Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANUAR 1993 33 Opið bréf til Rík- • / íssjonvarpsms eftir Hauk Vilhjálmsson Hinn 1. nóvember 1980 var fréttaágripi á táknmáli sjónvarpað í fyrsta sinn og var það stór áfangi fyrir heyrnarlausra. Fréttamenn voru heyrnarlausir og jafnframt störfuðu með þeim aðstoðarmenn. Næstu 11 árin borgaði Félag heym- arlausra laun aðstoðarmanna, þrátt fyrir að það væri hlutverk Ríkissjón- varpsins. Aðstoðarmenn sjá um að afla fréttaefnis frá fréttastofu Sjón- varpsins og jafnvel annars staðar frá ef þörf þykir, og hjálpa til við undirbúning fréttatímans. Að lok- um var aðstoðarmönnunum sagt upp störfum 1991 því ljóst var að ekki voru breytingar í vændum. Árinu eftir samþykkti Ríkissjón- varpið loks að greiða laun þeirra. Þetta hafði tekið mun lengri tíma en búist var við, því á kosningavöku um málefni fatlaðra sem haldin var 1987 voru fulltrúar allra flokka því sammála að Ríkissjónvarpið ætti að greiða laun aðstoðarmanna. Það tók aftur á móti fimm ár að efna þetta kosningaloforð, hvers vegna svo lengi? Það er auðvelt að loka þögul hróp heyrnarlausra úti í kuld- anum og Ríkissjónvarpið sýndi kröfum okkar lítinn skilning. Samt sem áður má það ekki gleymast að við erum mjög þakklát fyrir þá þjón- ustu sem við fáum hjá Sjónvarpinu. Spurning er hins vegar, er það nóg? Textavarpið er til dæmis mjög til fyrirmyndar og heyrnarlausum mjög mikilvægt. Þar hefur Sjón- varpið verið svo örlátt að láta okkur í té sérstakar síður sem gera okkur kleift að koma á framfæri tilkynn- ingum og fleiru. Þar er einnig yfír- lit yfir fréttir og fleiri fróðlegar upplýsingar. En þá spyr fólk: Er það ekki nóg? Til hvers að hafa táknmálsfréttir í viðbót við þetta? Svarið er einfalt. í fyrsta lagi eru í textavarpinu aðeins inngangar frétta, en engar skýringar líkt og í táknmálsfréttum. í öðru lagi er textavarpið á íslensku. Flestir heyrnarlausir sem eru um 30 ára og eldri búa aðeins yfir sæmilegri íslenskukunnáttu, ekki meira. Þar til fyrir um 10 árum var íslenskt táknmál ekki viðurkennt í Heyrn- leysingjaskólanum, frekar enn ann- að táknmál. Allt frá því kennsla heyrnarlausra hófst 4. september 1867 var gífurleg áhersla lögð á að heyrnarlausir skildu talað mál og lærðu að tala. Mikill tími og orka fór í að kenna skrift og vara- lestur, en minni tími í að kenna til dæmis íslensku. Táknmál var bann- að og því ekki notað sem kennslu- „En hverjar eru þær kröfur eða beiðnir sem við viljum leggja fram fyrir Sjónvarpið? 1. Að táknmálsfréttir verði lengdar í allt að 10 mínútur daglega. 2. Laun táknmáls- fréttamanna verði hækkuð og leiðrétt skv. verðbólgu. 3. Allt innlent efni verði textað í endursýn- ingu. 4. Heyrnarlausir fái vikulegan fréttaskýr- ingaþátt, allt að 20 mín- útna langan.“ mál, og skiljanlega olli það erfíðleik- um fyrir heyrnarlausu börnin sem aðeins þekktu táknmál. Þetta er því miður hluti af ömurlegri fortíð heyrnarlausra. Það eru aðeins 10 ár síðan táknmál var viðurkennt í Heyrnleysingjaskólanum og að heymarlaus böm fengu eitthvað í líkingu við alvöm kennslu í ís- lensku. Þess vegna er íslenskukunn- átta margra heymarlausra langt frá því að vera fullkomin og afar nauð- synlegt að jafnmikilvægur dag- skrárliður og fréttir sé aðgengilegur á þeirra eigin móðurmáli, táknmáli. íslenskur texti nýtist flestum heyrnarlausum mun betur t.d. á innlendu sjónvarpsefni, þar sem hægt er að styðjast við myndræna atburðarás. En nóg um sögu heymarlausra. Táknmál er mjög mikilvægur þáttur í daglegu lífi okkar, enda okkar móðurmál eins og fyrr segir. ís- lenskt táknmál er jafnmikilvægt okkur og íslenskan er heyrandi, fólki, við virðum ykkar mál og ósk- um þess að þið virðið okkar. Hve- nær kemur sá tími þegar við getum auðveldlega tjáð okkar vandamál? í dag er það því miður mjög tak- markað. Við þurfum alltaf að nota þjónustu túlka, en túlkar em heyr- andi fólk sem lært hefur táknmál og getur túlkað á milli þess og ís- lensku. Túlkar vom samt sem áður ekki til fyrr en fyrir nokkrum áram. Þó er enginn þeirra sem starfar í dag fullmenntaður túlkur í íslensku táknmáli. Túlkanám sem útskrifar fullgilda túlka mun hefjast í fyrsta sinn næsta haust við Háskóla Is- lands og tekur námið alls þrjú ár. Eins og kemur fram hér að ofan ARNAÐ HEILLA er augljóst að heyrnarlausir em minnihlutahópur, en af hveiju að skrifa opið bréf til Sjónvarpsins? Ástæður fyrir því em margar. Und- anfarið höfum við sent mörg bréf til Rúnars Gunnarssonar aðstoðar- framkvæmdastjóra og ítrekað farið á fundi með honum, en með litlum árangri. Að vísu era aðstoðarmenn- irnir nú loks komnir á launaskrá hjá Ríkissjónvarpinu, textavarpið hefur hafíð göngu sína og vissulega emm við mjög þakklát fyrir það. En ekkert svar höfum við fengið við öðmm kröfum okkar, ekki svo mikið sem eitt einasta bréf undan- farin þijú ár, þrátt fyrir að frá okk- ur hafí farið nokkrir tugir bréfa, fyrir utan fundahöldin. En hveijar em þær kröfur eða beiðnir sem við viljum leggja fram fyrir Sjónvarpið? 1. Að táknmálsfréttir verði lengdar í allt að 10 mínútur dag- lega. 2. Laun táknmálsfréttamanna verði hækkuð og leiðrétt skv. verð- bólgu. 3. Allt innlent efni verði textað í endursýningu. 4. Heyrnarlausir fái vikulegan fréttaskýringaþátt, allt að 20 mín- útna langan. Kröfur okkar eru samhljóða nið- urstöðum nefndar sem mennta- málaráðherra skipaði árið 1991 til að gera tillögur sem úrbætur í þjón- ustu ríkisfjölmiðla við heymarlausa. Fulltrúi Ríkissjónvarpsins í þessari nefnd var Rúnar Gunnarson aðstoð- arframkvæmdastjóri. En hvers vegna gerum við þessar kröfur og hvað felst í þeim? 1. Heyrnarlausir fá mjög skammtað fréttaefni, ekki getum við heyrt í útvarpi, í sjónvarpi er innlent fréttaefni ekki með texta ásamt því að talað er inn á mest- allt erlent fréttaefni. Táknmáls- fréttir er því mjög mikilvægur mið- ill fyrir okkur og viljum við fá hann lengdan úr fjórum mínútum í 10 mínútur til að nýta hann betur. Það liggur í augum uppi að það magn frétta sem kemst fyrir á fjómm mínútum er ansi takmarkað. Sjón- varpið er sífellt að endurskoða dag- skrá sína en því miður höfum við ekki fengið meira pláss hingað til. 2. Fyrir 10 árum þóttu laun tákn- málsfréttamanna góð, en raungildi þeirra hefur minnkað talsvert. Það sem þarf í raun að gera er að leið- rétta launin vegna óðaverðbólgunn- ar sem var hér á landi fyrir nokkr- um árum, en það hefur aldrei verið gert. í mörg ár höfum við barist fýrir þessari leiðréttingu, en án árangurs. Við getum ekki farið í verkfall þar sem Sjónvarpinu er alveg sama um okkur. Það sem við höfum farið fram á er að launin verði samræmd því sem þau vora áður fyrr. Sem dæmi má nefna að veðurfræðingar em í dag með helm- ingi hærri laun en þau sem við emm að fara fram á. Undirritaður fór ásamt formanni félagsins á fund með Herði Vilhjálmssyni, fjármála- stjóra Ríkisútvarpsins, og Rúnari Haukur Vilhjálmsson Gunnarssyni aðstoðarfram- kvæmdastjóra vorið 1992. Eftir fundinn talaði Rúnar um að í fram- tíðnni yrði byggt nýtt sjónvarpshús á lóð norðan við útvarpshúsið í Efstaleiti og sagðist mjög bjartsýnn á að þessi framkvæmd myndi hefj- ast í nánustu framtíð. Hvemig get- ur hann verið svo bjartsýnn á fram- tak sem kostar milljarða, en svart- sýnn á einfalda leiðréttingu launa okkar í Sjónvarpinu? 3. í skýrslu áðumefnds starfs- hóps um úrbætur í þjónustu ríkis- fjölmiðla við heyrnarlausa sem var birt 15. apríl 1991 stendur: „.. . að allt innlent efni verði textað í endur- sýningu. Sjónvarpið greiði allan kostnað við textun.“ Að mati nefnd- ar átti þetta að koma til fram- kvæmda sem fyrst, vegna lítils kostnaðar og þess að þetta var tæknilega framkvæmanlegt. Nú era liðin tæp tvö ár og enn hefur ekk- ert gerst þrátt fyrr ítrekanir frá Félagi hreyrnarlausra. Sjónvarpið endursýnir reglulega íslenskt efni en aðeins mjög fáir dagskrárliðir em með texta. 4. Það er afar mikilvægt að við fáum fréttaskýringaþátt um bæði innlendar og erlendar fréttir og að hann verði fluttur á táknmáli. Þetta yrði eini fréttaskýringaþátturinn sem heymarlausir hafa aðgang að. Þáttur þessi er sérstaklega mikil- vægur til að fjalla um efni og mál sem ekki komast fyrir í fjögurra mínútna fréttatíma. Ekkert hefur verið framkvæmt af þessum fjórum atriðum og við höfum heldur ekki fengið skriflegt svar frá Ríkissjónvarpinu í langan tíma. Það er að sjálfsögðu mjög niðurlægjandi að sæta slíkri með- ferð, sem okkur fínnst jaðra við fordóma. Okkur er neitað um sí- fellt fleiri og fleiri atriði. í nokkur skipti hafa táknmálsfréttir verið felldar úr dagskrá af einhveijum ástæðum en sjaldnast emm við svo mikið sem látin vita. Gott dæmi um þetta var nýársdagur síðastliðinn. Þá var táknmálsfréttum sleppt án þess að við væmm látin vita og einnig var klippt á táknmálstúlkun (ekki ágrip) áramótaávarps forseta íslands. Enn höfum við ekki fengið skýringu á hvers vegna táknmáls- fréttunum var sleppt, en ástæðan - fyrir því hve áramótaávarpið var endasleppt er sögð vera mistök hjá Sjónvarpinu. Spurningin er aftur á móti hvers vegna þurfa slík mistök alltaf að bitna á okkur? Alltaf erum við látin líða fyrir mistök annarra eða breytinga á dagskrá. Ef eitt- hvað fer úrskeiðis virðist það vera viðkvæðið að betra sé að sleppa táknmálsfréttum en einni teikni- mynd. Táknmálsfréttir virðast ekki vera nógu fyndnar fyrir yfírmenn Sjónvarps. Við ættum kannski að mæta með grímur og hatta til að_ geta skemmt landsmönnum? Undanfama daga hefur mikil umfjöllun átt sér stað í dagblöðum og útvarpi. Við vonum aftur á móti að umfjöllunin núna verði frekar á síðum dagblaðanna, eða í sjónvarpi og þá með texta eða jafnvel túlkuð á táknmáli, til að gera okkur kleift að fylgjast með umræðum um okk- ar eigin málefni. Það er svo skrýtið að stundum virðist sem heyrnar- lausir séu annars flokks fólk. Við getum ekki notið þess að hlusta á útvarp og borgum því aðeins helm- ing afnotagjaldsins. Blindir geta ekki notið þess að horfa á sjónvarp og fá því ókeypis afnotagjald, þó þeir hafí aðgang að útvarpi alla.— daga. Og sjónvarpið auglýsir enn að það sé nú Sjónvarp allra lands- manna. Eru heyrnarlausir ekki „landsmenn" líka? Höfundur er heymarlaus frá fæðingu og frajnkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra. ENPURNYJAÐI BILINN SINN með einni HAPPAÞRENNU HAppAÞRENNAN /tefrdrínmngúw! Bifreiðatilboð í dag, milli kl. 10-16, verður bifreiðatilboð á tugum bíla í húsnæði okkar á Bíldshöfða 8 (áður Bifreiðaeftirlitið). Bílarnir eiga að seljast, þannig að búast má við að þeir fáist ódýrt. Tilboðin verða opnuð kl. 16.00. Bifreiðasala íslands, Bíldshöfða 8, s. 675200. Ljósm. Studio 76 HJÓNABAND. Gefín voru saman 31. okt. sl. Einar I. Marteinsson og Rakel Guðmundsdóttir af sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni í Laugarnes- kirkju. Ljósmyndarinn - Jóhannes Long HJÓNABAND. Gefín voru saman 5. des. sl. Björn Gunnarsson og Margrét Hrönn Svavarsdóttir af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni í Ás- kirkju. Heimili þeirra er í Reykjavík. SMFST/EÐISFLÚKKURIHH Húsvíkingar og núgrannarí Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Félags- heimili Húsavíkur þriðjudaginn 26. janúar nk. kl. 20.30. Frummælendur verða formaður Sjálfstæðis- flokksins, Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Hall- dór Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráðherra. Almennar umræður og fyrirspurnir. Allir velkomnir. Sjálfstæðisflokkurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.