Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993 Sinfóníutónleikar Tónlist Jón Asgeirsson Jón Leifs, Debussy og Ravel voru tónskáldin á síðari tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands, sem haldnir voru í Háskólabíói sl. fímmtudag. Einleikari var Jean- Philippe Collard en stjórnandi Petri Sakari. Fyrsta verk tónleikanna var Forleikur og sorgarlag úr Galdra Lofti, eftir Jón Leifs. Foiieikurinn var leikinn „beint af- áuguh'i", án þess að staldrað væri við einstaka áhrifsatriði og sorgarlagið, sem tengist dauða Steinunnar í leik- verkinu, vantaði það myrkur og þá tregafullu sekt Lofts, sem Jón Leifs vildi túlka, t.d. með sér- kennilegri raddsetningu sinni á sálmalaginu „Allt eins og blóm- strið eina“. Verkið var að mörgu ieyti hreinlegt í flutningi en án skáldlegrar túlkunar á þeim til- fínningaátökum sem finna má í þessari „leik-klassík“ okkar ís- lendinga, þ.e. Galdra Lofti, eftir Jóhann Siguijónsson. Hljómsveitarverkið Leikur (Je- ux) eftir Debussy er sérkennilegt verk. Það er upprunalega ballett og er efni hans að þrír tennisleik- arar, einn piltur og tvær stúlkur, hittast og gengur verkið út á dað- ur piltsins við báðar stúlkurnar. Hann getur ekki gert upp hug sinn um það hvora hann vilji og endar ballettinn á því að þau þijú fara hvert í sína áttina. Megin einkenni verksins er daðurslegur leikur með blæbrigði og þar vant- aði nokkuð á hjá hljómsveitinni, þó margt væri fallega leikið. Píanókonsert í G-dúr eftir Ra- vel er skemmtileg og leikandi tón- smíð en einleikari í verkinu var Jean-Philippe Collard, aldeilis Jón Leifs stjórsnjall píanóleikari. Allur flutningur hans var sérlega skýr. í hæga kaflanum sló hann á við- kvæma strengi og í lokakaflanum var glettnin, hryn-skerpan og leik- gleðin hrífandi, enda hreifst hljómsveitin með og lék oft vel, þó stundum vantaði hvellskerpuna í hljóðfallið. Lokaverkið var seinni svítan úr ballettinum Dafnis og Klóa, eftir Ravel, sem í heild er eitt af bestu hljómsveitarverkum 20. ald- arinnar. Leikur hljómsveitarinnar var mjög góður, þó enn megi finna að því, að ekki sé nægilega mik- ill munur á „píanissimo" og „fort- issimo“. Þar með glatast nokkuð af þeim blæbrigðaleik, sem ein- kennir tónverk eftir Debussy og Ravel. Hvað um það, þá var svít- an í heild skemmtilega og vel leik- in, undir lifandi stjórn Petris Sak- aris. Blásarasveit MIT er ein af 20 tónlistarhópum innan tækniháskóla Massachusetts. Sveitin var stofnuð 1948. Hljóðfæraleikarar hennar eru 75 talsins, núverandi og fyrrverandi nemendur MIT, og hafa þeir flestir stundað nám í raunvísindum eða verkfræði. Auk þess að flytja verk eftir þekkt tónskáld tuttugustu ald- arinnar lætur sveitin semja fyrir sig nýtt verk á hveiju ári. Árið 1986 hóf Oxford-háskólaútgáfan að safna saman til útgáfu þeim verkum sem samin hafa verið fyrir sveitina. Árlega heldur blásarasveitin fimm tónleika innan skólans og fímm tón- leika í árlegum tónleikaferðum. Þessi ferð sveitarinnar til íslands er sú fyrsta út fyrir landsteinana. Morgunblaöið/Sverrir Teresa (Björk Jakobsdóttir) snýr baki í myndavél og er að munnhöggvast við systur sína Mód (Jóna Guðrún Jónsdóttir) um heimkomu föðurins (Þröstur Guðbjartsson). Astareldur á bensínstöð Nemendaleikhúsið frumsýnir Bensínstöðina eftir Gildas Bourdet NEMENDALEIKHÚSIÐ frumsýnir í kvöld kl. 20.00 leikritið Bensín- stöðin eftir franska leikskáldið Gildas Bourdet í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Þórhallur Sigurðsson leikstýrir, Grétar Reynisson hann- ar leikmynd og Helga Stefánsdóttir búninga, en um Iýsingu sér Egill Ingibergsson. Leikritið gerist á nokkrum dögum í maí og júní í nútímanum, og er umgjörðin afskekkt bensínstöð og verkstæði í frönsku sveitahéraði, sem er í senn vinnustaður og heimili aðalper- sónanna, en verkið fjallar um tilfinningarík samskipti þeirra. Bensín- stöðin er annað verkefni Nemendaleikhússins í vetur. Stórsveit á tónleikum BLÁSARASVEIT MIT-skólans í Cambridge, Massachusetts, heldur tónleika í Háskólabíói mánudagskvöldið 25. janúar. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og hljómsveitarsljóri er John Corley. Á efnisskrá verða verk eftir Copland, Milhaud, Holst, Mendelssohn, Nelson og fleiri. Hljómsveitarstjórinn John Corley stjórnar ýmsum hljómsveitum í Boston. Hann er m.a. stofnandi og frámkvæmdastjóri Málmblásara- sveitar Boston. Corley er stunda- kennari við hugvísindadeild MIT og hefur stjórnað blásarasveitinni frá stofnun hennar. Corley hóf tónlistarferil sinn fyr- ir 50 árum sem stjórnandi herlúðra- sveitar á Keflavíkurflugvelli. Þar stjórnaði hann rúmlega 700 tónleik- um á árunum 1943 til 1946 fyrir hersveitir bandamanna. Auk þess stjórnaði hann tónleikum fyrir íbúa Reykjavíkur og fékk þá gjarnan til liðs við sig íslenska söngvara, þar á meðal Guðmund Jónsson og Pétur Jónsson. Höfundur Bensínstöðvarinnar heitir Gildas Bourdet og er fæddur árið 1947. Tvítugur að aldri hóf hann að starfa með áhugaleikhópn- um Gráa málverkinu í borginni Le Havre í Norður-Frakklandi, lék lítil- lega en sinnti aðallega gerð leik- mynda og búninga. Hann tók þátt í stofnun hins sk. Salamöndruleik- húss árið 1969, sem í fyrstu var skipaður áhugaleikurum en þróaðist út atvinnumennsku. Bourdet hefur stýrt hópnum frá 1972, og hóf að skrifa leikverk fyrir hann 1980. „Didascaliers" hét fyrsta leikrit hans fyrir hópinn, en það var fjöl- tæknisýning sem reyndi að virkja nútíma myndmiðla í leikhúsi, Síð- ustu smáatriðin fylgdi á eftir næsta ár, „Le Sperleau" árið 1982, Bens- ínstöðin árið 1985, Máninn hrækir árið 1986 og Ókosturinn árið 1988. Höfundur hefur leikstýrt öllum þessum sýningum og hannað leik- myndir fyrir þær flestar. Bourdet hefur einnig leikstýrt rómuðum uppsetningum á ýmsum verkum leikbókmenntanna, auk þess að semja leiktexta fyrir bæði sjónvarp og útvarp. Bensínstöðin var frumsýnd hjá Salamöndruleikhúsinu í borginni Tourcoing í Norður-Frakklandi árið 1985. í grein sem þýðandi verks- ins, Friðrik Rafnsson, ritar í leik- skrá segir: „En uppfærslan í héraði var einungis byijunin. Þá um haust- ið bauð Borgarleikhúsið í París (Théatre de la Ville) Salamöndru- leikhúsfólkinu með Bourdet í broddi fylkingar að koma og sýna verkið þar ... í skrifum um Gildas Bourdet og verk hans hafa franskir gagn- rýnendur verið ósparir á að líkja honum við ýmsa meistara leiklistar- sögunnar. Honum er oft líkt við nútíma Tsjekhov og Bensínstöðin þá sögð vera tilbrigði við Þijár syst- ur. Hann hefur líka verið kallaður Moliére nútímans sökum þess að hann semur leikrit fyrir eigin leik- hóp og þykir ekki skorta kímnigáfu fremur en meistarann gamla. Einn gagnrýnanda sagði að það væri ekki heiglum hent að staðsetja Bourdet í litrófí nútíma leikrita- gerðar, en að ef til vill mætti kom- ast nærri því að setja hann mitt á milli Botho Strauss hins þýska og Sam Shepards hins ameríska.“ Friðrik segir einnig, að aftur og „aftur koma gagnrýnendur inn á það að hann standi ærið nærri þeim anda sem er ríkjandi í kvikmyndum franskra kvikmyndaleikstjóra af yngri kynslóðinni; hann vinnur oft með ungar persónur sem eru högg- þéttar og töff á yfírborðinu, en Söngtónleikar í Gerðubergi Tónlist Ragnar Björnsson Ása Lísbet Björgvinsdóttir hélt sína fyrstu opinberu tónleika i Gerðubergi á fímmtudagskvöldið. Engar upplýsingar var að fínna um söngkonuna í söngskrá og er það mjög miður, ekki síst þar sem um frumraun er að ræða. Undir- rituðum er ókunnugt um náms- feril söngkonunnar og þá ekki hvort eða hvaða prófum hún hef- ur lokið sem söngvari. Að vísu skipta próf í sjálfu sér engu máli þegar út í alvöruna er komið, þá er það frammistaðan ein á tónlei- kapallinum sem gildir og flytjand- inn er dæmdur eftir. í þessu til- felli verður að segjast að of snemmt var af stað farið. Ennþá vantar of marga þætti í flutning- inn til að maður fái notið jákvæðu hliðar flytjandans. Ása Lísbet virðist búa yfir töluverðum söng- hæfileikum sem enn eru óhamdir. Að upplagi á hún til mikið radd- magn, stundum volduga tóna sem benda á góðan efnivið, en mikið vantar enn á stöðugleika í radd- beitingu, þjálfaða öndun og o.fl. Miðsvið raddarinnar og dýptin er lítið unnið og verður röddin því óörugg og hljómlaus, en einmitt á þessu raddsviði held ég að Ása eigi alla möguleika fyrir sér og þegar það er komið hætta háu tónarnir að verða eins og einmana sólir, en tengjast hinum hluta tónlistarinnar. Annað er það sem verður að bæta, en það er texta- meðferð sem var afar slöpp í ís- lensku lögunum. Allir vita að söngur getur aldrei orðið góður nema að texta sé skilað skýrt, tekið sé utan um hvert orð og því skilað eins og skrifað stend- ur, í sögn á sama hátt og leikar- inn gerir. Framburður söngkon- unnar á samhljóðanum s var mjög framandi Þennan s-framburð kannaðist undirritaður ekki við úr neinu tungumáli, gat helst ímyndað sér að tengdist einhveiju geimveru-essi. Þessi slæma textameðferð var af einhveijum ástæðum minna áberandi í síðari hluta efnisskrárinnar, þ.e. þegar sungið var á erlendum málum. Fyrr en ráðið hefur verið bót á þessari tæknilegu vöntun er út í hött að tala um meðferð eintakra laga. En þegar og ef hún nær tökum á öllum hliðum tækninnar gæti orðið spennandi að fjalla um hvert lag, og trúað gæti ég að þá yrði hún orðin allt önnur radd- „týpa“ en hún heldur sig vera í Ása Lísbet Björgvinsdóttir dag. David Knowles lék á píanóið af látlausri smekkvísi. reynast svo vera margflæktar og meyrar innvortis. Bourdet segist óhræddur við að lýsa sterkum til- finningum, en að hann verði að slá angistinni upp í grín og því líti hann á leikrit sín sem gamanleikrit fyrst og fremst." Efnisþráður Bensínstöðvarinnar er eitthvað á þessa leið: í friðsælu frönsku sveitahéraði stendur bens- ínstöð og verkstæði sem litið hafa líflegri daga. Aðalveginum að bens- ínstöðinni hefur verið lokað fyrir nokkru síðan vegna framkvæmda við nærliggjandi flugvöll, og því eru viðskiptin í lágmarki. Magdalena (Vigdís Gunnarsdóttir) sér um rekstur stöðvarinnar með hjálp vél- virkjans Samsonar (Hinrik Olafs- son), en dætur hennar þrjár hafa öðrum hnöppum að hneppa og af- hneppa. Ástafar systranna þriggja er álíka heitt og sumardagarnir sem hellast yfir; Teresa (Björk Jakobs- dóttir sem er elst þeirra kvartar þó yfir karlmannsleysi, en það hýmar yfir henni þegar hún kynnist kvennagullinu og Ijósmyndaranum Ríkarði (Dofri Hermannsson). Hún veit hins vegar ekki að Ríkarður er elskhugi miðsysturinnar Mód (Jóna Guðrún Jónsdóttir), sem varla er von þvi Mód á að gifast innan fáeinna vikna hinum velstæða og ofverndaða læknanema Tómasi (Gunnar Gunnsteinsson). Yngsta systirin heitir Doris (Kristina Sund- ar Hansen) og hefur meiri áhuga á hraðskreiðri mótorhjólaklíku í ná- grenninu en stúdentsprófunum sem vofa yfír. Áhuginn er þó mestmegn- is bundinn við þungarokksaðdáand- ann Winnok (Erling Jóhannesson). Einhvern veginn þannig blasir staðan við þegar faðir systranna snýr aftur að lokinni átján ára langri fjarvem og tilkynnir að hætti drauga úr fortíðinni, að hann eigi eitt ár ólifað. Faðir þeirra, Húm- bert (Þröstur Guðbjartsson), yfirgaf Magdalenu að sögn vegna afbrýði- semi og til að þjóna listagyðjunni, sem hann og hefur gert með um- deildum árangri. Ástabrall systr- anna er orðið einn flókabendill sem innri spenna þeirra á milli leysir ekki, og verður heimkoma föðurins enn einn bjarnargreiðinn við ástand mála. Meðan Citroén-bifreið Magdalenu tekur á sig mynd í með- förum Samsonar, leysast atburðirn- ir upp í nokkurs konar myndleysu vegna óðagots, hálfsannleika, beiskju og misskilningsins sem er nauðsynlegur fylgifiskur alls þessa. Stálpaður sonur Teresu er þroska- heftur og nefnist Tútút (Hilmar Jónsson), er skemmtilega utangátta í ástarmakki og tilfinningauppgjöri fjölskyldu sinnar og verður hann þó vitni að flestum þeim eldfimu neistum sem á bensínstöðinni kvikna. SFr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.