Morgunblaðið - 13.11.1992, Síða 23

Morgunblaðið - 13.11.1992, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992 23 Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir Dagbjört og Rúna á blaðamannafundi föður þeirra 1 fyrrakvöld. „Vona að allir Tyrk- ir séu ánægðir núna“ Halim segist ekki hafa ákveðið hvort Sophia fær stúikurnar 1 júlí HALIM A1 brosti breitt og lyfti höndum til merkis um signr þegar hann gekk út úr skrifstofu dómarans eftir að honum hafði verið úr- skurðað forræði dætra þeirra Sophiu Hansen í gærmorgun. Á hæla hans komu fylgdarmenn hans með gleðibros á vör. Halim sagðist í sam- tali við blaðamann vera afar ánægður með niðurstöðu dómarans. Hann sagðist ekki vera búinn að ákveða hvort Sophia fengi að hafa stúlkumar í júlí eins og úrskurður dómarans kveður á um, enda hefði hann 7-8 mánuði til að hugsa málið. Samstarf norrænna útvarpsstöðva Islensk dægurtónlist kynnt á Norðurlöndum TEKIÐ hefur verið upp samstarf milli norrænna útvarpsstöðva um kynningu á norrænni dægurtónlist. íslensk dægurtónlist er kynnt sérstaklega í vikulegum þáttum á Norðurlöndunum og á dagskrá rásar 2 á sunnudögum er klukkustundar langur þáttur, þar sem Orn Petersen kynnir lög frá Norðurlöndum. Á sunnudag verður þáttur- inn í beinni útsendingu og verða þá meðal annars leikin ný lög frá Svíþjóð. Þegar Haiim kom að dómshúsinu í gærmorgun lék hann á als oddi. Hann sagðist vera bjartsýnn á niður- stöðu dómarans og áætlaði að um 4.000 manns væru fyrir utan húsið. Hann sagðist fá mikinn stuðning frá fólkinu og tók það fram að það kæmi sjálfviljugt til að sýna stuðning sinn í verki. Hann var einnig léttur á brún þeg- ar málið var tekið fyrir í skrifstofu dómarans og gekk fagnandi út þegar úrskurðurinn lá fyrir. Þegar blaða- maður ræddi við Halim síðdegis í gær sagðist hann vera búinn að segja dætrum sínum frá niðurstöðunni. Þær hefðu hoppað fagnandi upp um háls- inn á honum og sagt: „Við unnum pabbi, við unnum“. Halim sagði lík- legt að þau feðginin myndu halda upp á niðurstöðu dómarans, en ekki í gærkvöldi því þá væru stúlkurnar í leiktíma í skólanum. Halim sagðist þakka lögfræðing- um sínum og allri tyrknesku þjóðinni sigurinn. „Ég vona að allir Tyrkir séu ánægðir núna,“ sagði hann. Öm er fulltrúi íslands í Sam- starfsnefnd um kynningu á nor- rænni dægurlagatónlist, Nord-disk. Hugmyndin að föstum þáttum í dagskrám norrænu útvarpstöðv- anna kom frá deildarstjóra hjá danska ríkisútvarpinu. Tekist hefur samstarf milli dagskrárgerðar- manna sem fást við flutning á nor- rænni dægurtónlist og miðla þeir meðal annars efni milli landanna. Norrænt tónlistarefni hefur fengið fastan sess í dagskrám með klukku- stundar löngum þáttum á laugar- dögum eða sunnudögum á öllum Norðurlöndum. Norðmenn fjalla eingöngu um danska, íslenska, sænska og finnska tónlist og Danir um norska, íslenska, sænska og fínnska tónlist, svo dæmi séu tekin. „Þessir aðilar hafa samband sín á milli og hittast einu sinni á ári,“ sagði Örn. „Ég er búsettur í Dan- mörku og hlustaði á danska þáttinn og fannst vanta efni frá íslandi, sem mér fannst fyllilega sambærilegt. Ég hafði samband við Stefán Jón Hafstein dagskrárstjóra rásar 2 og það var ákveðið að rás 2 tæki fyrir hönd ríkisútvarpsins formlega þátt í þessu samstarfi. Eftir að það hófst er vikulega leikin íslensk tónlist, að minnsta kosti eitt dægurlag á öllum Norðurlöndum með ítarlegri kynningu." Örn sagðist reyna að kynna nýj- ustu og vinsælustu tónlistina frá Norðurlöndum í þáttum sínum. „Ég reyni að hafa sem mest af efninu sungið á máli viðkomandi landa, en það er mesta vandamálið," sagði hann. „Brot af þeirri tónlist sem kemur frá íslandi er sungið á ensku,. en meirihluti tónlistarefnis sem til dæmis er gefíð út í Danmörku og Svíþjóð er sungið á ensku. Þeir eru það framarlega í dægurtónlist á alþjóðlegum mælikvarða að þeir komast upp með að syngja á ensku. Þetta er smá vandamál en það verð- ur að hafa það. Efni þáttarins yrði fremur þunnt ef ekki væru leikin lög sungin á ensku.“ Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E p ; v/Reykjanesbraut, , Kopavogi, sími 671800 Opið sunnudaga kl. 2-6. PÍymouth Laser Twin Cam, turbo, 16V, '90, svartur, 5 g., ek. 35 þ. Mikið af aukahl. V. 1890 þús., sk. á ód. Suzuki Samurai Hi Roof '88, rauður, 5 g., ek. 62 þ., mikið breyttur (lækkuð hlut- föll, heitur knastás, flækjur o.fl.). Gott ein- tak. V. 790 þús. Toyota 4Runner V-6 '91, rauður, sjálfsk., ek. 30 þ., ýmsir aukahl. V. 2.3 millj. Toyota 4Runner EFi SR5 '88, V-6, 5 g., ek. 65 þ., ýmsir aukahl. V.'1550 þús., sk. á 6d. GMC 1500 Pick Up (High Sierra) 4x4 '84, 6.2 diesel, m/húsi, sjálfsk., ek. 88 þ. V. 1190 þús. M. Benz 280 SE '81, sjálfsk. Góður bíll. V. 1050 þús. Peugout 309 Rofile '91, 5 dyra, 5 g., ek. 3 þ. Sem nýr. V. 790 þús. stgr. Toyota Corolla GTI 16v '88, svartur, 5 g., ek. 69 þ., sóllúga, rafm. í öllu. V. 750 þús. stgr. Honda Accord EX '88, blásans, sjálfsk., ek. 64 þ., sóllúga, rafm. í öllu. Toppein- tak. V. 890 þús., sk. á ód. Lada Sport '88, 5 g., léttist., ek. 41 þ. Gott útlit. V. 330 þús. stgr., skipti. Subaru 1800 4x4 Sedan '88, 5 g., ek. 89 þ. V. 620 þús. stgr. Toyota Corolla XL Liftback '88, hvítur, 5 g., ek. 80 þ. Gott útlit. V. 670 þús., sk. á ód. VANTAR GÓÐA BÍLA Á STAÐINN HYunoni ...til framtíáar 4. dyra stallbakur • 114 hestafla vél • 16 ventla tölvustýrð fjölinnspýting 5 gíra beinskipting eða 4. þrepa tölvustýrð sjálfskipting • Rafdrifnar rúður og samlæsing • Rafstýrðir hliðarspeglar • Styrktarbitar í hurðum • Veltistýri Útvarp m/kassettutæki og 4 hátölurum Verð frá 1.059.000,- kr. BIFREIÐAR & L&NDBÚNAÐARVÉLAR HF. ÁRMÚLA 13, SÍMI: 68 12 00 BEINN SÍMI: 3 12 36 ■ -......f- Einn best útbúni bíllinn í sínum flokki!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.