Morgunblaðið - 13.11.1992, Side 18
18________________MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992_
Þjóðarsátt um skattsvikin?
eftir Kristján X
Gunnarsson
Vinnukonuútsvar
Hér áður og fyrrum var „hið
opinbera" ekki að bruðla með papp-
ír. Eða vinnu og burðargjöld við að
senda hann út. Þegar „álagning-
unni“ var lokið varð skattþeginn
einfaldlega að labba sig niður á
„skattkontórinn" til þess að fá að
vita hvað á hann var lagt það árið.
Þetta var sem sagt gott, svo langt
sem það náði. Gallinn var bara sá
að gaman hefði verið að komast
að því í leiðinni hvað lagt var á
nágrannann. Úr þessu bættu fram-
takssamir athafnamenn með því að
gefa út skattskrána fjölritaða og
setja í sölu á götum borgarinnar.
Góð hugmynd, grimm sala.
Upp úr þessu fór almenningur
að sproksetja ýmsa kunna athafna-
menn í þjóðlífínu og núa þeim um
nasir að þeir borguðu aðeins vinnu-
konuútsvar til bæjarfélagsins. (Þá
var Reykjavík ekki orðin borg.)
Þetta hugtak „vinnukonuútsvar“
var þannig til komið að með þvi var
höfðað til þeirra skatta og skyldna
sem vinnukonum á hefðarheimilum
var gert að greiða af þeim vasapen-
ingalaunum sem þær fengu umfram
fæði og húsnæði. Segir sig sjálft
að þær greiddu engan hátekjuskatt.
Margt hefur breyst síðan. Skóg-
urinn þarf að vaxa hraðar ef hann
á að standa undir pappírsnotkun-
inni. Vinnukonur heyra sögunni til.
Eitt virðist þó ekki hafa breyst.
Ýmsir „athafnamenn" virðast enn-
þá aðeins borga „vinnukonuútsvar".
Úr skýrslu skattsvikanefndar
Það er ekki nema sanngjarnt að
beðið sé um rökstuðning fyrir svona
óskammfeilinni getgátu.
i því sambandi vitna ég til plaggs
sem ber heitið: Skýrsla íjármálaráð-
herra um störf nefndar sem kann-
aði umfang skattsvika, sbr. ályktun
Alþingis 3. maí 1984. (Lögð fyrir
Alþingi hinn 18. apríi 1986.) í við-
auka A með þeirri skýrslu er birt:
Tölfræðilegt mat á ósamræmi milli
eigna og tekna á skattframtölum
sjálfstæðra atvinnurekenda árið
1984 og 1985.
Könnunin, sem þetta tölfræðilega
mat byggðist á, náði til 453 opin-
berra starfsmanna í fýrsta hópnum,
466 annarra launþega í öðrum og
302 sjálfstæðra atvinnurekenda í
þriðja hópnum. Bornar voru saman,
skv. skattskýrslu, eignir og ráðstöf-
unartekjur heimilisföður (eigin-
manns). Leitað var eftir fylgni milli
ráðstöfunartekna og eigna.
Að því er tekjumar varðaði kom
í ljós að opinberir starfsmenn voru
tekjuhæstir, þar næst komu al-
mennir launþegar en lægstar tekjur
höfðu sjálfstæðir atvinnurekendur.
Hins vegar kom einnig í Ijós að
sjálfstæðir atvinnurekendur ávöxt-
uðu sitt pund með piýði, fóru vel
með eins og sagt var í gamla daga,
því að eignamyndun þeirra reyndist
meiri en beggja hinna hópanna þótt
þeir hefðu lægstar tekjurnar.
í framhaldi af þessari niðurstöðu
komast höfundar þessarar tölfræði-
legu úttektar svo að orði:
Ef gert er ráð fyrir að í raun og
veru sé sama samband milli eigna
og tekna launþega og sjálfstæðra
■atvinnurekenda, en tekjur atvinnu-
rekenda séu vantaldar á skattfram-
tölum, þá vantar um 85.000 kr. 'á
tekjur hvers atvinnurekanda árið
1983 og 165.000 kr. árið 1984.“
Séu þessar 165.000 kr. færðar
til núvirðis er um að ræða 650-700
þús. kr. vantaldar tekjur á ári að
meðaltali hjá hvetjum sjálfstæðum
atvinnurekenda.
Rétt er að taka fram að hér er
um tölfræðilega athugun að ræða
en ekki staðfesta útkomu. En ef
út frá því er gengið að niðurstaðan
sé ekki íjárri lagi leiðir hún tvennt
í ljós. Annars vegar að ýmsir „sjálf-
stæðir atvinnurekendur" virðast
hafa nokkuð fijálsar hendur um
hvaða tekjur þeir reikna sér á skatt-
skýrslunni og hins vegar að þeir
virðast komast bærilega upp með
sjálfdæmið.
Enda segir svo í skýrslu skatt-
svikanefndar: „Áhættan af skatt-
svikum er mjög lítil, refsing nánast
engin en hagnaðurinn verulegur.
Yfírstjóm skattamála er ábótavant
og þarf að bæta. Það skortir á
markvissa heildarstjórn og nútíma-
leg vinnubrögð, ogþjálfað, menntað
starfsfólk.
Sá hluti skattsvikanna sem hér
hefur verið rætt um er þó ekki nema
toppurinn á ískjakanum. Sam-
kvæmt úttekt skattsvikanefndar-
innar gerir hún ráð fyrir að umfang
skattsvika vegna beinna og óbeinna
skatta leiði til umlO milljarða króna
taps opinberra aðilja á ári og er þá
upphæðin reiknuð til núvirðis.
Fyrirhuguð aukning skatt-
byrða á launafólk
„Og hvað segir svo Guð um öll
þessi boðorð?" spurði höfundur
Helgakvers.forðum. Það er kannski
svoiítið óljóst hvað Guð segir, en
hitt fer ekki milli mála að hvað
varðar réttláta jöfnun skattbyrð-
anna á íslenska þegna þá segja al-
þingismennimir okkar lítið sem
ekki neitt. Að minnsta kosti ekki í
alvöru.
Nú er hart á dalnum. Stjórnvöld
og vinnuveitendur brýna launþega
til að taka á sig auknar byrðar,
annars verðum við fjárhagslegir
hreppsómagar Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins eins og frændur okkar
Færeyingar, og atvinnuleysið álíka
og í Bretlandi og Bandaríkjunum
sem við horfum einkum til sem fyr-
irmynda í hagfræði.
Gott og vel. Ótrúlega margir
óbreyttir einstaklingar í alþýðu
þessa lands eru reiðubúnir að færa
fómir — jafnvel auknar fórnir —
ef það mætti verða til að íslending-
ar lifí af sem sjálfstæð þjóð. En
þeir hljóta um leið að setja skilyrði
um réttláta jöfnun byrðanna og
kröfu til stjómvalda um að það
grundvallaratriði verði uppfyllt.
Fólk segir sitthvað í þessu þjóðfé-
lagi sem ekki kemst í blöðin. Eins
og til dæmis söguna um undirstöðu-
fyrirtækið sem byggðarlagið stóð
eða féll með, en var svo illa statt
að laun til starfsmanna greiddust
ekki á réttum tíma. Eiginlega kom
ekkert á réttum tíma nema bílskúrs-
hurð forstjórans sem var sérpöntuð
frá Þýskalandi og kostaði rúmlega
milljón krónur. Það skrýtnasta við
svona sögur er að fólki dettur jafn-
vel í hug að trúa þeim!
Málið er einfalt: Ef menn vilja
koma efnahag þjóðarinnar á hreint
á ytra borðinu, þarf hreingerningin
samhliða að eiga sér stað hið innra.
Það hljómar illa þegar forsvars-
menn atvinnuveganna hrópa „úlfur,
úlfur“ en bjarga sér samt fimlega
undan úlfínum á glæsikerrum sín-
um, meðan almenningur á sér enga
undankomuleið, ekki einu sinni á
Lödu eða Trabant.
Krislján J. Gunnarsson
„Það hlýtur að vera
krafa almennings að
skattalög og fram-
kvæmd skattheimtunn-
ar verði tekin til endur-
skoðunar, af alvöru en
ekki sýndarmennsku,
með það að markmiði
að hindra skattsvik. Og
þessi endurskoðun þarf
að eiga sér stað áður
en menn setjast niður
til að ráðslaga um að
þyngja skattbyrðar á
launafólk sem aðilar
vinnumarkaðarins virð-
ast nú telja óhjákvæmi-
legt.“
Það hlýtur að vera krafa almenn-
ings að skattalög og framkvæmd
skattheimtunnar verði tekin til end-
urskoðunar, af alvöru en ekki sýnd-
armennsku, með það að markmiði
að hindra skattsvik. Og þessi endur-
skoðun þarf að eiga sér stað áður
en menn setjast niður til að ráðs-
laga um að þyngja skattbyrðar á
launafólk sem aðilar vinnumarkað-
arins virðast nú telja óhjákvæmi-
legt.
Hefur náðst þjóðarsátt
um skattsvikin?
En svona umræða er líklega út
í hött. Menn segja tímana erfiða
og þörf á samstöðu þjóðarinnar.
En þess sjást lítil dæmi um að þeir
sem gjarnan líta á sig sem mál-
svara almennings í landinu vilji
angra skattsvikarana með því að
taka þetta, að því er virðist, við-
kvæma mál til umræðu.
Ekki fjölmiðlamir.
Ekki leiðarhöfundar hinna fijálsu
dagblaða.
Ekki rannsóknarblaðamennirnir.
Ekki hörðu sjónvarpsspyrlarnir.
Ekki stjórnmálaflokkar sem síst
vilja styggja þá sem helst má búast
við að láti eitthvað af hendi rakna
í flokkssjóðinn.
Ekki alþingismennirnir sem haft
hafa til athugunar skýrslu skatt-
svikanefndarinnar allt frá árinu
1986. '
Ekki dómsvaldið ef samanburður
er gerður á refsingu stráklinga, sem
stolið hafa sígarettulengju úr sölu-
turni, og forstjóra gjaldþrota fyrir-
tækja sem „láðist“ að skila til ríkis-
sjóðs nokkrum tugum milljóna af
því fé sem þeir innheimtu af starfs-
mönnum sínum eða viðskiptavinum.
Um þetta mál heyrist heldur ekk-
ert frá bjargvættum þjóðarinnar.
Ekki frá VSÍ.
EKki einu sinni frá ASÍ.
Það skyldi þó ekki vera að tekist
hafí þjóðarsátt um skattsvikin?
Höfundur var borgarfulltrúi í
Reykjavík og síðar fræðslustjóri
Reykjavíkur.