Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993 15 Axel og Sigurbjörg fyrir innan búðarborðið. Axel Ó. Lárusson skókaupmaður Það var skemm tilegra að versla fyrírgos AXEL Ó. Lárusson er elsti starfandi skókaupmaður landsins. Axel og kona hans, Sigurbjörg Axelsdóttir, hafa í 34 ár rekið skóverslun í Eyjum og voru fyrst kaupmanna þar til að opna verslun sína eftir gosið. „Það varð geysileg breyting á samfélaginu hér við gosið. Það var allt persónulegra og samkennd með- ai fólks var miklu meiri. Fyrir gos var fólk ekki á þessu flandri um allt. Þá fór fólk kannski upp á land á þriggja til fjögurra ára fresti en nú getur helst enginn tollað hér í hálfan mánuð án þess að skreppa til Reykja- víkur,“ sagði Axel. „Áður fyrr þekkti maður alla sem komu í búðina en núna er meira af nýju fólki sem kemur hingað í búð- ina.“ Skóbúðin var fyrsta verslunin sem opnaði aftur í Eyjum eftir gos. „Við opnuðum Skóbúðina í október 1973 og þá var eina verslunin sem var opin hér Noramagasínið sem við Kristmann Karlsson opnuðum, þar sem allar helstu nauðsynjavörur voru seldar. Þá verslun opnuðum við í júní að mig minnir. Bogi í Eyjabúð opnaði síðan um svipað leyti og við opnuðum Skóbúðina. Fyrst vorum við með bækur, rit- föng og skó í Skóbúðinni en fljótlega hættum við með annað en skóna og tókum þá inn íþróttavörur. Það var auðvitað rólegra hjá okkur fyrst eft- ir að við opnuðum heldur en fyrir gosið enda helmingi færra fólk sem bjó hérna þá en áður.“ Axel og Sigurbjörg áttu hús í aust- urbænum en misstu það í gosinu og búa nú annars staðar í bænum. „Okkur líkar jafn vel að búa hér og áður þó bæjarbragurinn sé allt annar en hann var. Fyrir gos var sam- kenndin miklu meiri en nú og það er orðinn meiri Reykjavíkurbragur á lífinu hér. í dag er meiri heimsbrag- ur á fólki hér, en fyrir gos var þetta meira lokað samfélag og það er ekki spuming að mér þótti langtum skemmtilegra að versla fyrir gos, þegar ég þekkti nánast hvern mann sem kom hingað inn,“ sagði Axel. Ibúaþróun í Eyjum 1972 - 1992 1972 - 5.179 1984 - 4.809 1973 - 4.892 1986 - 4.794 1974 - 4.396 1988 - 4.743 1976 - 4.548 1990 - 4.926 1978 - 4.637 1991 - 4.933 1980 - 4.718 1982 - 4.652 1992 - 4.867 DANSÁHUG A FÓLK SWING, TANGÓ, VALS OG SUÐUR AMERÍSKIR DANSAR Nú er tækifærið! Á sunnudögum í vetur mun Perluband- ið (big band) undir stjóm Karls Jónatanssonar ásamt söngkonunni Hjördísi Geirsdóttur leika (ballroom músik) fyrir dansi í Vetrargarði Perlunnar. Matargestir fá ókeypis aðgang. Aðrir gestir kr. 500. Þeir, sem vilja láta taka frá borð, vinsamlegast hafið sam- band í síma 620200. Spilað verður frá kl. 21.00 til 24.00. Ár hanans er á 12 ára fresti og hefst nú 23. janúar 1993 og stendur til 9. febrúar 1994. í kínverskri stjörnuspeki segir að árið 1993 verði hönum aðeins hóflega gott ár, en þó skárra en 1992. Þeir sem fæddir eru á ári hanans þykja undarlegir í framkomu, gagnrýnir í látbragði, fruntalegir í fasi, hnyttnir, atorkusamir og góðir leikarar. Við kveðjum gamla árið sem var ár apans og fögnum ári hanans með sérstökum hátíðakvöldmatseðlum á Asíu og Shanghæ. Guðmundur Karlsson Mörg fyrirtæki hafa ekki borið sitt barr GUÐMUNDUR Karlsson starfar nú sem deildarstjóri lyá Fiskistofunni. Guðmund- ur stóð i framvarðasveit í Eyjum er gosið stóð yfir. Var fyrst fulltrúi Vestmanna- eyjanefndarinnar í Eyjum og síðan annar framkvæmdastjóra Viðlagasjóðs í Eyjum. Guðmundur Karlsson Guðmundur segir að þegar hann líti til baka tii gosdaganna þá sé honum efst í huga sá samhugur sem ríkti í Eyjum með að bjarga því sem bjargað varð og síðan byggja upp strax á eftir. „Það var aldrei upp- gjafartónn í þeim mönnum sem voru í Eyjum á þessum tíma. Menn voru alltaf ákveðnir í að byggja Eyjarnar upp aftur og leyfðu sér ekki að hugsa öðruvísi.“ Guðmundur segir að sér finnist hafa orðið afskaplega mikil breyting í Eyjum á þeim 20 árum sem liðin eru síðan gosið hófst. „Það er eðli- legt að mikil breyting verði á 20 ára tímabili. Ég held að sú breyting sé ekki endilega öll tilkomin vegna gossins þó auðvitað hafi það haft mikil áhrif. Við vitum að það snéru ekki aftur nema um 60% af því fólki sem bjó í Eyjum fyrir gos, þannig að það urðu hálfgerð áhafnaskipti á Eyjunni og óhjákvæmilega hefur það mikil áhrif. Guðmundur segir að áhrif gossins á atvinnulífið hafi verið gífurlega mikil. „Árið 1973 var besta ár sem verið hafði i fiskvinnslunni í áratugi og það ár missti fiskvinnslan í Eyjum alveg niður og týndi. Það urðu þvi gífurleg áföll hjá mörgum fyrirtækj- unum í Eyjum og það má segja að síðan hafi þau ekki borið sitt barr. Það eina sem mér finnst gosið hafa skilið eftir sig sem Eyjamönn- um er til hagsbóta var að höfnin er mikið betri en áður en annað sé ég ekki sem það lét gott af sér leiða fyrir Vestmannaeyinga." MUtMMmm Tom Yum súpa Rækjubollur, Súrsætt svínakjöt. Svínarif í karrý. Smokkfiskur Tom Yum. Chow Mein. Nautakjöt í karrý. Pönnusteiktur kjúklingur. m. bl. grænmeti. Grillaður kjúklingur. Emping. Pönnusteiktur fiskur í sambal sósu. Rauðsteiktur lambakjöts pottréttur. Malasíu salat. Kropok. Malasíu baka. Ávextir. Mánudaga - fimmtudaga, 10 réttir, kr. 990.- Föstudaga, laugardaga og sunnudaga 14 réttirkr. 1.290.- D4NCNK INMMRDHI Fordrykkur Nýárssúpa Aðalréttir: Sterksúrar úthafsrækjur. Stökkur ofnbakaður pipar kjúklingur. Lambakjöt í Hoi-sin sósu. Súrsætt svínakjöt. Djúpsteikt nautakjöt í szechuan-pipar. Eftirréttir: Kínversk hnetukaka. Kaffi eða te kr. 1.490,- Tilboðin standa frá 22 janúar til 5 febrúar. Ókeypis heimsendingarþjónusta fyrir tvo eða fleiri eftir kl. 18:00 alla daga. NÝR DAGUR..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.