Morgunblaðið - 13.11.1992, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 13.11.1992, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992 ■S/zy o Prófa&u næshx.." Hámenntaður prófessor átti fuglinn ... Ast er.. &-I3 ... upphaf varanlegs sambands TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndlcate Hér er þjónunum bannað að ræða stjórnmál við gestina ... HÖGNI HREKKVÍSI IHarðttttMit&fö BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reylgavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Víðáttulistaverk eða náttúruspjöll? Frá Gunnlaugi Þórðarsyni í Morgunblaðinu 24. f.m. var skýrt frá því að óvænt hefði fundist at- hyglisvert víðáttulistaverk í Jök- ulsárgljúfri, málað á 10—12 metra háan hamravegg gljúfursins. Sjálft listaverkið sýnir ættartré Völsunga með fomu letri, þar sem hver bókstafur er 40—100 sm á hæð og eru efstu stafimir í um 6 m hæð frá jafnsléttu. Þama birtist ættartala Sigurðar Fáfnisbana. Verkið ber með sér að þeir sem hafa unnið það bera mikla virðingu fyrir forn-germanskri menningu og hafa lagt mikla alúð og vandv- imi í vinnuna, því verkið kemur glæsilega í Ijós handan jökulfljóts- ins. Listamennirnir heita Gerard Lentik, sem er myndhöggvari, og Reinout van der Bergh. í fyrstu unnu listamennimir mikið víðáttu- listaverk á sandbakka neðan við hamraveginn, en áin mun hafa skolað þvf burt. Tveimur ámm eftir að verkið var unnið, árið 1987, gáfu þeir félagarnir út bók um verk sitt, en þeir kölluðu lista- verkið: Upptyppingar. í sjálfu sér má segja að þessi gjömingar listamannanna hafí verið skemmtileg hugdetta og beri vott um virðingu fyrir hinni fomu menningu. Hins vegar hefðu þeir átt að sækja um leyfí til þess að vinna verkið, ekki síst þar sem Jökulsárgljúfrið er friðað. Listamönnunum er aftur á móti til afsökunar að hvergi sést, að því er ég best veit, að um náttúm- friðun sé að ræða á þessum slóð- um. Þess vegna nær það ekki neinni átt að höfða mál gegn Hol- lendingunum fyrir brot gegn nátt- úruvemdarlögum, auk þess sem sökin er löngu fymd. Með slíkum aðgerðum verðum við okkur til athlægis á heimsvísu. Enn síður kemur til greina að krefja lista- mennina um bætur. Mér er nær að halda að þetta listaverk geti orðið til þess að draga erlenda ferðamenn að, ekki síst Hollendinga. Mér er minnis- stætt að fyrir mörgum áram sagði mér hollenskur vinur minn, sem komið hafði til landsins í mörg ár, að Hollendingar mættu öfunda íslendinga af öllu gqótinu sem hér fínnst. I því væri fólgið efni í margs konar listaverk og honum varð að draumi sínum. Óneitan- lega er það umhugsunarefni hve þessi uppákoma hefur komið upp um sofandahátt Náttúmvemdar- ráðs og vissulega þarf að koma í Náttúruspjöll í Jökulsárgþ'úfri veg fyrir að slík leyfíslaus listsköp- un erídurtaki sig. GUNNLAUGUR ÞÓRÐARSON Bergstaðastræti 74a, Rvík. í samræmi við stjórn- skipunarhugmyndir Frá Birni S. Stefánssyni Því hefur undanfarið verið haldið fram, að þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki í samræmi við stjómskip- unarhefð íslendinga. Vitaskuld er ekki að búast við sterkum hefðum hjá unglingi eins og íslenzka ríkið er. Hitt má fullyrða, að þjóðarat- kvæðagreiðsla með lagagildi hefur verið í samræmi við hugmyndir ráðamanna um stjómskipun lands- ins. Það kemur skýrt fram í skýrslu stjómarskrámefndar um endurskoðun stjómarskrárinnar sem ég varð mér úti um í forsætis- ráðuneytinu. Nefndin fjallaði um stjómar- skrána grein fyrir grein, þ. á m. 26. grein um staðfestingu forseta á samþykktu lagafmmvarpi. Hún er svofelld: „Ef Alþingi hefur sam- þykkt lagaframvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til stað- festingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri at- kvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“ Stjómarskrárnefnd lagði til að í stað þessarar greinar kæmi: „Ef Alingi hefur samþykkt lagafram- varp, skal það lagt fyrir forseta eigi síðar en þremur vikum eftir að það var samþykkt. Aður en forseti tekur ákvörðun um stað- festingu framvarpsins, getur hann óskað eftir því að um það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla. Þjóðarat- kvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða frá því að ósk um hana var borin fram. Sé framvarpið þar fellt, er forseta heimilt að neita að staðfesta það. Sé það samþykkt, skal forseti staðfesta það.“ Nefndin taldi eðlilegra, að for- seti geti óskað eftir þjóðarat- kvæðagreiðslu áður en hann tekur ákvörðun um það hvort hann stað- festir það eða ekki, því að ella þurfi „forseti og meirihluti þings að standa að þjóðaratkvæða- greiðslunni sem andstæðingar“. Ekki þarf frekari vitna við umeinróma afstöðu stjórnarskrár- nefndar. Annað mál er það, að forseti er ekki endilega að lýsa sig andvíg- an samþykkt Alþingis með mál- skoti til þjóðarinnar. í því þarf ekki að vera fólgið annað álit en að um svo mikilsvert mál sé að ræða að þjóðin skuli öll taka ábyrga afstöðu til þess. BJÖRN S. STEFANSSON Vesturvallagötu 5, Rvík. Víkveiji skrifar Stjómmálamenn lofa stundum meira en þeir geta nokkurn tíma staðið við þegar þeir heyja kosningabaráttu. íslendingar era oft ótrúlega umburðarlyndir gagn- vart sviknum kosningaloforðum en erlendis hefur stjórnmálamönn- um stundum orðið hált á að lofa of miklu. Síðasta dæmið er um Bush Bandaríkjaforseta sem hét Bandaríkjamönnum því fyrir fjór- um áram að hann myndi ekki leggja á neina nýja skatta. Þetta loforð sveik Bush og það átti stór- an þátt í að hann náði ekki endur- kjöri. Þegar Bill Clinton hóf baráttu sína fyrir að ná kjöri sem Banda- ríkjaforseti gaf hann hástemmd loforð um ýmis konar efnahagsað- gerðir sem engin von var til að gætu staðist. í lok kosningabarátt- unnar kepptist Clinton við að draga í land, væntanlega til að forðast að standa í sömu sporam og Bush eftir fjögur ár. xxx Víkveiji dagsins býr í nágrenni Sundhallarinnar og hefur löngum litið á hana sem sundlaug- ina sína. Fyrir nokkram árum var komið þar upp góðri aðstöðu fyrir börn og síðan hefur Víkveiji átt þar margar góðar stundir með fjöl- skyldu sinni eftir vinnu- og skóla- tíma. En nú virðist sem verið sé mark- visst að flæma venjulega sund- laugargesti úr Sundhöllinni. Að minnsta kosti hefur fjölskylda Vík- veija ákveðið að leita á önnur mið því Sundhöllin er farin að loka barnadeildinni um klukkan hálf sex á daginn vegna þess að þar fer fram sundleikfimi eldri borg- ara. Víkveiji hefur nokkrum sinn- um reynt að leika við börnin sín í almennu deildinni innan um þá sem era að að synda 200 metrana og komist að þeirri niðurstöðu að það sé ekki eftirsóknarvert. Til að bæta gráu ofan á svart er fólk rekið upp úr lauginni klukkan sjö vegna sundæfinga íþróttafélaga. Ekki hefur Víkveiji orðið var við , að laugargestum sé boðinn afslátt- ur af aðgangseyri vegna þessara óþæginda. Það er kannski sök sér þótt Sundhöllin loki eitthvað fyrr á kvöldin en aðrar laugar. Hins veg- ar skilur Víkveiji ekki almennilega hvers vegna eldra fólkið getur ekki stundað sína sundleikfími á kvöldin um leið og æfingar sundfé- laganna hefjast svo fjölskyldur geti náð úr sér streitunni fyrir kvöldmatinn í Sundhöllinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.