Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993 5 Vertíðin á Suðumesjum hefur yfirleitt farið rólega af stað vegna erfiðrar veðráttu Happasæll með hundrað tonn á fimm dögum Keflavík. VERTÍÐIN á Suðurnesjum hefur farið rólega af stað og kenna menn þar um tíðarfarinu. „Veðráttan í janúar hefur verið ákaflega slæm og bátarnir þvi lítið getað verið á sjó það sem af er. Þá hafa fiskvinnslufyrirtæki tekið upp þann sið á siðustu árum að hætta vinnslu í desember og janúar þannig að hér eru nokkrir tugir manna á atvinnuleysisskrá um þessar mundir en ég hef trú á að úr þessu rætist nú um mánaðamótin og að þá verði vertíðin hér komin í fullan gang,“ sagði Sigurður Bjarnason hafnarstjóri og forseti bæjarstjórnar í Sandgerði, Afiabrögð í Keflavík og Sand gerði hafa þó verið ágæt hjá ein- staka bátum og má þar nefna afla- skipið Happasæl KE 94 sem í vik- unni hefur fengið 100 tonn á 5 dögum á svæði sem kallast norður í Forum sem er um þriggja tíma stím frá Keflavík. Þá landaði Fjöln- ir GK 157 frá Grindavík sem er á útilegu með línu um 30 tonnum í Njarðvík í gær og fór allur aflinn í gáma. Fjölnir er með línubeitinga- vél um borð og fékkst aflinn á um 5 dögum í Breiðafirði. Þá kom tog- arinn Svalbakur EA 302 til Njarð- víkur í gær og setti í land um 240 —-a-- Morgunblaðið/Björn Blöndal Löndun ' . ,;V | r , 1111 llfe 1 Afla Fjölnis GK 157 landað í Njarðvíkurhöfn. Aflinn var allur settur í gáma og fluttur út óunninn. kassa af fiski sem var keyrður norður til Akureyrar þar sem hann verður unninn. IJtflutningur í gámum Fimm togarar eru gerðir út frá þessum stöðum og er afli þeirra að mestu eða verulegu leyti fluttur út í gámum. Einnig er talsvert um að bátar landi afla sínum í gáma óunnum til útflutnings og hefur Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis verulegar áhyggjur af þessari þróun. „Nú er svo komið að fimmti hver félags- maður hjá okkur er atvinnulaus og þróunin hefur verið ískyggileg því að 30-40 manns hafa að jafnaði bæst á skrána hálfsmánaðarlega. Hér áður var atvinnuleysi þekkt í nokkrar vikur á þessum árstíma en það hefur aldrei áður komist í líkingu við það sem nú er. Krafa okkar er því sú að allur afli verði seldur í gegnum fiskmarkaði þann- ig að íslenskir verkendur geti boðið í fiskinn á móti útlendingunum," sagði Kristján Gunnarsson. - BB 20-50% AFSLÁTTUR ] Okkar árlega stórútsala á pottaplöntum er hafin Lífgið upp á drungalega þorradagana. Mikið úrval af glæsilegum blómum. Fíkus Sveigblað Gullpálmi .jómalykill (prímúla) Alparós Flauelsfjöður H 'iðarlilja (stór) Havaífíkus W', f C5 k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.