Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993 mmimn ................nr ^ 4*. <► a*. „ 3ú/emig breytist harm, 1 Z trmbar. HÖGNI HREKKVÍSI ,/ eP REVKí-AUST ? " > jumgmuHMtw BEEF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Við Islendingar erum gott fólk... er það ekki? Frá Valdísi Jónsdóttur: í MÍNUM huga er það alltaf hátíð- leg stund þegar forseti íslands tal- ar til þjóðarinnar á nýársdag. Ræða hans vekur með mér þjóð- emiskennd, stappar í mig stálinu og minnir mig á hve gott er að búa í þessu landi. Hér talar þjóðhöfð- ingi til allra sinna þegna. Honum var því mikil skömm gerð, þegar ræða hans var stöðvuð til þeirra þegna sem ekki eiga þess kost að hlýða á hann öðruvísi en á sínu eigin máli, táknmálinu. Fólk sem lifir í þögninni, í óöryggi sinnar fötlunar, þarf ekki hvað síst á þeirri samkennd að halda sem forsetan- um tekst að vekja með áramóta- ræðu sinni. En það var ekki bara forsetan- um sem var gerð skömm heldur líka þessum einstaklingum. Að klippa fyrirvaralaust á táknmálsút- sendingu og biðja ekki einu sinni rétta aðila afsökunar er dónaskap- ur, tillitsleysi og lítilsvirðing. Þetta atvik rifjaði upp hvað heyrnarlaus- um hefur oft verið mismunað af hálfu forráðamanna sjónvarpsins. Þeim hefur verið neitað um textun áramótaskaups þó þeir hafi boðist til að greiða kostnaðinn. Það hefur verið gengið fram hjá þeim þegar sent hefur verið út efni sem varðar almenningsheill, samanber sjón- varpsútsendingu í febrúar 1992 þegar mannskaðaveður gekk yfir landið og sjónvarpað var viðvörun- um til almennings ótúlkuðum og ótextuðum. Heyrnarskertir ein- staklingar hefðu þess vegna getað farið sér að voða. Það var gengið fram hjá þeim þegar sjónvarpað var efni frá Stígamótum í október síðastliðnum. Senniiega ekki álitið að heymarskertar konur gætu lent í kynferðislegu ofbeldi. Heymar- skert böm geta ekki lengur notið bamaefnis eftir að búið er að taka út allt textað efni og talsetja það. Reyndar er öllum heymarskertum einstaklingum meinað að njóta ís- lenskrar menningar í þessum vin- sæla fjölmiðli. Snemma árs 1991 var sett sam- an nefnd til að fjalla um þjónustu ríkisfjölmiðla við heymarskerta og koma með tillögur til úrbóta. I henni sátu m.a. ráðamenn bæði frá menntamálaráðuneyti og sjón- varpi. Niðurstöður nefndarinnar urðu þær að beita sér fyrir úrbót- um. M.a. var lagt til að allt innlent efni yrði textað í endursýningu. Hefur það verið gert? Nei. Að tími táknmálsfrétta yrði aukinn í allt að 10 mínútur. Hefur það verið gert? Nei. Að fréttastofa sjónvarps yki skýringatexta við fréttir. Hefur það verið gert? Nei. Frekar hefur verið dregið úr því. Og síðast en ekki síst að heyrnarskertir fengju vikulega útsendingartíma fýrir unninn 20 mínútna þátt sem yrði utan venjulegs dagskrártíma. hef- ur það verið gert? Nei. Barátta heymarskertra hefur verið einkar hörð, kannski mest vegna þess að það er útilokað fyr- ir heyrandi að skilja þessa fötlun. Það er ekki hægt að ímynda sér hvemig það er að lifa í heimi þagn- ar og geta jafnvel ekki heyrt sinn eigin andardrátt eða rödd. Það er heldur ekki hægt að ímynda sér hvernig það er að geta ekki tileink- að sér talmál. (Það er útbreiddur misskilningur að heyrnarskertir geti lesið allt af vömm. Þeir geta það ekki frekar en við hin.) Það er heldur ekki hægt að ímynda sér hvernig það er að fá ekki menn- ingu og menntun til jafns við aðra í sínu eigin þjóðfélag. Það verður þó hlutskipti heyrnarskertra með- an ekkert verður gert til að breyta því. Eg vil trúa orðum frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands þegar hún segir í áramótaræðu sinni að við íslendingar séum gott fólk. En ég á svolítið bágt með það þegar ég horfi upp á baráttu minni- hlutahópa sem beijast fyrir rétt- indum sínum. Það er eins og sú barátta fari fram í tíðaranda fyrri hluta þessarar aldar en ekki á tím- um þekkingar, tækni og velmegun- ar. Mér finnst það heldur ekki bera vott um stórhug þjóðar né góðmennsku þegar ævinlega er byijað á því að draga úr þjónustu við þá sem minna mega sín þegar um þrengist í þjóðarbúinu. VALDÍS JÓNSDÓTTIR, talmeinafræðingur, Hraunbæjarkoti, Glæsibæjarhreppi. Víkverji skrifar Nú er svo komið að tölvan sem hleypir viðskiptavinum bíla- stæðahússins á Vesturgötu 7 út og inn er algjörlega að gefa upp öndina. Víkveiji leyfir sér að stinga upp á því að hún verði nú þegar aflögð og ný sett upp, því að þessi hefur aldrei verið til friðs. Þó má þakka fyrir það að bílastæðasjóður hefur á annatímum látið vörð vera í bíl í húsinu til aðstoðar viðskipta- vinum, sem komast hvorki út né inn. Á miðvikudagskvöld lenti Vík- veiji í því að komast ekki út úr húsinu. Klukkan rétt fyrir átta sat Víkveiji fastur í húsinu. Hann ýtti á aðstoðarhnappinn og sá sem svar- aði taldi það klaufaskap Víkveija að hann kæmist ekki út. Varð Vík- veiji að beita fortölum til þess að fá aðstoð við að komast út. Eftir um það bil 20 mínútur varð Vík- veiji síðan var við að einhver var að beija utan dyrnar. Kom þá í ljós að viðgerðarmaðurinn, sem ætlaði að komast inn á sínu eigin korti, komst ekki inn. Víkveiji slapp síðan úr húsinu, þegar hann hafði hleypt viðgerðarmanninum inn og hann gat opnað dyrnar innan frá. Á fímmtudagsmorgun lentu síð- an fjölmargir fastir viðskiptavinir í erfiðleikum með að komast inn í bflageymsluhúsið, tölvan neitaði að hleypa mönnum inn. Nú má segja að upp úr sé soðið. Það er greini- legt að tölvubúnaðurinn sem þarna var settur upp er drasl, honum þarf að henda og setja upp tölvu- búnað sem dugir. xxx Amiðvikudaginn var sór William Jefferson Clinton, 42. forseti Bandaríkjanna, embættiseið sinn. Eins og gefur að skilja sinntu allir fjölmiðlar þessum viðburði út í ystu æsar. Víkveiji fylgdist grannt með sjónvarpsumfjöllun um þennan at- burð á miðvikudeginum, og skemmtilegast þótti honum að bera saman á hvem hátt hin breska fréttastofa Sky-sjónvarpsstöðvar- innar og hin bandaríska fréttastofa ABC-sjónvarpsstöðvarinnar fjöll- uðu um þennan merka dag í banda- rískri stjórnmálasögu. I stuttu máli sagt fannst Víkveija sem í frétta- flutningi þessara ólíku fréttastofa kristallaðist munurinn á rótgrónu konungdæmi, Bretlandi, og elsta lýðveldi heims, Bandaríkjunum. XXX Svona staðhæfing þarfnast sjálf- sagt nánari skýringar, en Vík- veiji tók eftir því að fréttaþulur Sky, svo og fréttamaður hennar í Washington, greindu frá þessum viðburði í miklum viðhafnarstíl, og ekki bar á öðru en undirtónninn einkenndist af því sem kalla má konunglega lotningu. Líkast til hafa fréttamenn Sky sett sig í svip- aðar stellingar og þeir myndu gera ef verið væri að krýna nýjan kon- ung Bretaveldis. Fréttamenn ABC- stöðvarinnar á hinn bóginn, leiddir af fréttastjóra sínum, Peter Jenn- ings, fjölluðu um fréttina sem raun- verulegan fréttaviðburð, en alltaf örlaði þó á ákveðinni kímni. Það var í raun og veru allt að því háðsk- ur undirtónn í umijölluninni, en þó góðlátlegur. Þeir voru þegar í stað búnir að greina ræðu Clintons og telja hana út. Þeir notuðu orðið ofgnótt („excess") til þess að skýra boðskap hans: Þeir höfðu talið út að samtals notaði hann orðið breyt- ingar („changes") 19 sinnum í ræðu sinni. David Brinkley skýrði ræðu hans í samtali við Jennings á þann veg að forsetinn hafí reynt að setja sig í Kennedy-stellingar í ræðu sinni, en þó með Ross Perots ívafi, þegar hann talaði um völdin og valdahrokann í Capitol Hill (Bandaríkjaþingi). xxx Síðan nefndi hann, til þess að skýra þá ofgnótt sem honum fannst mega lesa úr boðskap for- setans, að þegar Ronald Reagan sór forsetaeið hafi verið ákveðið að fagna embættistöku hans með stórkostlegri ostaköku. Svo margir hafí viljað leggja gjörva hönd á plóg við kökugerðina að hún hafí að lokum reynst vera þijú þúsund og eitthvað pund, sem hafi gert það að verkum að hún hafí ekki reynst flytjanleg og hefði aldrei komist inn um dyrnar, þar sem fagnaðarhátíðin fór fram. Þessu væri bara hægt að lýsa með orðinu ofgnótt!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.