Morgunblaðið - 13.11.1992, Side 10

Morgunblaðið - 13.11.1992, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992 UM HELGINA Tónlist Oddi og Breiða- bólsstaður í Rangárþingi MARGRÉT Bóasdóttir sópransöng- kona og Chalumeaux-tríóið halda tvenna tónleika í Rangárþingi á næstunni. Þeir fyrri verða í Odda- kirkju sunnudaginn 15. nóvember kl. 15.00 og þeir síðari að Breiða- bólsstað í Fljótshlíð miðvikudags- kvöldið 18. nóvember kl. 21.00. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Graupner, Bach, Jón Leifs og Mozart. Chalumeaux-tríóið er skipað klarinettuleikurunum Kjartani Ósk- arssyni, Óskari Ingólfssyni og Sig- urði Ingva Snorrasyni. Þeir félagar hafa leikið saman á klarinettur í fjöl- mörg ár, en það var ekki fyrr en á síðasta ári að þeir gáfu tríóinu nafn- ið Chalumeaux, en það hljóðfæri var foiyeri klarinettunnar. í fréttatilkynningu segir að tón- leikamir séu styrktir af Félagi ís- lenskra tónlistarmanna og aðgangur sé ókeypis. Hraunhvörf ísafjörður SÝNING verður opnuð á verkum Halldórs Ásgeirssonar í Slúnkaríki á ísaflrði laugardaginn 14. nóvem- ber. Á sýningunni eru myndverk gerð úr bræddu hraungrýti. í fréttatilkynningu segir: „Þetta eru litlar furðumyndir sem'festar eru beint á veggina og eru bræddar úr hraunsteini sem hangir úr loftinu í miðjum salnum. „Hraunhvörf“ kallar Halldór þessa aðferð er hann hitar hraunið upp að bræðslumarki og það um- breytist í svartan glerung, ekki ósvipaðan hrafntinnu. Einnig eru til sýnis tvær bækur eftir listamanninn, gerðar með bleki og vatnslitum. Sýningin stendur til 6. desember og er opin frá kl. 16-18, fimmtudaga til sunnudaga. Gallerí Sævars Karls Sýning á verkum Elínar Magnús- dóttur, myndlistakonu, verður opn- uð í Galleríi Sævars Karls, Banka- stræti 9, föstudaginn 13. nóvcmber kl. 16.00. Sýningin verður opin til 4. desember. Þema sýningarinnar er „Rómantík og erótískir straumar milli okkar mannanna". Elín er fædd 9. febrúar 1956. Hún stundaði nám við Myndlista- og' handíðaskóla íslands í tvö ár. Hún var við nám einn vetur við listaaka- demíuna AKI í Enschede í Hollandi og útskrifaðist með diploma í frjálsri málun frá Gerrit Rietveldt-Akadem- íunni í Amsterdam vorið ’87. Elín hefur unnið hérlepdis að frjálsri list- sköpun síðan. Elín Magnúsdóttir myndlista- kona. Margrét Bóasdóttir og Chalumeaux-tríóið. í fréttatilkynningu segir að Elín eigi sjö einkasýningar að baki. Þær helstu eru tvær sýningar í Gallerí List, sýning í Gallery Witte Veen í Amsterdam og sýning í Mennta- málaráðuneytinu í sumar. Perlan LJÓSMYNDASÝNING frá Venezu- ela verður opin í Perlunni í Reykja- vík frá kl. 16 sunnudaginn 15. nóv- ember til kl. 16 laugardaginn 21. nóvember 1992. Heiti sýningarinnar er Venezuela, töfrandi land, en sýning þessi hefur farið milli margra borga í heiminum, og var síðast á Ítalíu, Spáni og í Bandaríkjunum. Fyrirtækið Corpo- ven hefur gert þessa sýningu mögu- lega, en það er dótturfyrirtæki olíu- félagsins „Petroleos de Venezuela". Sýningunni fylgir myndband sem gefur frekari innsýn í tilgang sýn- ingarinnar. í fréttatilkynningu segir m.a.: „Hinn þekkti ljósmyndari Roberto Calantoni var ráðinn af Corpoven til að hanna þessa ljósmyndasýningu þar sem koma fram menningararf- leifð og athyglisverðustu þættir úr náttúru Venezuela, sem þegar hafa hrifið fjölda ferðamanna víðsvegar úr heiminum. Hinn viilta fegurð Qalla og fljóta; heillandi fjallatoppar og jöklar Andesfjallanna, sem hægt er að nálgast með hæstu kapallyftu í heimi; Englafossamir sem eru hæstu fossar í heimi; hin dularfulli Guacharo-hellir; stórkostlegar bað- strendur Karabíska hafsins; hin sér- stæða Margarita-eyja; og Roques- skaginn, allt þetta er í minningum ferðamannsins, ásamt sérkennum íbúanna, menningu þeirra og hátta.“ Steinvör Bjarnadóttir við eitt verka sinna. Lóuhreiður STEINVÖR Bjarnadóttir heldur myndlistarsýningu i kaffihúsinu Lóuhreiðri á Laugavegi 59, 2. hæð. Steinvör hefur sótt myndiistar- námskeið hjá Rúnu Gísladóttur og hefur t.d. haft sýningu í Þrastalundi. Sýningin stendur yfir frá 14. nóv- ember til 11. desember og er opin alla virka daga frá kl. 9-18, nema laugardaga kl. 10-16. Eitt verka Thors Barðdal. Kjarvalsstaðir Höggmyndasýning Thors Barðdal á Kjarvalsstöðum lýkur um helgina. Þetta eru marmara- og granítverk sem flest eru unnin í Portúgal á þessu ári. Þetta er fjórða einkasýn- ing listamannsins. Sýningin er opin til kl. 18. Húsavík MYNDLISTAKONAN Aðalbjörg Jónsdóttir frá Gestsstöðum á Ströndum, nú búsett í Reykjavik, opnaði fjölbreytta sýningu á lista- verkum sínum í síðustu viku í Safn- húsinu á Húsavík og var gerður góður rómur af. Á sýningunni eru 50 listaverk máluð í vatnslitum, pastel og olíu og myndefnið hið fjölbreyttasta. Einnig sýnir listakonan nælur og kort sem hún hefur gert og myndir af handprjónuðum kjólum úr ís- lenskri ull sem hún hefur sýnt í Reykjavík og hafa þeir af þjóðþekkt- um listgagnrýnendum hlotið hina bestu dóma. Aðalbjörg hefur sýnt list sýna á Kjarvalsstöðum og haft einkasýn- ingar víða um land nú á síðustu árum. — Fréttaritari. Fold KYNNING verður á vcrkum Hafdís- ar Ólafsdóttur myndlistarkonu i Fold listmunasölu, Austurstræti 3, dagana 14.-22. nóvember. Hafdís er fædd 1956. Hún stund- aði nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands 1975-1981 og lauk prófi úr kennara- og grafíkdeild. Undanfarin ár hefur hún kennt við skólann. Hafdís hefur haldið einka- sýningar, meðal annars í Norræna húsinu og tekið þátt í fjötda, samsýn- inga innanlands og utan. í fréttatil- kynningu segir að myndir eftir hana séu meðal annars í opinberri eigu hér á landi og erlendis. Opið er í Fold frá kl. 11-18 alla daga nema sunnudaga, meðan á kynningu stendur. Allar myndirnar eru til sölu. Listasafn Sigurjóns til sýnis UM SÍÐUSTU helgi var opnuð sýn- ing í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á 30 verkum eftir Sigur- jón. Sýningin spannar tímabilið 1934 til 1982 og í efri sal safnsins eru valdar myndir frá síðustu æviárum Sigurjóns en þá vann listamaðurinn nær eingöngu í tré. í vetur verður safnið opið um helgar milli kl. 14 og 17 og er kaffi- stofan opin á sama tíma. Tekið er á móti hópum utan opnunartímans eftir samkomulagi. (Fréttatilkynning) A FIM-salur - Norræna húsið SÝNINGUM Guðrúnar Kristjáns- dóttur í FÍM-sal og Norræna húsinu lýkur sunnudaginn 15. nóvember. I FIM-salnum eru litlar landslags- myndir, klipptar saman úr hand; gerðum pappír, og ein lágmynd. í Norræna húsinu eru stór olíumál- verk og lágmyndir, gerðar úr ryðfríu stáli. Öll verkin eru unnin á árunum 1991-1992. Opið er í FÍM-salnum kl. 14-18, en í Norræna húsinu kl. 14-19, alla daga. Blátt áfram og af guðhræðslu Ensk kirkjutónlist fjögurra alda á tónleikum Mótettukórs Hallgríms- kirkju á sunnudag Tónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju eru að þessu sinni helgaðir enskri kirkjutónlist og spannar efnisskráin tónlist fjögurra alda, frá Robert Whyte (d. 1574) til Williams H. Harris (d. 1973), en alls verða flutt verk eftir 10 helstu kirkjutónskáld Englendinga í gegnum tíðina. Stjórnandi kórsins á þessum tónleikum er Bernharður Wilkinson, sem hefur enska kirkju- og kórtónlist nánast í blóðinu, en hann er fæddur og uppalinn í Englandi, sonur þekkts kórstjórnanda og söng sjálfur með drengjakór Westminster Abbey-dómkirkjunnar á æskuárum. Bemharður hefur verið búsettur á Islandi frá 1975 og starfar sem þver- flautuleikari við Sinfóníuhljómsveit íslands. Hann kennir einnig þver- flautuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík en hefur auk þess fengist nokkuð við hljómsveitarstjóm, stjórnað m.a. Sinfóníuhljómsveit ís- lands og Æskuhljómsveit höfuð- borga Norðurlanda 1991. Þá er Bem- harður einn af félögunum í Blásarak- vintett Reykjavíkur sem gert hefur garðinn frægan á undanfömum misserum. Bernharður stjómar Mótettukóm- um að þessu sinni í fjarveru stofn- anda kórsins og stjómanda frá upp- hafi, Harðar Áskelssonar, sem und- anfarna mánuði hefur haft nóg að starfa við uppsetningu hins mikla orgels sem komið er í kirkjuna. Kórdrengur í Westminster „Þegar ég var sjö ára fékk ég inngöngu í drengjakór Westminster Abbey og fór þá á heimavistarskóla sem rekinn var í tengslum við kirkj- una og kórinn. Skólavistin var ókeypis en á móti var kórstarfíð mjög tímafrekt,“ segir Bemharður um fyrstu kynni sín af kirkjutónlist. — Þú hefur þá hreinlega unnið fyrir náminu með söngnum sjö ára gamall? „Já, það má kannski segja það. Við þurftum að syngja alla daga nema miðvikudaga, og tvisvar, stundum þrisvar, á sunnudögum. En þetta var mjög skemmtilegur tími, ég fékk góða kennslu í söng, tón- fræði og píanóleik, auk almennrar kennslu og lauk þarna bamaskóla- prófí 12 ára gamall. Þá hætti ég í kómum og fór í annan skóla. Enda röddin farin að breytast,“ segir hahn og brosir. Kórsöngur og bresk kirkjutónlist hefur þannig verið fylgifiskur Bem- harðs frá blautu bamsbeini, því faðir hans er mikilvirkur kórstjóri í Eng- landi og stjórnaði um árabil Kór breska útvarpsins, BBC, ásamt því að stjóma dagskrárgerð um tón- list.„Það má segja að kórsöngur í kirkjum hafi risið upp úr 150-200 ára lægð í lok síðustu aldar. Þó ótrú- Frá Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar Þekktur píanóleikari frá Venezúela með tónleika ELENA Riu píanóleikari frá Venezúela verður með tónleika í Hafnarborg sunnudaginn 15. nóv- ember kj. 17.00. Sendiráð Venezú- ela á Islandi, Hafnarborg og Menningarstofnun Venezúela (CONAC) standa að tónleikunum, sem eru haldnir í tilefni af útnefn- ingu fyrsta ræðismanns Venezú- ela á Islandi. I fréttatilkynningu segir að Elena Riu sé talin einna fjölhæfust yngri píanóleikara í Suður-Ameríku. Hún er af spænskum og ítölskum ættum, en fluttist til Lundúna til náms eftir að hafa hlotið ríkisstyrk frá Venezú- ela. Hún nam fyrst hjá Niel Immel- man, en varð síðar nemandi Joseph Weingarten við Trinity-tónlistarhá- skólann. Þar vann hún til fjölda verð- launa og hefur síðan haldið tónleika víða um Suður-Ameríku, á Spáni, í Frakklandi og Englandi. Hún hefur hlotið lof fyrir leik sinn, Kjósarmenn endurútgefnir Kiðafclli. EFTIR að starfsemi Átthagafé- lags Kjósverja hætti starfsemi sinni afhenti það Kjósarhreppi útgáfuréttinn af Kjósarmönnum sem er bók með ábúendatali í Kjósinni frá 16. öld fram að miðri 20. öld. Bókin er löngu uppseld. Nú er í ráði endurútgáfa á bók- inni með viðbót til okkar daga. Mik- ið hefur verið spurt eftir henni og er hún talið með betri ábúendatölum sem út hafa verið gefin en það var Haraldur Pétursson sem tók hana saman fyrir Átthagafélag Kjósverja í kringum 1950. - Hjalti. Elena Riu píanóleikari. meðal annars frá Vlado Perlemuter, Imogen Cooper og Bernand Keefe. Á árunum 1991-’92 kom hún víða fram, meðal annars í útvarpi í Frakk- landi, i útvarpi og sjónvarpi í Venezúela og víðar í Suður-Amer- íku. Ennfremur í Ripley Arts Centre, í Bolivar Hall, Barbican Centre, í Salle Unesco í París og í Madríd. Á þessu ári hefur hún þegar leik- ið á ijölda tónieika, síðast í Kantara- borg með Simon Bolivar sinfóníu- hljómsveitinni. Á efnisskrá tónleikanna í Hafnar- borg verða verk eftir suður-amerísk og spænsk tónskáld. Elena Riu mun flytja meðal annars verk eftir Scarl- -atti, Alveniz, Granados, Moleiro, Frederic Nompou og Diana Arism- endi frá Venezúela. Hún telur að um frumflutning sé að ræða á verk- um þeirra tveggja síðastnefndu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.