Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANUAR 1993 49 > Vertu með -draumurinn gæti orðið að veruleika ! Komið og dansið Frá Gunnari Þorlákssyni: 6,1 milljarðs kr. yfirdráttur í frétt í blaðinu í gær um afkomu ríkissjóðs á síðasta ári sagði rang- lega að staða ríkissjóðs gagnvart Seðlabankanum hefði verið jákvæð á árinu 1991. Hið rétta er að greiðsluafgangur var á viðskipta- reikningi ríkissjóðs hjá Seðlabanka í lok síðasta árs upp á 2,4 milljarða kr. en hins vegar var 6,1 milljarðs kr. yfirdráttur í Seðlabankanum í lok árs 1991. Leiðréttist þetta hér með. KOMIÐ og dansið eru samtök áhugafólks um almenna dansþátt- töku íslendinga og hafa staðið fyrir stuttum dansnámskeiðum undir yf- irskriftinni „Lærðu létta danssveiflu á tveim dögum“. Námskeiðin hafa nú verið haldin í rúmt ár og um 2.000 þátttakend- ur hafa lært létta og auðvelda sveiflu. Aðalmarkmiðið er að kynna auð- lærða dansa sem höfða til allra ald- urshópa og námskeiðin eru svo stutt að allir geta fómað þeim tíma til að kynnast dansi og dansgólfí. Framkvæmdin byggist á þróuð- um fagtilboðum þar sem komið hafa til liðs ráðgjafar úr hópi fag- fólks í danski, hreyfíngarfraeði, fé- lagsfræði og tónlistarsmíði. Hugmyndin að starfínu er byggð á starfsemi „Kom og dans“ í Nor- egi, en námskeiðin hafa þar verið haldin í 10 ár við miklar vinsældir. Öll tónlist er sérvaiin og nútímaleg og vekur löngun til að dansa. Gefnar hafa verið út um 200 hljóðsnældur sem sérstaklega hafa verið spilaðar inn og teknar upp af fagmönnum í einu helsta hljóð- veri Norðurlanda, Niðarós-studio. Útgefna tónlist og sérstaklega mót- aðar dansæfíngar mega einungis viðurkenndir leiðbeinendur nota, og þá eingöngu innan hinna tilteknu námskeiða. Komið og dansið er þjónustu- stofnun sem býður námskeið fyrir almenning, skóla, vinnustaði og hvers konar hópa sem sækja vilja grunnkunnáttu í auðveldum og skemmtilegum dansi. Stefnt er að því að námskeið verði haldin út á landi og hafa þeg- ar verið ákveðin námskeið á Akur- eyri. Námskeiðin eru yfírleitt tveir dagar, tveir og hálfur tími í senn. Námskeiðsgjaldi er stillt í hóf og felur í sér kennslu, tónlist, frekari námskeiðsþróun, menntun leiðbein- enda og stjómun. (I Gjald fyrir námskeiðin er kr. 1.500 fyrir 17 áraogeldri, kr. 1.000 fyrir 14-16 ára og gjald á barna- námskeiðum er kr. 600. Lægra gjaid er fyrir hópa sem leggja til viðunandi húsnæði undir námskeið. í dansi kemst fólk í líkamlega þjálfun án þess að klæðast sérstök- um æfíngafötum, og er þannig oft eina hreyfíng þeirra sem ekki fást til að stunda neinar aðrar æfíngar. Það er viðurkennt álit að aukin þátttaka í dansi leiðir til minni notk- unar áfengra drykkja og hefur þannig áhrif í þá átt að fyrirbyggja notkun vímuefna á skemmtunum, án þess að vera með siðapredikanir. Aðaltilgangur námskeiðanna er að §ölga því fólki sem þorir að dansa án þess að nota vímuefni, auka dansgæði fólks á dansleikjum, og auka gæði danstónlistar. Ef þú þorir að dansa, þá þarftu ekki að nota vímuefni áður en þú gengur út á dansgólfíð. Lögð er áhersla á að allir fáist til að dansa og vera með. Ef þú dansar af kunn- áttu, þá muntu ekki óska eftir að nota vímuefni, vegna þess að geð- felldara og skemmtilegra er að njóta dansgleðinnar. Aðaleinkenni námskeiðanna er að ná til allra og skapa umhverfí þar sem allir þora að dansa, og eru þá meiri líkur til að eftir það sæki fólk í lengra og fjölbreyttara dans- nám. í umsögnum þátttakenda hefur komið fram: „Mér tókst að fá manninn minn með þegar ég gat sýnt fram á að námskeiðið væri bara tvo daga." „Ég er einn og þekki fáa, en þær aðferðir að skipta sífellt um dansfé- laga gerði hópinn fljótt að einni skemmtilegri heild." „Við höfðum aldrei dansað áður, en þetta stutta námskeið hefur kveikt í okkur löngun til að læra meira, og við erum ákveðin í að skrá okkur í dansskóla næsta haust.“ „Einum mánuði fyrir árshátíð fyrirtækisins fengum við námskeið fyrir starfsmennina og maka, og altalað var á eftir að betur heppnuð árshátíð með góðri þátttöku í dans- inum hefði ekki verið haldin." Sá sem dansar drekkur síður - dansið meira og drekkið minna Markmið Komið og dansið á ís- landi: 1. Að gera dansinn að almenn- ingseign með því að hvetja íslend- inga til að læra að dansa. 2. Að gera dansinn að virkri skemmtun með það í huga að draga úr áfengisneyslu, fullviss þess að þeir sem dansa — drekka minna. 3. Að bjóða upp á stutt dansnám- skeið sem auðvelda fólki að losna við feimni gangvart dansi og hafa námskeiðin svo stutt að allir hafí tíma til að sækja þau. 4. Að kynna starfsemi íslenskra dansskóla með það í huga að þeir sem læra vilja meira viti hvert þeir eiga að snúa sér. 5. Að hvetja ráðandi aðila íslenskr- ár menningar, menntunar og heil- brigðisyfírvalda, ásamt þeim fé- lagasamtökum sem til samstarfs eru fús til að taka þátt í ofan- greindri framkvæmd. Hér er gott tækifæri fyrir hvers- konar hópa, frá vinnustöðum, félög- um, saumaklúbbum, skólum, ferm- ingarbömum og einstaklingum sem sameinast vilja og gera eitthvað nýtt og spennandi, stutt, ódýrt og skemmtiiegt. GUNNAR ÞORLÁKSSON, Eiríksgötu 5. Reykjavík. Pennavinir Nítján ára Ghanastúlka hefur í tvö ár reynt að verða sér úti um íslenska pennavini. Með áhuga á íþróttum og tónlist: Jane Quayson, State Housing Corporation, Box A84, Cape Coast, Ghana. Frá Svíþjóð skrifar 25 ára kona með áhuga á ferðalögum, ljósmynd- un, íþróttum, tónlist og kvikmynd- um: Suzanne Murtoniemi, Pilvágen 2, 293 39 Olofström, Sweden. Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á frímerkjum: Nao Miyake, 18-5 Fukono 5- chome, Daitou-shi Osaka-fu, 574 Japan. Frá Suður-Afríku skrifar póst- kortasafnari sem safnar einkum kortum af fólki í þjóðbúningum eða klæðnaði sem tengist sögu viðkom- andi þjóðar með einum hætti eða öðrum. Á um 4.000 slík kort en engin frá íslandi og vill bæta úr því: Cecil Rautenbach, P.P. Box 13077, Vincent, 5217, Republic of South Africa. Ellefu ára japönsk stúlka með áhuga á körfuknattleik: Yasuko Tokita, 311-5 Kosubo Oaza, Kosubo-machi, Nakakanbara-gun, Niigata- ken, 956-01 Japan. LEIÐRÉTTING VELVAKANDI LEIÐRÉTTTNG ÁVÍSU Guðmundi B. Guðmundssyni: Mig langar til að gera smá athugasemd við vísukom sem birtist í Bréfí til blaðsins fimmtudaginn 21. janúar sl. Þar er vísan um Hamarinn í Hafnar- fírði eignuð mér, en það er ekki allskostar rétt, og að auki er ekki rétt farið með fyrripartinn. Tilurð vísunnar er að fyrir nokkmm árum kom fyrripart- urinn fram í útvarpsþættinum Já eða nei sem Sveinn Ásgeirs- son hagfræðingur stjómaði og voru þessir þættir mjög vinsæl- ir. Eitt aðalskemmtiefni þátt- anna var að láta fólk botna vís- ur sem kastað var fram í sal: Á ég botninn við fyrripartinn, en rétt er vísan svona: Hamarinn í Hafnarfírði horfír yfír land og sæ það er ekki einskis virði að eiga heima í slíkum bæ. GÆLUDÝR Kettlingar Gullfallega síamskettlinga (fress) vantar gott heimili. Upp- lýsingar í síma 654601. Týndur köttur 6 mánaða dökkbröndótt fress með bláa ól hvarf frá Hrísmó- um, Garðabæ laugardaginn 16. þ.m. Upplýsingar í síma 657344 eða 52292 (Dagbjört eða Hjálmar). GRAFÍSK HÖNNUN: MERKISMENN HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.