Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Fleiri skip, meiri afli
Skipakomum í Akureyrarhöfn hefur fjölgað umtalsvert á síðustu tveimur árum og þá hefur aflamagn sem landað
er aukist mikið eða úr tæplega 28 þúsund tonnum árið 1990 í tæplega 62 þúsund tonn í fyrra.
Umferð hefur aukist mikið í Akureyrarhöfn undanfarin ár
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Skotinn í skónum
Filmumenn frumsýna stutt-
mynd sína Skotinn í skónum
í 1929 á morgun, en það er
„hasargrínmynd", svo notuð
sé lýsing framleiðenda, sem
hér eru samankomnir.
Landaður afli jókst um
34 þúsund tonn á 2 árum
Á SIÐUSTU tveimur árum hefur umferð um Akureyrarhöfn aukist
umtalsvert, en um 130 fleiri skip lögðust að bryggju á nýliðnu ári
miðað við árið 1990. Þá varð varð umtalsverð aukning á lönduðum afla
í Akureyrarhöfn milli ára, en þar munar mest um aukningu I bræðslu-
fiski, loðnu og síld.
Veruleg aukning hefur orðið í
lönduðum afla í Akureyrarhöfn, en
árið 1990 var samtals landað tæpum
28 þúsund tonnum, en á liðnu ári
tæpum 62 þúsund tonnum, þannig
að aukningin nemur um 34 þúsund
tonnum. A árinu 1991 var landað
tæpum 39 þúsund tonnum.
Minni bolfiskur, meiri loðna
Minna var landað af bolfiski í
Akureyrarhöfn á liðn-. ári miðað við
tvö fyrri ár eða um 15.600 tonnum
á móti um og yfir 17 þúsund tonnum
árin á undan. Svipuðu magni af fryst-
um fiski var landað á liðnu ári og
árinu á undan eða tæpum 10 þúsund
tonnum og þá var bæði árin landað
um 3 þúsund tonnum af rækju.
Mestu munar um loðnuna, en á
nýliðnu ári var landað um 31.500
tonnum af loðnu á Akureyri, en
magnið árið á undan var um 9 þús-
und tonn og þar á undan var ekki
SMFST/EOISFLOKKURIHH
Akureyríngar og nágrannar!
Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Félags-
heimili Karlakórsins Geysis/Akureyrar, Hrísalundi
1a, miðvikudaginn 27. janúar nk. kl. 20.30. Frummæl-
endur verða formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð
Oddsson, forsætisráðherra, og Halldór Blöndal, land-
búnaðar- og samgönguráðherra.
Almennar umræður og fyrirspurnir.
Allir velkomnir.
Sjálfstæðisflokkurinn.
landað nema tæpum 1.300 tonnum
af loðnu á Akureyri.
Gunnar Arason hafnarvörður
sagði ánægjulegt að umferð um
höfnina hefði aukist, en skýring á
fleiri skipakomum væri m.a. að skip
hefðu bæst í flota heimamanna á
síðustu misserum og þá segði góð
loðnuvertíð fljótt til sín hvað varðar
fjölda skipa.
Fleiri fiskiskip
Við samanburð á komum skipa til
Akureyrarhafnar kemur í Ijós að
komum fískiskipum hefur fjölgað
milli ára og á tveggja ára tímabili
frá 1990 og þar til á síðasta ári fjölg-
aði komum fiskiskipa um rúmlega
eitt hundrað. Á síðasta ári eru skráð-
ar 517 komur fiskiskipa á móti 438
árið á undan og 413 þar á undan.
Komum vöruflutningaskipa hefur
fækkað úr 327 fyrir tveimur árum
niður í 282 í fyrra, en árið 1991
komu 311 vöruflutningaskip til Ak-
ureyrar. Vörumagnið er þó svipað á
milli ári eða um 150 þúsund tonn,
en það kemur með færri skipum. Á
liðnu ári komu nokkru fleiri rann-
sóknarskip og varðskip til Akur-
eyrarhafnar en árið á undan eða 16
á móti 5, en fyrir tveimru árum voru
komur slíkar skipa 20 talsins.
Á síðasta sumri komu 19 skemmti-
ferðaskip til Akureyrar en voru 18
tvö næstu ár á undan. Á tveggja ára
tímabili hefur ferjukomum fjölgað
mjög, þær voru 47 árið 1990, 100
árið 1991 og í fyrra 119.
Skotinn 1
skónum
frumsýnd
í 1929
STUTTMYNDIN Skotinn í
skónum verður frumsýnd á
skemmtistaðnum 1929 á
morgun, sunnudag, kl. 20,
en myndin verður síðan sýnd
þar fram í næstu viku, tvisv-
ar á kvöldi.
Það eru ungir menn sem
kalla sig Filmumenn, sem
gerðu þessa stuttmynd og er
þetta þeirra þriðja mynd. Aður
hafa þeir gert myndina Spum-
ing um svar og Stillta austrið.
„Þessar myndir hafa hlotið
góðar viðtökur og það hafa á
milli þrjú og fjögur þúsund
manns séð myndina Spumingu
um svar og það er ánægju-
legt,“ sagði Sævar Guðmunds-
son sem gerði handrit að nýju
myndinni ásamt Kristjáni
Kristánssyni og Bjarka
Hreinssyni. Sævar sá einnig
um leikstjóm, myndatöku og
klippingu myndarinnar.
Hasargrínmynd
Aðalhlutverkin í myndinni
era í höndum Kristjáns Krist-
jánssonar, Gunnlaugs Magn-
ússonar og Hólmgeirs Þor-
steinssonar. Davíð R. Gunn-
arsson og Gunnar Ámason sáu
um lýsingu og hljóð.
Stuttmyndin Skotinn í skón-
um var tekin á Akureyri síðast-
liðið sumar og í haust, hún er
27 mínútna löng „hasargrín-
mynd um menn sem deyja“,
eins og þeir félagar lýstu henni
í stuttu máli.
Harðbakur
heim eftir
endurbætur
HARÐBAKUR EA kom til Akur-
eyrar í fyrradag eftir gagngerar
endurbætur í pólskri skipasmiða-
stöð, en þar hefur hann verið frá
því í haust. Áætlað er að hann
fari út í sína fyrstu veiðiferð eftir
viðgerð í næstu viku.
Gunnar Larsen, tæknistjóri Út-
gerðarfélags Akureyringa, sagði að
skipt hefði verið um togvindur í skip-
inu, stál endurnýjað, m.a. í togþilfari
og hluta af aðalþilfari, og þá hefði
skipið allt verið sandblásið auk þess
sem nýr vinnslubúnaður frá Klaka í
Kópavogi hefði verið settur upp.
„Þetta tókst vel og þeir hafa
greinilega lagt sig fram um að skila
verkinu á réttum tíma,“ sagði Gunn-
ar.
♦ » ♦----
Margir veikir
í prófum MA
ÚTLIT er fyrir að fleiri nemendur
Menntaskólans á Akureyri en áður
þurfi að þreyta sjúkrapróf. MA-
ingar eru nú í miðjum prófum, á
sama tíma er óvenjumikið um
veikindi í skólanum.
Tryggvi Gíslason skólameistari
sagði að töluvert hefði verið um veik-
indi að undanförnu meðal nemanna,
slæm kvefpest væri að ganga og
magaveiki, en flensan sem gengi
syðra hefði enn ekki borist norður.
Vegna veikinda lítur út fyrir að
meira verði um sjúkrapróf við skól-
ann en oft áður, en áætlað er að
nota þijá daga undir sjúkrapróf.
„Þetta verða örugglega mjög ásetnir
dagar og sjálfsagt próf í gangi frá
morgni til kvölds. Það er líklegt að
einhveijir þurfí að taka tvö próf sama
daginn og það versta er að margir
hafa ekki fyllilega náð sér eftir veik-
indin,“ sagði Tryggvi.
MESSUR
Akureyrarprestakall
Sunnudagaskóli Akureyrar-
kirkju fer í heimsókn í Sval-
barðskirkju nk. sunnudag, 24.
janúar. Mæting við kirkjuna kl.
10.30, lagt af stað 10.40. Komið
til baka að kirkjunni kl. 12.30.
Vegna ferðalagsins ganga
kirkjubílarnir ekki á auglýstum
leiðum þennan dag.
Fjölskylduguðsþjónusta verð-
ur í Akureyrarkirkju á morgun,
sunnudag kl. 14. Fermingarbörn
aðstoða við athöfnina og eru öll
fermingarbörn 1993 og fjöl-
skyldur þeirra hvött til þátttöku.
Bræðrafélagsfundur verður í
Safnaðarheimilinu eftir guðs-
þjónustu. Nýir félagar velkomn-
ir.
Æskulýðsfélagið heldur fund
í Kapellunni nk. sunnudag kl. 5
e.h. Biblíulestur verður í Safnað-
arheimilinu nk. mánudagskvöld
kl. 20.30.
Fjölskylduguðsþjónusta
FYRSTA fjölskylduguðsþjónust-
an á þessu ári verður haldin í
Glerárkirkju á morgun, sunnu-
daginn 24. janúar, kl. 11 árdeg-
is og eru foreldrar, afar og ömm-
ur hvött til að koma með bömum
sínum.
Fjölskylduguðsþjónustur í
kirkjunni hafa verið vel sóttar í
vetur og eru söngvar með léttara
sniði en í hefðbundinni guðsþjón-
ustu og þátttaka bama og ungl-
inga mun meiri. Þær em að jafn-
aði haldnar einu sinni í mánuði
og er vonast til að þessar stund-
ir þjappi fjölskyldunni saman og
verði góður grunnur að trúar-
legu uppeldi.