Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993 35 Bruðl er böl meginhlutinn af þeirri aukningu í orkunotkun í heiminum sem reikn- að er með í framtíðini verði ein- mitt í þróunarlöndunum og að stærstur hluti þessarar aukningar muni næstu áratugina koma frá hefðbundu eldsneyti. Þetta er talið óhjákvæmilegt til að efnahags- framfarir geti orðið í þessum lönd- um og kjör fólks þar skánað. Aukning á C02-innihaldi andrúms- loftsins sýnist því óhjákvæmileg — ásamt þeim afleiðingum sem hún kann að leiða til. En þegar þær afleiðingar eru metnar er nauðsyn- legt að skoða jafnframt afleiðingar þess að reynt sé að koma í veg fyrir þessa þróun. Hugsa mætti sér að þvinga fram minni orku- notkun iðnríkja; sérstaklega notk- un þeirra á hefðbundnu eldsneyti og koma í veg fyrir vaxandi brennslu eldsneytis í þróunarlönd- um samtímis. Það myndi leiða af sér alvarlegar efnahagskreppur í iðnríkjunum sem almenningur þar er ekki líklegur til að sætta sig við möglunarlaust og jafnframt stöðvun hagvaxtar í þriðja heimin- um; vaxandi fátækt og eymd þar, vegna fólksfjölgunarinnar, ásamt óviðráðanlegum straumi efna- hagslegra flóttamanna þaðan til norðursins. Hvernig yrði þeim tek- ið í kreppunni þar í ljósi nýlegrar reynslu frá Þýskalandi og fleiri Evrópulöndum? Afleiðingar þess- arar leiðar gætu því vel orðið hvort tveggja í senn: Stórátök milli norð- urs og suðurs og dauði tugmilljóna manna árlega í þróunarlöndunum af völdum sjúkdóma og hungurs. Yrðu þessar afleiðingar mannkyn- inu síður hættulegar en afleiðingar af vaxandi gróðurhúsaáhrifum? Þetta táknar ekki að mannkynið geti aldrei hætt að brenna elds- neyti í svipuðum mæli og nú. Hins vegar má umbreytingin yfír í aðr- ar orkulindir ekki verða svo hröð að hún valdi efnahagskreppu í iðn- ríkjunum og stöðnun í þróunar- löndunum. Þá kynni verr verið af stað farið en heima setið. Tíma- bundið hlýtur raunar eldsneyti- snotkunin að vaxa. Til lengri tíma litið; fram undir miðbik næstu ald- ar eða svo, getur hins vegar annað orðið upp á teningnum. Það tekur alltaf langan tíma, marga áratugi, fyrir nýjar orkulindir að ná yfír- burðastöðu. Það tók kolin hálfa aðra öld að ná þeirri stöðu sem þau höfðu á fyrri hluta þessarar aldar og olíuna hátt í öld að ná stöðunni sem hún hafði í upphafi áttundar áratugarins. Það er því ekkert undarlegt við það að það taki endurnýjanlegar orkulindir nokkra áratugi enn að verða ríkj- andi í orkubúskap heimsins. Það er í rauninni óraunhæft að vænta annars. Þannig bindur hvað annað. Vandinn sem við blasir öllum jarð- arbúum er að þræða einstigi til framtíðar með þeim hætti að sæmilegur friður ríki í heiminum og viðunanlegt jafnvægi milli efnahags, umhverfis og orkunotk- unar; jafnvægi sem haldist getur til frambúðar og tryggt sjálfbæra þróun. Þetta er vandi alls mann- kyns — allra jarðarbúa — ekki bara hluta þeirra. Og þetta undir- strikar sterkar en nokkuð annað nauðsynina á að skoða málin í samhengi en ekki í einangrun. Við skulum vona að okkur takist að þræða einstigið. Höfundur er orkumálnstjóri. eftir Einar Kristinsson Það er gaman að heimsmálunum um þessar mundir. Rússar keppast við að taka upp markaðsbúskap. Bandaríkjamenn virðast vera að sigla inn í félagshyggju og EB er á góðri leið með að slá gamla Kreml út í skrifræði. Sem sagt, engin breyting. Aðeins aðsetursskipti. Þetta er eins og þrír vinir skiptist á konum til að hressa upp á ástand- ið í hjónasænginni. Ótrúlegast er að efnahagsástandið á heimbyggð- inni lagist við þessa færslu, frekar en efnahagsástand vinanna við konuskiptin. Núverandi vandræði í efnahag fjölmargra þjóða er afleið- ing af vitlausri fjármálastjórn síð- ustu áratuga. Bæði „stórveldin" vörðu of miklum fjármunum í „leik- skólann sinn“, hermálin, og gættu þess ekki að halda framleiðslu nauð- synlegustu neysluvara í lagi. Rússar slepptu að mestu framleiðslu á nauðsynlegum neysluvörum, en aðr- ir keyptu þær erlendis frá út á krít. Ástandið heima Gefum okkur að við getum aðeins framleitt eina vöru ódýrar en aðrir. Magn þessarar vöru er ekki nægjan- legt til að skila þeim tekjum sem þarf til að kaupa allar aðrar vörur sem við þurfum að nota. Hvað skal gera? Svarið er að sjálfsögðu „sláið lán til að fullnægja þörfum þjóðarinn- ar“. Það er gert, en lán þarf að endurgreiða þannig að hluti af tekj- um næsta árs fer í vexti og afborg- un svo nú þarf að slá enn hærra lán. Á sama tíma gengur hluti þjóð- arinnar atvinnulaus af því hann getur ekki framleitt á „samkeppnis- færu“ verði. Ekki borga þessir menn skatta í sameiginlegan sjóð og ann- aðhvort verður að láta þá drepast úr hungri eða framfleyta þeim á „fátækraframfæri" og það kostar sitt. Hér má fara aðra leið. Jafnvel þótt erlend hráefni þurfi til að fram- leiða þær vörur sem fluttar eru inn geta tekjurnar af þessari einu vöru- tegund sem flutt er út dugað til að kaupa hráefnin. Þá þarf ekki að taka erlent lán og sökkva sér í skuld- ir. Hins vegar er efnið keypt og borgað án lántöku. Þeir sem annars væru atvinnulausir „þurfamenn" hafa nú vinnu við að framleiða vör- umar. Þeim líður betur, þeir skila tekjum í sameiginlegan sjóð og þjóð- in safnar ekki skuldum. þetta var leið íslensku ríkisstjórnarinnar á kreppuárunum upp úr 1930. Það er að vísu rétt að þessar inn- lendu vörur em dýrari en samskon- ar innfluttar vörar, en nútíð og framtíð era bjartari. Þess vegna vil ég halda því fram að verðmunur megi vera allveralegur. Hollur er heimafenginn baggi Vara er því þjóðhagslega hag- kvæmari eftir því sem erlendur kostnaður er minni hluti hennar. Eitt besta dæmið er framleiðsla á mjólkurvöram og dilkakjöti. Þar er erlendur kostnaður hverfandi hluti. Þennan atvinnuveg vill einn ágætur ráðherra, hvað sem öðru líður, leggja niður. Því vil ég að hann svari þrennu: 1. Hvaðan á að fá gjaldeyri til að kaupa þessar vörur? Verði þessar vörar keyptar erlendis frá og verðið þá lægra skilar virðisaukaskattur- inn minni upphæð. 2. Hvaðan ætlar hann að taka mismuninn? 3. Hvað eiga þeir að gera, sem missa vinnuna? Verslunin Það er rétt að hér er hátt verð á landbúnaðarvörum. Að sumu leyti er það eðlilegt vegna loftslags. Að mestum hluta er það óeðlilegt. Það er sama sagan og með aðrar vörar. Nýleg dæmi úr Morgunblaðinu sýna að fatnaður er þrefalt dýrari hér en í Bretlandi. Sjálfar hef ég borið saman verð á verkfæram hér og í Bretlandi og fengið svipað hlutfall. Ekki skiptir máli hvort þessi verk- færi era framleidd þar eða annars staðar. Allt þetta virðist sýna að íslensk verslun stendur sig illa. Ef við göngum í EES skilst mér að hver sem er á því svæði geti stund- að verslun hvar sem er á svæðinu. Því vil ég spyija: Á hverju ætla íslenskir heildsalar að lifa ef þeir eiga að keppa við erlenda aðila um innflutning hingað? Ég er hræddur um að vistin hjá þeim verði dapurleg. Að vísu skal ég játa að varla vöknar mér um augu yfir örlögum þeirra. Athugum eitt enn. Fyrir fáum áram var byggð stór og mikil verslunarhöll að nafni Kringlan. Hún er nærri jafnstór og samanlagt verslunarrými var hér fram að þeim tíma. Eg bið menn að telja þær innlendu vörar sem þar fást. Breytingin síðustu áratugina Um 1960 var hér umtalsverður málmiðnaður. Vélsmiðjan Héðinn var með 600-800 manna starfslið og framleiddi meðal annars frysti- tæki og heilar síldarbræðslur og fullnægði að mestu innlendum markaði á þessu sviði. Það var rek- in bílasmiðja sem yfirbyggði stóra fólksflutningabíla og strætisvagna og talsvert skipasmíði. Tréiðnaður fullnægði innanlandsþörfum fyrir húsgögn auk smíði á hurðum og innréttingum í hús. Fata- og vefjar- Einar Kristinsson „Ætli stjórnvöld að standa undir nafni ber þeim að skapa þau skil- yrði að innlend fram- leiðsla geti að mestu fullnægt þörfum þjóð- arinnar á daglegum neysluvörum.“ iðnaður var veralegur, sbr. Gefjun. Skógerð var að mestu innlend, sbr. Iðunni. Nú er þetta allt horfið og nokkur þúsund heildsalar komnir í staðinn. Meira að segja era menn hættir að gera við bíla. Þegar fyrsti hluturinn bilar í bílnum er honum lagt og nýr keyptur í staðinn. Er von að vel ári? Hvað skal gera? Ætli stjórnvöld að standa undir nafni ber þeim að skapa þau skil- yrði að innlend framleiðsla geti að mestu fullnægt þörfum þjóðarinnar á daglegum neysluvöram. Á þessu sviði þarf og verður innlend fram- leiðsla að koma í stað innflutnings. Þetta er vafalaust eina ieiðin til að draga úr viðskiptahalla og skapa raunveraleg störf fyrir landsmenn. Það er tæpast hægt að hugsa sér að við getum lifað af því að þjón- usta hver annan. Það er svipuð hug- mynd og leikskóli geti verið sjálf- stætt þjóðfélag. Sú kreppa sem hér virðist í uppsiglingu er að hluta til sama eðlis og kreppan í nálægum iðnríkjum. Framleiðslan hefur flust úr landi. Héðan fór hún til útlanda. Frá Evr- ópu og Norður-Ameríku fór hún til Austur-Asíu. Þannig er framleiðslu- geta heimsins á iðnvamingi orðin tvöföld miðað við þörf. Framleiðslu- getan sem var á Vesturlöndum er enn við lýði, en lítt notuð. Fram- leiðslugetan í Austurlöndum er í fullu fjöri og þaðan kaupa Vestur- lönd vegna lægra verðs, þrátt fyrir gjaldeyrisskort, enda era flest Vest- urlönd orðin skuldum vafin. Við erum í svipaðri súpu og kaupum frá útlöndum. Hvað skal gera? Tvær leiðir virðast færar: 1. Koma upp innflutningshöml- um. Það er leið EB. 2. Koma á alvöru gjaldeyris- markaði þar sem gengið ræðst af framboði og eftirspum. Þetta táknar að gengi gjaideyrisins ráðist alfarið af viðskiptajöfnuðinum og sé jafnan þannig að hann sé á núlli. Þetta er vel framkvæmanlegt með nútíma tölvutækni. Þessi aðferð er á sterk- ari viðskiptagranni en það fornaldar sýndarbrask sem tíðkast í kauphöll- um í dag. Ég geri mér að vísu full- ljóst að stjórnmálamenn munu ekki markaðsvæða gjaldeyrisviðskipti á þennan sjálfsagða hátt. Ekki einu sinni þeir sem mest tala um mark- aðsbúskap. Þeir þora ekki heldur að markaðsvæða þingfararkaupið sitt því þeir vita sem er að margir frambjóðendur era um hvert þing- sæti, en þá er eðlilegt að kaupið lækki. Niðurlag Gjaldeyrisnotkun okkar er nú 10.000.000.000 króna á ári umfram gjaldeyristekjur. Það era 40.000 kr. á mann á ári. Þótt þetta sé há tala er hún veralega lægri en vextir og afborganir af þeim erlendu lánum sem við höfum. Ef við væram skuld- laus væra engin vandræði. Svo er ekki. Þess vegna þarf innflutningur að minnka um þessa upphæð. Það getur gerst með tvennu móti: a) Framleiða meira af okkar daglegu neysluvöram. Þetta skapar arðbær störf. Ekki veitir af. b) Minnka kaupmátt almennings um rúmlega (t.d. tvöfalda) þessa upphæð. Þó við göngum í EES er ávinningur af tollalækkunum einungis hluti (um ’/5) af þessu dæmi. Aðild gerir stjómvöldum erfitt að beita inn- flutningshömlum. Því er mjög áríð- andi að við tökum okkur Þjóðveija til fyrirmyndar og kaupum aðeins innlenda framleiðslu svo fremi að hún sé á boðstólum, óháð verði. Frelsi til lántöku og mikið framboð á vörum leggur þá skyldu á neytend- ur að þeir kunni að hafna. Þetta kunnum við ekki, sem best sést af því að við eigum einhveija tugi þús- unda of marga bíla, öðrahvorameg- in við hundrað of mörg skip, of stórt húsnæði og of mikið af drasli til að geyma í því. Við getum sparað gjaldeyri næstu árin með því að bæta ekki í þetta safn, heldur halda hlutunum við. Braðl er böl. Þegar búið er að eyða atvinnu- tækifæranum og öllum sjóðum og slá þau lán sem unnt er hlýtur kreppan að koma. Höfundur erkennnri við Tækniskóln ísiands. m ,| ■. —— værðarvoðir - metravara. Opið daglega frá kl. 10.00-18.00, einnig sunnudaga. Sendum í póstkröfu, sími 91 -666303.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.