Morgunblaðið - 13.11.1992, Page 24

Morgunblaðið - 13.11.1992, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992 Major seg- ist engn hafa leynt JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, neitaði í gær að hafa leynt þingið einhverju í sam- bandi við vopnasölu til íraks skömmu fyrir innrásina í Kúveit en talið er, að hún geti orðið vandræðamál fyrir stjómina. Sagði Major raunar, að alls ekki væri ljóst hvort einhver lög eða reglugerðir hefðu yfirleitt verið brotin með sölunni. Kom þetta fram þegar Major var að svara fyrirspum frá Paddy Ashdown, leiðtoga Fijálslynda demókrata- flokksins, en í gær var hætt við önnur réttarhöld yfir kaupsýslu- mönnum, sem sakaðir vom um að hafa selt írökum vopn. Var ástæðan sú sama og áður, að í ljós hefur komið, að salan fór fram með vitund einhverra ráð- herra í bresku ríkisstjóminni. Ráðist á ferðafólk FIMM þýskir ferðamenn og tveir Egyptar særðust í gær þegar vopnaðir menn, mú- slimskir heittrúarmenn að því talið er, skutu á langferðabíl í Qena í suðurhluta Nflardals. Þetta var fjórða árásin á ferða- fólk síðan öfgatrúarmenn lýstu yfir, að því væri ekki óhætt í Qena en þar eru sum kunnustu hof og grafhýsi faraóanna. Tókst umferðarlögreglumanni að handsama einn árásarmann- anna, 18 ára gamlan pilt, en hinir komust undan. Einn ferða- mannanna, kona, særðist alvar- lega en þeir vom allir fluttir með herþyrlu á sjúkrahús í Ka- iró. Gull í Finnlandi FINNSKIR jarðfræðingar hafa fundið gull í Uomantsi í Austur- Finnlandi og telja hugsanlegt, að vinnsla þess geti borgað sig. Er um að ræða gullgrýti, sem inniheldur sjö grömm af gulli í hveiju tonni, en til samanburðar má nefna, að í Norður-Finnlandi er starfrækt gullnáma, sem gef- .ur af sér fímm grömm á tonn. Em fimm grömm talin lágmark í opinni námu en meira þarf til í námu neðanjarðar. Gull hefur fundist á tíu stöðum í Ilomantsi- héraði en þessi síðasti fundur þykir bestur. Rússar fresta brottfiutningi STJÓRNVÖLD í Rússlandi ákváðu í gær að fresta brott- flutningi herliðs frá umdeildum héraðum, sem sjálfstjómarlýð- veldin Tsjetsjen og Ingúshetía gera kröfu til. Var herinn send- ur þangað til að stilla til friðar milli Ingúsheta og Norður- Osseta en þegar hann var að fara þaðan aftur komu hermenn frá Tsjetsjen á hæla honum. Sagði talsmaður stjómarinnar í Moskvu, að með því hefði Tsjetsjen-stjóm brotið gert sam- komulag og því hefði verið ákveðið að fresta brottflutningi hersins. EB viUGATT- samning HELSTU samningamenn Evr- ópubandalagsins, EB, í GATT- málunum hafa fullvissað Arthur Dunkel, framkvæmdastjóra GATT, um einlægan áhuga sinn á að ljúka GATT-viðræðum síð- ustu sex ára með undirritun nýs samnings. Dunkel fer til fundar við samningamenn Bandaríkja- stjómar á mánudag en talið er, að viðræður þeirra og EB hefj- ist aftur á miðvikudag. Carey reynir að afstýra klofningi Lundúnum. Reuter, The Daily Telegraph. Carey, erkibiskup af Kantaraborg, hóf í gær baráttu fyrir því að afstýra klofningi innan ensku biskupakirkjunnar vegna þeirrar sögu- legu samþykktar kirkjuráðsins að heimila konum að taka prestvígslu. Carey var kjörinn trúarlegur leið- verður samt ekki gert að vígja kon- togi biskupakirkjunnar árið 1990, en í henni em um 70 milljónir manna víða um heim. Hann hvatti meðlimi kirkjunnar til að sýna still- ingu og sagði að kirkjan ætti á hættu að glata trúverðugleika sín- um „ef konur gegndu forystuhlut- verkum á öllum sviðum samfélags- ins, nema sem vígðir prestar". Hann viðurkenndi að margir innan kirkj- unnar væm fullir angistar vegna ákvörðunar kirkjuráðsins þar sem þeir teldu óréttlætanlegt að konur tækju prestvígslu vegna þess að Jesús valdi aðeins karla sem læri- sveina sína. „Þetta fólk er hiyggt og ég hef mikja samúð með því,“ sagði Carey. „Ég vil segja við það: Ekki fara annað. Verið með okkur áfram. Við skulum vinna saman. Við skulum hlusta á mótrökin og reyna saman að finna leiðir til að sætta sjónarmiðin." Um 1.000 prestar höfðu sagt fyrir atkvæðagreiðsluna í kirkjuráð- inu að þeir gætu ekki haldið áfram störfum sínum ef konur fengju að taka prestvígslu en ekki var vitað í gær hvað þeir myndu gera. Ann Waddicombe, aðstoðarráðherra í stjóm íhaldsflokksins, tilkynnti að hún hefði ákveðið að segja skilið við kirkjuna og spáði því að fólk myndi „ganga úr henni í stóram hópum". Breska þingið á eftir að staðfesta ákvörðun kirkjuráðsins og búist er við að það verði gert með miklum meirihluta atkvæða. Biskupum, sem em andvígir ákvörðuninni, ur og söfnuðir geta hafnað konum í stöður sóknarpresta. Leiðtogar íhaldsamra biskupa- kirkjumanna í Suður-Afríku gagn- rýndu ákvörðun kirkjuráðsins og sögðu að hún myndi valda klofningi innan kirkjunnar í Iandinu. Tals- maður Desmonds Tutus erkibisk- ups, leiðtoga biskupakirkjunnar í Suður-Afríku, sagði að fáir Suður- Afríkumenn myndu segja skilið við kirlq'una þar sem kirlq'uráð um- dæmisins hefði samþykkt í ágúst að styðja tillöguna um að leyfa prestvígslu kvenna og andstæðing- ar hennar hefðu lofað að hlíta þeirri samþykkt. Reuter Táragas til varnar Ungur maður í Moskvu er hér að festa kaup á táragasbyssu í söluturni í miðborginni en Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hefur gefið út reglu- gerð, sem heimilar fólki að eiga slík vopn og einnig loftbyssur. Er það til að fólk geti varið sig í þeirri glæpaöldu, sem nú gengur yfir landið. Grein í bresku vísindatímariti Áhrif skólpmengunar vanmetin London. Reuter. SKÓLP sem látið er renna í sjó fram hefur meiri áhrif á lífríki sjávar en hingað til hefur verið talið, að sögn bandarískra vísinda- manna. í grein sem birtist í nýjasta hefti breska vísindaritsins Nature er skýrt frá rannsóknum vísindamanna við Woods Hole haffræðistofnunina í Massachusetts. Þeir segjast hafa uppgötvað mengun af áður óþekktri stærðargráðu á djúpsjávarlífríki 185 kílómetra undan ströndum New Jersey. Vísindamennimir segja mengun- ina afleiðingu þess að 8-9 milljónir tonna af skólpi hafa verið losuð á þessum slóðum á ári frá því í mars 1986. Á sínum tíma var umhverfínu ekki talin stafa nein hætta af skólp- losuninni og byggðust þær kenning- ar á sjávarmælingum fyrir ofan los- unarstaðinn sem er á 2.500 metra dýpi. Nýjar rannsóknimar hafa hins vegar leitt í ljós að efnasambönd úr skólpinu hafa mengað dýra- og plöntulíf á sjávarbotninum. Einkum sæbjúgu og ígulker. Þá þykir allt benda til þess að ýmsir hryggleys- ingjar aðrir, sem étnir em af rækj- um, krabbdýmm og fiski, hafí sogað efnasamböndin upp í sig. í lokaorðum greinarinnar segja vísindamennimir að viðvarandi losun skólps á úthafi hafi greinileg áhrif á lífríki botnsins á losunarsvæðinu og í þá átt sem ríkjandi straumar liggja frá því. Enska biskupakirkjan Réttarhöldin yfir Honecker hafin Dómarinn frestaði réttarhöld- um vegna heilsubrests Stophs Erich Honecker, fyrrverandi leiðtogi Austur-Þýskalands (yst til hægri), og Erich Mielke, fyrrverandi öryggismálaráðherra, ræða við lögfræðinga sína áður en réttarhöldin yfír þeim hófust í gær. Réttarhöldunum yfir Erich Honecker, fyrrum leiðtoga Aust- ur-Þýskalands, og fimm sam- starfsmönnum hans var frestað fram á mánudag í gær, í kjölfar þess að Willy Stoph, fyrrum for- sætisráðherra Austur-Þýska- lands, fékk hjartaáfall á miðviku- dagskvöld. Stoph er líkt og Honecker sakaður um að bera ábyrgð á dauða þeirra sem skotn- ir voru er þeir reyndu að flýja yfir þýsk-þýsku landamærin. Það sama á við þá Erich Mielke, fyrr- um yfirmann Stasi, Heinz Kessi- er, fyrrum varnarmálaráðherra, aðstoðarráðherra hans Fritz Stre- letz og Hans Albrecht, sem var háttsettur í kommúnistaflokkn- um. Lengi hefur verið beðið eftir að réttarhöldin, sem era einstök í sögu Þýskalands, myndu hefjast, en þau höfðu einungis staðið í sautján mín- útur er dómarinn, Hans Georg Bra- utigam, gerði á þeim hlé eftir að honum hafí verið skýrt frá heilsu- farsástandi Stophs. Eftir að hafa ráðfært sig við saksóknara og verj- endur ákvað dómarinn svo að fresta réttarhöldunum fram í næstu viku. Ekki er búist við að Stoph geti ver- ið viðstaddur réttarhöidin í nánustu framtíð. / Verjendur Honeckers hafa fram til þessa árangurslaust reynt að fá því framgengt að hann þurfi ekki að mæta fyrir rétt af heilsufarsá- stæðum. Honeckerþjáist af illkynja krabbameini í lifúr og eru lífslíkur hans metnar 6-18 mánuðir. Talið er að réttarhöldin muni standa í um tvö ár. „Það að halda réttar- höld í kapphlaupi við dauðann hlýt- ur að leiða til afbökunar á réttlæt- inu,“ segir Nicolas Becker, veijandi Honeckers. En þó að ákveðið hafí verið að rétta í málinu þrátt fyrir mótmæli veijenda féllust dómsyfir- völd á að ganga að þeim kröfum lækna að einungis verði réttað í málinu í þijár klukkustundir á dag, fyrir hádegi, tvo daga í viku, og að Honecker fái vel útilátin hlé til að hvíla sig. Þá var allt fram á síðustu stundu óvíst hvort réttarhöldin myndu hefj- ast vegna efasemda um hvort þau stæðust reglur réttarríkisins. Kröf- ur almennings, ekki síst í fyrmm Austur-Þýskalandi, um að hinir ákærðu verði dregnir til saka fyrir morðin hafa verið mjög háværar. Benda skoðanakannanir til að 80% Þjóðveija vilji sjá Honecker svara til saka. Hins vegar er óleyfilegt, samkvæmt stjómarskrá Þýska- lands, að refsa fyrir brot, nema verknaðurinn hafi verið í andstöðu við lög er hann var framinn. Flestir lögspekingar em sam- mála um að samkvæmt löggjöf um landamæri sem í gildi var í Austur- Þýskalandi hafi verið heimilt að skjóta á flóttafólk. Dómarar sem í síðustu viku felldu úrskurð um hvaða réttarreglur ættu að gilda varðandi glæpi er framdir vom í Austur-Þýskalandi, vom þeirrar skoðunar, líkt og fordæmi er fyrir í Númberg-réttarhöldunum eftir síðari heimsstyijöldina, að taka bæri tillit til æðri siðferðilegra gmndvallaratriða í þessu sambandi. Það væri ófijávíkjanleg skylda hvers ríkis að standa vörð um líf og frelsi þegna sinna. Sögðu þeir austur-þýska landamæralöggjöfin, sem heimilaði notkun skotvopna gegn flóttamönnum, stæðist ekki stjómarskrá Austur-Þýskalands þegar hún væri skýrð með hliðsjón af nefndum gmndvallarreglum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.