Morgunblaðið - 13.11.1992, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992
fclk í
fréttum
MYNDLIST
Málað í minningn manns
Þegar sorgin knýr dyra, hefur
mörgum reynst best að sökkva
sér í vinnu. Það gerði ung myndlist-
arkona sem missti sinn besta vin
og félaga í sumar, Einar B. Ár-
mannsson. Hún sýnir um þessar
mundir myndir á Café 17 við Lauga-
veg.
Asta Guðrún Eyvindardóttir er
lærður myndlistarmaður, hefur lært
hér heima og í Bretlandi og m.a.
numið myndlist á Louvre-safninu í
París. Þá hefur hún unnið við leik-
tjaldamálun í Þjóðleikhúsinu. Ásta
Guðrún á að baki fjölda sýninga.
Hún segir sýninguna nú hins
vegar vera tileinkaða Einari, sem
lést af slysförum í sumar. „Allt
okkar samband var listrænt og fal-
legt, eins og lífíð vildi endalaust
rugga okkur. Við tengdumst á ótal
máta. Eftir að að ég kynntist Ein-
ari, 16. febrúar 1990, fór ég að
draga upp huglægari myndir en
áður og reyna að fínna öllum tilfínn-
ingum mínum sannan lit og listrænt
séð í orðsins fyllstu merkingu. Eg
hef sennilega ekki verið heiðarlegri
gagnvart nokkrum manni en hon-
um. Hann auðgaði list mína eða
jafnvel sýndi mér hana í sjálfri
mér,“ segir Ásta Guðrún. „Það er
mér ljúf skylda að heiðra minningu
hans.“
Hún segist eiga erfítt með að
tala um innviði sýningarinnar vegna
þess hversu persónuleg hún er.
„Enda eiga allir rétt á listinn í sjálf-
um sér, á sinn hátt. Nú þegar
skammt er eftir af sýningunni fínnst
mér rétt að láta vita af henni, því
að listrænt séð er hún örugglega
mikilvæg á mínum ferli og listin er
það sem eftir stendur. Þar vil ég
standa mig vel, allra hluta vegna.
Þessar myndir eru öðruvísi en það
sem ég hef áður gert, sjálf skil ég
ekki alltaf hvað þær eiga að tákna,
Ásta Guðrún sýnir í Café 17 í minningu vinar síns.
yppti bara öxlum og held áfram að
troða þessa grýttu braut og vona
það besta, ég þekkti hvort eð er
ekki aðra leið.“
í sumar fannst mér ég ekki geta
klárað nokkurn skapaðan hlut og
var ákveðin í því að hætta að mála
og hætta öllu þessu listabulli, sem
væri hvort sem er aðeins ímyndun
og bull og aðeins fyrir smábörn.
Ég var búin að fá Gallerí 1.1 og
vini mína til að hjálpa mér að klára
úr túpunum, ég hafði bara ekki lyst
á því að gera það sjálf. Myndimar
máttu vera ljótar, sagði ég þeim og
ég ætlaði að ljúka mínum ferli á
ljótri og blautri sýningu. Mér fannst
ég vonlaus málari, þetta var hræði-
legt sumar. Þegar Einar dó gat ég
allt í einu lokið öllum myndunum
auðveldlega og vel og ég sökkti mér
í vinnu. Allar forsendur breyttust
og nú sýni ég aftur í Café 17, Sýn-
ingin er ekki lengur sú lokasýning
sem ég ætlaði. Mér finnst mikil
gæfa yfír henni og ef eitthvað er
einkasýning þá fínnst mér ég núna
fyrst skilja hvað í því orði felst.“
Villibráðarhlaðbwð
i Láninu á Loftleiðum
Helgarnar 30. október til 1. nóvember, 6.-8., 13.-13.
og 20.-22. nóvember mun hlaðboróið í Lóninu svigna
undan villtum réttum frá kl. 19:00.
Forréttir:
Villibráðarseyði
Hreindýrapaté
Sjávarréttapaté
Grafinn silungur
Aðalréttir:
Heilsteiktur hreindýravöðvi
Ofnsteikt villigœs
Pönnusteikt lundabringa
Smjörsteikt rjúpubringa
Ofnsteikt önd
Hreindýrapottréttur
Eftirréttir:
Heit eplakaka
Ferskir ávextir.
Ostar
6 u
Fylgist með útcirætti vinnin^a f Sterum o# stærilæti á Aðalstciðinni kl. 13-13 á sunnudögum.
Heppnir gestir geta tekið flugið til London, Kaupmannahafnar eða Luxemborgar með
Flugleiðum, því eftir hverja helgi verður dregið um glæsilega ferðavinninga á Aðalstöðinni.
Villibráðarhlaðborðið nýtur geysilegra vinsælda og þvx er öruggara að panta borð strax
í síma 22321. Lifandi tónlist. Verið velkomin.
HOTEL LOFTLEIDIR
„Birgir Jónsson veitingamaður á Gullna hanánum hjá íslenska hlað-
borðinu.
SÆLKERAR
Islenska línan
Aveitingastaðnum Gullna hanan-
um á Laugavegi 178 er nú
framreiddur íslenskur matur á mjög
nýstárlegan hátt. Hversdagsmatur
eins og slátur, lifur og hrútspungar
eru nú orðnir að gómsætum hátíðar-
mat og á lítið skylt við hinn venju-
lega súrsaða innmat þótt hráefnið
sé hið sama.
Veitingahúsið býður þessa dagana
upp á hausthlaðborð þar sem finna
má rétti eins og til að mynda slátur
með sveskjum í stað mörs, fyllt
lambahjörtu, hafrasteikta hrútsp-
unga, lifur með beikoni, jurtakryddað
lambalæri, íslenska kjötsúpu, saltaða
svínaskanka og uxabijóst, saltfisk-
gratin, allar tegundir síldarrétta og
heita pottrétti. Auk þess er hægt að
fá slátur matreitt á hefðbundinn
hátt, hangikjöt og svið.
í tvær vikur hafa þessir réttir ver-
ið á boðstólum og segir Birgir Jóns-
son veitingamaður að þeir hafi mælst
vel fyrir hjá viðskiptavinum sem
einkum hafa verið hrifnir af hrútsp-
ungunum, matreiddum á þennan
hátt. „Annars er tilgangurinn með
þessari hugmynd sá að breyta út af
vananum og fá fólk til að samþykkja
það. Mér sýnist það ætla að ganga
vel, því flestir eru mjög jákvæðir
núna gagnvart íslenskum mat.“
Hugmyndina að þessu íslenska
hlaðborði á veitingamaðurinn sjálfur
og matreiðslumeistari hússins, Guð-
rún Jónsdóttir. Hafa þau lengi prófað
sig áfram í matreiðslu þessa íslenska
hráefnis og var til dæmis íslenskum
kryddjurtum safnað í í Heiðmörk í
haust, og hún gerð að „eyðimörk",
eins og Birgir kemst að orði.
Franska línan í matreiðslu hefur
verið vinsæl hér á landi, en nú má
ef, til vill fara að tala um íslerisku
línuna í því sambandi. íslenska hlað-
borðið verður áfram á boðstólum hjá
Gullna hananum. Fyrir jólin er svo
fyrirhugað að vera með jólahlaðborð
með íslenskum mat, sem enn meira
verður lagt í að sögn Birgis.
COSPER