Morgunblaðið - 13.11.1992, Side 25

Morgunblaðið - 13.11.1992, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992 25 Skoðanakannanir benda til „skiln- ings“ á ofbeldi gegn útlendingum Þýskaland líkist fé- lagslegri púðurtunnu Bonn. Reuter. ÞÝSKT samfélag líkist helst félagslegri púðurtunnu þessa stund- ina og stuðningur við sjónarmið öfgamanna, sem ráðast með of- beldi að innflyljendum, fer vaxandi, samkvæmt skoðanakönnun, sem hin virta stofnun Allensbach birti í gær. Bendir hún til að stór hluti þýsku þjóðarinnar sé nú fullur svartsýni og örvænting- ar vegna hins slæma efnahagsástands og getuleysis stjórnvalda við að stöðva straum innflytjenda til landsins. Renate Köcher, hjá Allensbach, sagði í greinargerð með könnun- inni, sem birt var í dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung, að ástandið væri mjög varhuga- vert; Þýskaland væri líkast púðurt- unnu. „Ofan á ótta við efnahags- kreppu bætist að fólki finnst sem ríkisstjórnin og stjómarandstaðan hafi látið innflytjendavandamálið fara úr böndunum af flokkspóli- tískum ástæðum. Bráðlátir stjórn- málamenn hafa opinberlega eða óbeint niðurlægt fólk með því að kalla ótta Þjóðveija út af þessari þróun útlendingahatur, en það stuðlar að því að óróleiki breytist í bræði,“ segir Köcher. Hún sagði ennfremur að hlut- fall þeirra sem segjast skilja þær tilfinningar sem búa að baki of- beldi gagnvart innflytjendum hafí aukist úr 12% á sama tíma í fyrra í 16% nú. Þá telja 25% aðspurðra í vesturhluta Þýskalands og 30% í austurhlutanum að einungis of- beldi geti bundið enda á þá póli- tísku sjálfheldu sem málið er nú komið í. Búist er við að 500.000 innflytj- endur muni sækja um pólitískt hæli í Þýskalandi á þessu ári sem er helmingi meiri fjöldi en í fyrra. Köcher sagði að sumar niður- stöður könnunarinnar virtust vera í mótsögn við þær niðurstöður sem getið var um að framan. Þannig sögðust 89% styðja harðar aðgerð- ir gegn öfgamönnum sem réðust á útlendinga og mjög lágt hlut- fall, sex af hundraði, var fylgjandi ofbeldi til að ná fram pólitískum markmiðum. Aftur á móti hefði verið grafið undan þessum skoð- unum á síðustu árum í kjölfar þess að „aðstöðu-siðfræði“ væri orðin meira áberandi, þ.e. sú trú að tilgangurinn réttlæti meðalið í sumum tilvikum. Hún sagði að hið mikla hrun félagslegra gilda, sem greinilega kæmi fram í auknu of- beldi hægri öfgamanna, hefði ver- ið óhugsandi fyrir nokkrum árum síðan. I raun væri hins vegar um að ræða eftirköst stúdentaupp- reisnanna árið 1968 en hreyfing vinstrimanna þá hefði sett óheft frelsi einstaklingsins ofar öllu öðru. Reuter Morðanna á A-Timor minnst Nærri þijú hundruð manns, fólk frá Austur-Timor og stuðningsmenn þess, lögðust í gær á götu í miðborg Darwin í Ástralíu til að minn- ast þess, að þá var ár liðið frá fjöldamorðum indónesíska hersins á eynni. Hafði fólkið kross á brjósti, einn fyrir hvern mann, sem féll í valinn en þeir voru 180 að tölu. Indónesísku hermennirnir hófu fyrirvaralaust skothríð á fólk, sem var að fylgja til grafar ungum manni, sem barist hafði gegn yfirráðum Indónesa en þeir lögðu Austur-Timor undir sig árið 1975, aðeins fáum mánuðum eftir að Portúgalar veittu landsmönnum frelsi. G O L F E F N I R I K I ATTURUNNAR SÝNING á MARMOLEUM gólfefnum í verslun okkar að Síðumúla 14 frá mánudegi til laugardags í tilefni nýrrar litalínu. KJARAN Gólfbúnaður SÍÐUMÚLA 14 • SÍMI (91) 813022 • MARMOLEUM er unnið úr náttúrulegum efnum og er því fullkomlega vistvænt. • MARMOLEUM fæst í Ó8 litum. • MARMOLEUM býður heildarlausn í gólfefnum með óteljandi samsetningar- möguleikum. Ólöf Flygenring arkitekt og Júlía P. Andersen innanhússarkitekt verba í versluninni frá klukkan 16-18 alla sýningardagana og veita vibskiptavinum ókeypis ráðleggingar um val á MARMOLEUM.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.