Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK tvgmifcliifrifr STOFNAÐ 1913 267.tbl.80.árg. LAUGARDAGUR 21. NOVEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þjóðargersemar Breta brenna í Windsorkastala Milljarðatjón varð er þjóðarger- semar Breta eyðilögðust í elds- voða í Windsor-kastalanum vestur af Lundúnum í gær. Um tvö hundruð slökkviliðsmenn börðust við eldana og tókst þeim að hefta útbreiðslu þeirra eftir fjögurra stunda viðureign. Lögregla taldi að iðnaðarmenn hefðu kveikt í fyrir slysni. Norski seðlabankínn ver þriðjungi gjaldeyrisforðans til að verja krónuna Gengislækkun nauðsyn ef þrýstingur vex enn Drottningin slegin Andrés prins, hertogi af Jórvík, var sá eini úr konungsfjölskyld- unni sem var í hölliimi þegar eldurinn kom upp. Lá hann ekki á liði sínu þegar viðstadd- ir lögðust á eitt um að hand- langa menningarverðmætin út úr höllinni. Elisabet drottning flýtti sér á vettvang og var sögð afar slegin yfir aðkomunni. Myndin var tekin af mæðginun- um á kastalalóðinni. Windsor- kastali hefur verið aðsetur þjóðhöfðingja í 850 ár. Varnarmáttur okkar þó mun meiri en Svía og Finna, segir seðlabankastjórinn Osló, Kaupmannhofn og Stokkhólmi. Frá fréttariturum Morgunblaðsins, Jan Gunnar Furuly, Sigrúnu Davfðsdóttur og Erik Liden. JAN Qvigstad, bankastjóri Seðlabanka Noregs, sagði í gær að gengi norsku krónunnar yrði varið með öllum tiltækum ráðum. Keypti bankinn í því skyni mikið af eigin gjald- miðli og varði til þess þriðjungi gjaldeyrisf orðans. Sérfræð- ingar í norskum fjármálum sögðu að ekki yrði komist hjá gengisfellingu krónunnar héldi þrýstingur á hana áfram eftir helgi. Þrýstingur var einnig á dönsku krónuna í gær og voru vextir hækkaðir um 5,1 prósentustig og eru nú 15%. Samkvæmt heimildum Óslóar- blaðsins Aftenposten keypti norski seðlabankinn milli 20 og 50 millj- arða króna, 182-455 milljarða ÍSK, á gjaldeyrismörkuðum til að halda gengi hennar stöðugu. Nemur það um þriðjungi gjaldeyrisforðans að því er talið er. Jafnframt voru milli- bankavextir hækkaður úr 10% í 17%. Síðdegis virtist sem krónu- kaup norska seðlabankans hefðu haft tilætlaðan árangur á peninga- mörkuðum, dregið hafði úr spennu og í gærkvöldi bárust fréttir af gengishækkun krónunnar í kaup- höllinni í New York. Jan Qvigstad bankastjóri seðla- bankans sagði að vangaveltur um gengislækkun væru ástæðulausar. Finnar og Svíar hefðu átt við ann- að tveggja að stríða sem ekki ætti við í Noregi; efnahagslega óreiðu eða pólitíska óeiningu um efna- hagsaðgerðir. Spenna ríkti á verðbréfamark- aðnum í Ósló og mikil verðhækkun átti sér stað undir lok viðskipta. Bréf voru keypt fyrir 900 milljónir norskra króna í samanburði við 200-300 milljónir á venjulegum degi. Von um gengisfellingu var sögð hafa ráðið kaupunum, einkum á hlutabréfum í iðnfyrirtækjum. Þau hefðu óhjákvæmilega hækkað enn frekar við gengislækkun þar sem samkeppnisstaða norsku fyrir- tækjanna hefði þá batnað gagnvart sænskum samkeppnisaðilum. Sænska krónan lækkar enn Sænska krónan lækkaði lítils- háttar í gær. Er gjaldeyrismarkað- ir lokuðu hafði hún lækkað um 12% frá því gengi hennar var látið fljóta í fyrradag. Þrátt fyrir að óróans á gjaldeyrismörkuðum hafi gætt verulega í Danmörku, hefur gengi dönsku krónunnar ekki verið breytt. Danski seðlabankinn hækk- aði forvexti til að verja krónuna falli. Danir standa betur að vígi en frændur þeirra í norðri að því leyti að þeir njóta góðs af gengissam- starfinu við önnur EB-ríki. Þó varð vart í gær flótta frá veikari gjald- miðlum til þýska marksins, hol- lenskra gyllina og belgíska frank- ans. Miklar vangaveltur eru nú um að hlutföllum milli gjaldmiðlanna, sem samstarfið lýtur að, verði breytt, jafnvel um helgina. Allt var með kyrrum kjörum á finnskum fjármálamörkuðum í gær. Sjá fréttir á bls. 20-21 og miðopnu. Samkomulag tekst um landbunaðai kafla GATT milli Bandaríkjanna og EB Vekur vonir um hagvöxt London, Brussel. Reuter. Frá Kristófer M. Kristinssyni fréttaritara Morgunblaðsins, „SAMNINGURINN er góður fyrir Evrópu og Bandaríkin, fyrir þróunarríkin og fyrir alla. Þetta eru bestu fréttir, sem hægt er að hugsa sér fyrir atvinnulífið, neytendur og frjálsa verslun í heiminum. Með samkomulaginu erum við að stuðla að nýju hagvaxtarskeiði," sagði John Major, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann skýrði frá samkomulaginu, sem náðist í gær milli Bandarikjanna og Evrópu- bandalagsins, EB, um landbúnaðarmálin en deilan um þau hefur hindrað, að unnt væri að ljúka við GATT-samningana um aukin heimsviðskipti. Með samkomulaginu er einnig komið í veg fyrir yfirvofandi viðskiptastríð en Bandaríkin höfðu hótað að sctja 200% refsitoll á hvftvín frá EB-ríkjum 5. desember nk. ef ekki tækist að semja fyrir þann tíma. Samkomulagið er mikill sigur fyrir Major og bresku stjórnina, sem nú hefur á hendi forystuna innan EB, en síðustu daga hefur Major legið undir ámæli Frakka og nokkurra þýskra embættismanna fyrir framgöngu sína í GATT-deiIunni. Bar Major mikið lof á samn- ingamennina, Ray MacSharry og Frans Andriessen fyrir EB og Carla Hills og Ed Madigan fyrir Bandaríkin, og sérstaklega á þátt George Bush Bandaríkjaforseta í að leysa hnútinn. Samningur Bandaríkjanna og EB tekur jafnt til deilunnar um framleiðslustyrki eða niðurgreiðslur á fræolíu og til niðurgreiðslna í landbúnaði yfirieitt og greiðir fyrir, að unnt sé að ljúka GATT-samningunum að öðru leyti, til dæmis hvað varðar almenn viðskipti með vörur og þjónustu. Lausnin var sú, að í stað þess að magntakmarka framleiðslu á fræolíu samþykkti EB að skera niður olíur- epjuræktunina á nokkrum árum og takmarka hana við rúmlega fimm milljónir hektara. Það er talið þýða hámarksframleiðslu upp á 10,9 milh'ónir tonna. Bandaríkjamenn höfðu hins vegar krafist þess, að hún færi vel niður fyrir níu milljón tonn. Á móti kemur, að útflutningsuppbætur á landbúnaðarvörur EB-ríkjanna verða al- mennt skornar niður um 21%. Gert er ráð fyrir að markmiðum samkomulagsins verði náð á sex árum frá 1. janúar 1994 að teh'a. Fréttinni um samkomulagið var vel fagnað víða um lönd í gær nema í Frakklandi þar sem Jean-Pierre Soisson, landbúnaðarráð- herra í frönsku stjórninni, sagði, að sér virt- ist það vera óaðgengilegt fyrir Frakka. John Major sagði hins vegar í gær, að samkomu- lagið yrði samþykkt innan EB með meiri- hluta atkvæða. Franskir og þýskir bændur hafa líka fordæmt samkomulagið og hafa þeir boðað til mótmæla í dag. Forsvarsmaður danska landbúnaðarsambandsins sagðist ekki heldur geta unað samkomulaginu. í tilkynningu frá aðalstöðvum GATT í Genf í gær sagði, að nú þegar yrði farið í að ljúka því, sem ólokið er í GATT-samning- unum, en að því búnu verða þeir lagðir fyrir þjóðþing aðildam'lqanna 108.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.