Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 4
4 MORGXJNBLAÐIÐ LAUGARDA'GUR ^3TJANÚAK 1993 Rekstur feijubáts á Eyjafirði boðinn út Gert ráð fyrir tveimur ferðum til Gríms- eyjar og einni ferð til Hríseyjar í viku HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra hefur falið Vegagerð ríkisins að efna til útboðs um rekstur ferjubáts á Eyjafírði. Jafnframt hefur samgönguráðherra í skoðun fastar vikulegar siglingar eða flugsam- göngur til Austfjarða, en hvorugt stóru skipafélaganna er með reglu- legar ferðir frá Norðurlandi til Austurlands. Halldór sagði í samtali við Morg- unblaðið að til þess að reyna að ná fram spamaði og hagræðingu í rekstri flóabátsins Sæfara á Eyja- firði hefði hann falið Vegagerðinni að fara yfír rekstur allra flóabátanna og bjóða út feijureksturinn til Gríms- eyjar. „Hugmyndin er sú að viðkom- andi geti fengið Sæfara á leigu en einnig er mögulegt að bjóða í þessar ferðir með öðru skipi og þá yrði Sæfari hugsanlega seldur," sagði Halldór Blöndal. í útboðinu er gert ráð fyrir tveim- ur ferðum til Grímseyjar í viku og eina ferð til Hríseyjar í viku, eða sama ferðafjölda og nú er. Óreiða í rekstri Halldór sagði að þegar hann tók við embætti samgönguráðherra hefðu málefni flóabáta verið í mik- illi óreiðu. Engin stefna hefði verið mörkuð í þeim málum en hins vegar verið ráðist í feykilegar fjárfesting- ar, allt að tvo milljarða kr. sem ekki sjái fyrir endann á. Engrar arðsemi hafi verið gætt í sambandi við þessa íjárfestingu. Eitt þessara skipa væri Sæfari við Eyjafjörð. „Það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að reka flóabát í Eyjafirði til að halda uppi samgöngum við Grímsey. Það verður að standa að slíkri þjón- ustu þannig að hún sé fullnægjandi fyrir eyjarskeggja, en einnig verður að huga að því hvemig hægt sé að reka hana með eins litlum kostnaði og unnt er,“ sagði Halldór. Austfjarðahafnir Hann sagði að komið hefði á dag- inn að skip Eimskips og Samskipa sigldu ekki lengur á Austfjarðahafn- ir. Það væri því í athugun í samráði við bæjarstjórann á Akureyri og við- skiptaaðila í Eyjafirði hvort rétt væri að Sæfari sigldi einu sinni í viku til Reyðarfjarðar eða annarra staða sem henta þætti, eða hvort leysa ætti þennan vanda með flug- samgöngum. Viðhorfskönnun Félagsvísindastofn- unar Háskólans fyrir Morgunblaðið FÉLAGSVÍSINDASTOFNUN Háskóla íslands hefur gert könnun fyrir Morgunblaðið, þar sem spurt er um viðhorf almennings til blaðsins. Könnunin náði til úrtaks 1.000 manna um allt land, á aldrinum 16 til 75 ára. Morgunblaðið mun í dag og næstu daga birta ýmsar niðurstöður könnunarinnar. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 23. JANUAR YFIRUT: Yfir landinu er hæðarhryggur sem þokast austur en grunnt lægðardrag fyrir suðaustan land fer suðaustur. Við suðvesturströnd Grænlands er 995 mb lægð sem mun hreyfast austnorðaustur og dýpka. SPA: Suðlæg átt, stinningskaldi vestanlands en gola eða kaldi austan til. Snjókoma og síðar él um sunnan og vestanvert landið en norðaustan- lands þykknar upp. Smám saman dregur úr frosti. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Allhvöss norðan- og norðaustanátt og snjó- koma um norðanvert landið en þurrt að mestu syðra. Frost 1 til 8 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Hæg vestlæg átt og él um vestanvert landið, en þurrt og víða lóttskýjað austanlands. Frost 3 til 15 stig. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Hægt vaxandi suðvestlæg átt og dregur úr frosti. Slydduól suðvestan- og vestanlands en annars þurrt. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. V Heiöskírt / / / / / / / / Rigning a 4 A • Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað * r * * * * * / * * / * / * * * Slydda Snjókoma v ý ý Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörín sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.. 10° Hitastig v Súld = Þoka stig.. FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 á Fimmtudag) Ágæt færð er um vegi í nágrenni Reykjavíkur, einnig um Hellisheiði og Þrengsli. Mosfellsheiði er ófær. Fært er um flesta vegi á Suðurlandi og með suðurströndinni austur til Fáskrúðsfjarðar. Suðurfjarðavegur er ófær í Vattarnesskriðum vegna snjóflóðs. Vegurinn um Fagradal er fær, en ófært um Fjarðarhelöi og Oddsskarð. Þá er fært fyrir Hvalfjörð og um aðalleiðir í Borgarfirðí og um Heydal og noröanvert Snæfellsnes, í Dali og Reykhólasveit. Brattabrekka er ófær. Fært er á milli Bolungar- víkur og Súðavikur. Fært er um Holtavörðuheiði norður Strandasýslu til Hólmavíkur. Steingrímsfjarðarheiði er ófær. Fært er um flesta vegi t Húnavatnssýslum en versnandi færð og veður er á Siglufjarðarvegi. Þungfært er um öxnadalsheiði og þar er talsverður skafrenningur. Upp- lýsingar um færð eru verttar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og I grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hiti +7 +8 veður skýjað léttskýjað Bergen S skúr Helslnki 3 skúr Kaupmannahöfn 7 skýjað Narssarssuaq +18 léttskýjað Nuuk +10 skafrenningur Osló 7 léttakýjað Stokkhólmur 8 skúr Þórshöfn léttskýjað Algarve 16 akýjað Amsterdam 8 rigning Bsrcelona 12 heiðakírt Berlín 14 skýjað Chicago 1 akýjað Feneyjar 1 þoka Frankfurt 11 skýjað Glasgow 5 skur Hamborg 8 skýjað London 8 rígning LosAngeles 11 þoka Lúxemborg 7 súld Madrtd vantar Malaga 15 Ihálfskýjað Mallorca 14 mistur Montreal 2 rigning NewYork 9 rigning Orlando 7 iágþokublettfr ParÍ8 11 alskýjað Madelra 16 akýjað Róm 12 þokumóða Vin 16 skýjað Washington 4 skúr Winnipeg +4 heiðskfrt 43,8% nýta helzt dagblöð við val á vöru og þjónustu í niðurstöðum könnunar Fé- lagsvísindastofnunar kemur fram að 43,8% svarenda nýta sér einkum dagblöð, umfram aðra auglýsingamiðla, við val á vöru og þjónustu. Næstflestir nýta sér helzt sjón- varp við val á vöru eða þjónustu, eða 23,7%. Þá koma 7,5%, sem nýta sér útvarp og 3,8% sem nota tímarit. Af svarendahópnum sögð- ust 21,2% engan þessara miðla nota þegar þeir ákvæðu hvaða vöru eða þjónustu skyldi kaupa. 1.000 manna úrtak Könnun Félagsvísindastofnunar var gerð 16.-18. desember síðast- Fullyrðing: Morgunblaðið er besti auglýsingamiðillinn 724 svöruðu liðinn. Stuðzt var við slembiúrtak úr þjóðskrá sem náði til 1.000 manna, á aldrinum 16-75 ára, af öllu landinu. Viðtöl voru tekin í síma. Alls fengust svör frá 724 af þeim 1.000 sem komu í úrtak- ið, en það er 72,4% svarhlutfall. Nettósvörun — þ.e. þegar frá upp- haflegu úrtaki hafa verið dregnir þeir sem eru nýlega látnir, erlend- ir ríkisborgarar og fólk sem er búsett erlendis — er 73,9%. Að mati Félagsvísindastofnunar er fullnægjandi samræmi milli skiptingar úrtaksins og þjóðarinn- ar allrar eftir aldri, kyni og bú- setu. Því telur stofnunin að ætla megi að úrtakið endurspegli þjóð- ina, á aldrinum 16-75 ára, allvel. 30,0% 30,3% Morgunblaðið er bezti auglýsingamiðillinn 52,8% sammála - 43% ósammála í KÖNNUN Félagsvísindastofnunar voru settar fram nokkrar fullyrðingar og svarendur beðnir að segja til um hvort þeir væru sammála þeim eða ósammála. Fullyrðingunni „Morgunblaðið er bezti auglýsingamiðillinn" sögðust 52,8% mjög eða frekar sam- mála, en 43% mjög eða frekar ósammála. Mjög sammála fullyrðingunni iðillinn sögðust 12,7% og frekar sögðust 22,8% og frekar sammála ósammála 30,3%. Þeir sem ekki 30%. Mjög ósammála því að Morg- gátu gert upp hug sinn voru 4,1%. unblaðið væri bezti auglýsingam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.