Morgunblaðið - 13.11.1992, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992
-ttt—rcrrtr-tvtv* :•.? jfi;■1 /;r■ ^......
Leyndir dýrgrip-
ir í bókakössum
eftir Sigríði
Ingvarsdóttur
Það eru fleiri bækur en dýrmæt-
ar biblíur og ferðabækur svo eitt-
hvað sé nefnt sem geta haft veru-
legt verðgildi í bókasafninu. Á boð-
stólum hjá Sotheby’s eru boðnar
upp ólíklegustu bækur. Má nefna
bækur um læknisfræði, lista-
verkabækur, bókmenntaverk,
bamabækur og fleira. í þessari
grein verður eingöngu flallað um
verðgildi nútíma bóka.
Ef þú lítur svo á, lesandi góður,
að það sé of mikil vinna að fara í
gegnum bækurnar í háaloftinu eða
bókakössunum í kjallaranum þá
getur það verið ómaksins vert. Vera
má að þú rekist á fyrstu útgáfu af
Poe’s Tammerlane eftir Edgar AU-
ans en sú bók getur verið metin á
$198.000 eða 1.049.400 ÍSK. Bókin
Moby Dick eftir Herman Meville
getur fanð upp í $60.000 eða
318.000 ÍSK, þ.e.a.s. ef hún er
gefin út í Lundúnum af bókaforlag-
inu The Whale. Þótt þú finnir ekki
slíka dýrgripi þá má vera að þú finn-
ir fyrstu útgáfu af Gone With The
Wind sem getur farið á $5.940 um
314.000 ÍSK, þ.e.a.s. ef hún er
gefin út árið 1936 af bókaforlaginu
May. Bókin Call of the Wild frá
árinu 1903 seldist á síðasta ári fýr-
ir $2.420 eða 128.000 ÍSK. Fyrsta
útgáfan af The Catcher in the Rye
eftir J.S. Salinger’s kom út árið
1951 er metin á meira en $1.000
eða tæpar 53-000 ÍSK.
Það er því full ástæða til þess
að menn átti sig á því að bækur,
sem eru fágætar og dýrmætar,
þurfa ekki að vera gamlar. Fyrstu
útgáfur af hundruð bóka sem eru
gefnar út bæði í Bandaríkjunum
og Bretlandi eru oft keyptar af söfn-
urum fyrir mun meira fé en þeir
mundu greiða fyrir einstaka bækur
eftir John Milton og Byron. Fyrsta
útgáfa af The Great Gatsby eftir
F. Scott Fitzgerald var nýlega seld
fyrir $14.300 eða um 757.900 ÍSK.
Fyrsta útgáfan af Three Stories &
Ten Poems hefur verið seld á upp-
boði fyrir $20.900 eða um
1.107.700 ÍSK. Jafnvel þótt ein-
staka fyrstu útgáfubækur hafi vill-
ur og hafi aðeins verið gefnar út í
þúsund eintökum er markaðurinn
fyrir slíkar bækur sterkur og hefur
farið vaxandi. Ástæðan er ef til
vill sú að á þessari myndbandaöld,
þar sem bókin fær alltaf minna og
minna rými, þykir hópi fólks vænna
um bókina og skynjar hana sem
verðmætt handverk.
Bækumar, sem eru eftirsóttar,
verða að vera í góðu ásigkomulagi;
fyrsta prentun af fyrstu útgáfu í
upprunalegu bókabandi og vel með
farin. Þekktir bókasafnarar eins og
Bradley Martin, Carter Burden og
Raymond Epstein líta ekki við öðru.
Gott útlit bókarinnar hefur aldrei
skipt jafnt miklu máli og í dag.
Þetta er fyrst og fremst vegna þess
að flestar bækur, sem voru gefnar
út frá miðri síðustu öld og til ársins
1950, voru oft prentaðar á fremur
lélegan pappír sem entist illa nema
því betur væri hugsað um bækum-
ar. Verðið endurspeglar eftirspum-
ina því betra sem útlitið er því betra
verð fæst fyrir hlutinn. Þetta á
reyndar við um alla kjörgripi.
í fyrstu útgáfum leynast oft vill-
ur sem em síðan leiðréttar í seinni
útgáfum. Um getur verið að ræða
stafsetningarvillur, orð sem hafa
dottið út eða rangar tilvitnanir.
Þetta getur skipt vemlegu máli fyr-
ir bókasafnara því þetta staðfestir
oft að um sé að ræða fyrstu útgáfu
bókarinnar. Fyrsta prentun af bók
Hemingways, The Sun Also Rises
frá árinu 1926 hefur til að mynda
villu á bls. 181, „stoppped", sem
var að sjálfsögðu leiðrétt í síðari
útgáfum. Eintak af slíkri bók var
selt á $17.600, um 932.800 ÍSK á
síðasta ári. Þá ber að geta þess að
um er að ræða villu í fyrstu prentun
bókarinnar Farwell to Arms, sem
metin er á $750 eða um 39.000
ÍSK. Bókin The Age of Innocenc,
eins og hún kom út í fyrstu útgáfu,
er metin á $2.500-3.500, eða um
132.500-185.500 ÍSK.
Bókasafnarar leggja mikið upp
úr bókbandinu. Oft hefur liturinn á
bókbandinu breyst í síðari útgáfum.
Það er elsti liturinn sem hefur mesta
verðgildi. Þá er lagt mikið upp úr
því að bókin sé sem minnst rykfall-
in. Allt til ársins 1950 leiddu bóka-
safnarar slíkt að mestu hjá sér.
Þeir lögðu megináherslu á fyrstu
útgáfu, fyrstu prentun og fyrsta
bókband. Þetta viðhorf ásamt litlu
rykfalli á bókinni hefur í för með
sér að slíkar bækur eru mjög sjald-
gæfar, jafnvel þótt bækurnar hafi
verið gefnar út í stóru upplagi. Það
sem skiptir mestu máli í dag fyrir
slíka bókasafnara er að finna næst-
um óaðfinnanlegt eintak af fyrstu
útgáfu.
Það sem meira er, að vel efnaðir
bókasafnarar erlendis eru tilbúnir
að greiða hátt verð fyrir slíkt ein-
tak. Fyrsta bók Williams Faulkn-
ers, The Marble Faun, var gefin
út árið 1924 í 500 eintökum, en
300 eintök voru eyðilögð af slysni.
Þessi bók er afar fágæt og getur
farið á uppboði án kápu á $1.100
um 583.000 ÍSK en sé hún í upp-
runalegu bókbandi, þá getur hún
farið á uqpboði á $20.900, um
1.107.700 ISK.
Þegar hlutir ná' svo háu verði
eins og um getur er við því að bú-
ast að mikið verði um falsanir. Á
Tævan hefur ýmsum handverks-
mönnum tekist að framleiða góðar
eftirlíkingar af slíkum bókum. Svo
eitthvað sé nefnt má nefna Farwell
to Arms og In Cold Blood, sem
hafa verið prentaðar með sömu vill-
um og upprunalegar útgáfur. Jafn-
vel þótt bækumar hafi ekki verið
prentaðar á sama pappír hafa
margir látið blekkjast og greitt of-
fjár fyrir verðlausar falsanir. Til að
komast hjá slíkum óþægindum er
vænlegast fyrir safnara að kaupa
slíkar bækur hjá virtum bókabúðum
eins og stórum uppboðshúsum eins
og Sotheby’s, sem endurgreiðir
hlutina að fullu með verðbótum þó
að líði allt að fimm árum þar til
kaupandinn gerir athugasemd ef
upp kemst að hluturinn hefur verið
falsaður. Slík kaup hafa í för með
sér gífurlega tryggingu fyrir kaup-
andann. Þess má einnig geta að
Sigríður Ingvarsdóttir
„Þegar hlutir ná svo
háu verði eins og um
getur er við því að bú-
ast að mikið verði um
falsanir. A Tævan hef-
ur ýmsum handverks-
mönnum tekist að
framleiða góðar eftir-
líkingar af slíkum bók-
um.“
yfirleitt komast menn að betri kjör-
um með því að kaupa á uppboðum.
Einn stærsti viðskiptahópur Sothe-
by’s eru menn sem versla með kjör-
gripi en leggja síðan á háa álagn-
ingu eins og við er að búast því oft
eru þessir aðilar með verslanir í
mjög dýrum hverfum þar sem leiga
er svimandi há.
Þótt safnarar leggi megináherslu
á fyrstu prentun og fyrstu útgáfu
þá kemur það oft á óvart hvað
fyrsta bók rithöfundar er í háu
verði. Fyrsta bók Sinclair Lewis
Hike and the Aeroplane, sem kom
út undir nafninu Tom Graham, ein-
tak sem var illa rykfallið, var selt
á uppboði fyrir $19.250, um
1.020.250 ÍSK. Fyrsta bók John
Steinbeck’s, Cup of Golder, er met-
in á $1.320, um 69.500 ÍSK.
Fyrsta bók Ezra Pound, A lume
spento, sem var lítið safn af ljóðum,
kom út á ensku. Hundrað eintök
voru gefin út í Feneyjum árið 1908.
Vitað er um 26 eintök í heiminum
í dag. Árið 1990 seldist eitt eintak
af þessari bók á uppboði hjá Sothe-
by’s fyrir $55.000, um 2.915.000
ÍSK.
Nú er eðlilegt að menn spyrji
hvort ekki sé hægt að fá háar upp-
hæðir fyrir fyrstu útgáfur af bókum
nóbelsverðlaunahafans Halldórs
Kiljans Laxness. Þá ber að hafa í
huga að flestar bækur hans eftir
því sem mér kunnugt hafa verið
gefnar út í fyrstu útgáfu á ís-
lensku. Auk þess hefur hann aldrei
orðið jafn þekktur erlendis meðal
almennings eins og rithöfundar á
borð við Hemingway og Steinbeck.
Allt er þetta bundið við framboð
og eftirspurn, frægð og frama.
Algengustu leiðir að safna nú-
tíma bókum í fyrstu útgáfu er að
safna öllum eða flestum eintökum
eftir uppáhaldsrithöfundinn. Þá er
að kaupa bækur eftir rithöfundinn
sem koma út í takmörkuðu upp-
lagi, áritaðar af sjálfum rithöfund-
inum, úrvalsrit sem koma út eftir
hann og bækur sem hafa verið kvik-
myndaðar. Þetta er stundum nefnt
söfnun heildarverka. Önnur leiðin
er að safna bókum eftir fræga rit-
höfunda.
Það nýjsta í þessum efnum er
að safna bókum sem hafa ekki hlot-
ið sérstaka bókmenntalega viður-
kenningu heldur sem eru þekktar
meðal almennings eins og teikni-
myndasögur. Gott eintak af fyrstu
útgáfu eftir Dashiell Hammett The
Maltese Falcon seldist nýlega á
uppboði fyrir $29.700, um
1.574.100 ISK. Fyrsta bók sem
Frank Baums skrifaði The Wond-
erful Wizard fór á $20.900, um
1.107.700 ÍSK og Tarzan and the
Apes, eftir Edgar Rice eins og hún
kom út árið 1912 í All Story-tíma-
ritinu, seldist á $11.000, um
583.000 ÍSK. Teiknimyndasögur
eða Detective Comics frá 1939 frá
maí í hefti nr. 27 verða boðnar upp
hjá Sotheby’s í New York á þessu
misseri og eru metnar á $36.000-
50.000 eða milli 1.908.000 og
2.550.000 ÍSK.
Eins og sést á umræddum tölum,
lesandi góður, getur það verið vel
þess virði að líta í bókasafnið eða
í gamla bókakassa eins og áður
sagði. Hafðu það í huga þegar þú
kaupir nýjar bækur að kaupa fyrstu
útgáfu ef þú hefur efni á því og
áhuga. Og mundu eftir að dusta
rykið af þeim að minnsta kosti öðru
hvoru þótt það geti verið hundleið-
inlegt.
Höfundur erfulltrúi Sotheby’s &
íslandi.
KAUPMIÐLUN
LÖGGILD FASTEIGNA-, SKIPA- OG FIRMASALA
AUSTURSTRÆTI17 - SÍMI 62 17 00
Opið laugardag kl. 10-13
Ný fyrirtæki á söluskrá:
Heildverslun og smásöluverslun
Af sérstökum ástæðum er eitt stærsta fyrirtæki á
sviði leikfanga og tómstundavöru til sölu. Tvímæla-
laust eitt þekktasta fyrirtæki landsins á sínu sviði.
Næstu 6 vikur eru aðalsölutími ársins!
Matvöruverslun f austurbænum
Mikið endurskipulagður rekstur með góða rekstr-
arafkomu. Ein af þessum „góðu“!
Lágmarks launakostnaður - hagstæð húsaleiga.
★ Söluturn - ísbúð - myndbandaleiga
í nágrenni Reykjavíkur. Góð, vaxandi velta.
Nýjar innréttingar og tæki.
★ Innrömmunarverkstæði m/galleríi
Gott atvinnutækifæri fyrir laghentan mann.
★ Mjög sérstök sérverslun v/Laugaveg
Skartgripir, gjafavara, sérstakur fatnaður.
Eigin innflutningur - heildsala.
Fjöldi annarra fyrirtækja á skrá
Hagsýni og mannúð
Athugasemd við niðurskurð framlaga til SÁÁ
eftirPétur
Tyrfingsson
Hlutskipti stjómmálamanna er
ekki öfundsvert þessa dagana,
hvort sem þeir standa að ríkisstjórn-
inni eða ekki. Nú standa spjótin úr
öllum áttum á ráðherra heilbrigðis-
mála. Má vera að það æri óstöðug-
an ef fótgönguliði í heilbrigðiskerf-
inu steytir sig framan í herráðið.
Soldátum mun þó jafnan heimilt
að kvarta yfir skóleysi. Mér og öðr-
um í fylkjum SÁÁ Iíst illa_ á þann
fótabúnað sem okkur er sniðinn í
frumvarpi til fjárlaga.
í Qárlagafrumvarpinu er gert ráð
fyrir að skera niður Ijáryeitingar
til reksturs stofnana SÁÁ um 35
milljónir króna. Með síðustu fjárlög-
um voru framlög til SÁÁ lækkuð
um annað eins, svo niðurskurðurinn
er kominn upp í rúmar 70 milljónir
á tveimur árum! Útilokað er að
komast af án allra þessara milljóna
með því einu að hagræða og spara
án þess að draga úr þjónustu. For-
ráðamenn SÁA hafa kannað alla
möguleika og komist að þeirri nap-
urlegu niðurstöðu að þessum niður-
skurði verður ekki mætt nema loka
öðru meðferðarheimili SÁÁ, annað-
hvort í Vík eða á Staðarfelli. Verði
það að veruleika, munu í það
minnsta 400 áfengis- og vímuefna-
sjúklingar glata tækifæri á fullri
meðferð ár hvert. í stað 800 sjúk-
linga á ári sem njóta fullrar með-
ferðar hjá SÁÁ munu aðeins 400
komast í slíka meðferð eftir niður-
skurð.
Dýrkeyptur sparnaður
Við sem störfum við meðferð
áfengis- og vímuefnasjúklinga höf-
um þungar áhyggjur af því að þeir
verði mun fleiri en 400, sem missa
af meðferð hjá SÁÁ. Fækkun með-
ferðarrúma um helming mun
ábyggilega hafa í för með sér lé-
legri nýtingu og skilvirkni á sjúkra-
húsinu Vogi. Þar munu sjúklingar
á leið til framhaldsmeðferðar þurfa
að bíða í biðröð og teppa þá pláss
á meðan. Sjúklingar sem annars
mundu fara í meðferð en fá ekki
þyrftu í mörgum tilvikum að dvelja
eilítið lengur á Vogi en áður. Þegar
haft er í huga að fækka á rúmum
Ríkisspítalanna fyrir áfengissjúka í
15, eykst álagið mjög á stofnanir
SÁÁ. Ekki þarf duiræna spádóms-
gáfu til að sjá fyrir að þeir verða
örugglega 500 (og jafnvel fleiri)
sem fara á mis við nauðsynlega
meðferð.
Þeir sjúklingar sem ekki komast
í meðferð gufa ekki upp. Hvað verð-
ur um þetta fólk? Hluti þeirra sjúk-
linga sem ekki eiga kost á meðferð
mun vafalaust leggjast tafarlaust
inn á aðrar sjúkrastofnanir eða
gista fangageymslur. Vistin á þeim
stofnunum er allmiklu dýrari í krón-
um en rétt meðferð á viðeigandi
stofnunum sem ætlaðar eru áfeng-
is- og vímuefnasjúklingum. Annar
hluti sjúklinga, sem eru illa staddir,
mun að.líkindum leita eftir þjónustu
geðdeilda. Ekki eru allir taldir.
Sumir þeirra sem ekki njóta með-
ferðar eftir niðurskurð munu ganga
áfram með sjúkdóm sinn og þurfa
með tímanum þjónustu annars stað-
ar í heilbrigðiskerfinu vegna fylgi-
kvilla áfengis- og vímuefnasýkinn-
ar. Við getum líka reiknað með að
ástvinir allra þessara sjúklinga fari
ekki varhluta af vandamálinu og
það komi niður á heilsu þeirra. Ótal-
inn er alls konar óbeinn kostnaður
fyrir atvinnulífíð, félagsmálayfir-
völd, lögreglu, dómskerfið og jafn-
vel tryggingarnar ýmist vegna lé-
legra afkasta, aukinna félagslegra
erfíðleika, lögbrota eða slysa.
Mannúð og hagsýni
Þegar við stöndum frammi fyrir