í Þorlákshöfn sem stóðu að brunanum og notuðu tækifærið til æfinga í slökkvistörfum. Eldur- inn sást víða að enda stóð húsið uppi á hæð og var hið reisulegasta. Það var byggt upp úr aldamótunum síðustu og var tvílyft hús á háum grunni. Boðaður hefur verið hluthafa- fundur í Olíufélaginu næstkomandi fimmtudag, 19. nóvember, þar sem lögð verður fram tillaga stjómar til hluthafa um að lækka hlutafé félagsins um nafnverð þeirra bréfa sem félagið keypti nýlega af Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga, á fímmföldu nafnverði, eða fyrir 1.048 milljónir króna. Nafnverð bréfanna er 209 milljónir króna. Kristján Loftsson, formaður stjómar Olíufélagsins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að hann VEÐUR . 12.00 IDAG k\ Heímitd: Veðutstofa Istands (Byggt á veðurspá Kt. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR 1DAG, 13. NÓVEMBER: YFIRLIT: Yfir landinu er hæðarhryggur á leið austur en skammt norður af Grímsey er 998 mb lægð sem einnig fer austur. Við suðvesturströnd Grænlands er 985 mb lægð á hreyfingu norðaustur. SPÁ: Sunnan- og suðvestan kaldi eða stinningskaldi með rigningu eða súld á Suð- og Vesturlandi og einnig um tíma norðanlands og austan en þar léttir til síðdegis. Veöur fer hlýnandi og á morgun verður hiti á bilinu 2-6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Suðaustlæg átt og hiti um og rétt yfir frost- marki ó landinu. Siydduél eða skúrir sunnan- og suðaustanlands en þurrt annars staðar. HORFUR Á SUNNUDAG: Vaxandi sunnan- og suðaustanótt og fer að rigna, fyrst vestanlands. Hiti 3 til 6 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað r r r r r r r r Rigning * / * * / / * / Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V ^ v Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindórin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjðður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig v Súld = Poka S FÆRÐA VEGUM: «a 17.30 fgær, Greiðfært er nú á vegum í nágrenni Reykjavíkur, nema Mosfellsheiði er þungfær. Vel fært er um Suðurland til Austfjarða. Ágæt ferð er fyrir Hvalfjörð um Vesturland, vestur fyrir Gilsfjörð í Reykhólasveit. Fært er frá Brjánslæk til Bíldudals um Kleifaheiði og Hálfdán. Greiðfært er norð- ur yfir Holtavörðuheiði til Hólmavíkur og þaðan er fært til Isafjarðar um Steingrímsfjarðarheiði. Botnsheiði er þungfær og Breiðadalsheiði er ófær. Fært er um Norðurland og með ströndinni ó Noröausturlandi til Vopnafjarðar. Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru ófær. Víða um land er hálka og snjór á vegi án fyrirstöðu. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sima 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðln. VEÐUR VIÐA kl. 12.00 í gær UM HEIM að ísl. tíma Akureyri Reykiavík hitl +4 +3 veður skýjað skýjað Björgvin 4 suld Helsinki vantar Kaupmannahöfn 6 rígnlng Narssarsauaq +1 snjókoma Nuuk +8 snjðkoma Ó8ló 3 rlgning Stokkhótmur 4 rigning Pórshöfn 3 akúr Algarve 18 heiðskírt Amsterdam 8 háifskýjað Barceiona 17 skýjað Beriín 7 skýjað Chicago 8 rigning Feneyjar 13 þokumóða Frankfurt 7 skýjað Glasgow 6 úrkoma Hamborg 6 skúr London B léttskýjað LosAngeles 12 heiðskírt Lúxemborg 6 skýjað Madríd 15 lóttskýjað Malaga 22 léttskýjað Mallorca 17 alskýjað Montreal 1 skýjað NewVork 10 súld Orlando 22 skýjað Paris 10 skúr Madelra 21 hátfakýjað Róm 10 hálfskýjað Vín vantar Washington 11 þokumóða Winnipeg +3 skýjað reiknaði með því að ofangreind til- laga yrði samþykkt. Ef svo yrði, þá yrði lögð fram önnur tillaga um heimild stjórnar til að hækka hluta- fé með sölu nýrra hluta. „Það yrði þá þannig að gefín yrðu út ný hluta- bréf um sömu upphæð. í framhaldi af því yrði hlutafjárútboð, eins og í öðrum hlutafélögum, þar sem hluthafar í félaginu, um 1.200 aðil- ar, hefðu forkaupsrétt að því hluta- fé sem boðið yrði út, í hlutfalli við hlutafjáreign sína,“ sagði Kristján. Kristján sagði stjómina hafa tal- ið að þetta væri eðlilegasta leiðin fyrir félagið að fara, í staðinn fyrir að eiga bréfin áfram og þurfa að hraða sölu á þeim, þar sem félag má ekki eiga meira en 10% í sjálfu sér, samkvæmt hlutafélagalögum, lengur en þijá mánuði. „Með því að lækka hlutaféð og fara þessa leið, þá komumst við hjá slíku,“ sagði Kristján. Kristján sagði stjóm ESSO ekki hafa tekið ákvörðun um hversu mikill hluti bréfanna yrði boðinn út til að byrja með, né held- Geðrænn vandi hjá Vs barna og unglinga FIMMTUNGUR barna og ungl- inga hér á landi á við geðræn vandamál að stríða, samkvæmt niðurstöðum könnunar, sem gerð var á Landspítalanum og náði til 2.000 barna og unglinga á aldrin- um tveggja til átján ára. Algengustu kvillarnir eru hegð- unar- og tilfínningavandamál, þroskafrávik, sállíkamleg einkenni, atferlistruflanir og eirðarleysisein- kenni. Samkvæmt samanburði við rannsóknir, sem gerðar hafa verið erlendis, eru íslenzk böm með svip- aða geðheilsu og böm í Hollandi og Bandaríkjunum og betri en böm í Kanada, Frakklandi og Thailandi. Sjá bls. 1B. Ný ljóðabók eftir Þorstein frá Hamri SÆFARINN sofandi heitir ný ljóðabók eftir Þorstein frá Hamri. Í lýsingu útgefanda segir: „í þessari nýju bók kveður ef til vill við persónulegri tón en áður hefur gætt þegar skyggnst er í hugskotið og víða er leitað fanga á vegferð skáldsins. Skáldskapurinn er þó hér sem fyrr fýrst og fremst spurning um manneskjuna sjálfa, samspil hennar við sinn innri mann og við umhverfi sitt. Og á listrænan hátt rennur efni og uppbygging ljóðsins saman í einum farvegi þar sem hugsunin fær mál, formið skynjun. Þorsteinn frá Hamri er trúr lesend- um sínum - og þó fyrst og fremst sjálfum sér í þessari nýju bók.“ Útgefandi er Iðunn. Bókin er prentuð i Prentbæ hf., 55 blaðsíð- ur, og kostar 2.680 krónur. Þorsteinn frá Hamri „Haustdreifar“, bók eft- ir Sig’iirbjörn Einarsson BÓKIN Haustdreifar eftir Sigur- björn Einarsson biskup er komin út. í þessari bók fjallar Sigur- björn í 20 erindum, ritgerðum og ræðum frá síðustu árum um margvísleg efni sem höfða jafnt til leikra og lærðra. í tilkynningu útgefenda segir: „Mörg kjamatriði kristinnar trúar eru tekin fyrir og rædd á skilmerki- legan hátt, hvernig trúin tengist lífi sérhvers manns, sögu þjóðarinn- ar, sögu mannsandans. I bókinni birtast greinar um skímina, bæn- ina, kyrrðina, sorgina, atburði dymbilviku, páska og upprisu. Bók- in á því erindi til allra þeirra sem kynna vilja sér kjarnaatriði krist- innar trúar, lærðra jafn sem leikra. Útgefandi er Skálholtsútgáfan — útgáfufélag þjóðkirkjunnar. Bókin er alls 261 blaðsíða, umbrot var í höndum Skerplu, hönnun á bók- arkápu annaðist Guðjón Ketilsson, ljósmynd af höfundi tók Odd Stefán Sigurbjörn Einarsson en prentvinnsla fór fram í Stein- dórsprent Gutenberg hf. Bókin kostar kr. 2.980.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.