Morgunblaðið - 13.11.1992, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992
39
Ingibjörg Jóhanns-
dóttír - Minning
Okkur systkinin langar í nokkr-
um orðum að minnast ömmu okkar
Ingibjargar Jóhannsdóttur sem lést
þriðjudaginn 3. nóvember síðastlið-
inn á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra
á Dalvík, en þar dvaldi amma síð-
ustu 12 ár ævi sinnar.
Hún fæddist á bænum Búrfelli
í Svarfaðardal hinn 8. desember
1905. Foreldrar hennar voru Þuríð-
ur Jóhannesdóttir og Jóhann Þor-
kell Jónsson. Amma var elst af 6
systkinum en þau eru Jónína, Jón
Pálmi, Ari, Jóhannes og Hörður,
d. 1989.
Amma ólst upp á Búrfelli ásamt
systkinum sínum. Hún fór ung að
heiman. Fyrst lá leiðin til Akur-
eyrar þar sem hún vann á hóteli.
Síðan fór hún til Reykjavíkur og
lærði að sauma og sníða á sauma-
stofu Guðrúnar Heiðberg og stund-
aði hún þá iðn meðan kraftar ent-
ust. Á þessum árum var hún einn-
ig í vist á Siglufirði og fór þangað
í síldarsöltun nokkur sumur.
Amma giftist Hafliða Ólafssyni
bátsmanni á e/s Heklu. Hann
fæddist á bænum Lækjarbakka,
Hvammshreppi V-Skaftafellssýslu
5. maí 1894. Þau eignuðust 2
dætur, Hafdísi Jóhönnu og Ingi-
björgu. Hafdís er gift Rúnari Frið-
sveini Þorleifssyni og eiga þau 2
börn, Borghildi Freyju og Hafliða
Þorkel. Ingibjörg er gift Sævari
Brynjólfssyni. Þau eiga 3 börn,
Bryndísi, Hafliða og Brynjólf
Ægi. Bryndís er gift Einari Þ.
Magnússyni og þau eiga einn son,
Sævar Magnús. Hafliði býr með
Kolbrúnu Hjartardóttur og eiga
þau 1 dóttur, Ingibjörgu Ýr. Hafl-
iði afi fórst með Heklu 29. júní
1941.
Eftir að amma varð ekkja flutti
hún norður aftur með dætur sínar,
fyrst heim á Búrfelli og síðan til
Dalvíkur. Þar vann hún fyrir
heimilinu með saumaskap og einn-
ig hélt hún saumanámskeið í sveit-
inni.
Við nutum þeirra forréttinda að
alast upp með ömmu inni á heimil-
inu, því hún bjó hjá foreldrum okk-
ar eftir að þau hófu búskap í Kefla-
vík, þar til fýrir 12 árum er hún
flutti aftur til Dalvíkur. Við nutum
svo sannarlega góðs af nálægðinni
við ömmu því hún var alltaf til
staðar og tilbúin ef eitthvað bját-
aði á og hún hafði alltaf nógan
tíma og þolinmæði.
Margar minningar þjóta um
hugann, við minnumst þess hve
gott var að skríða undir heita sæng
hjá ömmu á morgnana og fá hana
til að lesa sögu, syngja „gömlu
lögin“ eða segja sögur frá því í
gamla daga. Ef við höfðum ekki
leikfélaga hafði amma alltaf tíma,
og hún tók þátt í leikjum með fé-
lögum okkar ef svo bar undir.
Amma kenndi okkur líka mikið,
hún kenndi okkur öllum að lesa
.áður en við byrjuðum í skóla, hún
kenndi okkur bænir og vers, þulur
og vísur og mikinn fróðleik um
hagi fólks fýrr á öldinni. Hún var
einnig mikil hannyrðakona og
kenndi okkur m.a. að pijóna, hekla
og sauma út.
Eftir að amma flutti norður á
Dalvík aftur fór fljótt að halla
undan fæti og heilsunni hrakaði
fremur hratt. En hún fékk góða
umönnun á Dalbæ, þar voru allir
góðir við hana bæði starfsfólk og
vistmenn.
Við viljum þakka ömmu fyrir
allt sem hún gaf okkur. Hún kenndi
okkur og að vera alltaf tilbúin
hvort sem okkur vantaði ömmu eða
góðan félaga. Blessuð sé minning
hennar.
Nú er ég klæddur og kominn á ról,
Kristur Jesús veri mitt skjól,
í guðsóttanum gefðu mér
að ganga í dag svo líki þér.
(Hðf. ók.)
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hðnd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji pðs englar yfir mér.
(H. Pétursson)
Bryndís, Hafliði
og Brynjólfur Ægir.
Eitt atriði úr myndinni í sérflokki.
Stjörnubíó sýnir
myndina I sérflokki
STJÖRNUBÍÓ hefur tekið til
sýninga nýjustu mynd leikstjór-
ans Penny Marshall, I sérflokki,
Alþjóða sykur-
sýkisdagur-
inn á morgun
Á alþjóðasykursýkisdaginn 14.
nóvember efnir heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið til ráð-
stefnu í Borgartúni 6 kl. 10 til
13. Ráðstefnan er til kynningar
á skýrslunni Sykursýki á Islandi.
Fjallað verður um sykursýki hjá
fullorðnum, börnum, ófrískum kon-
um svo og augu og sjón sykur-
sjúkra. Ennfremur um þjálfun,
fræðslu og hjúkrun ásamt almanna-
tryggingum og félagslegri þjónustu
við sykursjúka.
Frummælendur eru: Ástráður B.
Hreiðarsson, læknir, Árni V. Þórs-
son, læknir, Eggert Sigfússon,
lyQ'afræðingur, Einar Stefánsson,
læknir, Reynir T. Geirsson, læknir,
Vilborg Ingólfsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur, og Jónína G. Jónsdóttir,
viðskiptafræðingur.
með Geenu Davis, Madonnu og
Tom Hanks í aðalhlutverkum.
Myndin segir frá fyrsta kvenna-
liðinu í hafnabolta. Því var ekki
spáð miklum frama í byijun en þó
fór svo að leikmenn þess urðu þjóð-
hetjur í Bandaríkjunum, Geena
Davis, Madonna og stöllur þeirra
gefa karlmönnunum ekkert eftir í
hraða og hörku enda voru þær látn-
ar gangast undir langa og strangja
þjálfun sem skilar sér svo sannar-
lega á hvíta tjaldinu.
Fjölbreytt úrval muna, handa-
vinna og kökur eru í boði. Kaffisala
verður einnig á staðnum. Ágóðinn
rennur aftur til Sambands íslenskra
kristniboðsfélaga, en á vegum fé-
lagsins starfa nú fimm kristniboðs-
Nýtt tímarit
um tölvur
ÚT ER komið Tímaritið Tölvu-
blaðið, 1. tbl. 1. árg. Á það að
koma út á mánaðar fresti.
Meðal efnis í blaðinu eru greinar
og leiðbeiningar um Windows 3.1,
Exel 4 og Dos 5 ásamt greinum
um nýjungar, forritun og margt
fleira. I blaðinu verða svo líka grein-
ar um Machintosh/Apple. Fylgst
verður síðan með öllum nýjungum
í á tölvusviðinu og þeim gerð skil.
Meiningin er að síðan verði í blað-
inu Bréfakassi þar sem menn geta
skrifað inn um vandamál og fengið
leiðbeiningar. Tölvublaðið starf-
rækir einnig gagnabanka (BBS)
sem er opinn allan sólarhringinn,
hlaðinn tugþúsundum forrita. Þar
verður sérstök deild fyrir kaupendur
blaðsins til að leysa úr tæknilegum
vandamálum eftir því sem við verð-
ur komið. Blaðinu verður dreift í
lausasölu um land allt og einnig
selt í áskrift. Blaðið er prentað í
Prentsmiðjunni Odda. Útgáfan er
staðsett á Hvammstanga.
-----♦ ♦ ♦-----
■ KEPPNI í drengja- og telpna-
flokki (fædd 1977 og síðar) á Skák-
þingi Islands 1992 fer fram dag-
ana 13.-15. nóvember. Teflt verður
í Faxafeni 12, Reykjavík, og hefst
1. umferð föstudaginn 13. nóvem-
ber kl. 19. Skráning fer fram á
skákstað kl. 18.30 til 18.55, þ.e.
fyrir fyrstu umferð.
fjölskyldur auk heimastarfsmanna.
Únnið er að kristniboði bæði í Kenýju
og Eþíópm þar sem rekið er öflugt
skólastarf og heilbrigðisþjónusta,
samhliða safnaðarstarfinu.
(Fréttatilkýnning)
Basar Kristni-
boðsfélags kvenna
ÁRLEGUR basar félagsins verður á morgun, laugardaginn 14. nóv-
ember, frá kl. 14-18, í Kristniboðssalnum á Háaleitisbraut 58.
Þing Bandalags háskólamanna
Framtíð félags-
ins til umræðu
TÍUNDA þing Bandalags háskólamanna, BHM, var haldið í Reykja-
vík 6.-7. nóvember. Fyrir þinginu lá tillaga frá framkvæmdastjórn
um að stéfnt yrði að félagsslitum á framhaldsþingi eftir sex mán-
uði. Ástæðan er sú að á undanförnum mánuðum hafa ýmis stærstu
aðildarfélög bandalagsins sagt sig úr því. í skýrslu f.h. framkvæmda-
stjórnar lagði formaður-hennar, Heimir Pálsson, áherslu á að sljórn-
in teldi þetta að sönnu alvarlega og óskynsamlega þróun en tilraun-
ir hennar til að snúa á aðrar brautir hefðu ekki borið árangur.
Á þinginu voru mættir til ráða-
gerða fulltrúar frá nítján af tuttugu
og einu aðildarfélagi og urðu miklar
umræður um stöðuna. Var það mál
flestra að enn væri mikil nauðsyn
á að halda uppi faglegum háskóla-
mannasamtökum og bæri að reyna
til þrautar áður en upp væri gefist.
Fram kom tillaga um að kjörin
væri fimm manna nefnd til þess að
kanna til hlítar vilja aðildarfélag-
anna til áframhaldandi samstarfs.
Sameinuðust framkvæmdastjórn og
tillöguflytjendur um breytingu.
Verða niðurstöður nefndarinnar
lagðar fyrir aðalstjórn bandalagsins
að íjórum mánuðum liðnum og þá
ákveðið hvaða tillaga verður lögð
fyrir framhaldsþingið.
í nefndina voru kjörin Hope
Knútsson (Iðjuþj álfafélagi íslands),
Hulda Ólafsdóttir (Félagi ísl.
sjúkraþjálfara), Logi Jónsson (Fé-
lagi háskólakennara), Tryggvi Jak-
obsson (Útgarði) og Þuríður Maggý
Magnúsdóttir (Stéttarfélagi ísl. fé-
lagsráðgjafa). Frestað var kjöri
nýrrar framkvæmdastjórnar og
sitja því fram að framhaldsþingi
þeir sem kjörnir voru á níunda þingi
BHM fyrir tveim árum.
(Fréttatilkynning)
1 * 1 P i ^ É ^ w..f 4m * 1
Æ 'Xt ..JL.JIx, J
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
Starfsfólk Kartöfluverksmiðjunnar, f.v.: Þórunn Andrésdóttir,
Magnea Gestsdóttir, Herdís Hallgrímsdóttir og Auðun Gunnarsson.
Fremst Erlingur Jónsson og Aðalheiður Hauksdóttir.
Þykkvibær
Kartönuverk-
smiðjan 10 ára
Hellu.
Kartöfluverkmiðja Þykkva-
bæjar hélt nýlega hátíðlegt 10
ára starfsafmæli verksmiðjunnar
er hreppsbúum var boðið til sér-
staks hátíðarfundar í samkomu-
húsi staðarins, en börnum var
boðið til grillveislu sama dag.
Á fundinum lá fyrir sex mánaða
uppgjör, en afkoman þykir góð
miðað við þennan fyrri helming
ársins. Að sögn verksmiðjustjórans,
Auðuns Gunnarssonar, hefur á síð-
ustu mánuðum orðið framleiðslu-
aukning sem að hluta til má rekja
til gagngerrar endurnýjunar verk-
smiðjunnar á sl. tveim árum sem
þótti nauðsynleg til að mæta harðn-
andi samkeppni við innflutta vöru.
„Við erum með algerlega sambæri-
lega vöru á boðstólum, enda sýnir
það sig í innkaupum hins almenna
borgara, hann velur frekar íslenskt
ef gæðin eru þau sömu,“ sagði
Auðun.
Kartöfluverkmiðjan rekur eigin
dreifingarstöð í Garðabæ en alls
starfa tíu manns hjá fyrirtækinu,
þar af eru sex störf í Þykkvabæ.
Framkvæmdastjóri Kartöfluverk-
smiðjunnar er Friðrik Magnússon.
- A.H.
Sigurbjartur Pálsson, stjórnar-
formaður Kartöfluverksmiðj-
unnar, flytur ávarp á hátíðar-
fundinum en stjórnin ákvað að
færa nýjum Grunnskóla Þykkva-
bæjar tölvubúnað að verðmæti
160.000 kr. að gjöf.