Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 52
MICROSOFT. einar j.
WTNDOWS. SKÚLASONHF
TVÖFALDUR |. vinningur
MORGUNBLAÐID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VlK
SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 155S / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Rætt um að SH verði
gert að lilutafélagi
RÆTT verður á stjórnarfumii Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á
Hótel Örk, sem haldinn verður á miðvikudag og fimmtudag í næstu
viku, hvort breyta skuli SH í hlutafélag. Þetta staðfesti Jón Ingvars-
son stjórnarformaður SH í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég teldi
ekki eðlilegt að breytingar væru gerðar á félagsformi Sölumiðstöðvar-
innar, án þess að um það næðist víðtæk samstaða," sagði Jón. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru skoðanir mjög skiptar um
ágæti þeirrar hugmyndar, en henni mun þó hafa vaxið fylgi meðal
félagsmanna að undanförnu.
„Það er ákveðið að taka þetta
mál til umræðu á fundinum. Fyrir
tæpum þremur árum skoðaði nefnd
á vegum stjórnar SH þessi mál og
skilaði niðurstöðu haustið 1990,“
sagði Jón. Hann sagði að niðurstað-
an hefði verið á þann veg þá, að
_ ekki var talin ástæða til þess að
breyta Sölumiðstöðinni í hlutafélag.
Hún hefði það félagsform sem hefði
gagnast mjög vel þeim tilgangi sem
henni var ætlað.
„Hins vegar hefur maður skynjað
að þeirri skoðun að breyta beri Söl-
umiðstöðinni í hlutafélag hefur vax-
ið fiskur um hrygg og þess vegna
finnst okkur rétt að taka þetta til
umræðu á fundinum og kanna við-
horf stjórnarinnar til þessara mála,“
sagði Jón.
Vitað er um ákveðinn hóp eigenda
SH sem er hugmyndinni andvígur,
en Morgunblaðið hefur upplýsingar
Bensín gæti
lækkað um
mánaðamót
LÆKKANDI heimsmarkaðsverð
á bensíni og olíu gæti skilað sér
í lægra bensínverði hérlendis um
mánaðamótin. Forstjóri Olíufé-
lagsins hf. segir þó að sú lækkun
muni væntanlega mælast í aurum
.^rekar en krónum.
Olíufélögin hafa síðustu daga
fengið bensínfarma til landsins fyr-
ir lægra verð en fyrir áramót, og
sagði Geir Magnússon forstjóri 01-
íufélagsins hf. að það yrði metið
eftir helgi hvort ástæða yrði til að
lækka útsöluverð á bensíni.
um að meðal öflugri fylgismanna
hugmyndarinnar séu menn eins og
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri
Granda, Einar Oddur Kristjánsson,
forstjóri Hjálms og bræðurnir Agúst
og Sigurður Einarssynir.
Breyting likleg
Þótt þessi hugmynd um skipulags-
breytingu á Sölumiðstöðinni sé síður
en svo ný af nálinni, er talið að henni
hafí vaxið verulegt fylgi frá því að
nefnd SH skilaði álitsgerð árið 1990,
í þá veru að ekki skyldi breytt um
félagsform. Því er talið að á þessum
fundi geti leikar farið svo að stjórn-
arsamþykkt verði gerð fyrir slíkri
breytingu, sem þýddi það að SH
væri komið á svipað stig hvað varð-
ar skipulagsbreytingar og SIF komst
á, þann 15. desember sl. þegar
stjómin samþykkti að leggja slíka
skipulagsbreytingu fyrir aðildarfé-
laga sína á hluthafafundi nú næst-
komandi þriðjudag.
Helstu röksemdir þeirra sem vilja
breyta SH í hlutafélag eru þær að
Sölumiðstöðin rísi ekki undir því
hlutverki sem hún eigi fyrst og
fremst að gegna, að vera öflug
sjávarafurðasölusamtök, ef hún
þurfí stöðugt að greiða út stórar
fjárfúlgur til þeirra sem segja sig
úr SH.
Hvað finnst þér um verð
Verð gistingar
viðráðanlegt
KÖNNUN sem Félagsvísinda-
stofnun hefur gert meðal er-
lendra ferðamanna sýnir að
meirihluti þeirra telur verð á
gistingu hérlendis viðráðanlegt.
Sjá nánar á miðopnu
Kannað
hvort hægt
er að kaupa
fyrirtæki
erlendis
BYGGÐASTOFNUN telur
nauðsynlegt að kanna hvort
hægt sé að kaupa erlend fyr-
irtæki og flytja þau til lands-
ins. Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu stofnunarinnar sem
er tillaga að stefnumótandi
byggðaáætlun fyrir næstu
fjögur árin. Þar segir einnig
að til að efla atvinnulíf á
landsbyggðinni sé nauðsyn-
legt að auka áhuga utanað-
komandi aðila á þvi að fjár-
festa þar.
Að undanfömu hefur
Byggðastofnun unnið að tillögu
um stefnumótandi byggðaáætl-
un til fjögurra ára í samræmi
við lagafyrirmæli þar um. í
áætluninni eru markmið um
þróun byggðar- og atvinnulífs
og tillögur um aðferðir ríkis-
valdins til að ná þessum mark-
miðum. Áætlunina ber að end-
urskoða á tveggja ára fresti.
í skýrslunni em fjölmargir
þættir nefndir. Þ. á m. er nefnt
að veittir verði hagræðingar-
styrkir til landsbyggðarversl-
unar, sem m.a. kosti rekstar-
ráðgjöf og að veittir verði
styrkir til að greiða fyrir sam-
einingu verslunarfyrirtækja og
hagræðingu í verslunarþjón-
ustu á landsbyggðinni.
Styrkveitíngar
í skýrslunni kemur fram að
starfsmenn Byggðastofnunar
telja að fjárveitingar til að
styrkja atvinnuþróun á lands-
byggðinni eigi allar að vera á
hendi Byggðastofnunar þar
sem hún samkvæmt lögum hafi
það verkefni að stuðla að at-
vinnuþróun þar. Því eigi að
færa þær fjárveitingar sem Iðn-
aðarráðuneytið, Félagsmála-
ráðuneytið og Framleiðnisjóður
landbúnaðarins hafa til ráðstöf-
unar að renna til Byggðastofn-
unar.
Morgunblaðið/Frímann Ólafsson
Þorramatur í leikskólanum
Þorrinn gekk í garð í gær og krakkamir í leikskólanum í Grindavík fengu sér þorramat úr trogi í tilefni dags-
ins. Þótt krökkunum þætti maturinn öðmvísi en þau eiga að venjast gerðu þau honum góð skil.
Morgunblaðið/Steinunn Ósk
Hætt komnir
Þeir Ragnar Lámsson og Grétar Þórsson vom hætt komnir í snjóskriðu
í Hvolsfjalli og í framhaldi af erfiðleikum þeirra var tækifærið notað
og björgunarsveitin á Hvolsvelli þjálfuð í viðbrögðum við snjóflóðum.
„Heyrðum drunur og
brekkan fór af stað“
HvolsveUi.
TVEIR ungir menn, Ragnar Lárusson 22 ára og Grétar
Þórsson 21 árs, voru hætt komnir þegar þeir lentu í
snjóskriðu í Hvolsfjalli við Hvolsvöll á fimmtudagskvöld.
Þeir Grétar og Ragnar, sem eru báðir kjötiðnaðar-
nemar, voru á gangi í fjallshlíðinni þegar hún fór skyndi-
lega af stað undir þeim.
„Við vom að renna okkur í
fjallinu á stórri slöngu þegar við
heyrðum dranur og brekkan fór
af stað. Ég fór alveg á kaf í
snjóinn og reyndi að berjast um
eins og ég gat, en snjórinn var
svo þéttur að ég gat með engu
móti losað mig. Innilokunar-
kenndin var gífurleg og við-
börgðin eftir því,“ sagði Ragnar.
Grétar náði að bjarga Ragnari
upp úr snjóskriðunni, en hann
var aðeins ofar í brekkunni og
sökk ekki eins djúpt í snjóinn.
„Ég komst upp af sjálfsdáðum
og gat grafið Ragnar upp en það
rétt sást á höfuðið á honum,“
sagði Grétar.
Ekki bundið við há
og hættuleg fjöll
Hvolsfjall er aðeins 128 metra
hátt en þó era dæmi um að þarna
hafi fallið snjóskriður áður.
Magnús Már Magnússon deildar-
stjóri snjóflóðadeildar Veðurstof-
unnar sagði, að snjóflóðið á
Hvolsfjalli sýndi að snjóflóða-
hætta væri ekki bundin við
ákveðna staði á landinu og há
og hættuleg fjöll heldur væri hún
fyrir hendi þar sem mikill snjór
og nokkur halli væri.
Starfsmaður snjóflóðadeildar-
innar var á Hvolsvelli í gær-
kvöldi að mæla snjóskriðuna og
skoða aðstæður og notaði um
leið tækifærið og þjálfaði björg-
unarsveit staðarins í viðbrögðum
við snjóflóðum. Allstór snjó-
hengja er enn í Hvolsfjalli og því
gæti önnur skriða fallið þar.
SÓK