Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Breyting til batnaðar Fjármálaráðuneytið hefur birt bráðabirgðatölur um afkomu ríkissjóðs á síðasta ári. Halli ríkissjóðs varð um þremur milljörðum króna meiri en fjár- lög gerðu ráð fyrir, eða 7,1 milljarður í stað 4,1 milljarðs. Hins vegar varð hann minni en útlit var fyrir á tímabili sl. haust. Þá minnkaði hrein láns- fjárþörf ríkisins á sl. ári um helming, varð rúmlega 7,1 milljarður króna miðað við rúmlega 14,6 milljarða árið 1991. Loks varð inneign á við- skiptareikningi ríkissjóðs í Seðlabankanum tæpir 2,5 millj- arðar í árslok 1992, en ríkis- sjóður skuldaði þar rúmlega 6,1 milljarð í árslok 1991. Hallinn á ríkissjóði á síðasta ári er mikill, en samt verður að telja, að umskipti hafí orðið í ríkisfjármálum miðað við árið 1991, en þá var hallinn 12,5 milljarðar. Þama munar 5,4 milljörðum. Ríkissjóðshallinn 1992 var 1,9% af landsfram- leiðslu, en var 3% árið á und- an. Umskiptin eru enn mikil- vægari þegar haft er í huga hversu mjög lánsfjárþörf ríkis- sjóðs minnkaði árið 1991. Niðurstöðutölur ríkisreikn- ings síðasta árs sýna, að hallinn varð 3 milljörðum meiri en fjár- lög ársins gerðu ráð fyrir. Skýr- ingamar felast í því, að tekjur ríkissjóðs drógust saman um rúma 2 milljarða króna frá fjár- lögum (um 3,4%), einkum vegna efnahagssamdráttarins, en útgjöldin vora tæpum millj- arði meiri (0,9%). Er það minnsta frávik á útgjaldalið fjárlaga um langt árabil. Út- gjaldaaukann má m.a. rekja til aukinna útgjalda vegna kjara- samninga, hærri atvinnuleysis- bóta og annarra tryggingabóta, svo og aukinna greiðslna vegna uppgjörs eldri búvörusamnings. Þótt veralega hafí dregið úr fjárlagahallanum á síðasta ári miðað við árið á undan er hann enn of mikill. Það er óviðun- andi með öllu, að hallinn á rekstri ríkisins nemi um 20 þúsund milljónum króna á að- eins tveimur áram. Hann er brúaður með lántökum og það er dýrt. Alvarlegust eru þó áhrifín á innlendan íjármagns- markað, því þessi mikla eftir- spurn ríkisins eftir lánsfé stuðl- ar að háum vöxtum. Hátt vaxtastig eykur og útgjöld rík- isins sjálfs. Horfur era þó bjart- ari nú í þessum efnum en verið hefur, þar sem dregið hefur bæði úr hallanum og annarri lánsfjárþörf. Komið hefur fram, bæði hjá forsætisráðherra og fjármálaráðherra, að nú stefni í, að ríkið taki til sín um 40% af nýjum spamaði landsmanna í stað 60% eins og verið hefur. Það er umtalsverður árangur og á að stuðla að lækkun vaxta. Um árabil hefur ríkið brúað hallann með erlendum lántök- um, þótt dregið hafí úr því að undanfömu. Skuldir íslendinga við erlenda lánardrottna era komnar á hættulegt stig að mati forsætisráðherra. Enda voru þær orðnar um 227 millj- arðar króna um síðustu áramót og nær 30% af útflutningstekj- um landsmanna fara í afborg- anir og vexti af skuldabyrð- inni. Fari fram sem horfir verða erlendar skuldir orðnar allt að 60% af landsframleiðslunni í lok þessa árs. Ríkisstjómin, Vinnuveit- endasambandið og forstjóri Þjóðhagsstofnunar hafa varað mjög við erlendum lántökum umfram það sem ráðgert er. Áframhaldandi skuldasöfnun er jafnvel talin ógna efnahags- legu sjálfstæði þjóðarinnar og bent er á ástandið í Færeyjum í því sambandi, svo og að ekki gangi lengur að skrifa neyzlu samtímans á reikning komandi kynslóða. Aðrir telja erlendar lántökur réttlætanlegar, ef þær ganga til arðbærrar fjárfest- ingar í atvinnulífi. Ýmsir hagfræðingar og stjómmálamenn hafa haldið þeirri kenningu á loft, að óhætt sé að reka ríkissjóð með halla í samdrætti til að örva efna- hagslífíð og það sé beinlínis æskilegt. Einnig sé réttlætan- legt að hið opinbera taki lán í sama skyni og hefur þetta m.a. verið mjög til umræðu í Banda- ríkjunum vegna fyrirhugaðra aðgerða Clintons til að endur- reisa efnahagslífíð þar í landi. Á það hefur verið bent, að ríkis- sjóðshalli í mörgum iðnríkjum er meiri en hér á landi, svo og að skuldahlutfall af landsfram- leiðslu sé víða mun hærra en á íslandi. Þetta er rétt eins langt og það nær, en á móti kemur, að íslenzkt efnahagslíf er miklu viðkvæmara fyrir sveiflum en flestra iðnríkjanna. Það gerir einhæfni atvinnúlífsins og að- eins ein atvinnugrein, sjávarút- vegurinn, aflar mikils hluta útflutningstekna. Hér er komin ein af ástæð- unum fyrir því, að íslendingar eru komnir á yztu nöf í er- lendri skuldasöfnun. Aflabrest- ur eða verðfall á mörkuðum geta leitt til þess að greiðslu- byrði af erlendum lánum verður óbærileg. Það er því rétt stefna að hamla gegn frekari skulda- söfnun utanlands og mikilvæg- ur liður í því er að draga enn úr ríkissjóðshallanum. Ferðakönnun Félagsvísindastofnunar meðal erlendra ferðamanna Tæplega 90% munu mæla með landinu við vini sína NIÐURSTÖÐUR úr viðamikilli könnun sem Félagsvísindastofnun hefur unnið meðal erlendra ferðamanna hér á landi á tímabilinu 28. júní 1991 til 15. júní 1992 liggja nú fyrir. Könnunin náði til alls um 4.800 ferðamanna og skiptist þannig að endanlegur fjöldi svarenda að sumar- lagi var 3.274, að hausti 484, að vetrarlagi 454 og að vori 476. Af aðspurðum sögðu 4.146 eða 88,9% að þeir myndu mæla með íslandi sem ákvörðunarstað við vini sína. Það helsta sem ferðamennimir sáu jákvætt við landið var náttúran og fólkið en það helsta neikvæða var verðlag á dryklqarföngum og mat en 69% töldu það of hátt. Hinsveg- ar vekur athygli að þegar spurt var um verð á gistingu töldu 43,5% að verðið væri viðunandi en 29,8% að það væri of hátt. Ferðamálakönnun þessi er hluti af stærra verkefni sem unnið er fyr- ir ferðamálanefnd Norðurlandaráðs og miðar að því að afla upplýsinga um ferðaþjónustu á íslandi, Færeyj- um og Grænlandi. Markmiðið er að afla upplýsinga sem aðilar í ferða- þjónustu í þessum löndum geta notað í uppbyggingu og framþróun grein- arinnar. Niðurstöður könnunarinnar sýna að almennt virðast mun fleiri karlar en konur ferðast til íslands en þessi munur verður áberandi yfir haust- og vetrarmánuðina en á þeim tíma- bilum voru rúmlega 70% þeirra sem komu til íslands karlmenn. Að með- altali voru ferðamenn allra árstíða um fertugt en að sumartímanum undanskildum virtist fíölga nokkuð í þeim hóp sem var á aldrinum 36-45 ára en fækka að sama skapi þeim sem voru 66 ára og eldri. Þegar litið er á skiptingu ferða- manna eftir markaðssvæðum kemur í ljós að Norðurlandabúum og Norð- ur-Ameríkönum fíölgar hlutfallslega um helming þegar hausta tekur og um veturinn en hlutur Suður-Evr- ópubúa verður aðeins fjórðungur af því sem hann var yfir sumarið. Minni sveiflur virðast vera í fjölda ferða- manna frá Norðvestur-Evrópu milli árstíða. Skipting eftir starfsstéttum breytist á vetrum Skipting hinna erlendu ferða- manna eftir starfsstéttum breytist mjög mikið yfir vetrarmánuðina samanborið við sumarið. Markverð- asta breytingin er sú að fólki úr lægri- og millistéttum, það er iðnað- ar- og tæknimönnum, heilbrigðis- starfmönnum, kennurum, lífeyris- þegum og húsmæðrum, fækkar um allt að helming en stjómendum og atvinnurekendum fjölgar aftur á móti verulega. Breytingin í hlut sér- fræðinga, háskólamenntaðra og þeirra sem vinna skrifstofu- og þjón- ustustörf er ekki eins einhlít en í einhveijum tilfellum fíölgar í þessum hópum á vetrarmánuðum. Nemendur og stúdentar koma hér í álíka mikl- um mæli sumar, vetur og haust en þeim fækkar talsvert á vorin. Tilgangur ferðarinnar er aftur á móti eins og við mátti búast mjög breytilegur eftir árstíðum og má segja að sumarið einkennist af ferða- mönnum sem eru í fríi en veturinn einkennist af ferðamönnum sem koma hingað til að sækja fundi og ráðstefnur eða til að sinna viðskipt- um eða rannsóknum. í niðurstöðum segir svo: „Það vekur samt athygli hversu margir komu hingað í frítíma sínum yfír vetrarmánuðina, eða 28% um haustið, 21% yfír háveturinn og tæp 40% þeirra sem komu um vorið.“ Kostnaður 93-121.000 kr. Viðdvöl ferðamanna hérlendis er að meðaltali 13 dagar að sumri en rétt undir 6 dögum að vetri og vori. Kostnaður sá sem hver ferðamaður hefur af dvöl sinni hérlendis er á bilinu 93.000 til 121.000 krónur. í samræmi við lengd dvalarinnar leggja ferðamenn á sumrin í mestan kostnað eða 121.000 kr. en ferða- menn annarra árstíða eyddu á bilinu 93-96.000 krónum í sína ferð. Þessar tölur snúast við þegar litið er á heild- arkostnað hvers ferðamanns fyrir hvern dag sem ferðin stóð. Þá er kostnaður þeirra sem komu I sumar um 13.000 krónur á dag að meðal- tali en kostnaður þeirra sem komu á öðrum árstíðum er á bilinu 22 til 30.000 krónur á dag að meðaltali. Ef litið er á ýmsa þætti kostnaðar ferðamanna kemur fram hvað gist- ingu varðar að meirihluti svarenda á öllum árstíðum verð hennar vera viðráðanlegt. Af þeim sem telja verð- ið of hátt eru sumarfarþegar hlut- fallslega flestir en vetrarfarþegar hlutfallslega fæstir. Síðan segir í niðurstöðum: „Svarendur hinna ólíku árstíða eru meira einróma í dómi sínum þegar kemur að verðlagningu matar og drykkjar en nálægt þremur fjórðu hlutum svarenda allra árstíða Aðgerðir gegn atvinnuleysi eftirFriðrik Sophusson Að undanförnu hafa nokkrar um- ræður orðið um þær efnahagsað- gerðir sem ríkisstjórnin hefur efnt til.og koma meðal annars fram í fjár- lögum fyrir árið 1993. Opinber um- ræða um þetta er eðlileg og æskileg. Aðgerðimar eru mjög víðtækar og koma öllum við. Það er hins vegar nauðsynlegt að umræðan lendi ekki á villigötum heldur beinist að kjama málsins. Þess vegna vil ég svara hér nokkrum þeirra spuminga sem oft heyrast í þessari umræðu. 1. Af hveiju þurfti ríkisstjórnin að grípa til aðgerða? Það þarf varla að fara mörgum orðum um þær efnahagsþrengingar og það stöðnunartímabil sem við ís- lendingar höfum gengið í gegnum síðustu árin. Frá árinu 1987 hefur hagvöxtur í iðnríkjum OECD aukist um 15%. Á sama tíma hefur enginn hagvöxtur orðið hér á landi og í tvö ár í röð dregst landsframleiðslan saman. í kjölfar þessarar stöðnunar hefur störfum hér á landi fækkað og atvinnuleysi því aukist. Það getur engum komið á óvart að stjómvöld freisti þess að bregðast við þessum aðstæðum og snúa þess- ari óheillaþróun við. Það er beinlínis skylda stjórnvalda. Með efnahagsað- gerðunum er fyrst og fremst verið að styrkja stöðu íslensks atvinnulífs. Aðeins þannig er raunhæft að hleypa nýju lífi í íslenskt efnahagslíf. Ofl- ugra atvinnulíf þýðir fleiri störf og þar með minna atvinnuleysi. Þetta er meginmarkmið efnahagsaðgerða ríkisstjómarinnar. Til viðbótar má nefna að aðgerð- irnar stuðla jafnframt að minni þjóð- arútgjöldum og þar með minni við- skiptahalla. Þetta er mjög mikilvægt atriði. Sumum finnst þetta kannski svolítið fjarlægt og ekki koma sér beint við. Staðreyndin er samt sú að viðskiptahalli kemur okkur öllum við, vegna þess að viðskiptahalli er ekkert annað en ávísun á erlendar lántökur. Erlend lán þarf að greiða síðar. Þannig er reikningurinn send- ur á framtíðina án þess að nokkur trygging sé fyrir því að bömin okkar séu í stakk búin til að borga brús- ann, hvað þá að það sé réttlátt. Ríkis- stjórnin hafnar þessari stefnu. 2. Hvað hefði gerst, ef ekki hefði verið gripið til aðgerða? í rauninni felst svarið við þessari spurningu í því sem ég hef sagt hér að framan. Ef ríkisstjómin hefði ekki gripið til aðgerða væri útlitið einfaldlega ennþá svartara en það er. Samkvæmt nýjustu spá Þjóð- hagsstofnunar er búist við 5% at- vinnuleysi á yfírstandandi ári. Þetta em skuggalegri tölur en við höfum séð í áratugi. Ef ríkisstjómin hefði ekki gripið til sérstakra efnahagsaðgerða hefði Þjóðhagsstofnun ekki spáð 5% at- vinnuleysi heldur ennþá lakara at- vinnuástandi. Það er auðvitað alltaf erfitt að segja til um það hvað hefði gerst ef þetta eða hitt hefði ekki verið gert. Ég treysti mér ekki til að nefna tölur um hugsanlegt at- vinnuleysi ef ekki hefði verið gripið til aðgerða. Ástæða er þó til að minna á, að í skýrslu sem Alþýðusamband íslands lagði fram síðastliðið haust var talið að atvinnuleysi gæti farið í 20-25% ef ekkert væri að gert. 3. Er hætta á að atvinnuleysi verði jafnvel ennþá meira? Ég hygg að fæstum í Finnlandi hafí komið til hugar að svara hlið- stæðri spumingu játandi fyrir þrem- ur áram, árið 1990, þegar atvinnu- leysi var um 3 'h%. I dag er atvinnu- leysi í Finnlandi 16%. Þróunin í Sví- þjóð er hliðstæð. Þar var atvinnu- leysi 1 '/2% árið 1990. í dag er það 7%. Þessi dæmi sýna okkur að skjótt skipast veður í lofti og ekki er hægt að ganga út frá því sem vísu að slíkt geti ekki gerst hér á iandi. Þess vegna vinnur ríkisstjómin markvisst að því að koma í veg fyrir að við lendum í svipuðum hremmingum. Ábyrgð stjómvalda er mikil, en ábyrgðin er einnig hjá aðilum vinnu- markaðarins, sem semja um kaup og kjör. Þjóðin verður öll að taka þátt í baráttunni við atvinnuleysið ef árangur á að nást. 4. Er rétt að taka erlend lán til að „leysa málin“? Það er sjálfsagt að taka lán, ef verið er að byggja upp arðvænlegan rekstur, sem staðið getur undir af- borgunum og vöxtum. Öðru máli gegnir um lán, sem ríkið tekur ein- göngu til að búa til atvinnu án tillits til þess hvort hún er arðbær eða ekki. Upp á síðkastið hafa heyrst gam- alkunnar raddir um það að leiðin út úr efnahagsþrengingum okkar ís- lendinga sé einfaldlega að taka meiri erlend lán. Þannig sé hægt að forða þjóðinni frá atvinnuleysi. Flestir hugsandi menn verða áhyggjufullir, þegar þeir heyra slíkar hugmyndir. Fæstir trúa þvi að þær séu settar fram í fullri alvöru. - Eða halda menn virkilega að það leysi einhvern vanda að slá víxil í næsta (erlenda) banka! Eftir alla þá umræðu sem verið hefur að undanfömu um frændur okkar Færeyinga og þær hremming- ar sem þeir hafa lent í vegna óhóf- legrar erlendrar skuldasöfnunar hljómar það meira en lítið ankanna- Iega að menn skuli ræða um aukna erlenda skuldasöfnun sem leið út úr efnahagsvandanum á íslandi. Allar staðreyndir liggja fyrir í þessu máli. Við eram komin út á ystu nöf í erlendri skuldasöfnun. Erlendar skuldir okkar hafa tvöfald- ast á undanfömum tíu áram og þær halda áfram að vaxa. Hvert manns- barn skuldar 800.000 krónur í dag, en skuldaði innan við 400.000 krón- ur fyrir tíu áram. Fyrir örfáum áram voru Færeyingar í sömu sporum og við eram nú. Við verðum að horfast í augu við það að þurfa að vinna okkur út úr vandanum sjálf. Við getum ekki stöðugt ávísað á framtíðina, á bömin okkar. Það er óábyrg afstaða, sem leiðir til þjóðargjaldþrots. 5. Getur ríkissljórnin aukið atvinnuna? Ég nefndi áður að meginmarkmið efnahagsaðgerðanna væri að skapa raunhæfan og traustan grandvöll fyrir varanlegum hagvexti. Aðeins þannig gætum við dregið úr atvinnu- leysi. Aðeins þannig gætum við smám saman komið okkur upp úr því erlenda skuldafeni sem íslenska þjóðin hefur ratað í. Þá er ekki síður mikilvægt að draga úr hallarekstri ríkissjóðs. Halli á ríkissjóði heldur uppi vöxtum í efnahagslífinu. Háir vextir torvelda endurreisn atvinnulífsins og gera skuldugum heimilum erfítt fyrir. Það er hins vegar deginum ljósara að við ríkjandi efnahagsaðstæður er afar erfítt að sameina þessi mark- mið. Á fjárlögum fyrir árið 1993 er þó leitast við að gera hvort tveggja í senn. Áfram er dregið úr útgjöldum ríkissjóðs, en jafnframt er lögð aukin áhersla á þætti sem stuðla að auk- inni atvinnu og hagvexti þegar fram í sækir. Þungamiðja efnahagsaðgerðanna er stórfelld tilfærsla á sköttum. Að- stöðugjald er fellt niður af fyrirtækj- um og skattar á almenning hækka að sama skapi. Samkeppnisstaða atvinnulífsins batnar, rekstrargrand- völlur fyrirtækjanna styrkist og hamlað er gegn auknu atvinnuleysi. Jafnframt tók ríkisstjórnin ákvörðun um að verja Wi milljarði króna til sérstakra atvinnuskapandi framkvæmda. Þessar framkvæmdir hafa verið í undirbúningi hjá Vega- gerð ríkisins og fara af stað í vor. Þá var í fjárlögunum ákveðið að auka fjárframlög til rannsókna, þró- unarstarfsemi og markaðsmála í því L MORGmjBLA£>il^^AUGA^DAGUft-^"JANÚAR 1993 27 Rýnt í kortið í ókunnu landi vill vefjast fyrir ferðalöngum að rata rétta leið. Þá er eins gott að hafa kort við höndina eins og þessar stúlkur hafa eflaust rekið sig á. segja að verð á mat og drykk sé of hátt hér á landi.“ Helsta umkvörtunarefni þeirra ferðamanna sem tóku þátt í könnun- inni var annarsvegar verðlag og hinsvegar veðurfar en þetta eru einu þættimir sem ná því marki að yfír 10% þeirra sem svöraðu á einhverri árstíð sáu ástæðu til að nefna þá sem eitthvað sem valdið hafí þeim von- brigðum eða óþægindum meðan á dvölinni stóð. Náttúran og landið Þegar spurt var um það sem helst hefði vakið ánægju við dvölin á ís- landi kom í ljós nokkur munur milli árstíða. Náttúran og landið vora í öraggu fyrsta sæti meðal þeirra sem komu um sumarið og um vorið en hjá haust og vetrarfarþegum nefna hlutfallslega flestir fólkið sem vin- gjamlegt og gestrisið. Það se_m helst kom ferðamönnum á óvart í Islandsferð þeirra var nokk- uð breytilegt eftir árstíðum. Af þeim sem komu að vori eða sumri nefnir stærsti hópurinn náttúruna, yfírleitt fegurð hennar en í öðru og þriðja sæti eru veðráttan og ýmis sérkenni íslenskrar náttúra. Meðal þeirra sem koma að vetrarlagi skipar veðráttan fyrsta sæti en verðlagið kemur þar á eftir. í lokin á niðurstöðum Félagsvís- indastofnunar segir svo: „Yfírgnæf- andi meirihluti svarenda allra árstíða telur þrátt fyrir allt að þeir muni mæla með íslandi sem ákvörðunar- stað við vini sína, eða nálægt 90 af hundraði þeirra sem komu um vetur- inn og nálægt 95 af hundraði þeirra sem komu um sumarið og haustið. Nokkuð er um að menn svari spum- ingunni játandi sem setji ákveðinn fyrirvara við slík meðmæli og er al- gengast að menn segist myndu vara ferðamenn við háu verðlagi hér, en um þriðjungur þeirra sem koma að sumri og vori setja fynrvara við meðmæli sín og segja ísland ekki vera fyrir hvern sem er.“ Fjárhagsáætlun Garðabæjar samþykkt 26 milljónum var- ið til fjölgunar atvinnutækifæra SAMKVÆMT nýsamþykktri fjár- hagsáætlun Garðabæjar verður 26 milljónum króna varið til atvinnu- skapandi verkefna á þessu ári. Þar er bæði um að ræða fjárveitingu til verkefna er leiða af sér fækkun á atvinnuleysisskrá og fjárveitingu til að skapa atvinnu fyrir skólafólk. Samkvæmt fjárhagsáætluninni era tekjur bæjarsjóðs á þessu ári sam- tals áætlaðar 695,4 milljónir króna, og af því era útsvör áætluð 506,6 milljónir, eða 72,8% af heildartekjum. Á árinu er áætlað að veija 397,8 milljónum til framkvæmda, og er helsta framkvæmd ársins áframhald- andi vinna við byggingu Hofsstaða- skóla, en fjárveiting til þess verkefnis er 135 milljónir. Gert er ráð fyrir að ljúka við uppsteypu á fyrsta áfanga skólahússins á þessu ári, en áætlað er að skólinn taki til starfa 1. septem- ber 1994. Meðal annarra framkvæmda í Garðabæ er áframhaldandi gatnagerð í Hæðarhverfí, en þar hefur á undan- fömum áram verið úthlutað fjölmörg- um lóðum fyrir einbýlishús, raðhús og fjölbýlishús. Samtals er fjárveiting til gatnagerðar 65 milljónir króna. Mestum hluta útgjalda bæjarsjóðs Garðabæjar er varið til fræðslumála, eða 105,2 milljónum króna, sem er 20% af rekstrargjöldunum í heild. Næst koma 73,9 milljóna framlög til almannatrygginga og félagshjálpar, eða 14% af rekstrargjöldunum, og til æskulýðs- og íþróttamála er varið 69 milljónum, eða 13,1% af rekstrar- gjöldum. Rekstrarafgangur sam- kvæmt fjárhagsáætluninni nemur 167,9 milljónum, eða 24,2% af sam- eiginlegum tekjum. -----♦ ♦ ♦----- Ríkisspítalar 5% lækkun launa- og rekstrargjalda SPARNAÐUR á launum og öðrum rekstrargjöldum ríkisspítalana milli tveggja síðustu ára varð 360 milljónir eða yfir 5% skv. bráða- birgðauppgj öri. Ef framreiknuð eru launagjöld árs- ins 1991 og borin saman við 4.370 milljóna króna launagjöld síðasta árs kemur í ljós að um 220 milljónir króna eða 4,8% lækkun er að ræða á milli áranna. Sparnaður vegna yfirvinnu er 8%. Ef framreiknuð rekstrargjöld árs- ins 1991 era borin saman við 2.173 milljóna króna rekstrargjöld síðasta árs kemur í ljós rúmlega 140 milljóna króna spamaður milli áranna á öðrum rekstrargjöldum en launum. Sparnað- ur hefur náðst í flestum liðum rekstr- argjalda. I k I Friðrik Sophusson „íslenska þjóðin þarf síst á því að halda nú, að sundrast í innri átök- um. Þvert á móti verð- um við að sameinast í baráttunni gegn því böli sem atvinnuleysið er. Það er megininntak efnahagsstefnu ríkis- stj órnarinnar. “ skyni að treysta atvinnu. Jafnframt var gengi íslensku krónunnar lækkað í kjölfar gengislækkunar gjaldmiðla helstu viðskipta- og samkeppnis- þjóða til að koma í veg fyrir að sam- keppnisstaða íslenskra atvinnu- greina versnaði. Allar þessar aðgerðir era til þess fallnar að auka atvinnu. Það gerist hins vegar ekki á svipstundu heldur tekur nokkurn tíma. Hér er ekki tjaldað til einnar nætur heldur reynt að skapa varanlegan grundvöll. 6. Hafa skattar hækkað vegna aðgerða rikisstjórnarinnar? Eins og fram kemur í svari við síðustu spumingu felast efnahagsað- gerðimar m.a. í tilfærslu á sköttum frá fyrirtækjum til einstaklinga. Heildarskatttekjur ríkissjóðs aukast hins vegar ekki, því að hér er eining- is um tilfærslu að ræða. Þessi að- gerð skerðir kaupmátt ráðstöfunar- tekna heimilanna og dregur þannig úr neysluútgjöldum þeirra, til skamms tíma litið. Það virðist vera útbreiddur mis- skilningur að þetta hafi verið einhver töfralausn sem ríkisstjórnin greip til í skyndingu. Því fer víðs fjarri. í þeim óformlegu viðræðum sem ríkis- stjórnin átti við aðila vinnumarkað- arins síðastliðið haust kom fram sá skilningur hjá öllum aðilum að það væri nauðsynlegur þáttur í hugsan- legum aðgerðum að létta sköttum af atvinnuvegunum og færa skatt- byrðina yfír á einstaklinga. Þetta var talið nauðsynlegt vegna þess að með þessu er rekstrargrundvöllur fyrir- tækja treystur án þess að um leið sé grafíð undan afkomu ríkissjóðs. Þess vegna þurfti að færa skattbyrð- ina til, frá fyrirtækjum yfír á einstak- linga. Að öðrum kosti blasti við stór- kostlegt atvinnuleysi eins og Alþýðu- sambandið benti á. Það er því rétt sem haldið hefur verið fram að skattbyrði einstaklinga hafí þyngst. Um það er ekki deilt. Með efnahagsaðgerðum ríkisstjórn- arinnar var reynt að haga því þann- ig til að hinir tekjulægstu yrðu fyrir minnstri kjaraskerðingu. Það er hins vegar rangt að heildarskattbyrðin hafí aukist því að hér var um til- færslu að ræða, ekki viðbótarskatt- heimtu. 7. Hve mikið hefur kaupmátturinn rýrnað? Það er deginum ljósara að þegar þjóðartekjur minnka um 8-9% á mann eins og spáð er fyrir árin 1992- 1993 þá hlýtur kaupmáttur þjóðar- innar að lýrna. Kjörin era að versna. Fram hjá því verður ekki litið. Spurn- ingin er aðeins: Hvemig bregðast menn við þessum tíðindum? Ríkisstjórnin hefur hafnað þeirri leið að stinga hausnum í sandinn og slá bara erlend lán. Það leysir engin vandamál. Af því höfum við fengið nóg á undanförnum árum og erum reyndar að súpa seyðið af þeirri óráðsíu hvern einasta dag. Þess í stað hefur ríkisstjómin valið þá leið að horfast í augu við vandann, taka á honum strax. Eins og ég hef lýst hér að framan leiðir þetta til þess að kaupmáttur almennings rýrnar. Um það er ekki deilt. Þær efnahagsaðgerðir sem rík- isstjómin hefur ákveðið hafa marg- vísleg áhrif á efnahagslífið og þar með á kaupmáttarþróun í landinu. Breytingarnar era þríþættar. í fyrsta lagi era ýmsar breytingar á tekjusköttum, vaxtabótum o.fl. sem talið er að rýri ráðstöfunartekjur heimilanna um allt að 2% þegar áheildina er litið. í öðru lagi era ýmsar breytingar á sviði skatta- og ríkisfjármála sem hafa áhrif á verð- lag. Þessar breytingar koma út á sléttu gagnvart kaupmætti. Þannig er talið að niðurfelling aðstöðugjalds muni lækka almennt verðlag um allt að 1,5% á þessu ári. Á móti vega verðlagsáhrif af breytingum virðis- aukaskatts, hækkun bensíngjalds og gjaldtöku í heilbrigðiskerfínu, sam- tals um 1,5% til hækkunar á fram- færsluvísitölu. í þriðja lagi eru svo áhrif gengislækkunarinnar sem við höfum metið í kringum 2%. Það er hins vegar margt sem bendir til þess að verðlagsáhrif hennar verði mun minni. Heildaráhrif efnahagsaðgerða rík- isstjómarinnar á kaupmátt ráðstöf- unartekna má þannig meta á bilinu 3-4%. Þessar tölur koma vel heim og saman við nýjustu spá Þjóðhags- stofnunar um að kaupmáttur ráð- stöfunartekna muni dragast saman um 5‘/2% á yfírstandandi ári. Til við- bótar við fyrmefnd kaupmáttaráhrif koma nefnilega áhrif erlendrar verð- bólgu og vaxandi atvinnuleysis milli ára. Þótt þessi kaupmáttarrýmun sé vissulega nokkur er breytingin samt miklu minni en oft áður. Til saman- burðar má nefna að á áranum 1988- 1990 rýrnaði kaupmáttur ráðstöfun- artekna um nálægt 15%. Þessar tölur liggja allar fyrir. Þetta eiga hagsmunasamtök að geta reiknað á sama hátt og stjórnvöld. Það er þess vegna ámælisvert að fara fram með tölur sem gefa í skyn að kaupmáttarrýrnunin sé miklu meiri. Þær staðhæfingar standast ekki. Sama hvernig menn reikna. Lokaorð Launþegasamtökin hafa á undan- á förnum mánuðum staðið fyrir aug- . lýsingaherferð í því skyni að hvetja | fólk til að kaupa islenska fram- 3 leiðslu. Þetta lofsverða framtak var til fyrirmyndar. í þessari viku efndi * eitt stærsta verkalýðsfélagið til nýrr- j, ar auglýsingaherferðar til að mót- ’ mæla þeirri kjararýmun sem orðið hefur og búast má við á næstunni. Sama daginn og fyrsta auglýsingin 1 birtist var gefín út dökk þjóð- j hagsspá, þar sem sýnt er fram á að | kaupmáttur ráðstöfunartekna rýrni helmingi minna en sagði í auglýsifig- I unni. Eðlilega er erfítt fyrir lands- j menn að sætta sig tímabundið við lakari lífskjör. Það þjónar hins vegar vafasömum tilgangi að draga upp dekkri mynd af ástandinu en það er i í raun og vera. Afturkippurinn í at- | vinnulífinu á sér að hluta til rætur | í kyrrstæðri alþjóðlegri efnahags- * lægð. Samdráttinn má einnig að - veralegu leyti relqa til minnkandi | afla og lægra markaðsverðs útflutn- ingsafurða. Loks hefur umfra- meyðsla og óhófleg skuldasöfnun á . undanförnum áram þrengt mögu- leika okkar til að takast á við erfíð- ' . leikana. Vandinn verður hins vegar ekki leystur með því að ýkja erfíð- leikana og telja kjark úr fólki, eins og gert er í áðumefndum auglýsing- i um. Aðalatriðið er §ð átta sig á að j aðgerðir%ríkisstjómarinnar beinast 4 að því að efla atvinnulífíð. Markmið- -Jf ið er að leggja grunn að bættum lífs- f. kjöram þegar til lengri tíma er litið. Tilgangurinn er jafnframt að koma :í í veg fyrir að atvinnuleysið vaxi, eins * og gerst hefur hjá nágrannaþjóðun- 4 um, sem eiga við sams konar vanda 3? að etja. Með aðgerðum ríkisstjómar- ,% innar er verið að skipta kostnaðinum J af eflingu atvinnulífsins og barátt- unni gegn atvinnuleysinu á milli ' þeirra sem hafa vinnu og njóta tekna. íslenska þjóðin þarf síst á því að halda nú, að sundrast í innri átökum. Þvert á móti verðum við að samein- * ast í baráttunni gegn því böli sem atvinnuleysið er. Það er megininntak i efnahagsstefnu ríkisstjómarinnar. Höfundur er fjármálnráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.