Morgunblaðið - 13.11.1992, Page 12

Morgunblaðið - 13.11.1992, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992 Sjónlistaspuni á Mokka TUTTUGASTA og sjötta október síðastliðinn hófst vinna við hinn svokallaða „islenska myndlistarrefil 1992“ á Mokka-kaffi með þátttöku 35 myndlistarmanna er tilheyra margvíslegum aldurshóp- um og liststefnum. A sextán og hálfs metra langan segldúk sem strengdur er eftir endilöngum veggjum kaffihússins, skreyta lista- mennirnir hálfan metra hver og vita gestir ekki fyrirfram hvaða listamaður tekur til starfa. Eru þeim efnistök frjáls, og geta þann- ig málað á sinn flöt, skorið i hann, saumað, bætt þriðju víddinni við flötinn eða þrykkt á hann, svo eitthvað sé nefnt. Uppþafsmað- ur þessa listgjörnings er Hannes Sigurðsson listfræðingur, sem búsettur er í New York í Bandarikjunum. „Ég er sýningarstjóri á Mokka ástandið í myndlistarheiminum hér, og hef verið í eitt ár,“ segir Hann- og ég vil taka fram að ég ritstýrði Morgunblaðið/Þorkell Páll Guðmundsson frá Húsafelli, einn þeirra myndlistarmanna sem skreytir refilinn, að vinnu sinni fyrir skömmu. es Sigurðsson í stuttu spjalli við Morgunblaðið um aðdraganda ref- ilsins, „dúkurinn kemur I framhaldi af bréfum sem ég bað um að fá frá íslenskum Iistamönnum um Hefðbundin ljóð Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson Ljóð eiga marga vini og margir eiga vini í ljóðum. Það þarf því enga sérstaka ástæðu til að gefa út bók með úrvali Ijóða. Menn vilja vera með vinum sínum án tilefnis. Gimsteinar nefnist bók með úrvali Ijóða 16 höfunda sem gáfu út ljóð sín á tímabilinu 1918 til 1944 þegar Island var sjálfstætt konungsríki. Ekki liggur í augum uppi hvers vegna sá_ sem valinu ræður, Ólafur Haukur Amason, velur einvörðungu kvæði frá þessu tímabili. Ráða þar þó vafalaust að nokkru smekkur og viðhorf til ljóðsins enda kemur fram í stuttu forspjalli að valið ráðist ekki svo mjög af fagurfræðilegri eða bók- menntalegri rökvísi heldur því hvort kvæðin hafi hrifíð veljandann. Það einkennir nokkuð val Ólafs á ijóðum hversu hefðbundin viðhorf hans eru til ljóðsins. Flest kvæðin eru gamlir kunningjar með rími og ljóðstöfum sem oft hafa birst í úr- vali og skólaljóðum fyrri ára. Fyrir- ferðarmestir höfundar eru þeir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, Jóhannes úr Kötlum, Steinn Steinarr og Tómas Guðmundsson. Raunar er alltaf álita- mál hvaða ljóð eigi að velja í slíka bók. Sumir sakna vafalaust kvæða á borð við Únglínginn í skóginum eftir Halldór Laxness eða Flugur Jóns Thoroddsens sem ekki er að finna í úrvali Ólafs. En allt eins má færa rök að því að slík nýjungakvæði ryfu heildarmyndina. Það væri einnig hægt að ræða það fram og aftur Sjóminjasafn íslands Sjóminjasafn Islands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, hefur opnað á ný eftir skipulagsbreytingar og rúm- lega mánaðar lokun. Sú breyting hefur orðið, að Sjó- minjasafnið er nú deild í Þjóðminja- safni íslands og lýtur stjóm Þjóð- minjavarðar og Þjóðminjaráðs. Sjó- minjasafni íslands er ætlað að vera miðstöð sjóminjavörslu í landinu. Hlutverk þess er að safna, skrásetja, varðveita og rannsaka sjóminjar í víðasta skilningi frá öllu landinu, og kynna þær álmenningi með sýningar- haldi, safnkennslu og á annan hátt. Sjóminjasafn íslands tók til starfa árið 1986 í Brydepakkhúsi, 130 ára bindingsverkhúsi á hinni gömlu Ak- urgerðislóð í hjarta Hafnarfjarðar, við hliðina á húsi Bjama riddara og veitingahúsi A. Hansen. í fréttatil- kynningu segir ennfremur, að húsið : í Sjóminjasafni íslands. hafí verið sérstaklega gert upp fýrir Sjóminjasafnið og hæfí einkar vel sem umgjörð fyrir muni og minjar frá sjósókn og siglingum fyrri tíma. r SJALFSTÆÐISFLOKKURINN BORGARMÁLARÁÐSTEFNA laugardaginn 14. nóvember í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og borgarstjórnarflokkur sjálf- stæðismanna kynna ráðstefnu um borgarmál: Veröur ellin hamingia eöa eymd? Eiga sveitarfélög aö taka yfir stjórn löggæslunnar? Hve langt á aö ganga í einkavæöingu borgarfyrirtækja? HvaÖ má umhverfið kosta? Dagskrá: Setning ráðstefnunnar: Baldur Guðlaugsson, formaður fulltrúaráðsins. Ávarp: Markús Örn Antonsson, borgarstjóri. Lögð fram drög að niðurstöðum starfshópa: Gunnar Jóhann Birgisson, formaður undirbúningsnefndar, Halldór Guðmundsson, Kjartan Magnússon og Sigurður M. Magnússon. Starfshópar funda. (Matarhlé 12.00-12.30). Niðurstöður starfshópa kynntar - umræður. Ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri Guðmundur Magnússon, þjóðminjavörður. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um borgarmál. Stjórnarmenn í sjálfstæðisfélögunum í Reykjavík eru hvattirtil þess að mæta. Góð þátttaka tryggir öflugt málefnastarf. Kl. 10.00 Kl. 10.10 Kl. 10.20 Kl. 11.00 Kl. 14.00 Kl. 15.00 ekki á nokkurn hátt. Þar kváðu við ýmsar skoðanir, og eitthvað úr undirdjúpum íslenskra myndlistar- manna 'kom upp á yfírborðið. Ég lít á dúkinn sem nokkurs konar sáttargjörð, og þessi óvenjulega spyrðing hefur ekki síst vakið at- hygli þar sem þarna er um marga þekkta íslenska listamenn að ræða, og refillinn var meðal annars hugs- aður til að vekja athygli á þeim og íslenskri myndlist almennt. Þegar fram líða stundir verður einnig gaman að bera myndverkin á refl- inum saman við hræringar í mynd- list á því herrans ári 1992, og verð- ur hann eins og stikkprufa á mynd- listina um þessar mundir." í kynn- ingu með atburðinum er raunar lögð allnokkur áhersla á hlutverk refilsins sem samvinnuverkefni sem stefnt' er gegn ágreiningi: „Hver listamaður verður því eins og sjálfstæð rödd í mikilfenglegri fúgu um leið og hann neyðist til að koma til móts við myndmál ná- grannans og semja við hann um „landamærafrið“ ... Samvinna af þessu tagi er þó ekki með öllu ný af nálinni, fremur en svo margt annað undir sólinni; t.d. unnu frönsku súrrealistarnir stundum að verkum í sameiningu, kallað „cadavre esquis“, og eru þess dæmi frá síðasta áratug að tveir eða þrír listamenn sömu stefnu hafi deilt með sér myndfletinum. En aldrei hefur jafnstór og ólíkur hópur lista- manna átt hér hlut að máli svo vitað sé til, né heldur hefur það verið gert á þennan sérkennilega máta. 011 tilhögun er nefnilega með afar þjóðlegu sniði og má segja að verklagið samsvari nokkurn veginn sjónrænt því að kveðast á, þar sem listamennirnir þurfa að botna „myndkvæði" hver annars, ef svo má að orði komast. Auk þess skír- skotar lögun dúksins í forna mynd- listarhefð okkar íslendinga, þ.e.a.s. refilsaumuðu vegghengin, en þau voru einkum vinsæl á víkingaöld- inni og oft skartað í híbýlum við hátíðleg tækifæri, sbr. refilinn fræga frá Hvammi í Dölum'. En fyrst og fremst táknar gerð dúksins þó róttækan samstarfsvilja, því á tímum barlóms og sundrungar stingur slíkur einhugur rækilega í stúf og gefur tilefni til bjartsýni; ef slíkir heimspeki- og fagurfræði- legir andstæðingar og mínimalist- inn og ný-expressjónistinn geta unnið hlið við hlið þá er kannski ekki öll nótt úti enn.“ Ólafur Haukur Árnason hvort því markmiði höfundar að spegla vel með vali sínu „viðhorf og tíðaranda áranna milli heimsstyij- alda og tíma seinna stríðsins" verði náð án þess að velja í bókina í meira mæli pólitísk kvæði tímabilsins, t.a.m. kvæði þeirra Jóhannesar úr Kötlum og Steins Steinarr. Enn er því til að svara að mér virðist Ólafur Haukur fyrst og fremst fagurkeri í sínu vali og grunntónninn í vinnu hans er að „skynja enn einu sinni þann galdur sem gerir orðræðu skálds að listaveki“ og miðla þeirri skynjun til lesenda. í því ljósi verða honum e.t.v. hin sósíalrealísku ljóð tímabilsins lítt árennileg. Þess vegna beinist val hans frekar að nattúru- lýrík Jóhannesar og heimspekilegum kvæðum Steins. Það kann að vera að slík endursýn verði ekki raunsæ eða fræðileg en um hana er þýðingar- laust að deila frekar en smekk manna yfírleitt. Ljóðunum er sómi sýndur með þessari útgáfu. Bókin er i vönduðu skinnbandi með miklu gullflúri fram- an á. Mannlíf á Tang-a Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Gerðuberg Sannar sögur af sálarlífi systra Höfundur' texta: Guðbergur Bergsson Leikstjórn og handrit: Viðar Eggertsson Leikmynd og búningar: Ása Hauksdóttir Lýsing: Trygve J. Eliasen Aðstoð við leikmynd: Björg Vilhjálmsdóttir Það eru þær Anna og Katrín og Gunna og Tóta sem mæta til leiks í leikgerðinni úr sögum Guðbergs Bergssonar, Það sefur í djúpinu, Hermann og Dídí og Það rís úr djúpinu. Reyndar er Tóta dulnefni Katrínar og Gunna dulnefni Önnu, fyrir utan það að Anna og Katrín eru stundum systur, stundum ein og sama manneskjan, allt eftir því hvar þær eru staddar í furðukolli sögu- mannsins sem svo er í furðukolli höfundarins. Auk þeirra eru á svæðinu Magnús (bróðir Más sem var kvæntur Önnu en drukknaði) sem ætlar að efna loforð sitt við látinn bróður og kvænast ekkju hans. Svo er Sveina gamla, móð- ir Magnúsar, og ókunna konan Lóa, sem skammtar sér tóbak, drekkur alls lags dropa, hlær og kumrar á milli þess sem hún seg- ir kjaftasögur af sjálfri sér. Ekki vantar heldur hina léttlyndu skemmtanaskruggu, Sínu frænku Tótu og Gunnu, eða Frið- þjóf samverkamann Tótu. Ég verð nú að segja eins og er að ég skil Tangapersónur Guðbergs eilítið betur eftir að hafa séð þessa leikgerð (eða finnst ég gera það um leið og ég geri mér grein fýrir að það er auðvitað tóm vitleysa). Alltént er hver persóna hún sjálf í leik- gerðinni. Anna er Anna, Katrín er Katrín og svo framvegis. Þær systur eru líkar og ólíkar. Anna segir eitthvað og Katrín betrum- bætir það. Þær eru í eilífri sam- keppni um að vera betri en hinir á stað þar sem ekkert er einu sinni gott. Margrét Ákadóttir í hlutverki Lóu En hvað sem því líður nýtur texti Guðbergs sín mjög vel í leik- gerðinni og , hún er mjög skemmtilega samsett úr þessum þremur verkum. Sýningin er að hluta til leikles- in og að hluta til leikin við undir- spil texta og heppnast sérlega vel sem slík. í hlutverkunum eru Ingrid Jónsdóttir (Anna og Gunna), Margrét Ákadóttir (Lóa), Anna S. Einarsdóttir (Katrín), Steinn Ármann Magn- ússon (Magnús og Friðþjófur), Harpa Árnardóttir (Sveina gamla og Tóta) og Sigríður Eyþórsdótt- ir (Sína frænka). Þau skapa öll mjög skemmtilega karaktera og fylla vel út í þá með líkamsbeit- ingu og svipbrigðum, einkum og sér í lagi Sigríður Eyþórsdóttir, Margrét Ákadóttir og Harpa Arnardóttir. Þetta er einföld sýning, með litlum umbúðum en þeim mun meira lagt í leikrænu hliðina. Leikstjórnin er mjög góð og vel haldið utan um smáatriði og þrátt fyrir mikinn texta er framvindan hröð og mikil hreyfing í sýning- unni. Ötkoman er því hin besta kvöldskemmtun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.