Morgunblaðið - 21.11.1992, Síða 19

Morgunblaðið - 21.11.1992, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992 19 Sýnishorn af því sem á boðstólum verður. Basar Kvenfélags Hrings- ins haldinn á morgun KVENFÉLAGIÐ Hringurinn í Hafnarfirði heldur sinn árlega jólabasar í Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 22. nóvember kl. 15. Að venju verður á boðstólum Tilgangur félagsins er að vinna margt muna sem allir eru unnir af að almennum líknarmálum þó eink- Hringskonum, t.d. verða til sölu jóla- um velferð bama. Allur ágóði af sveinar, jólaskraut, púðar, svuntur, basamum rennur til líknarmála. peysur, kort og lukkupokar. Auk Kvenfélagið Hringurinn þakkar þess verður mikið af kökum til sölu öllum þeim sem hafa gert það mögu- og einnig laufabrauð. Tekið verður legt með stuðningi sínum að veita á móti kökum milli kl. 10-12 á félaginu brautargengi. sunnudaginn. (Ör fréttatilkynninjfu) Bandarísk könnun á lyfinu „captopril“ Lífslíkur eftir kransæðastíflu aukast verulega FJÖGURRA ára lífslíkur eftir kransæðastiflu aukast um 19% með lyfinu „captopriT* ef marka má niðurstöður úr stórri banda- rískri rannsókn SAVE, sem niðurstöður birtust um í New Eng- land Journal of Medicine fyrir skömmu. Árni Kristinsson, yílr- læknir í Hjartadeild Landspitalans, segir i samtali við Morgun- blaðið að lyfið hafi verið notað við hjartabilun og háum blóð- þrýstingi hér á landi um nokkurra ára skeið með góðum árangri. Árni segir að smám saman hafí meðferð við kransæðastíflu verið að batna og breytast. Bætt meðferð og aukin forvörn hafí dregið stórlega úr dauðsföllum af völdum slíkra áfalla. Þar með lifí fleira fólk með bilað hjarta en áður og í seinni tíð hafí megin- áhersla verið lögð á að leita leiða til að bæta líðan þeirra. Ámi telur meðferð með „captopril" sé dæmi um árangur í þá átt. Captopril víkkar út æðar og lækkar þannig blóðþrýsting með því að vinna gegn myndun horm- ónsins aldósterons. Þá á bilað hjarta með lélega samdráttar- getu léttara með að dæla blóði um líkamann. Lyfíð er gefíð í viðbót við hefðbundna meðferð eftir bráða kransæðastíflu. í hefðbundinni meðferð eru notuð segaleysandi lyf sem leysa upp blóðtappa, segavarnarlyf sem koma í veg fyrir myndun nýrra tappa og í sumum tilfellum beta- blokkerar sem lækka blóðþrýst- ing á annan hátt en captopril. Rannsókninni bandarísku var stýrt af Dr. Mark Pfeffer og Dr. Eugene Braunwald sem báðir starfa við Harvard háskólann. Hjartasjúklingar sem upp- fylltu ákveðin skilyrði, alls 2.231, frá mörgum stöðum víðs vegar um Bandaríkin og Kanada, voru valdir til þátttöku. Þeim var skip- að í tvo hópa af handahófi. Ann- ar hópurinn fékk captopril í við- bót við hefðbundna meðferð nokkrum dögum eftir hjartaáfall. Hinn hópurinn fékk gervilyf. Beitt var tvíblindri aðferð þar sem hvorki læknar sem ávísuðu lyfínu né sjúklingamir sem fengu það vissu hvorum hópnum þeir síðar nefndu tilheyrðu fyrr en rannsókninni var lokið. Síðan var hópunum fylgt eftir í íjögur ár. Niðurstöður sýna að í hópnum sem fékk captopril var dánartíðn- in 19% lægri eftir 4 ár, innlagnir á sjúkrahús vegna hjartabilunar voru 22% færri og endurtekin hjartaáföll voru 25% færri. Ef niðurstöður rannsóknarinn- ar eru yfírfærðar hingað áætlar Ámi að hér á landi séu árlega um 100 manns sem uppfylla sambærileg skilyrði og geta haft gagn af meðferð með captopril eftir kransæðastíflu. Af þeim hópi myndi meðferð með lyfinu bjarga fímm mannslífum, fækka endurteknum kransæðastíflum um sex og sjúkrahúsinnlögnum vegna hjartabilunar um fímm á fjórum árum- Hins vegar, bendir Árni á, eru til aðrar rannsóknir sem sýna að captopril og önnur skyld lyf henta einnig sjúklingum með langvinna hjartabilun af öðrum orsökum en kransæðastíflu. Þar er um að ræða stóran hóp, sem telur mörg hundruð manns og er ekki reiknað með í dæminu að framan. Ávinningur af meðferð með lyfínu er að Áma dómi bæði fé- lagslegur og fjárhagslegur. Fé- lagslegur ávinningur felst í betri líðan, minni fjarvistum frá vinnu og betri afköstum þeirra sem lifa með bilað hjarta. Beinan fjár- hagslegan ávinning má reikna á eftirfarandi hátt: Meðferð með lyfinu kostar á ári um 75.000 krónur sem Tryggingastofnun borgar að mestu leyti. Einn dag- ur á Hjartadeild Landspítalans kostar um 35.000 krónur. Inn- lögn varir að jafnaði í fímm daga og innlögnin í heild kostar því 175.000 krónur. Verðmunurinn er því 100.000 krónur á ári. Sauðárkrókskirkja 100 ára ÞESS verður minnst nk. sunnu- dag, 22. nóvember, með hátíðar- höldum að eitt hundrað ár eru liðin frá vígslu Sauðárkróks- kirkju. Dagskráin hefst með hátíðarguðs- þjónustu kl. 13.30 og mun biskup Islands, herra Ólafur Skúlason, predika, en fyrir altari þjóna sóknar- presturinn, sr. Hjálmar Jónsson, sr. Gísli Gunnarsson í Glaumbæ og sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup í Hólastifti. Prestar prófastsdæmisins ásamt tveim fyrrverandi sóknar- prestum á Sauðárkróki, þeim. sr. Þóri Stephensen og sr. Tómasi Sveinssyni, taka þátt í athöfninni en kirkjukór Sauðárkrókskirkju und- ir stjórn Rögnvalds Valbergssonar organista syngur við athöfnina en Ólöf Ásbjörnsdóttir syngur einsöng með kórnum. Að hátíðarguðsþjón- ustunni lokinni flytur kirkjumálaráð- herra, Þorsteinn Pálsson, ávarp. Að loknu ávarpi ráðherra m'unu kirkjugestir sitja kaffísamsæti í fé- lagsheimilinu Bifröst þar sem flutt verða ávörp gesta en um kl. 17.30 hefst hátíðardagskrá í kirkjunni. Þar verður flutt leikverkið Kirkjan okkar undir leikstjórn höfundarins Jóns Ormars Ormssonar en verkið fjallar um upphaf og byggingu Sauðár- krókskirkju og kirkjuna í samfélag- inu. Flytjendur eru félagar í Leikfé- Sauðarkrókskirkja. lag Sauðárkróks, nemendur úr Fjöl- brautaskólanum og nokkur börn úr fermingarárgangi 1993 svo og kirkjukór Sauðárkróks. Undir flutn- ingi textans leikur organistinn Rögnvaldur Valbergsson tónlist eftir þijá fyrrverandi organista kirkjunn- ar, þá Eyþór Stefánsson, Jón Björns- son og Pétur Sigurðsson, og einnig eftir önnur skagfírsk tónskáld. Dag- skránni í kirkjunni lýkur með ræðu sóknarprestsins, sr. Hjálmar Jóns- sonar prófasts. Þá eru einnig liðin rétt fimmtíu ár frá stofnun Kirkjukórs Sauðár- krókskirkju og mun kórinn halda afmælið hátíðlegt helgina 28. og 29. nóvember. Laugardaginn 28. verður söng- skemmtun í kirkjunni kl. 20.30 en sunnudaginn 29. býður kórinn öllum eldri kórfélögum til kaffisamsætis í félagsheimilinu Bifröst kl. 14 en þar má gera ráð fyrir að tekið verið lag- ið og gamanmál flutt. - BB Hjá okkur verður hlýtt og notalegt fyrir jólin Kl. 12.30. Rósa mætir á svæðið. Kl. 13.00. Rósa fer í förðun hjá Línu Rut í Förðunarmeistaranum. Rósa verður íklædd náttslopp og undirfötum frá Bláa fuglinum. Kl. 13.00. Leikið verður á flygil Borgarkringlunnar. Kl. 13.30. Rósa les upp úr nýrri bók sinni og tekur síðan lagið. Kl. 14.00. Leikarar úr leikritinu Hans og Gréta, sem nú er verið að sýna í Bæjarbíói í Hafnarfirði, mæta í gervi og sýna úr verkinu. Kl. 14.30. Rósa les upp úr nýrri bók sinni og tekur síðan lagið. Kl. 15.00. Bjöllusveit Laugameskirkju tekur nokkur lög undir stjóm Ronalds Tumer. BORGARKRINGLAN ER KGMIN I JÓLABÚNING ... já og mikið um dýrðirl í dag er Borgarkringlan í jólabúningi og iðar aflífi ogfjöri. Þar eru ekki bara tugir sérverslana með jólavarning fyrir alla fjölskylduna og góðir veitingastaðir sem unnt er að njóta í hlýjunni innandyra, heldur eru skemmtiatriði og óvcentar uppákomur á dagskánni í dag. Ogjólin eru að koma! Opnunartími í nóvemben Mánudaga - fimmtudaga kl. 10.00- 18.30. Föstudaga kl. 10.00 - 19.00. Laugardaga kl. 10.00 -16.00. Opið verður alla daga vikunnar í desember.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.