Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993
41
Minning
Arnþór Jensen for-
stjóri, Eskifirði
Mig langar að minnast örfáum
orðum fyrrum tengdaföður míns og
fóstra, Arnþórs Jensen frá Eski-
firði, sem lést 9. janúar síðastliðinn.
Arnþór fæddist 22. maí 1906 að
Siglunesi við Manitobavatn í
Kanada. Foreldrar hans voru hjónin
Þórunn Markúsdóttir, prests á
Stafafelli í Lóni Gíslasonar, og Pét-
ur Wilhelm Jensen, á þeim tíma
bóndi vestan hafs, en síðan kaup-
maður um áratugaskeið í Reykja-
fírði á Ströndum, á Eskifirði og í
Reykjavík. Foreldrar Péturs Wil-
helms voru hjónin Jóhanna Péturs-
dóttir frá Eskifjarðarseli og Jens
Peter Jensen, beykir og veitinga-
maður, en hann fluttist ungur frá
Danmörku, settist að á Eskifírði og
bjó þar síðan.
Amþór fluttist með foreldrum
sínum til íslands kornabam að aldri
og til Eskifjarðar árið 1909. Þar
lifði hann og starfaði í 74 ár. Síð-
ustu ár ævi sinnar bjó Arnþór á
Hrafnistu í Hafnarfírði.
Arnþór kvæntist Guðnýju Önnu
Pétursdóttur, prests í Heydölum í
Breiðdal Þorsteinssonar og Hlífar
Bogadóttur Smith, 21. nóvember
1931. Guðný lést 30. júlí 1988.
Böm Guðnýjar og Arnþórs urðu
fjögur: Gauti, læknir í Noregi,
kvæntur Sólrúnu Sveinsdóttur
hjúkrunarfræðingi; Valur, lengst
af kaupfélagsstjóri KEA, síðan
bankastjóri Landsbankans, en hann
lést í sviplegu slysi 13. október
1990. Ekkja hans er Sigríður Ólafs-
dóttir húsfreyja; Hlíf, skjalaþýðandi
og túlkur, búsett í Danmörku og
gift Bent Christensen menntaskóla-
kennara; Guðný Anna, hjúkrunar-
framkvæmdastjóri, gift Hjálmari
Kjartanssyni viðskiptafræðingi.
Ævistarf Arnþórs var mikið og
gott og er efni í bók. Það verður
ekki tíundað hér en látið nægja að
segja, að hann var einn af hetjum
aldamótakynslóðarinnar sem
kynntist kröppum kjörum, sat stutt
á skólabekk en útskrifaðist úr lífs-
ins skóla með heiðri og sóma.
í lok ársins 1954 varð égtengda-
dóttir þess merka manns sem hér
er minnst. Með okkur tókst vinátta
sem æ síðan óx og dafnaði og ég
vil nefna kærleika.
Tengdapabbi minn kom mér fyrir
sjónir sem allgustmikill dugnaðar-
forkur, léttur í spori og sístarfandi
frá því árla morguns til síðla kvölds.
Mér var strax ljóst að þar var eng-
inn meðalmaður á ferð. Skörungs-
skapur, reglusemi og fádæma
snyrtimennska einkenndi öll hans
störf.
Arnþór var lágvaxinn en þrekleg-
ur, teinréttur og höfðinglegur. And-
litið bar í senn bæði mjúkleitan og
skarpleitan svip þar sem konung-
legt nefið setti sterkan svip á.
Klæðaburður hans var ávallt óað-
finnanlegur og einnig þar sat
snyrtimennskan í fyrirrúmi. Þrótt-
mikil og blæbrigðarík röddin féll
vel að heildarmyndinni og sagði
heilmikið um manninn sem var hríf-
andi. Mér fannst hann hafa yfir-
bragð herramanns en það var ekki
bara yfirbragð. Hann var sannur.
Smátt og smátt kynntist ég stór-
brotnum persónuleika Arnþórs.
Ungur að árum hreifst hann af
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
BRYNJÓLFS BRYNJÓLFSSONAR,
Hrafnistu,
áður Holtsgötu 21,
Hafnarfirði.
Jóhanna Brynjólfsdóttir, Einar Sigurjónsson,
Jón O. Brynjólfsson, Erla Steingrimsdóttir,
Bára Brynjólfsdóttir,
Ásthildur B. Cates, James M. Cates,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og vinarhug við andlát og út-
för eiginmanns míns, föður, tengdaföður, sonar og afa,
GUÐMUNDAR S.M. JÓNASSONAR
vélsmiðs,
starfsmanns og varaformanns
Félags járniðnaðarmanna.
Hallfríður P. Ólafsdóttir,
Ægir J. Guðmundsson, Linda Brá Hafsteinsdóttir,
Jónas Þ. Guðmundsson, Þóra B. Árnadóttir,
Sigríður Hrund Guðmundsdóttir, Reynir A. Guðlaugsson,
Sigrfður Magnúsdóttir
og barnabörn.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík, og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
Akjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi.
hugsjón jafnaðarstefnunnar og lifði
og starfaði samkvæmt þeirri hug-
sjón, og um leið samkvæmur sjálf-
um sér, til hinsta dags.
Oft söng Arnþór við raust á bað-
herberginu á sunnudagsmorgnum
og þá gjarnan ljóð Sigurðar Sig-
urðssonar frá Arnarholti við lag
Sigfúsar Halldórssonar, sem byijar
þannig: „Í dag er ég ríkur, í dag
vil ég gefa“. I þessu ljóði má ef til
vill fínna lýsingu á stórbrotinni per-
sónu hans sjálfs. Hann var tilfinn-
ingaríkur maður sem kunni að
gleðjast með glöðum en hryggðist
líka djúpt. Hann var manna
skemmtilegastur, skarpgreindur og
minnugur og hafði auga fyrir því
sem spaugilegt var. En fyrst og
síðast var hann traustið sjálft. Vak-
inn ög sofinn bar hann velferð stór-
fjölskyldunnar fyrir brjósti, fylgdist
vel með öllum, og reyndi að bæta
úr þar sem úrbóta var þörf. Gilti
þá einu hvort í hlut áttu börn látins
bróður eða þeir sem stóðu honum
enn nær.
Er fram liður stundir áttu tveir
eldri synir mínir þvi láni að fagna
að dveljast oft sumarlangt hjá afa
og ömmu á Eskifirði. Þar var frelsi
til athafna meira en á erlendri
grundu þar sem þeir áttu heima.
En þyngst vó að njóta ástúðar, blíð-
lyndis og óendanlegrar þolinmæði
ömmu og kærleiksríkrar hand-
leiðslu, festu og framkvæmdagleði
afa. Þeir minntust veiðiferðar sem
þeir fóru með afa út að Héraðsflóa.
Svo illa vildi til að afa skrikaði fót-
ur á steini og féll hann við. í fallinu
hlaut hann opið beinbrot á hægri
handlegg. En fornum hetjum líkur
keyrði Arnþór jeppann til baka með
vinstri hendi, skilaði drengjunum
heilum heim og fór síðan til læknis.
„Það er svo margt að minnast
á“ en allt verður enda að taka. Ég
þakka fyrir að hafa átt slíkan mann
sem Arnþór Jensen var að bak-
hjarli og fóstra allt frá fyrstu kynn-
um okkar til hinsta dags hans. Ég
þakka fyrir drengina mína alla. Ég
kveð þig með djúpri virðingu og
þökk og bið þér fararheilla minn
kæri Arnþór.
Björg Bjarnadóttir.
Minning
Hulda ViUijálmsdóttir
Ég sé hana fyrir mér, þar sem hélst alla ævi síðan.
hún stendur við gluggann, stór og Hulda var fædd á Narfeyri á
myndarleg, í hvítri blússu með
dökkt, fallegt hár. Þá var hún 17
ára. Hún var hæglát og hlédræg
að eðlisfan, en greind í tali og góð
að læra. Árin líða, og ég sé hana
fyrir mér á Hverfisgötunni, með
Hilmar, elsta son sinn. Þá voru
góðir tímar. Ég sé hana næst fyrir
mér á Grettisgötunni með börnin
sín mörgu, ung og smá. Þá var líf-
ið erfítt og þröngt í búi, en með
þrautseiglu og ráðdeild vann hún
bug á erfiðleikunum. Auðug varð
hún ekki, í þeim skilningi, að hús
eða íbúð eignaðist hún aldrei, en
auður hennar var börnin, sem urðu
átta talsins, falleg og vel gerð, sem
öll hafa þroskast vel og komist til
manns, enda hugsaði hún vel um
þau á allan hátt. Síðast sé ég hana
fyrir mér á Kleppsveginum, og var
þá næst því að við værum orðnar
nágrannar. En þar varð reyndar
lífsreynsla hennar einna erfiðust.
Þá sýndi hún líka best, hvílíku þreki
og æðruleysi hún bjó yfir.
Sú sem ég er hér að tala um,
er vinkona mín og skólasystir úr
Reykholtsskóla, Hulda Vilhjálms-
dóttir, en þar vorum við saman
veturna 1946-48. Samband okkar
Röng mynd
Með minningargrein Kjartans
Gunnarssonar um Odd Carl Odds-
son Thorarensen, apótekara á Ak-
ureyri, í Morgunblaðinu í gær birt-
ist vegna misgánings mynd af Oddi
Carli Stefánssyni Thorarensen, apó-
tekara í Reykjavík. Eru hlutaðeig-
endur innlega beðnir velvirðingar á
mistökunum.
Skógarströnd 25. október 1931,
dóttir hjónanna Láru Vigfúsdóttur
gæðakonunnar sem dó í fyrra 91
árs gömul, og Vilhjálms Ögmunds-
sonar bónda þar, en hann var fram-
úrskarandi stærðfræðingur og
hlaut viðurkenningar erlendis frá
fyrir afrek sín í þeirri grein. Tvo
bræður átti hún, Hreiðar, sem býr
á Narfeyri, og Reyni, eðlisfræðing,
sem er prófessor í Miinster í Þýska-
landi.
Fyrir 13 árum fékk Hulda sjúk-
dóminn harðsækna, sem kallaði
bæði á skurðagerð, lyfja- og geisla-
meðferð. Aldrei heyrði ég hana
kvarta, og beiskju varð ég aldrei
vör við hjá henni.
Það er skoðun mín, að Hulda sé
nú komin í nýtt umhverfi á annarri
og betri jörð. Mun hún þar sakna
barna sinna og barnabarnanna litlu,
og annarra ástvina.
En eftir því sem ég þekkti Huldu,
er ég viss um, að hún á nú þá ósk
besta, börnum sínum og ástvinum
til handa, að vera ekki að syrgja,
eða harma hana látna, heldur að
feta í fótspor hennar um að lifa líf-
inu vel.
Steingerður Þorsteinsdóttir.
Minning
Jónas Hallgrímsson
Nú þegar tengdafaðir minn hefur
kvatt þennan heim, langar mig að
minnast hans með fáeinum fátæk-
legum orðum í þakklætisskyni fyrir
svo ótalmargt sem hann gerði fyrir
mig og fjölskyldu mína. Það var
sumarið 1959 sem ég kynntist verð-
andi tengdaföður mínum og hans
indælu konu, Hrefnu Júlíusdóttur,
sem lést fyrir tæpum þremur árum,
og fyrir velvild þeirra hjóna flutt-
umst við inn á heimili þeirra að
Bjarkarbraut 1 og vorum undir
þeirra verndarvæng fyrstu hjúskap-
arár okkar. Minningar frá þeim
árum eru mér Ijúfar og margt af
því sem gerðist á Dalvíkurárunum,
rifjuðum við Jónas upp, þegar hann
dvaldist hjá okkur nú í haust og
vetur, eftir stutta legu á Landspítal-
anum.
Jónas var einstaklega fróður og
skemmtilegur og sagði vel frá, ferð-
aðist um landið og tók mikið af
myndum, em myndir og myndataka
áttu hug hans allan, og skipta
myndirnar sem hann tók mörgum
þúsundum. Að ferðast um landið
og taka myndir, ásamt því að ganga
á fjöll, var hans frístundagaman,
Sérfræðingar
í blóniaskrcYting’uni
íið öll ta'Uila'ri
fljjl blómaverkstæði
DlNNAsfel
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090
og man ég vel fyrstu fjallgönguna
okkar, þar sem hann gekk léttstígur
þar til efsta tindi var náð og blés
varla úr nös eftir gönguna. Nöfnin
á fjöllunum hafði hann á hraðbergi
og spurði mig gjarnan hvort ég vildi
giska á hæð þeirra.
Jónas var oft kenndur við bíla-
verkstæðið sem var starfsvettvang-
ur hans í um 40 ára skeið. Bílaverk-
stæðið var gott og vel rekið fyrir-
tæki og hafði á að skipa úrvals
mönnum, starfsandi góður og lítið
um mannaskipti. Þessi gamli kjarni,
eins og Jónas nefndi þá stundum,
voru góðir vinir hans og kom það
vel í ljós nú í haust og vetur, þegar
hann vegna veikinda dvaldist hér
fyrir sunnan. Margir hringdu í hann
eða sendu honum kveðjur og góðar
óskir um bata. Jónas átti þá ósk
heitasta að komast heim til Dalvík-
ur, og sem betur fer gekk það eft-
ir, þó að dagarnir yrðu færri en
ætlað var.
Jónas tengdafaðir minn verður
jarðsettur á Dalvík við hlið Hrefnu
konu sinnar og drengjanna okkar
Höllu, en þeir voru í miklu uppáhldi
hjá afa sínum og ömmu og dvöld-
ust mestan hluta ævi sinnar í ná-
vist þeirra í ástríki og velvild. Nú
hafa þau sameinast aftur í æðri
heimum og munu vafalaust taka á
móti okkur þegar þar að kemur.
Blessuð sé minning þeirra.
Að lokum vildi ég geta ^þakkað
Jónasi fyrir mig og mína. Ég mun
ávallt minnast hans sem mikils vel-
gjörðarmanns og vinar. Návist hans
var mannbætandi og gaf deginum
lit, ég mun vissulega sakna hans.
Ég bið Guð að blessa þau sem far-
in eru. Fjölskyldu hans, ættingjum
og vinum sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Anton Angantýsson.
Dagbjartur Guðjónsson
frá Lyngum - Minning
Fæddur 17. apríl 1937
Dáinn 14. janúar 1993
14. janúar síðastliðinn bárust
mér þau sorglegu tíðindi að Dag-
bjartur frændi væri látinn.
Ósjálfrátt leitaði hugur minn aft-
ur til fyrsta sumarsins sem ég kom
austur, þá aðeins barn að aldri rétt
að byija að stíga inn í heim hinna
fullorðnu. Sumarið sem svo margt
gerðist, sumarið sem ég fékk að
kynnast sveitinni.
Þvílík alúð og kærleikur sem mér
mætti þegar ég steig inn fyrir dyrn-
ar á bænum Lyngum í fyrsta sinn
mun seint gleymast. Enda mörgum
árum seinna hlakka ég alltaf til að
koma austur í sveitina. Sögurnar
sem Daggi frændi kunni að segja
mér yljuðu litlu barnshjarta á sum-
arkvöldi á Lyngum. Og frásagnirn-
ar úr heimi hinna fullorðnu mörk-
uðu djúp og góð spor í sál barnsins
sem var rétt að verða fullorðið.
Seinna þegar ég eignaðist sjálf barn
og fór með það austur í sveitina
fann það sér líka sinn uppáhalds
frænda á Lyngum. Elsku pabbi, ég
veit að sorg þín er djúp að missa
svo ástkæran bróður, og stórt skart
er höggvið í systkinahóp þinn sem
ekki verður fyllt. Hjartans Solla,
Helga, Fúsi, Gulla og Maja, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð með
þessum fátæklegu orðum kveð ég
ástkæran frænda.
Guðrún Hrefna.