Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993 Bjöm ÖskarEin- arsson — Minning Elskulegur tengdafaðir minn Björn Óskar Einarsson er látinn eftir langa og erfiða baráttu við veikindi sín. Ég kynntist Bimi fyrst fyrir þrettán árum þegar ég gekk að eiga dóttur hans Guðbjörgu. Hann tók mér sem sínum eigin syni, var hlýr, nærgætinn, en fyrst og fremst góður vinur. Bjöm var giftur Gunnvöm Braga Sigurðardóttur og áttu þau tíu böm. Níu þeirra lifa föður sinn. Lengst af bjó tengdafað- ir minn að Meltröð 8 í Kópavogi ásamt fjölskyldu sinni. Það er sárt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá Bjöm oftar, en Guð hefur nú tekið hann til sín og linað þrautir hans. Ég bið algóð- an Guð að styrkja bömin hans, bamaböm og systkini hans, en hans verður sárt saknað. Að lokum kveð ég kæran vin og félaga með þessum orðum. Ó, hver fær, Guð og Herra minn, til hlítar prisað kærleik þinn? Mig skortir hjarta og tungu til að tala um stærð hans sem ég vil. En lát þó, faðir, þóknast þér, og þigg í náð frá aumum mér þá veiku fóm, sem fram ég ber. Bjöm Halldórsson frá Laufási. Blessuð sé minning Björns Ein- arssonar. Marteinn Jónsson. Árið 1960 var settur á svið nýr íslenskur söngleikur hjá hina unga Leikfélagi Kópavogs, sem þá var aðeins þriggja ára. Við vomm þrír sem einkum stóðum fýrir þessu stórvirki, undirritaður þá ungur og óreyndur formaður félagsins, Jónas Jónasson útvarpsmaður og Gunnar M. Magnúss rithöfundur. Þeir tveir síðastnefndu sömdu textann, Jónas leikstýrði og samdi tónlist. Eins og oft vill verða hjá áhuga- leikfélögum kom að því að erfiðlega gekk að finna hæfa krafta í öll hlut- verk. Einkum vafðist fyrir okkur að finna karlmann á besta aldri, sem hefði hoffmannlega reisn og gæti bæði leikið og sungið. Þá gekk Bjöm Einarsson til liðs við Leikfélag Kópavogs, lék og söng þetta hlutverk með glæsibrag og fleiri slík fóm á eftir. Þetta var upphafið að persónu- legum kynnum okkar Bjöms og víðtæku samstarfí, ekki aðeins á sviði leiklistar heldur einnig á fleiri sviðum félagsmála, að ógleymdri pólitíkinni. Í nokkur ár hafði ég verið ná- granni þeirra hjóna Bjöms og Gunnvarar Braga, sem við kvöddum Mig langar í örfáum orðum að minnast frænku minnar, Þórdísar Jónsdóttur í Höfn, sem lést á Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum aðfaranótt gamlársdags. Þórdís fæddist að Hreðavatni í Norðurárdal, en var lengst af hús- freyja í Höfn í Borgarfiði eystra, gift Þorsteini Magnússyni bónda þar, sem lést fyrir nokkmm ámm. Þau Þorsteinn áttu einn son, Magn- ús núverandi bónda í Höfn og odd- vita Borgaríjarðarhrepps, og kjör- dótturina Helgu sem býr nú í Bandaríkjunum. Ég varð þeirrar gæfu njótandi sem bam að dveljast hluta úr nokkr- um summm hjá þeim Þórdísi og Þorsteini í Höfn. Þórdís var einstak- lega bamgóð, og hafði sérstakt lag á að vekja athygli bams á fegurð náttúmnnar. Skeljar, rekaviður, blóm og steinar allt vom þetta ger- á síðasta ári svo vissulega má segja að skammt sé stórra högga á milli. En það var við þessi tímamót að ég kynnist þeim báðum persónu- lega. í fátæklegum minningarorðum um Gunnvöm Braga á útfarardegi hennar rakti ég nokkuð störf henn- ar með Leikfélagi Kópavogs sem vom einkum á sviði leikstjómar og stjómarstarfa. Ekki var Björn búinn að vera í félaginu, nema eitt ár þegar hann tók fyrst sæti í stjóm þess. Seinna varð hann formaður félagsins. En ekki hvað síst minnist ég hans sem leikara. Freistandi væri að telja hér upp mörg hlutverk sem hann ætíð túlkaði af stakri prýði. En ég læt nægja að nefna tvö sem mér fínnst minnisstæðust: Grímur Grímsson útgerðarmaður í leikriti Gísla J. Ástþórssonar „Ungfrú Étt’ann sjálfur" (leikgerð sögunnar Brauðið og ástin) og titil- hlutverkið í „Lénharði fógeta" eftir Einar H. Kvaran. Þar var sannar- lega réttur maður á réttum stað. Árið 1962 fóm fram sveitar- stjórnarkosningar hérlendis. Þá vomm við Björn skyndilega báðir komnir inn í hina pólitísku hring- iðu, sem við höfðum hvomgur haft mikil afskipti af fyrr. Þar með hófst mikil samvinna sem ég á margar góðar minningar um. Þó vomm við aldrei í sama flokki eða á sama framboðslista. Við vomm, eða öllu heldur áttum að vera, póltískir and- stæðingar. Á sjöunda áratugnum hófust hin- ar umdeildu framkvæmdir við end- urlagningu Hafnarfjarðarvegarins í gegnum Kópavog. Einn grandvar bæjarfulltrúi kom með þá tillögu að kjósa sérstaka byggingarnefnd. Það var og gert, fjórir bæjarfulltrú- ar kjörnir einn frá hvetjum flokki. Ekki er mér grunlaust um að þess- ari nefnd hafí aldrei verið ætlað mikið hlutverk. Við Bjöm vorum kjömir í nefndina ásamt þeim Ás- geiri Jóhannessyni forstjóra og Sig- urði Helgasyni lögfræðingi. Bjöm varð framkvæmdastjóri nefndarinnar og vissulega lét þessi nefnd að sér kveða. Ekki er hér staður né stund til að rekja þá átakasögu nánar, en líklega heftir ekki verið byggt umdeildara mann- virki í Kópavogi. Fannst mörgum það til marks um yfírgengileg vinnubrögð að sprengja gil í berg til að leggja veg og byggja brýr á þurru landi, siíkt hafði aldrei sést hérlendis fyrr. Bjöm var raftæknifræðingur að menntun, hafði numið við Tæknihá- skólann í Stokkhólmi, enda vann semar, þess virði að skoða vel. Þór- dís átti sem kunnugt var stórt og glæsilegt safn af steinum sem hún af rausnarskap gaf Safnahúsi Borg- amess fyrir nokkmm ámm. Steina- safn þetta hafði hún á heimili sínu í Höfn og leyfði öllum sem þess óskuðu að skoða það. Á hveiju sumri dreif fjölda manns að; stórir hópar ferðamanna komu að skoða safnið. Þórdís gaf sér ávallt tíma til að segja frá steinunum og auk þess veitti hún öllum sem þangað komu kaffí og meðlæti af miklum rausnarskap. Þórdís var mikil fé- lagsmálamanneskja og hafði unum af að umgangast og ræða við annað fólk. Hún tók þátt í félagsstörfum í sínu heimahéraði og var meðal annars virkur félagi í kvenfélaginu Einingu í Borgarfírði og starfaði á vegum þess í Sambandi austfírskra kvenna. hann lítið í sínu fagi eftir að hann komst á miðjan aldur. En hann vann mikið, enda fíölskyldan stór, níu börn í heimili. í störfum var hann hamhleypa. Hugurinn fór geyst, stundum of geyst þannig að ekki var alltaf hægt að fylgja hon- um eftir. Hann var mjög hug- myndaríkur og ekki kæmi mér á óvart að ýmsar hugmyndir hans eigi eftir að verða að veruleika þó að ekki verði það víst að þær muni þá tengjast nafni hans. Þar mun sannast sem oftar, að það er ekki vís vegur til fjár að vera frumkvöð- ull. Fyrir fáum árum varð Björn fyr- ir miklu áfalli, fékk blóðtappa í heilann og lamaðist. Öllum er slíkt heljaráfall, það tel ég víst. En fyrir mann með skaphöfn og kapp Bjöms var þetta slíkt yfírþyrmandi áfall að ljóst mátti vera að hann mundi ekki sætta sig við slíkt að einu eða neinu leyti. 0g eftir að hann missti sína styrku stoð, eiginkonuna Gunnvöru Braga, mátti ljóst vera að endalokin voru skammt undan. Ég hóf þessi fátæklegu minning- arorð sem kveðju frá Leikfélagi Kópavogs og ég veit að ég mæli fyrir munn allra gamalla félaga þegar ég þakka Bimi samstarfíð á sviðinu og utan þess. Þau hjónin Bjöm og Gunnvör Braga settu svip sinn á þennan bæ, Kópavog, og víða fyrir liggja þeirra spor. Sigurður Grétar Guðmundsson. Öll finnum við fyrir fallvaltleika lífsins þegar við kveðjum vini sem falla frá fyrir aldur fram. Þannig var mér innanbijósts við andláts- fregn Bjöms Einarssonar. Vorið 1962 eða fyrir röskum 30 ámm vomm við meðal sjö nýrra bæjarfulltrúa í Kópavogi. Það tók okkur nokkurn tíma að kynnast, en við vomm samtímis í bæjarstjórn í tólf ár. Bjöm heitinn var sérstak- lega hæfíleikamikill bæjarfulltrúi, kappsfullur og fylgdi málum fast eftir. Fyrstu átta árin var Björn í meirihlutanum og við því andstæð- ingar og oft var hart deilt um bæjar- málin. Ýmsir mannkostir Bjöms komu snemma í ljós og einnig, að hann vann heilshugar að framfara- málum Kópavogs. Smám saman myndaðist því gagnkvæm vinátta. Við störfuðum síðan saman í meiri- hluta Kópavogs í fjögur ár og þá kom í ljós, að betra var að hafa Bjöm með sér en móti, þegar hrinda þurfti í framkvæmd nýjum fram- faramálum. Árið 1967 var kosin byggingar- nefnd Hafnarfjarðarvegar, sem hafði með höndum allar fram- kvæmdir við lagningu hraðbrautar gegnum Kópavog og sá hún einnig um endanlega samninga við ríkis- stjóm um skiptingu kostnaðar og endanlega hlutdeild Kópavogs í lagningu vegarins með tilheyrandi Minningamar frá Höfn hafa ver- ið og munu vera mér hollt vega- nesti inn í framtíðina. Ég sendi þeim Magnúsi og Helgu mínar inni- legustu samúðarkveðjur um leið og ég bið Guð að blessa minningu Þórdísar. Megi hún hvfla í friði. Ásdís Ingimarsdóttir. mannvirkjum. Fljótlega kom í ljós að við þurftum að ráða sérstakan stjómanda verksins og var Björn ráðinn. Hann reyndist frábær í þessu starfí og átti ómetanlegan þátt í hversu vel tókst til um allar verklegar framkvæmdir. Sérstakur andi var alla tíð rílcjandi í nefndinni og aidrei rætt um meirihluta eða minnihluta, heldur reynt að fínna sameiginlegar niðurstöður. Fundir hófust kl. 8 f.h. á laugardögum og forföll þekktust ekki. Ásgeir Jó- hannesson er var samtímis í bæjar- stjóm gekkst fyrir því að við nokkr- ir félagar úr umræddri nefnd snæddum kvöldverð saman fyrir röskum mánuði og gafst þá tæki- færi til að rifja upp gömul kynni og ræða ýmis viðfangsefni. Bjöm var óvenju hugmyndaríkur og í raun uppfínningamaður á mörgum sviðum og að margra dómi náð langt í þeim efnum, ef aðstæð- ur hefðu verið fyrir hendi. Þá var mér kunnugt um, að góður náms- árangur Bjöms í Svíþjóð sem raf- magnstæknifræðings vakti athygli. Bjöm var maður trúaður og mjög kirkjurækinn. Heimili Bjöms Einarssonar og Gunnvarar Braga Sigurðardóttur var einstakt og móttökur þeirra hjóna með slíkum glæsibrag að öll- um var ógleymanlegt er því kynnt- ust. Gestrisnin var þeim eðlislæg, hlýleiki streymdi frá þeim við hvern er að garði bar. Var mikið jafnræði með þeim hjónum og vom þau mjög samhent í öllum verkum og þá ekki síst í uppeldi stórs bamahóps. Mik- ið áfall var það þegar Bjöm fékk sitt fyrsta hjartaáfall árið 1988 og var öiyrki eftir það, enda þótt and- inn væri enn óbugaður. En heilsu hans hrakaði stöðugt þótt smábirti um tíma. Mesta áfall Bjöms var lát eiginkonu fyrir tæpu ári, en hún hafði annast hann í veikindunum og veitt honum ómetanlegan styrk. Við hjónin kveðjum öðlinginn Björn Einarsson og erum þess full- viss að það sem hann skilur eftir muni standa um ókomin ár og vinna harmi gegn og blessuð sé minning hans. Við sendum bömum, barna- börnum og fjölskyldu hans samúð- arkveðjur. Sigurður Helgason. Leiðir okkar Bjöms liggja fyrst saman í kringum 1960. Hann var þá starfsmaður teiknistofu Sam- bandsins en ég var að hefja sjálf- stæðan rekstur við verkfræðistörf. Ég minnist þess, að þá strax fannst mér Bjöm vera eftirtektar- verður persónuleiki, þótt ég kynnist ekki eldhuganum Birni Einarssyni fyrr en við nánari kynni. Það þróað- ist með okkur ágætur kunnings- skapur næstu árin. Það verður fyrst árið 1967, sem við Bjöm verðum nánari samstarfs- félagar með byggingu Hafnarfíarð- arvegar í gegnum Kópavog. Bjöm var þá orðinn bæjarfulltrúi í Kópa- vogi og þá hafði myndast breið samstaða í bæjarstjóm um það mikla verkefni. Var mynduð bygg- ingamefnd um verkið og lögðu allir flokkar til einn fulltrúa í nefndina og var Björn þeirra á meðal. Stefán Ólafsson verkfræðingur, vinur og bekkjarbróðir nefnir við mig síðla árs 1967, að hann vildi gjaman, að við Guðmundur Magn- ússon, félagi minn, gengjum til samstarfs við hann um hönnun Hafnarfj arðarvegar í gegnum Kópavog. Væri það að ósk bygging- amefndar vegarins. Stefán og starfsmenn hans voru þegar komn- ir áleiðis með hönnunina, en bygg- ingamefndin þrýsti mjög á og vildi flýta málum og ganga frá útboði hið fyrsta. Framkvæmdimar vom svo boðn- ar út vorið 1968 og vomm við Bjöm valdir til þess að fylgja þeim eftir og hafa eftirlit með þeim. Vorið 1970 verður síðan lægð í fram- kvæmdum, þannig að fyrir mína starfskrafta var ekki lengur þörf. Ég hverf því til starfa fyrir Norður- verk hf. sem verkfræðingur þeirra við byggingu Laxár árin 1970-73, en kem síðan aftur til starfa á stofu okkar Guðmundar, sem við höfðum flutt í Kópavog þessi ár. Á ámnum 1973-75 hafði ég Minning Þórdís Jónsdóttir Borgarfirði eystra m.a. eftirlit með framkvæmdum í miðbæ Kópavogs. Það var eitt af brennandi hugðarefnum Björns og var hann skipaður af bæjarstjórn Kópavogs að fylgja þeim eftir. Urðu það mikil vonbrigði, þegar sú stór- huga verkáætlun lognaðist út af og miðbærinn skilinn eftir sem flak- andi sár. Á þessum ámm verður Bjöm framkvæmdastjóri Olíumalar hf. og verð ég verkfræðilegur ráðunautur fyrirtækisins árið 1975 fram til áramóta 1978/79. Rekstrargmnd- völlur fyrirtækisins var oft erfíður þessi ár. Eftirspurn eftir olíumöl og malbiki var æði sveiflukennd. Gat verið velviðunandi eitt árið eða nánast engin annað árið. Mikið um lánafyrirgreiðslur Olíumöl í óhag. Fyrirtækið var því illa farið í byijun árs 1979. Aðalmeinsemdin var þó yfírfjárfesting í tækjum, sem Bjöm var á móti en fékk engu um ráðið. Byggðastofnun tók það að lokum undir sinn væng og rak um ein- hvern tíma en leysti síðan upp og seldi eignir þess. Ég hefí alltaf dáðst að kjarki, dugnaði og óbilandi bjartsýni Bjöms við rekstur Olíumalar hf. Venjulegur maður hefði fyrir löngu gefíst upp, en hann gat ávallt hald- ið rekstrinum áfram og talið kjark í starfsmennina. En reksturinn var orðinn að síðustu afar þreytandi og ekki neita ég því, að feginn var ég að losna. En í mínum huga hefur Bjöm Einarsson gengið af þeim hólmi, meiri maður. Eftir á að hyggja, tel ég að fram- kvæmdirnar við Hafnarfjarðarveg- inn hafi verið það skemmtilegasta verkefni, sem ég hefí unnið að á mínum starfsferli, að öðmm ólöst- uðum. Kom þar margt til. Ágætt samstarf okkar Bjöms, ágætir verktakar og góður gangur á verk- inu. Að baki okkar samstillt bygg- ingamefnd vegarins, sem vildi láta verkin tala. Var oft glatt á hjalla í veginum, sem margir munu minn- ast. Má því segja, að við Björn höfum gengið í gegnum skin og skúrir í okkar samstarfí. Get ég ekki hugs- að mér betri samferðarmann í þeim efnum. Reyndist hann mér drengur góður. Þótt starfsvettvangur okkar Björns hafí ekki skarast eftir 1979 héldum við okkar góðu vináttu. Var mér oft boðið heim til hans og hinn- ar ágætu konu hans, Gunnvarar Braga. Ég kynntist henni ekki fyrr en á ámnum 1968-70, þegar ég fór að venja komur mínar á heimili þeirra á Meltröðinni. Það fór ekki framhjá neinum manni, að Gunnvör bjó manni sínum og börnum stór- myndarlegt heimili, þar sem oft var margt um manninn, enda þau hjón afar gestrisin og afar skemmtileg heim að sækja. Á ég margar góðar minningar frá slíkum heimsóknum. Þótt við Gunnvör verðum fljót- lega góðir kunningjar, verður það ekkifyrr en á ámnum 1985-88, sem ég kynnist henni betur. Á þess- um áram verð ég ferðafélagi þeirra hjóna í Kanaríeyjaferðum. Gunnvör var vel menntuð kona og skemmti- leg viðræðu og var smekkur okkar líkur menningarlega séð. Bjöm elskaði að koma til Kanaríeyja og féll afar miður, þegar veikindi hans tóku fyrir frekari ferðir þangað í sólina. Á ég góðar og minnisstæðar stundir úr samvistum mínum þar með þeim hjónum. Bjöm mat sína konu mikils og vom þau afar samhent hjón. Hún var hans stoð og stytta í veikindum hans síðustu árin. Þegar hún féll frá um mitt síðastliðið ár var eins og viðhorf hans til lífsins breyttist. Það var eins og lífslöngunin hyrfi. Ég kveð vin minn, Bjöm Einars- son, með söknuði, en það virðist sem sá söknuður sé blandaður feginleika yfír því, að Bjöm hefur lokið þessu síðasta og erfíðasta tímaskeiði lífs síns með reisn. Vona ég að hann hitti Gunnvöm sína á ný í öðm lífí og verði sem hinn fyrrum Björn Einarsson að nýju, glaður, hress og fullur af eldmóði eins og vinir hans þekkja hann best. Ég sendi mínar samúðaróskir til barna og tengdabarna þeirra hjóna og óska öllum afkomendum þeirra velfarnaðar í framtíðinni. Theodór Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.